Tíminn - 08.01.1966, Page 8

Tíminn - 08.01.1966, Page 8
TÍM5NN LAUGARDAGUR 8. janúar 10S8 Keniubúar hafa orðiS hvaS harSast úti og þarátta þeirra við vágestina hefur kostað mikið fé og fyrirhöfn. Á myndinni til hlðar sést flokkur Keniubúa við trúarathöfn. Afríkumenn biðja um hjálp gegn sem til þessa hefur staðizt allar tilraunir til að vinna bug á hon- um. 30 miUjón fuglar drepnir árlega. f Senegal eru árlega drepnir kringum 30 milljón veffuglar, en samt sem áður eru um 200 milljónir eftir. Komið hefur fyrir, að fækkað hafi verið í flokki, sem var að herja, um heilar þrjár milljónir, án þess að sæist högg á vatni. Hinn mikli fjöldi þessara fugla stafar ekki af óvenju mik- illi æxlun. Fuglarnir eiga enga óvini í náttúrunni og virðast vera ónæmir fyrir sjúkdómum. f um 20 löndum á hinum miklu þurru gresjum fyrir sunnan Sahara allt til Suður-Afríku er ótölulegum fjölda bænda ógnað af ágangi fugl anna, sem leiðir til sveltis og jafn vel hungursneyðar. 90 milljónir veffugla hafa á einum mán- uði hesthúsað 9000 tonna upp- skeru í Senegal. „Flóðbylgja.“ Veffuglarnir fljúga í flokkum og iifa saman í flokkum. Þeir fljúga þétt og minna á svört ský. Tækni þeirra er slík, að þeir koma bókstaflega eins og „flóð bylgja" og rótnaga akrana með kerfisbundnum hætti. Löndin sex sem harðast hafa orðið úti — Kenýja, Nígería, Súdan, Tanzanía, Zambía, og Rhodesía — hafa í landbúnaðarráðuneytum sínum sérstakar deildir, sem annást bar- áttuna við veffuglinn. Sex önn- ur lönd haía í sameiningu greitt hálfa milljón dollara (yfir 20.000 millj. ísl. kr.) árlega í þessu skyni, og hefur þeim auðnazt að útrýma rúmum hálfum milljarði fugla án nokkurs varanlegs árang urs. Veðurfræðiathuganir. Það kostar fé og rannsóknir að vinna bug á fuglinum jafnt og jurtinni. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, benda til að ferðir veffuglsins standi í sambandi við stefnu regnsvæðanna. Kannski verður með aðstoð veðurfræðinga hægt að segja fyrir komu fugl- anna og gera ráðstafanir áður en árásin hefst. Hægt er að stöðva jasintuna með menntun og fræðslu. Ef fiski menn gerðu sér að venju að skafa báta sína hreina og ef viðarkola- verkamenn hættu að troða hinni hættulegu vatnajurt í götin á pok- um sínum, þá er ekki að vita . . . Mið-Afríku er ógnað af and- styggilegu förublómi, sem engin leið virðist vera að stöðva, og af f eikistórum fuglahópum, sem menn standa ráðþrota gagnvart. Þetta hljómar eins og „vísinda- skáldskapur" en er í rauninni vandamál, sem valdið hefur því, að 18 hinna herjuðu landa hafa snúið sér til Sameinuðu þjóð- anna og beðið um hjálp. Á ráð- stefnu í Kamerún í byrjun nóvem bermánaðar var ákveðið að fara þessa leið, óg nú hafa hlutaðeig- andi ríki beðið Framkvæmda- sjóð Sameinuðu þjóðanna og Mat- væla- og landbúnaðarstofnun- ina (FAO) um aðstoð sérfræðinga við að uppræta þessa skelfilegu plágu. ■ . Veffuglinn, sem svipar til spör- fugla, eyðileggur á hverju ári feiki legt magn af uppskerunni og hef- ur hingað til staðizt allar tilraun- ir til að stemma stigu við ágangi hans. Vatnajasintan, sem hefur ,ferðazt“ frá Suður-Afríku alla leið norður til Súdans, þurrkar upp ræktarlöndin með því að stífla fljót, síki og annars konar áveitur. Auk þess hverfur allur fiskur þar sem þetta skaðræðis- blóm rásar fram. Á varðbergi dag og nótt. Jasintan hefúr ruðzt inn í Níl, en hingað til hefur verið hægt að halda iienni innan landamæra Súdans. Dag og nótt standa menn á varðbergi á brúnni yfir hvítu Níl í Khartúm. Allt er undir því komið að láta ekki hinar geysi stóru fljótandi blómaeyjar sleppa fram hjá, þannig að þær komist inn í Arabiska sambandslýðveldið og að Assúa-stíflunni. Jurtin æxlast bæði með fræ- dreifingu og sérlega örri rótar- deilingu. Sé straumur hagstæð- ur getur hún „ferðast" allmarga kílómetra á viku. Áhrifin eru söm hvar sem hún kemur. Strendur og skipalægi afkróast blöðin mynda stórar fljótandi eyjar, sem stífla vatnsrennslið og gera fljótin ófær Þrýstingurinn frá þessum eyjum getur á stundum orðið svo mikill, að brýr eru rifnar af stöplum sín Svertingjaþorp í Suður-Afríku. Tilraunir með sækýr. Allar tilraunir til að útrýma jasintunni hafa hingað til mis- heppnazt. í Brezka Guiana hafa verið gerðar tilraunir með sæ- kýr, sem á 17 vikum átu sig gegn um hálfan annan kílómetra af jas intum. Á saama tíma lagði jurtin uhdir sig rúmlega 1000 kílómétra spöl af Níl. Eins og stendur er verið að úða vat»ajasintuna undir leið- sögn sérfræðings frá FAO. Því miður skaðai eitrið, sem úðað er baðmullarplönturnar, þannig að ekki er hægt að stunda úðun- ina nema þrjá mánuði á ári. Þó standa vonir til að unnt verði að uppræta jurtina og að hægt verði að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu hennar. Verr gengur með veffuglinn, iska sambandslýðveldið til jarðarhafsins. Mið um. Súrefnið hverfur, þar sem þær þekja vatnsborðið og fisk- urinn leggur á flótta. En verst er þó það, að jasintan ryðst Inn í áveituskurði og díki, stöðvar aðrennslið, gerir vatnsdælur óstarfhæfar og orsakar þurrk og allsherjar auðn. í fyrra var Níl jöðruð af lög- um sem voru frá 3 upp í 10 metra djúp á 1600 kilómetra löngu svæði. Kom frá Suður-Afríku. Vatnajasintan barst til Suður- Afríku frá Flórida í lok 19. aldar með garðyrkjumanni, sem hafði orðið hugfangimi af hinni blá- rauðu jurt með yfir 20 sentimetra löngum bikarblöðum sem haldið er saman af grænum blaðhvirf- ingum. Hún baxst fljótlega norður til Kongó, þar sem hún þreifst framtil 1956—‘58. Þá hvarf hún þaðan skyndilega og með óskýr- anlegum hætti og skaut upp koll- inum í Hvítu Nil í Súdan. Nú ógnar hún Bláu Níl — og þar með einhverjum mestu baðm ullarekrum heimsins, — og gervöllu rennsli Nílar um Arab- V /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.