Vísir


Vísir - 22.02.1974, Qupperneq 5

Vísir - 22.02.1974, Qupperneq 5
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974. 5 .■'l} 'te TLÖND I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGU Umsjón: BB/GP Solsénitsfn kontinn til Kaupmannahafnar Alexander Solsénitsín <om til Kaupmannahafnar morgun á leiö sinni til Sloregs. Fréttaritari NTB segir, að það hafi verið þreyttur maður, sem steig út úr lestinni i Hovedbanegaarden og gekk í hóp mörg hundruð fréttamanna. Solsénitsin komst huldu höfði frá Zurich, og kom það mönn- um á óvart, hversu fljótt hann hélt til Noregs. Ekki var fulllgóst i morgun, hvort Solsénitsin færi frá Kaupmannahöfn til Osló i kvöld með ferjunni Prinsesse Margrethe. Var ekki talið ólik- legt, að skáldið veldi sér aðra leið til að losna undan ágangi frétta- manna. Solsénitsin kemur til Norður- landa i þvi skyni að finna rólegan griðastað, þar sem hann getur búið fjölskyldu sinni friðsælt heimili. Fréttamenn telja, að skáldið hafi ekki gert sér grein fyrir, hversu þekktur hann var orðinn á Vesturlöndum, og þvi komi hið mikla umstang i kring- um hann honum enn meira á óvart. 1 Kaupmannahöfn kom það fram i gærkvöldi, að Solsénitsin hefur leitað fyrir sér um húsnæði i Danmörku og einnig spurzt fyrir um það, hvort hann geti fengið þar hæli sem pólitiskur flótta- maður. Segir danska utanrikis- ráðuneytið ekkert þvi til fyrir- stöðu. í Noregi mun Solsénitsin dveljast fyrst um sinn sem venju- legur ferðamaður i húsi norska listmálarans Jakobs Widemann skammt frá Lillehammer. Sols- enitsin hefur verið boðið að kaupa hús Sigriðar Undset, sem er i Lillehammer. Þessi mynd var tekin á Hovcd- banegaarden i Kaupmannahöfn i morgun, þegar Alexander Solsénitsin kom þangað á leið sinni til Noregs. Lögreglan verður að verja hann fyrir ágangi, einkum fréttamanna og [einnig þó vinsamlegs fólks, sem býður hann velkominn. — Á leiðinni i lestinni faldi Solsénit- sin sig á bak við stórt dagblað i (livert sinn, sem lestin stanzaði. Kolnámumenn höfðu minni laun eftir allt saman Brezku kolanámumenn- irnir sem eru enn í verk- falli, fengu sterk tromp í hendurnar í ,kjara- baráttunni, þegar það upp- lýstist í gær, að launa- statistik þeirra væri byggð á skökkum reikningsgrund- velli. Eftir að þvi hefur verið marglýst yfir af hálfu stjórnarinnar og for- ystumanna kolaiðnaðarins, að kröfur þeirra væru alltof háar, uppgötvaði launamálaskrifstofan i gær, að þessir 270.000 námaverka- menn hefðu fengið of lág laun. Skrifstofan komst að raun um, að sú upphæð i útreikningunum, sem sýna átti meðallaun námamanns- ins, fæli i sér greiðslu fyrir helgar- vinnu. 1 útreikningum um laun i öðrum iðngreinum er þess konar greiðsla ekki reiknuð með. Þetta léiðir af sér, að i rauninni eru meðalvikulaun námamanns 600 krónum lægri en meðallaun þeirra, sem vinna erfiðisvinnu, en ekki hærri eins og hingað til hefur verið haldið fram. Þykir nú liklegt, að fastar verði lagt að Edward Heath, forsætisráð- herra, eftir þetta að finna lausn á deilunni við kolanámamenn. Forvigismaður kaþólsku kirkjunnar i Bretlandi, John Heenan kardináli, hefur varpað sér út i kosningarbaráttuna. 1 safnaðarbréfi, sem lesa skal upp i kaþólskum kirkjum núna á sunnu- dag, varar kardinálinn við öfga- sinnum i stéttarfélögunum, sem séu ráðnir i að splundra samfélag- inu. — t sama bréfi er einnig haft orð á þvi, að hið kapitaliska kerfi þurfi breytinga við. Vegna verkfalls kolanámumanna hefur verið múraö fyrir sumar námurnar til að verja þær skemmdum. Rœndu rítstjóranum „Ég vil, að þú segir konu minni og barni, að mér líður vel," þuldi röddin upp af segulspólunni, sem ræningjar ritstjórans Greg Murphy sendu til útgáfu- stjóra Atlanta Constitution. Krefjast ræningjar hans 700.000 dollara i lausnargjald og láta rit- stjórann koma þeim skilaboðum áleiðis á segulspólunni. Þeir segjast heyra til „Byltingarher Ameriku”, sem vilji mótmæla þvi, að bandariskum fréttamiðlum sé auðveldað enn starf sitt. Þetta er i annað sinn á einungis tiu dögum, að manneskju er rænt i Bandarikjunum i pólitiskum tilgangi. Segulspólan með rödd Murphys Ritskoðun Egypta aflétt ,,Anwar Sadat Egyptalands- forscti hefur mælt svo fyrir, að aflétt verði ritskoðun fréttaritara erlendra fjölmiðla, segir Kairó- blaðið ,,A1 Ahram” i dag. Ritskoðun þessari var komið á fyrir nokkrum árum, en með þvi að henni hefur verið létt af, telja menn að framundan séu frjáls- lyndari stjórnarhættir i Egypta- landi. Fyrir tveim vikum var rit- skoðun aflétt af egypzkum blöð- kom á ritstjórnarskrifstofur blaðs hans i Átlanta i Georgiu siðdegis i gær, en á henni fannst engin skýring, hvernig hann hvarf af heimili sinu á miðvikudag. Murphy er vel kunnur i suður- rikjunum fyrir frjálslynda afstöðu sina oggagnrýni á kynþáttastefnu Nixons. Er blað hans eitt af fáum frjálslyndum i rikinu, sem'i aðal- atriðum þykir ihaldssamt i kynþáttamálum. Stal Best frá dís- inni? I.undúnalögreglan kærði i gær ensku knattspyrnustjörnuna Ge- orge Best fyrir að liafa stolið skinnkápu, vegabréfi, ávisana- hefti og einhverju magni af áfengi frá bandarisku fegurðardrottn- ingunni Marjorie Wallace. i ylirlýsingu, sem lögfræðingur Bests iét frá sér fara vegna frétt- ar um kæruna, sagði lögmaður- inn, Geoffrey Miller, að George Best hefði ekki stolið nokkrum sköpuðum hlut frá fegurðar- drottningunni. S-Afríka gröm við kirkjuna For sæ t is ráðher ra Su ður- Afriku, John Vorster, sagði i gær- kvöldi, að hann áteldi harðlega þá ákvörðun heimskirkjuráðsins að veita þeim, sem hann kallaði hryðjuverkasamtök i syðri hluta Afriku, f járhagslegan stuðning. Vorster sagði, að hann hefði áð- ur fordæmt slika aðstoð og gerði það enn, þegar hann lét orð falla um tilkynningu frá Genf þess efnis að heimskirkjuráðið hefði samþykkt að láta 450.000 dollara renna til frelsishreyfinga i suður- hluta Afriku og til annarra minni- hluta hópa eða samtaka, sem berðust gegn kynþáttaaðskilnaði. Leiðtogi meþodistakirkjunnar i Suður-Afriku sagði, að erfitt væri að trúa öðru en peningunum yrði varið til vopnakaupa. „Heims- kirkjuráðið ætlast til þess að þetta fé gangi til fræðslu, vel- ferðaraðgerða og þviumlikt, en það getur ekki haft neitt eftirlit með þvi.” sagði hann. Fer Nixon eða ekki? Blaðafulltrúi Nixons Bauda- rikjaforseta bar i gær til baka frétt- ir um, að forsetinn hefði ákveðið að fresta Evrópuferð sinni til hausts- ins. Sagði fulltrúinn, að ekki hefði verið ákveðinn neinn endanlegur brottferðardagur né neinu verið frestað. Visaði hann til fyrri um- mæla Kissingers utanrikisráðherra um, að vel kynni að fara svo, að Nixon heimsækti Evrópu með vor- inu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.