Vísir - 22.02.1974, Side 4

Vísir - 22.02.1974, Side 4
4 Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974. OPIÐ TIL KL. 10 í kvöld Simi-22900 Laugaveg 26 Laus staða Staða hjúkrunarkonu i Raufarhafnarhé- raði er laus til umsóknar frá 15. april 1974. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 1. april 1974. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 21. febrúar 1974. Datsun disel ’71, vel með farinn til sölu. Verð 420.000.00 kr., útborgun ca. 300.000.00 kr. Skuldabréf koma til greina. Til sýnis hjá Biiasölunni Traust, Vitatorgi laugard. og sunnud. Uppl. i sima 72671, 13324 og 26305. Smurbrauðstofan BJÖRNÍNN Njólsgötu 49 — Sími 15105 Nauðungaruppboð Eftir kröfu Magnúsar Sigurössonar hdl. fer fram opinbert uppboö að Mjölnisholti 14, föstudag 1. marz 1974 kl. 15.30 og verður þar seld Monako-borvél talin eign Ingibergs Þorvaldssonar. Greiösia við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN I —__J____________________________ MicHel iobert veittist hart að Scheel róðherra Michel Jobert, utan- rikisráðherra Frakka, hefur sagt, að Frakkland muni ekki senda fulltrúa, þegar oliuneyzlulöndin ætla að ræða um ástandið i oliumálum á fundi i Washington i næstu viku. Samtimis hefur hann var- að hin löndin I Efnahags- bandalaginu við þvi að semja i Washington I nafni bandalagsins. ' Ræning jar Patriciu Hearst gáfu í gær föður, hennar tuttugu og fjögurra stunda frest til þess að út- vega fjórar milljónir dollara til viðbótar fyrir meiri mat handa fátækum. Um leið lýstu þeir þvi yfir, að Patriciu yrði haldið áfram i 1 ræðu, sem Jobert hélt i utan- rikisnefnd franska þingsins i gær- kvöldi, réðst hann harkalega að vestur-þýzka starfsbróður sinum, Walter Scheel. Sakaði hann Scheel um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og um ögranir á oliuráðstefn- unni i Washington siðast. Strax 9. febrúar sendi stjórnin i Washington þeim rikjum og sam- tökum, sem tóku þátt i oliuráð- stefnunni i Washington dagana 11.- 13. feb., annað boð á nýjan fund. Markmið þessa nýja fundar er að reyna að koma sér upp i samvinnu einhverju ráði eða nefnd, sem vinna skal að þvi að samhæfa oliu- flutningana til þessara rikja. gislingu, meðan félagar þeirra sitja i San Quentin-fangelsinu. Höfðu þeir krafizt þess, að yfirvöld slepptu þeim tveim úr haldi. Þessar nýju kröfur bárust i tuttugu minútna langri hljóðritun á segulspólu. Inn á hana talaði ein- hver sem kallaði sig Chinque marskálk i frelsisher Symbonesiu. í hljóðritun þessari var komizt svo að orði, að boð Radolps Hearst, blaðakóngsins, um ókeypis mat fyrir tvær milljónir dollara, væri ekki annað en að kasta fáeinum molum fyrir fólkið. — Siðan mátti heyra rödd Patriciu i tiu sekúndur i iok hljóðritunarinnar. Rúmlega 3000 sjálfboðaliðar — með •þpjár flugvélar og 30 vörubila i þjónustu sinni — unnu i gær við að deila út matvælunum. Á að miðla matvöru til tuttugu þúsunda i dag. Heimta tvœr milljónir til viðbótar í mat af Hearst Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hauks Jónssonar hrl. fer fram opinbert uppboð að Mjölnisholti 14, föstudag 1. marz 1974 kl. 15.0(tog verða þar seldar borvél og hjólsög taldar eign Rafplast h.f. — Greiðsia við hamarshögg. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. ir fréttunum? Viltu fá þær heim til þín samdægurs? Eða viltu bíöa til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Dayan vill kosningar Golda Meir forsætis- ráðherra ísraels heldur þrem ráðherrasætum auðum i stjórn sinni ennþá fyrir Þjóðlega trúræknisflokkinn i von um, að þrátt fyrir allt verði unnt að mynda meirihlutastjórn — upp- lýsti talsmaður Verka- mannaflokks hennar I gær. Golda sat fundi með leiðtogum Trúræknisflokksins langt fram á kvöld i gær, án þess að hún fengi þó talið þá á að taka sæti i stjórn- inni með svipaðri fyrirmynd og I hinni gömlu. — Fyrir næsta mið- vikudag ber henni að tilkynna Ef- raim Katzir forseta, hvort henni tekst að mynda stjórn eða ei. Eins og nú horfir verður hún að mynda minnihlutastjórn með 58 þingfulltrúa af 120 að baki sér. Tæki Trúræknisflokkurinn þátt i stjórninni hefði hún að baki sér 68. Stjórnarandstöðusamsteypan, Likud, hefur lýst hugmyndinni um minnihlutastjórn sem ger- samlega vonlausri. — Leiðtogar Trúræknisflokksins vilja mynda stjórn á breiðum grundvelli i samstarfi með Likud og Verka- mannaflokknum. — Þvi hefur Golda hafnað vegna þess að Likud vill ekki sleppa hendi af neinu hernumdu svæðanna. Moshe Dayan forsætisráð- herra, sem hefur afþakkað ráð- herrasæti i nýju stjórninni, hefur stungið upp á samsteypustjórn vegna þess ástands, sem nú rikir i landinu og Austurlöndum nær. Telur hann hinn kostinn vera nýj- ar kosningar, og hefur hann gert þær að skilyrði við Goldu Meir fyrir þvi, að hann tæki sæti i nýrri stjórn. Moshe Dayan og Goida Meir hvislast á, enn er alit I óvissu og fram- tiö stjórnar Meir vegna reikullar afstöðu Dayans.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.