Tíminn - 08.01.1966, Qupperneq 10
10
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 8. janúar 1966
FH hefur 4ra marka forskot
- sigraði Fredensborg 19:15 í hörkuleik. Betra úthald, hraði og markvarzla Hjalta færði FHsigur.
Alf—Reykjavík. ,
Hátt á þriðja þúsund áhorfend
ur í Laugardalshölllnni í gær-
kv. urðu vitni að æsispennandi
baráttu fslandsmeistara FH og
norsku meistaranna frá Fredens
borg, og þegar yfir lauk', voru
FH-ingar mf " pálmann í höndun
um, sigruðu með 19:15, og hafa
Jí*í fjögurra marka forskot, þeg-
ar síðari leikur liðanna hefst á
sunnudaginn.
Síðustu tíu mínútur leiksins í
gær voru sérstaklega spennandi,
og þá sýndi Hjalti Einarsson í
FH-markinu einhverja þá beztu
markvörzlu, sem sézt hefur hér-
lendis í lengri tíma. FH hafði
18:15 og Birgir bætti því 19. við
með fallegu skoti. Norðmennimir
reyndu árangurslaust að jafna
metin og áttu hörkuskot á FH-
markið, en alltaf varði Hjalti.
Og hann lét sig ekki muna um
það að verja tvö vítaköst við
mikla hrifningu áhorfenda. Þátt
ur Hjalta í markinu var stór lið
ur í sigri FH í gærkvöldi, en
segja má, að þrennt hafi gert
sigurinn að staðreynd, \ í fyrsta
lagi meira úthald, sem FH hafði
meiri hraði og markvarzla Hjalta.
Mikil harka var í leiknum allan
tímann, og áttu Norðmennirnir
meginsökina, því að þeir léku
mjög harðan varnarleik, og tók
danski dómarinn Ovdal alltaf of
vægt á þeim brotum, vísaði t-d.
engum norskum leikmanni af
velli þrátt fyrir margar áminning
ar en tveir FH-ingar fengu „reisu
passann”.
Fyrri hálfleikur var allt ann
að en árangursríkur fyrir FH-
inga, þótt þeir næðu eins marks
forskoti, 10:9, það var alHof lít-
ið fyrir hina sterku einstaklinga í
FH-lðinu, sem hafa meira úthald
hraða og tækni en mótherjarnir.
Leikur liðsins var tilviljunar-
kenndur og breidd vallarins illa
notuð. Hvað gæti FH ekki gert,
ef skipulagið væri fyrir hendi?
Ragnar Jónsson bar af á vellin
um í fyrrj hálfleik. Sjálfur skor
aði hann tvö mörk, og fiskaði að
auki tvö vítaköst.
í síðari hálfleik náði FH sér
betur á strik og þá kom í ljós,
hvor aðilinn hafði betra uthald.
Vörnin hjá Norðmönnunum var
eki eins sterk, og nú þutu lanS
skot FH-skyttanna hvert á fætur
öðru í mark, án þess að norski
markvörðurinn, Klepperás, kæmi
vörnum við. Staðan breyttist í
13:10, en litlu síðar skoraði einn
bezti •ieikmaður Fredensborg í
síðari hálfleik Ingar Egum 13:11.
En FH svaraði með þremur góð
um mörkum. Fyrst skoraði Birgir
14:11, og litlu síðar skoraði hann
aftur 15:11 og Ragnar skoraði
16:11. Fimm marka munur, og
síðari hálfleikur rúmlega hálfn-
ÍSLANDSMÓTIÐ
j KVÖLD
íslandsmótið í handknattleik
hefst í kvöld að Hálogalandi með
tveim ieikjum í 1. deild. Fyrst
leika Fram og Valur og síðan Ár-
mann og KR.
Fyrri ieikurinn hefst kl. 20.30.
aður. Ekkert gat breytt úrslitun-
um úr þessu.
Síðustu 10 mínúturnar einkennd
ust af mikilli hörku á báða bóga,
en sem Norðmennimir áttu upp-
tökin að . Markvarzla Hjalta Ein
arssonar verður öllum þeim, sem
á horfðu, eftirminnileg hann vann
sannarlega hug og hjörtu áhorf-
enda með frábærri markvörzhi.
Ekkert skot Norðmannanna síð-
ustu mínútumar fór framhjá hon
um í netið, vel af sér vikið
Hjalti’
Tæplega er hægt að segja um
þennan leik, að hann hafi verið
vel leikinn. Til þess var hraðinn
of mikill allan tímann og harkan
sömuleiðis. FHingar voru meiri
keppnisrtíenn, hraðari, úthaldsbetri
og sigurvissir. Hjá FH báru þeir
Hjalti og Ragnar af, en Birgir og
Öm (í síðari hálfleik) voru nokk
uð góðir. Þegar einstaklingar lið
anna em bomir saman stendur
FH miklu betur að vígi, þess
vegna finnst mér 4ra marka mun
ur of lítm sigur fyrir FH, en
eftir gangi leiksins, vora þessi
úrslit sanngjöm. Með Því að nýta
breidd vallarins betur, reyna leik
skipulag einstaka sinnum, fá ekki
mörk á sig fyrir það hve leikmenn
imir era seinir aftur í vörnina,
væri FH eitt af toppliðum Evrópu
Mörk FH skoruðu: Örn, Ragnar
og Birgir 4. hver, Jón G., Páll
og Geir 2 hver og Guðlaugur 1.
Fred ensbo rga r-1 i ðið lék nú betur
en fyrir 2 áram, þegar það var
hér á vegum Víkings. Klepperás
í markinu stóð sig mjög vel í fyrri
hálfleik, en annars vou R. Yssen,
Engum og Inge Hansen beztir
í liðið vantaði eínn bezta leik-
mann þess, Kjell Svestad, en hann
mun að öllum líkindum verða með
á sunnudaginn.
Danski dómarinn Ovdal dæmdi
fyrri hálfleikinn vel, en missti
nokkuð tökin á honum í síðari
hálfleik og fór heldur illa með
teagnar Jónsson.
Sex af 10 beztu íþróttamönnum 1965: Frá vlnstri: GuSmundur Gíslason, Ragnar Jónsson, Gunnlaugur Hjálmars
son, Valbjörn Þorláksson, íþróttamaður ársins, Jón Þ. Ólafsson og Eyleifur Hafsteinsson.
Valbjörn Þorláksson kjör-
inn íþróttamaður ársins
- 27 íþróttamenn á lista íþróttafréttamanna
Alf—Reykjavík. föstudag.
Valbjörn Þorláksson, KR, var kjörinn íþróttamaður ársins 1965
af íÞróttafréttamönnum, Það er orðin föst venja hiá ísl. íþrótta-
fréttamönnum að velja um áramót þann fþróttamann, sem að þeirra
áliti hefur skarað fram úr á liðnu ári, sem íþróttamann ársins, og
er þetta í 10. skipti, sem það er gert. Valbjörn Þorláksson hlaut lang-
flest stig í atkvæðagreiðslunni að þessu sinni, eða 64 stig, en mest er
hægt að fá 66 stig.
Á árínu 1965 vann Valbjörn Það
afrek að sigra í tugþrautarkeppn
inni í Norðurlandamótinu í frjáls
íþróttum, og var með því eini ís-
lendingurinn, sem hreppti sigur
á þeim vettvangi. Valbjörn er
óþarfi að kynna fyrir lesendum.
Hann hefur um mörg undanfarin
ár verið í hópi snjöllustu frjáls-
íþróttamanna okkar, snjall stang
arstökkvari, en hefur síðari árin
lagt meiri áherzlu á tugþrautina.
Valbjörn hefur einnig náð ágæt
um árangri sem spretthlaupari.
Sigurður Sigurðsson, formaður
Samtaka íÞróttafréttamanna. af-
henti Valbirni hina fögru styttu,
sem íþróttamaður ársins fær
hverju sinni, í hófi, sem haldið
var að Hótel Borg í gær. í hófinu
voru mættir flestir hinna 10 efstu
íþróttamanna í atkvæðagreiðsl-
unni, en viðstaddir voru einnig,
auk íþróttafréttamanna, þeir Her
mann Guðmundsson, framkvæmda
stjóri ÍSÍ, og Benedikt G. Waage
heiðurforseti ÍSÍ.
AIls hlutu 27 íþóttamenn stig
♦ atkvæðagreiðslu íþróttafrétta-
manna. og hafa ekki áður svo
margir íþróttamenn komizt á list
ann. Tíu efstu menn á listanum
urðu Þessir:
1. Valbjörn Þorláksson, KR. 64
stig.
2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 45 stig
3 Gunnl. Hjálmarss. Fram 25 stig
4. Hrafnhildur Guðrli. ÍR 23 stig
5. Þorsteinn Hallgrímss. ÍR 18 stig
6. Eyleifur Hafsteinss. ÍA 17 stig
7—9. Guðm. Gíslason, ÍR 15 stíg
7—9. Ragnar Jónsson, FH 15 stig
7—9. Magnús Guðm. ÍBA, 15 stig
10. Ellert Schram, KR 12 stig
Aðrir, sem stig hlutu: Kristinn
Benediktsson, ÍBÍ, Karl Jóhanns
son KR, Hrafnhildur Kristjánsdótt
ir, Ármanni Ármann J. Lárusson,
Breiðabliki, Árdís Þórðardóttir,
ÍBS, Hermann Gunnarsson. Val
Erlendur Valdimarsson ÍR, Davíð
Valgarðsson, ÍBK. Sigríður Sig
urðardóttir, Val, Hörður Kristins
son Ármanni Ríkharður Jónsson,
ÍA, Þorsteinn Björnsson, Fram,
Matthías Hallgrímsson, fA, Björk
Ingimundardóttir, UMSB, Guðni
Sigfússon, ÍR Jón Árnason TBR
og Kolbeinn Pálsson. KR.
Eins og fyrr segir, er þetta í
10. skipti, sem ísl- íþróttamenn
kjósa íþróttamann ársins. Aðeins
fimm menn hafa hingað til hlot-
ið nafnbótina „íþróttamaður árs-
ins“. en það eru Vilhjálmur Ein
arsson. sem langoftast hefur unnið
til hennar. eða 5 sínnum, en aðrir
eru Valbjörn Þorláksson (tvisvar),
Guðmundur Gíslason, Jón Þ. Ólafs
son og Sigríður Sigurðardóttir,
sem hlaut styttuna árið 1964.
PUNKTAR
í hófi því, sem íþróttafréttamenn
héldu. í gær vegna kosningu íÞrótta
manns ársins, drap Sigurður Sig
urðsson, form. Samtaka íþrótta-
fréttamanna, á viðkvæmt mál, sem
varðar mjög íþróttastarfsemina, en
hann sagði m. -a.:
,,Áður en ég tilkynni um úrslit
atkvæðagreiðslunnar að þessu
sinni langar mig að víkja lítillega
að svonefndri ,,stjömudýrkun“,
sem íþróttunum er samfara, og
þessi verðlaunaveiting okkar er
liður í. Ýmsum finnst, og ég er
þeirra á meðal, að athygli íÞrótta
forastunnar og blaðanna, beinist
um of að þeim, sem fram úr skara,
en of lítið að útbreiðslu íþrótta
iðkana almennt. Það var í upp-
hafi svo, að „stjömurnar" áttu að
vera til þess, að vekja áhuga ungs
fólks á íþróttum, laða menn að,
en ekki fæla frá. Mér finnst þetta,
Því miður, hafi snúist illa í hönd
um íþróttaforastunnar og félag-
anna, íþróttafélögin leggi of mik
ið í sölurnar fyrir þá, sem fram
úr skara, eða geta orðið að liSi,
en sýni næsta litinn áhuga á. að
fá fólk til að iðka íþróttir. Eg
hef rætt við marga unga menn,
sem sennilega hefðu getað orðið
ágætir íþróttamenn, hefði þeim
verið sinnt, en Þeim hefur góðlát
lega verið stjakað t51 hliðar, ég
vil ekki segja reknir heim, en allt
að því. Þjálfararnir og félögin
heimta afrek, skjótfengin afrek
og sigra, Þess vegna beinist athygli
þeirra fyrst og fremst að afreks
mönnum."
Svo mörg voru þau orð. Eflaust
eru þeir margir, sem hafa út á
þessá skoðun að setja, og svo var
um Hermann Guðmundsson. fram
kvæmdastjóra ÍSÍ, sem talaði á
eftir Sigurði, og benti á, að ÍSÍ
ræki stórfelldan áróður fyrir út-
breiðslu íÞrótta meðal almennings.
Sannleikurinn er sá, að hér er
um mjög viðkvaemt mál að ræðá.
„Stjörnudýrkun" er og verður með
an íþróttir Iifa. Eg hefd, að það
sé fulldjúpt í árinni tekið, þegar
sagt er, að blöð (líklega útvarp
einnig) og íþróttaforustan beini
augunum um of að afreksmönnun
um. Herferð ÍSÍ fyrir því að al-
menningur taki þátt í íþróttum
hefur að vísu hingað til lítinn
árangur borið, en vissulega er þó
um viðleitni að ræða- En rtka
virkilega íþróttafélögin fólk, sem
ekki er líklegt til afreka, á dyr?
Þúsundir unglinga, sem taka þátt
í íþróttastarfinu hér í Reykjavík
bera ekki vitni u.m það. Hin svo'
kallaða „old boys“ starfsemi félag
anna ber heldur ekki vitni um það.
Hér eru til íÞróttagreinar, sem
menn á öllum aldri geta stundað,
t. d. golf og badminton. Árlega
er efnt tli námskeiða í báðum
þessum greinum fyrir byrjendur á
mismunandi aldri og allir velkomn
ir. Og þannig má nefna miklu
fleiri greinar.
Afreksmenirnir varða veginn.
Blöðin, útvarp og íþróttaforustan
hjálpast og við að byggja afreks
mennína. Vissulega ber að varast
of mikla dýrkun á þeim, en þa8
Framhald á bls. 14.