Vísir - 22.02.1974, Síða 2
2
Visir. Föstudagur 22. fcbrúar 1974.
vtensm:
Skrifuöuö þér undir listann Varið
land?
Kristinn Bencdiktsson, ljós-
mvndari. Já, ég hef sennilega
verið einn af þeim fyrstu. Ég'
skrifaði undir á fyrsta degi, en
það var eiginlega bara tilviljun.
Sjállurhef ég ekki haft lista undir
höndum.
Sveinn Gústafsson, prentari. Já,
ég skrifaði undir á fyrstu
dögunum. Sjálfur var ég ekki með
lista.
Áslaug Asgeirsdóttir, skurðstofu-
hjúkrunarkona. Já, það gerði ég
núna um mánaðamótin siðustu.
Ég er hiklaust fylgjandi setu
varnarliðsins hér á íslandi.
Hólinfriður Kristjánsdóttir,
húsmóðir. Nei, ég skrifaði ekki
undir. Satt að segja fékk ég aldrei
listann i hendur, og ég heföi samt
ekki skrifað, þó ég hefði fengið
hann. Mér er eiginlega nokkuð
sama um það hvort varnarliðið er
hér eða ekki.
Ólafur Gústafsson, lögfræðingur.
Já, það gerði ég strax á fyrstu
dögunum. Reyndar var ég sjálfur
aldrei með lista, en ég er tvi-
mælalaust fylgjandi veru varnar-
liðsins hér á landi.
Birgir Þórmóðsson afgreiðslu-
maður. Ég gerði það já. bað er
reyndar ekki langt siðan, en ég er
hiklaust fylgjandi veru varnar-
liðsins hérna. Það vannst ekki
timi hjá mér til þess að fara að ná
i lista sjálfur og láta hann ganga,
annars hefði ég kannski gert það.
JÓLATRÉÐ ER
ENN GRÆNT
— í stað þess að fölna eftir jólin
grœnkaði jólatréð og skýtur nú sprotum
Jólatrc siðan á jólunum, sem
er cnn grænt núna i lok fcbrúar.
Ótrúlegt, en þó áþreifanleg
staðreynd hjá Óskari Sandholt,
sem býr i Sólheimum lfi.
Úti i bilskúr hjá honum stend-
ur jólatré fjölskvldunnar, sem
var inni i stofu á jólunum. Tréð
er iðgrænt, og sprotar eru farnir
að skjóta sér út.
— ,,Ég tók eftir þvi að óvenju-
lftið af nálum féll af trénu.
Konan min hafði sprautað úr
heilli hárlakksdós yfir það, og
tréð drakk einnig i sig óhemju
mikið af vatni. Mér datt þess
vegna i hug að athuga, hvort
það héldist lengi i svona
ástandi og fór eftir jólin með
það út i bilskúr. Siðan eru liðnir
tæpir tveir mánuðir, og tréð
dafnar vel. Það hefur meira að
segja hækkað um tæpa tvo
sentimetra”, sagði Óskar, er
Visismenn litu á tréð hjá hon-
um.
begar tréð var inni i stofu,
þurfti að hella vatni þrisvar á
dag i skálina undir jólatrés-
fætinum. svo mikið drakk það i
sig. Nú er vatni bætt i skálina
einu sinni á dag.
,,Ég hef ekki sett nein
næringarefni i skálina, bara
vatn. Ég er nú bara næstum
farinn að halda, að ég geti sett
það upp i stofunni á næstu
jólum,” sagði Óskar ennfremur.
Við spurðum Guömund
Marteinsson formann Skóg-
ræktarfélags Reykjavikur,
hvernig gæti staðið á biþma
þessa rauðgrenitrés.
„Liklega hefur það innihaldið
óvenju mikinn næringarforða,
þegar það var höggvið,” sagði
Guðmundur. ,,Svo má vera, að
með þvi að sprauta hárlakkinu
yfir barrið hafi útgufun verið
hindruð. Ég hef hins vegar
aldrei séð neitt þessu likt og
finnst þetta ákaflega merkilegt.
Þó eru þess dæmi, að jurtir, eins
og t.d. viðir, lifi i vatni, þótt
stönglar séu skornir af og settir
i vatn.”
Guðmundur sagði, að það
væri þó vonlaust að planta trénu
i von um, að það skyti rótum.
Hann sagðist álita, að það gæti
staðið þó nokkuð lengi enn, ef
það væri vökvað og þvi jafnvel
gefin næring.
-ÓH
Jens Sandholt, einn ibúa i Sólheimum 16, sýnir hér hvað hefur
bætzt ofan á jólatréð siðan á jólunum. Sáralitið af náium hefur
fallið af trénu, og það er fagurgrænt.
Ljósm. Visis: BG.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Þriðju gróðu yfirheyrsla
Guðrún Hákonardóttir skrifar:
,,1 Visi 15. janúar er sagt eftir
Keflavikurlögreglunni: ,,Það eru
þessar eftirlegukindur, sem við
erum aðreyna aðlosa okkur við”.
Mánuði seinna, eða 15. feb., fór
ég og vinkona min meðáætlunar-
bil frá BSl kl. 22 til Keflavikur.
Þegar rútan kom að sýslu-
mörkunum, var hún stoppuð og
tveir óbreyttir lögregluþjónar
komu inn með einhverjar svaka
luktir (vasaljós) og lýstu framan
I okkur og spurðu okkur nokkra
krakka, hvort við hefðum
smakkað áfengi.
Nei, sögðum við, eins og lika
satt var. — Þeir spurðu þá, hvort
við værum með nafnskirteini.
Það vildi svo óheppilega til, að
með nafnskirteini var ég ekki, en
flest alliraðrir voru þó með skir'-
teini.
Jæja.'þégar þeir svo voru búnir
að fá það á hreint, spurðu þeir,
hvert við værum að fara — 1
Keflavik á dansleik, sögðum við
— Og eruð þið viss um að komast i
bæinn aftur? — Þá spurði ég
hvort það væri ekki okkar vanda-
mál — Þá varð hann hann vondur
og sagði.að það þýddi ekki fyrir
okkur að reyna að koma aftur
suður eftiránþess að hafa passa.
Mér finnst orðið anzi hart, ef
manni er ekki orðið óhætt að fara
frá Reykjavik til Keflavikur, án
þess að maður sé lýstur upp eins
LYFSEÐILL \
HRAKNINGUM
Éinn lesendu blaðsins kom inn
á ritstjórnina i gær, veifandi um-
slagi og lyfseðli, er hún vildi að
við kæmum til skila. Stúlkan
sagði þetta:
,,Ég fann þetta umslag á
Hlemmtorgi snemma i morgun.
Aftan á var bréfhaus læknis hér i
gær, svo ég gizkaði á, að þetta
væri lyfseðill. Þar sem það getur
verið afdrifarikt fyrir t.d. hjarta
sjúklinga að týna sliku og um-
slagið hvort eð er hálfopið sakir
bleytu og þvælings, tók ég lyf-
seðilinn úr og leit á. Sá ég þar, að
nafn sjúklingsins var jafnólæsi-
legt þar og utan á bréfinu, en
heimilisfangið greinilegra. Húsiö
er frægt „partihús” hér i borg og
seðillinn hljóðaði upp á 30
amfetamintöflur, sem erörvandi
lyf (mjög vinsælt á vissum börum
borgarinnar, þar sem það er
keypt og selt af mikilli viðskipta-
gleði).
Þessar staðreyndir og svo það,
að ég hef sjálf horft upp á þann
hrylling að sjá marga fullorðna
og nokkra ágæta unglinga eyði-
leggja sig með þessu lyfi og
öðrum sem þau gabbal?) út úr
læknum, og það oftast sömu lækn-
unum aftur og aftur. Þar sem
þetta er svona, vil ég ekki verða
til að skila þessu og e.t.v. stuðla
þannig að eyðileggingu mann-
legrar veru, heldur legg þetta hér
inn á Visi og legg til, aö hlut-
aðeigandi nái i seðilinn sjálfur, ef
hann lifir ekki bara betra lifi án
hans.
og einhver glæpamaður, hvort
sem við erum að fara á dansleik
eða til að hitta kunningja okkar.
Mér finnst það lita öðru visi út,
ef það eru sætaferðir, en ekki
áætlunarbillinn á sinni vanaferð.
Þá finnst mér allt i lagi að taka
áfengi af þeim, sem eru undir lög-
aldrú Hins vegar ætti bilstjórinn
fremur að sjá um það en lög-
reglan. hvort senda eigi rútuna i
bæinn aftur.
En að manni skuli ekki vera
óhætt að fara i áætlunarbil frá
Reykjavik til Keflavikur án þess
að verða hrelldur af hranalegum
lögregluþjónum, sem krefjast
skirteina og hefja þriðju gráðu
yfirheyrslur um, hvert ferðinni sé
heitið o.s.frv. — þaö er ótækt.
Ekki tollÞJÓNN
heldur vörður
Arni Eiriksson, toilvörður
simaði:
,,1 Morgunblaðinu og Visi er
greint frá prófkjöri Sjálfstæðis-
manna til borgarstjórnarkosn-
inga. Þar er starfsheiti mitt talið
verá tollþjónn. Þetta kemur
okkur i minni stétt nokkuð
spánskt fyrir sjónir. Við vitum
ekki til að toll þjónastéttin sé til. 1
lögum erum viðtitlaðir tollverðir,
og félag okkar heitir Tollvarða-
félag. Vildu blöðin ekki gera það
fyrirokkur i framtiðinni að halda
sér við þetta lögverndaða starfs-
heiti? ”,
Valdatofl
Er í valdatafl lifsins við leggjum af stað,
löngum er allt sett að veði.
Þá sama er, ef teflt er á tæpasta vað,
livort tapað cr kóngi eða peði.
Að fullyrða slikt skal þó fara að með gát,
sú fullyrðing getur þvi beðið.
Eitt peð getur kónginum komið i mát,
en kóngurinn mátar ei peðið.
Ben Ax.
—SG