Tíminn - 08.01.1966, Page 7

Tíminn - 08.01.1966, Page 7
LAUGARDAGUR 8. janúar 1966 7 Alfred Döblin. Aufsatze zur Literatur — Uns- er Dasein. Höfundur: Alfred DöbHn. Útgáfa: Walter-Verlag 1963—‘64. VerS: DM. 50 — (bæði bindin). Alfred Döblin fæddist í Stettin 1878, elzt upp í Berlín og las læknisfræSi. Hann settist síðan að í Berlín og hafði atvinnu af lækningum, en skrifaði jafnframt sjcáld- sögur og greinasöfn. Hann var Gyðingur og því ilia séður í Þýzkalandi eftir valdatöku þjóðemisjafnaðarmann. Flúði land 1933, bækur hans bornar á bál sama ár. Bókabrennur voru nokkuð tíðkaðar í þriðja ríkinu og eftir ósigur þess gerðist það ekki ósjaldan í hin um frelsuðu löndum í Austur- Evrópu að múgurinn réðist inn í bókabúðir og bókasöfn og bar út þýzkar bækur og lagði eld L Fyrst flýði Döblin til Ziirich og skömmu síðar þaðan til Parísar.Þar dvaldihann allt til þess að hersveitir Hitlers óðn inn í Frakkland 1940. Þá flýðx Döblin til Bandaríkjanna Þar snerist hann til kaþólskr ar trúar og í stríðslok hverfur hann aftur til Þýzkalands. Hann var skipaður bókmennta ráðunautur á franska hernáms svæðinu eftir stríðið. Dvaldi ýmist þar eða í París. Hann var heilsuveill síðustu árin, sem hann lifði og lézt í Emm- encBngen í Þýzkalandi 1957. Hann gefur út smásögur 1913 og skáldsögu 1915. Frægasta verk hans kemur út 1929, Berlin Alexanderplatz. Þetta er saga íbúa stórborgarinnar, ádeilurit og mjög raunsætt. í fyrri ritum hans gætti nokkuð áhrifa frá Joyoe og Dos Pass- os, en með þessu verki hefur hann sagt skilið við hina svo- nefndu sálfræðilegu skájdsögu, bókin fjallar ekki um eina per- sónu, heldur borgarlífið og allan þess margbreytileik. Með þessari bók verður hann með fremstu höfundum Þýzkalands. Hann skrifar tvær bækur í París, „Pardon wird nicht gegeben“ og „Amazonas". 1927 kom út söguljóðið „Manas“, þar kennir mjög áhrifa expresíon- ismanns. Auk þessara bóka skrifaði Döblin fjölda greina og stóð að útgáfu „Der Sturm“„ sem var tímarit expressionista. í safnritinu „Aufsatze zur Literatur“, sem Walter útgáfan gefur út, er safnað saman helztu greinum hans um bókmenntir. Hér eru greinar um skáldsöguna sem bókmenntagrein, þróun henn- ar og formbreytingar. Þessar ritgerðir eru meðal þes bezta sem ritað hefur verið um þetta efni, höfundurinn átti mikinn þátt í því sjálfur að móta nýtt skáldsöguform. f þessu greina safni eru frásagnir og greinar um samtíðar höfunda hans, svo sem Kafka, Musil, Joyce og einnig greinar um Goethe, Dostójevski og fleiri. Að loky um skrifar hann um eigin verk og tilorðningu þeirra, þau skrif ern mjög merkileg varðandi vinnubrögð hans og hugsana- gang. Þetta greinaúrval gefur mjög góðar myndir af mótun hans sem rithöfundar, samtíð hans og samferðamönnum. „Unser Dasein“ er síðasta ritið, sem kom út eftir hann fyrir valdatöku Hitlers. Bókin kom út 1932, en var borin á bál ásamt öðrum bókum hans 1933. Þessi bók er lífsskoðun hans sett fram á mjög persónu bundinn hátt, eigin heimspeki og heimsmynd. Þetta er heim speki skálds, sett fram á skýr- an og mjög persónulegan hátt, ekki ólík bók Maughams „Summing up“. Þessi bók er lykillinn að persónunni Alfred Döblin. Walter útgáfan hefur gefið út flestöll verk þessa höfundar og er á allan hátt mjög vand að til útgáfunnar. fslenzk bókmenntasaga. Altnordische Líteraturgesch- ichte. Höfundur: Jan de Vries Band I. Ritsafn: Gnindriss der germanischen Philologie — Hermann Paul, Werner Betz. 15. Útgáfa: Walter de Gruyter & Co., Berlin 1964. Verð: DM 66.— 2. útgáfa. Þetta er önnur endurskoðuð útgáfa þessa rits, endurskoðuð útgáfa annars bindis er væntan leg. Þjóðverjar hafa öðrum fremur stundað íslenzk fræði, sem kemur til af sameiginleg um uppruna og samgermönsk- um menningararfi, að því er álitið. Áhugi þessi kviknaði á 19. öld og þá stunduðu margir ágætir þýzkir fræðimenn fom norræn fræði og ^ íslenzkar fombókmenntir. íslenzk rit voru gefin út í Þýzkalandi og þýzkir fræðimenn hvöttu fs- lendinga til átaka í þessum' efn um, eitt hið þýðingarmesta fyr ir utan fornritaútgáfur, var þjóðsagnaútgáfa Jóns Árnason ar og Maurers. Vandaðasta ís- lendingasagnaútgáfa er þýzk, Halle útgáfan. Undanfari þess arar útgáfu er rit Eugen Mogk, .Norwegisch-Islandische Litera tur“ útgefin í sama safnriti og þetta rit. Auk þessa rits í þessu safni eru fleiri, sem varða fs- land, svo sem „Altgermanische Religionsgeschichte" eftir sama höfund, Geschichte der nordis- chen Sprachen" eftir Noreen, „Germanisches Recht“ eftir von Amira og Eckhardt og „Germanische Heldensage" eft ir\ Schneider. Þetta ritsafn er það merkasta sem út kemur um norræn fræði. Þetta rit ^fjallar um elzta norrænan kveðskap, síðan er kafli um Eddukvæði og skáldakvæði. Annar hluti ritsins fjallar um kveðskap eftir Kristnitöku, skáldakvæði og upphaf sagna listar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um uppruna kvæð anna og aldur, þær deilur eru jafn gamlar rannsóknum á þessu sviði. Höfundur setur sér árið 1300 og þar um kring sem tímatakmörk að þessum rann sóknum og riti, saga hans nær til þess tíma, þegar . kristin áhrif verða yfirgnæfandi í bókmenntasköpun. Höfundur hefur á einn hátt mikið fram yfir aðra sem um þessi fræði rita, og það er þekking hans á goðafræðinni og heiðnum trú arbrögðum. Skáldskapurinn er í upphafi galdur og verður allt- af „magískur", þekking á þessu efni er því mjög þýðingarmikil til skilnings á skáldskapnum Umsagnir höfundar um ýmis skáld eru margar mjög athyglís verðar, einkum kaflinn um Egil Skallagrimsson. Athugan ir höfundar um trúarskiptin eru ítarlegar og skoðanir hans vel rökstuddar. Sú saga er nokkuð rannsökuð af þýzkum fræðimönnum, íslenzkar heim- ildir um þau efiíi eru runnar frá kirkjunnar mönnum og því hæpnar. Það þarfnast mikillar aðgæzlu og nærfæmi að raða saman þeim brotum og óbeinu heimildum, sem finna má, til þess að fylla myndina af Kristnitökunni. Þetta er eitt þeirra rita sem ekki verður gengið framhjá af þeim, sem kynna vilja sér ís- lenzkar fomþókmenntir, að öðrum ritum ólöstuðum. Ritið er 359 blaðsíður, pappír góður og allur frágangur Mnn þrifa- legasti. Registur fylgir ekki þessu bindi, mun birtast í lok annars bindis, ritskrár eru neð anmáls og athugagreinar. Katrín miMa. Catherine la Grande. Höfund ur Daria Olivier. Útgáfa: Libra ire Académique Perrin, París 1965. Verð: F 20. — Höfundurinn er fæddur í Sankti Pétursborg, eins og Leningrad hét um aldaraðir, þar til nafninu var breytt til heiðurs byltingamanninum. Hún fæddist skömmu fyrir fyrri styrjöldina, hún og fjöl skylda hennar flúðu land eftir byltinguna 1917. Hún var þá altalandi á frönsku, ensku og móðurmál sitt. Hún gekk í menntaskóla í París, hóf síðan nám í Svartaskóla, og lagði stund á mál, sagnfræði og lista sögu. Síðan stundaði hún þýð ingar úr ensku og rússnesku á frönsku og skrifaði greinar um erlendar bókmenntir í tímarit. Hún tók að leggja aðaláherzlu á rússneska sögu um 1957 og hefur ritag bók um „Desem- bristana” (liðsforingjasam- særi gegn Nikulási I. 1825. Þátt takendur voru felldir með stór skotaliðsárás og fimm forustu mannanna hengdir). Þessi bók hennar fjallar um þá skemmti legu drottningu Katrínu miklu. Hún var þýzk að ætt- ærni, fædd 1729, giftist ríkis- erfingjanum, sem síðar varð Pétur III, 1744 og það kom bráðlega í Ijós hve hann var illa hæfur til þess að skipa þá stöðu. Drottning varð mjög vinsæl, enda tók hún upp alla hætti og venjur Rússa með tím anum. 1762 var Pétur III sett ur af og hafði Grigori Orlov ást maður drottningar forgöngu í þeim aðgerðum. Hún varð þar með keisarainna og drottning allra Rússa, algjörlega ein- völd. Drottning var mikill menntavinur og uppi á þeim tímum þegar skynsemisstefnan var sá góði tónn. Hún átti bréfaskipti við Voltaire, safn- kði listaverkum og eignaðist á skömmum tíma eitt bezta lista verkasafn sem til var í Evrópu, hún stóð fyrir miklum bygging arframkvæmdum og lét gera yndisfagra skrautgarða. Á henn ar dögum var St. Pétursborg ein fegursta borg Evrópu. Rúss ar njóta hennar nú á dögum, þeir geta þakkað henni ágæt listasöfn og margar fegurstu byggingar og garða þar í landi. Það er margt á huldu um einka líf hennar, en tveir voru ást- menn hennar, sem eitthvað kvað að, þeir Orlov og Potemk in. Auk þessara voru ýmsir fleiri, sem ekki fara neinar sög. ur af. Hún ætlaði í fyrstu að færa flest í Rússlandi í það horf, sem framfarasinnar í Evrópu töldu ákjósanlegt, en viðhorf hennar breyttist i Frönsku Stjórnarbyltingunni. Hún jók stórlega veldi Rússa, átti þátt í skiptingu Póllands, átti í stríði við Tyrki og náði þá Krímskaganum, hún stóð að landnáminu í Alaska og jók mjög áhrif Rússa á heimsmálin. Áhugi hennar á bókmenntum var slíkur að hún fékkst við skriftir sjálf, samdi leikrit, sög ur og minningar sínar, hún hvatti til bókmenntastarfsemi á rússnesku, þótt hún skrifaði jöfnum höndum rússnesku og frönsku. Hún var talin stór- gáfuð, sjarmerandi og hin skylduræknasta landstjórnar- kona. Það fóru miklar sögur af henni og líferni hennar, bæði þá og síðar. Höfundur reynir að birta okkur hana eins sanna og heimildir gera henni fært, henni tekst að gefa mjög skemmtilega mynd af þessari ágætu drottningu, sem var einn ig skáld og heimspekingur. Bókimii fylgja margar sam- tímamyndir. Þetta er skemmti- leg lesning. Heimskan. Úber die Dummheit. Ursachen und Wirkungen der intellektu- ellen Minderleistung des Mens chen. Ein Essay. Höfundur: Horst Geyer. Útgáfa: Muster- schmidt Verlag, Göttingen, 1960. Verð: DM 18,60. Þetta er níunda prentun þessarar bókar, og er það ekki undarlegt, því bókin er mjög skemmtileg. Menn hafa alltaf gaman af því, þegar einhver bendir á heimsku náungans en síður, þegar um mann sjálf an er að ræða. Hér er á boð- stólum fræðirit um heimsk- una. Slík rit hafa áður birzt, eitt það frægasta eftir Erasm- us frá Rotterdam, það var stælt af Þorleifi Halldórssyni skóla- meistara á Hólum, hann kall- aði sitt rit „Lof lyginnar" (prentað í Islandica). Höfund ur þessa rits skiptir bók sinni í fjóra kafla auk lokaþáttar. I inngangi ræðir höfundur vald heimskunnar yfir heiminum. í fyrsta hluta ræðir höfundur þá heimsku, sem stafar af greind- arskorti, hverjar séu ástæður fyrir greindarskorti og skil- greinir orðið „heimska" í öðr- um kafla fjallar höfundur um heimsku með þeim, sem virð- ast hafa sæmilega greind til að bera, áróður fyrir heimsku, sem dreift er með fjölmiðlun- artækjum nútímans og sem get ur orkað á sæmilega gefið fólk. Dæmi um þetta eru augljós, t. d. áróðurinn fyrir þeirri heimskulegu stefnu, nazism- anum, sem var svo magnaður og þann veg framsettur, að greindasta fólk lét glepjast. Hættan á slíku verður því meiri sem heimskingjar og óþokkar hafa greiðari aðgang að áróðurstækjum nútím- ans. Það er auðvelt að sljóvga fólk með síendurteknum áróðri. Endurtekningin er undir- staða auglýsingatækninnar og komist fjölmiðlunartæki eins ríkis i hendur óþokkum og fífl um, sem keypt geta lagna áróðursmenn, þá vofir ætíð sú hætta yfir, að fólk fari að trúa áróðrinum, þar sem hann dynur á því sí og æ. Hátindur góðrar sölumennsku byggist á heimsku kaupendanna, en hann er sá, að fólk kaupir hluti sem það hefur svo til engin not af. Þessi tækni er á mjög háu stigi í Bandaríkjunum og hér á landi er nokkuð farið að bera á þessu fyrirbrigði, þótt sölutæknin vilji oft verða nokkuð kauðaleg hérlendis miðað við þar sem hún gerist fullkomnust. Það þarf greind til að meta gildi hlutanna, þegar buið er að rugla mat manna á gildi hluta, þá hefur heimskan sigrað og þá er greið leið fyrir óprúttna braskara og verzlunarbullur að pranga óþörfum vörum inn á náung- ann. Heimskan tekur á sig hinar margvíslegustu myndir og gerir höfundur þeim nokk- ur skil í þessari bók. Trúgirn- in er einn helzti bandamaður heimskunnar, það er' oft svo að fólk trúir því einkum, sem það vill trúa. Þetta nota áróð- ursmeistarar sér og psila listi- lega á þessa hvöt. Það er vitað, að glæpamenn eru undantekn- ingarlítið mjög illa gefnir, það hefur komið í ljós, að afbrota- unglingar standa einnig á mjög lágu stigi hvað greind snertir. f öðrum kafla ræðir höf- undur fyrirbrigðið heimsku í ýmsum fræðum, hann sýn- ir dæmi um hina lærðu hálf- vita, sem er alltaf nokkurt slangur af. Heimskan í lög- fræði, guðfræði og læknisfræði hefur oft orðið til mikilla óþæg inda, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ýmsir geta verið skil- góðir á flestum sviðum en bjánar í sumum, ótal dæmi gef ast um slíkt. Fjórði kaflinn fjallar um klókindi, sem skil litlir menn sýna oft á tíðum, þetta fyrirbrigði er almennt meðal glæpamanna og fanta. Höfundur-nefnir fjölda dæma um fyrirbrigðið heimsku, enda' er úr nógu að moða. Heimsk- an er bezti bandamaður þeirra sem berjast fyrir forheimsk- un heilla þjóða, hún er ekki heldur aldeilis ónýt óprúttnum pólitískum ■ braskaralýð og prangaradóti, og eðli flest- allra glæpamanna. Heimska og lygi spásséra oftlega sáman, enda stallsystur. Bók þessi er mjög skemmtileg aflestrar og einkar þörf hugvekja nú á tím um og á fullt erindi til fslend- inga nútímans. Kirkjusaga. An Introduction to the Hi- story of the Christian Church. Höfundur: Wilfred W. Biggs. Útgáfa Edward Arnold 1965. Verð 21/- Kirkjusagan er sá þáttur al- mennrar sögu, sem drýgstur verður, einkum fyrr á öldum. Þessi bók er aðeins úrdráttur kirkjusögunnar frá upphafi og fram undir miðja 20. öld. Höf- undi hefur tekizt að setja sam- an greinargóða bók, fordóma- lausa og furðu itarlega mið- að við stærð. Bókin er einkum ætluð kennurum og nemend- um æðri skóla. Víðast hvar er nú lögð meiri áherzla á sagn- fræðikennslu en áður tiðkað ist, og undir þessa grein heyra vitaskuld kirkju- og trúar- bragðasaga. listasaga þjóðfé- lagsfræði og almenn menningar saga. Þessi þróun er einKum i Bandaríkjunum og Rússlandi, og önnur lönd hafa fylgt á eftir. Stutt og efnisdriúg bók sem þessi veitir mönnum tölu- verða innsýn í gang sögunnar og þróun mannkynsins, sé far ið vandlega yfir hana og hlið sjón höfð af hliðstæðum at- burðum almennrar sögu. Hér á landi er saga kirkjunnar s vissum tímum meginsaga ís- lendinga. Kirkjan var hér- lendis um tíma ríki ríkisins og lengi vel sú stofnun, sem vernd aði þann menningarvísi, sem Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.