Tíminn - 08.01.1966, Page 5

Tíminn - 08.01.1966, Page 5
safsnfó LAUGARDAGUR 8. jar.úar ll'S6 Utgefandi: FRAMSOKNAR F1.0KKURINN Framitvæmdastjórl Kristján Benediktsson Kitstiórar porarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson lón Helsason 02 Indriði G. Þorsteinsson Kulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrlmui Gíslason ttitstj skrifstofut 1 i.ddu húsinu, sfmai 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðsiusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrai sknfsiofur sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán. innaniands — í lausasölu kr. 5.00 eint - Prentsmiðjan EDDa- h.f \ , ■ ' ■ Ráðleysið við stýri höfuðhorgarinnar Reykjavík er og á að vera að mörgu leyti stolt lands- ins og fyrirmynd um framsókn, upbyggingu og ráð- deild, svo að hún geti miðlað öðrum byggðarlögum þrótti á sama hátt og hún nærist af lífi og menningu byggðanna úti um allt land. Hin unga Reykjavík er líka vissulega mjög falleg borg, og hún ber dugmiklum íbúum sínum gott vitni. En þegar vel er að gáð, stafar sú reisn, sem borgin á, fyrst og fremst af dugnaði og myndarskap borgara hennar í byggingum, fegrun heim. ila og garða, vinnusemi og smekkvísi. Hlutur stjórnarvalda borgarinnar liggur hins vegar mjög eftir, og því sjást falleg íbúðahverfi oft standa upp úr svaði götuleysisins. Við stýri höfuðborgarinnar situr því miður dugleysi og ráðleysi þess flokks og manna, sem haft hafa þar öll völd allt of lengi og hafa lengi litið á borgina sem óðalseign sína. í fyrrinótt stóð yfir aðalumræða í borgarstjórn um fjárhagsáætlun höfuðborgarinnar árið 1966 • Þar sætti íhaldsmeirihlutinn mjög harðri og rökstuddri gagnrýni, ekki sízt af hendi beggja borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Kristján Benediktsson flutti aðalræðuna um. fjárhagsáætlunina, og var hún birt hér í blaðinu í gær. í þeirri ræðu voru gögnin lögð málefnalega og með glöggum rökum á borðið og sýnt fram á það með mörg- um ljósum dæmum, hvernig dugleysið og ráðleysið fer með stjórn höfuðborgarinnar. Hann sýndi fram á, hvern- ig álögumar á borgarana, jafnt almennar skattabyrðar sem gjöld til þjónustustofnana hafa þvngst um 2—400% síðustu árin, en fr^nkvæmdir ekki nándar nærri að sama skapi, nema helzt til gatnagerðar en auknii^g þar hef- ur beinlínis verið tekin af framkvæmdafé skóla og barnaheimlia, sem eru alveg sérstakar hornrekur í nú- verandi fjárhagsáætlun. Hann sýndi með Tjósum tölum, hvernig sjálft skrautblómið, gatnagerðin, er, að hlut- fall gatna með varanlegu slitlagi er nú minna í heildar- götulengd borgarinnar en var árið 1940. Hann benti á, að þrísetning í barnaskólum, sem heit- ið var að lyki 1963, er enn mjög miki] og fer vaxandi en ekki minnkandi. Hann sýndi fram á, hvernig algert skipulagsleysi ríkir um verklegar framkvæmdir borgar- innaí og engar áætlanir standast í þeim efnum. Hann minnti á hitaveituáætlunina, sem Ijúka átti í fyrra og veita skyldi öllum íbúum borgarinnar vestan Elliðaáa heitt vatn, en á enn langt í land. og enn eru stór borg- arhverfi vatnslaus og vatnslindir fullnýttar en undir- búningur að nýrri hitaveitu enginn enn. Sjúkrahúsið hefur verið í byggingu í 13 ár, fyrsta áfanga ólokið enn. Lóðaúthlutun var nær engin s.l. ár í höfuðborg íslands. Framlög til skólabygginga eru fjórðungi minni árið 1966 miðað við heildarupphæð fjárhagsáætlunar heldur en árið 1959. Framlög til leikvalla og barnaheimila hækka ekkert frá fyrra ári. Svona er ástandið. Þessi er mynd dugleysis- og óreiðustjórnar höfuð- borgarinnar í aðaldráttum þessar mundir Framsókn- armenn lögðu fram allmargar tillögur í þvi skyni að auka framkvæmdirnar en draga úr rekstrareyðslu, en þær voru að sjálfsögðu allar felldar. ERLENT YFIRLIT Kennedybræður fá keppinaut Verður svertingi öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts? í BYRJUN nóvember næstk. fara fram í Bandaríkjunum kosningar til fulltrúadeildar þingsins, en kosíð er til hennar annað hvert ár. Jafnframt verður kosið til þriðjungs öldungadeildarinn- ar. Þar er kjörtímahilið sex ár, en kosningum til dcildar- innar er háttað þannig, að þriðjungur hennar er kjörinn annað hvert ár. Þótt enn séu 10 mánuðir til þessara kosninga, má seg.ia að kosningabaráttan se á viss an hátt hafin. í sumu.n kjör- dæmum byrja flokkarnir að á- kveða frambjóðendur sjna síð ari hluta vetrar, en annars staðar dregst það fram í sept ember. Baráttan innan ilokk anna um framboðin hefs' hins vegar miklu fyrr. í mörgum kjördæmum er hún þegar haf- in. Átökin innan flokkann^ um val frambjóðenda, vekja oft ekki minni athygli en sjálfar kosningarnar. Einkum gildir þetta ef litríkar og sögulegar persónur eiga hlut að máli. Að þessu sinni þykir senni- legt að athyglin muni ekki sízt beinast að Massachussetts heimaríki þeirra Kenned.v- anna. Margt bendir til, að siT'-'SBgnleþi atburðnr geti gerzt þar, að svertingi nái kosningu til öldungadeildni- innar. Hann myndi þá verða fyrsti svertinginn, sem h’.yti sæti þar. Hann yrð,i þa, fuJl- trúi eins hvítasta ríkis’js í Bandaríkjunum, ef svo mætti að orði kveða, því að svert- ingjar eru ekkí nema rúm 2% af íbúum Massaehusseíts. Hann yrði jafnframt fuitrúi fyrir flokk repúblikana, sem er að vinna sér fylgi hægri sinnaðra demókrata í Suður ríkjunum vegna þess, að sum ir leiðtogar hans, eins og Goldwater vilja fara hægt í réttindamálum svertingja. Kjör hans sem öldungadeildar manns myndi því ekki draga úr andstseðunum innan flokks repúblikana. Maður sá, sem hér um ra=3 ir heitir Edward William Brooke. Hann er dómsmálaráð herra í Massachussetts, og er það æðsta virðingarstaða, sem svertingi hefur gegnt í Banda rjkjunum. SKÖMMU fyrir áramótin tilkynnti Leverett Saltonstall sem hefur verið annar af öid- ungadeildarmönum Massachus ettes í meira en 20 ar að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. enda orð- inn 73 ára gamall. SaltonstaJl hefur notið mikils álits. Hann hefur verið í hópi hinna frjáls lyndari republikana í öldunga deildinni. Oftast var góð sam vinna milli hans og John F Kennedy, meðan þeir atru sæti þar, þó'tt ekkj væru þeir flokksbræður. Af hálfu Kennr- dybræðra hefur aldrei verið lagt til harðrar baráttu gegn' honum, en vafalaust fnun það verða sótt fast af hálfu þeirra, að demókratar nái nú sæti hans. Repúblikanar geta því viart haldið sætinu, nema þeim heppnist val frambjóð- andans því betur. Brooke gei ur með miklum rétti haidið því fram, að hann sé öðpim repúblikönum ljklegri ti’ sig urs því ag hausfið 1964 var hann endurkjörinn dómsri.ála ráðherra með meiri atkvæða- mun en nokkur repúblikani hefur áður náð í Massachus etts. Hann var þá einn aí þeim fáu frambjóðendum repúblikana, sem ekki lýstu stuðningi vig Goldwatei í samræmi við þetta varð Brooke fyrstur manna til að gefa kost á sér til framboðs fyrir repúblikana í öldunga- deildarþingkosningunum á hausti komandi. Hann gerði það fáum dögum effir að Sait onstall tilkynnti, að hann yiði ekki aftur í kjöri. EDWARD BROOKE er 46 ára gamall. fæddur í Wash-ng ton, þar sem faðir hans var lögfræðingur Hann hóf laga nám við Howard-háskólann í Washington, en varð að fresta því, er hann var kvaddur í herinn rétt eftir að siðaii heimsstyrjöldin , hófst. Á stríðsárunum vann hann sá' verulega frægð, er hann Oarð ist með skæruliðum á ítatiu og hlaut hann mörg heiðurs- merki fyrir framgöngu sina þá. Hann var orðinn liðsfor ingi, þegar stríðinu lauk. Á Ítalíu kynntist hann hinni hvítu konu sini, sem er af ítölskum ættum. Þau nata eignazt fvær dætur, og er ónn ur ljós eins og móðirin en hin dökk eins og faðir nennar. Eftir að styrjöldinni ,auk, hóf Brooke laganám að nýju við háskólann í Boston og lauk því með góðum vitnis- burði. Að námi loknu opna^i hann málaflutningsskrifstofu en jafnframt hóf hann sf- skipti af stjórnmálum. Á ár- unum 1950—60 var hann oft í framboði fyrir repúbl’kana, en náði aldrei kosningn Ár- ið i961 skipaði Volpe ríkis- stjóri hann formann fjármála legrar effirlitsnefndar í Bod on. Verke^ni hennar va- m. a. að athuga ýmis viðskipri hinna ýmsu stofnana Boston- borgar við einkafyrirtæki. Brooke gekk ötullega til verks og afhjúpaði margþætt fjárbrall, sem hafði átt sér sfað í þessum efnum. Fyrir þetta varð hann svo þekktur að repúblikanar gerðu hann að dómsmálaráðherraefni sínu í kosningunum 1962. Hann náði kosningu og reyndist írá bærlega ötull. og einbeittur sem dómsmálaráðh. Árið 1964 var hann endurkjörinn dóms- málaráðherra og hlaut þá hærri atkvæðatölu en nokkur repúblikani hefur hlotig í Massachusetts fyrr og síðar. Brooke lætur mör gmál önnur en stjórnmál og dóms- mál til sín taka. Hann er mik ill unnandi fagurra lista og hefur t.d. um skeið verið for- Framhald á bls. 14. Edward w. Brooke og fjölskylda hans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.