Vísir


Vísir - 22.02.1974, Qupperneq 6

Vísir - 22.02.1974, Qupperneq 6
Vísir. Föstudagur 22. febrúar 1974. vísir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj, erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Rétursson Haukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald kr. 360 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 22 eintakið. Blaðaprent hf. Ódýr vísindi Ólafs Mikla athygli vakti um árið, er sextiu valin- kunnir menn skrifuðu undir áskorun um lokun sjónvarpsins i Keflavik. Þessi áskorun sextiu- menninganna hafði töluverð áhrif á þeim tima og efldi raðir andstæðinga sjónvarpsins. Sextiumenningarnir voru heppnir, að Ólafur Ragnar Grimsson prófessor var þá ekki byrjaður að þylja visindi sin. Hann hefði ekki verið lengi að afgreiða þá með þvi að benda þeim á, að þeir væru ekki nema 60 af um það bil 100.000 kjósend- um og þvi væri ekkert mark á þeim takandi. En hinir 170 valinkunnu framsóknarmenn, sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu um framhald á dvöl varnarliðsins, voru ekki svona heppnir. 1 grein i Timanum i dag, bendir ólafur á, að þeir séu „einungis 170 af rúmlega 26.600 kjósendum flokksins”. Siðan heldur Ólafur áfram með reikningsdæmi sitt, er hann fjallar um hinn furðulega mikla árangur af undirskriftasöfnun Varins lands. Hann segir eitthvað á þá leið, að allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að undanskildum ungum jafnaðarmönnum séu and- vigir brottför varnarliðsins. Þessir flokkar hafi fengið um 50.000 atkvæði i siðustu kosningum og þvi sé eðlilegt, að undirskriftasöfnun Varins lands nái til 40.000-50.000 manna. Þar sem ljóst er, að minnst 55.000 manns hafa skrifað undir áskorun Varins lands, væri gaman að vita, hvar Ólafur staðsetur þá 5.000-15.000 menn, sem þarna eru umfram. Liklega mundi hann telja þetta fylgisaukningu flokkanna tveggja, þvi að ekki eru þetta framsóknarmenn samkvæmt fyrri hluta dæmis hans! í rauninni er dæmi Ólafs hreint rugl. Menn mundu aðeins yppta öxlum, ef venjulegir stjórn- málamenn flyttu þjóðinni slikt dæmi. Málið er fyrst og fremst alvarlegt fyrir þá sök, að Ólafur er prófessor i félagsfræðideild og ætti ekki að varpa rýrð á þau fræði. Undirskriftasöfnun framsóknarmannanna sýnir alls ekki að litið brot af flokki þeirra sé and- vigt brottför varnarliðsins. Hún sýnir, að 170 manna hópur i flokknum hefur tekið saman hönd- um um að vara við brottförinni. Engum félags- fræðingi i heiminum nema ólafi dytti i hug að nota þessa tölu til að skipta Framsóknarflokkn- um i tvennt. Enda veit Ólafur betur en hann vill vera láta, að skoðanir hinna 170 framsóknar- manna njóta mikils hljómgrunns meðal flokks- bræðra þeirra. Undirskriftasöfnun Varins lands, sem stefnir að sem mestum fjölda þátttakenda, er annars eðlis. En samt duga reikningsaðtferðir ólafs þar ekki. útilokað er, að söfnunin hafi náð til allra kjósenda Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins. Þar að auki eru áreiðanlega einhverjir kjósendur þessara flokka ekki nógu áhugasamir um varnarmálin til að gerast þátttakendur i áskorun um þau, auk þess sem aðrir kjósendur flokkanna tveggja eru beinlinis fylgjandi brottför varnar- liðsins. Hinir 55.000 þátttakendur i Vörðu landi eru búnir að sýna styrk sinn. 1 engu landi eru til dæmi um hlutfallslega jafnmikla þátttöku i áskorun i umdeildu máli. Þennan sannleika eiga heiðarleg- ir félagsfræðingar að sjá og viðurkenna. -JK. Björn Bjarnason: Forsœtisráðherra segir álit sitt á undirskriftuiwm Stefnan í varnarmálunum er óbreytt Unnið er að framkvæmd hennar með gætni og forsjá StTJStsa Meginatriðin úr varnarmálakaflanum í ræðu Ólafs Jóhannessonar, forsætis- þ»>. .6 rllji hír npp. kvrrnl( |>» " *V*ílr"ívÍ Ivnl ilMlt l&ilu. _j, á fundi Framsóknarfélags cur 7. þ.m. jsss- ;V.u>. 'ffixsí ” >. _____—— tllkynnt íl«nfum .6 öftru en þvl. nrjnt ••»►»»« ' ' i Vhéíur Þ»& sklptlr tkkl »& mlnum ln«um mr& þ»& lyrir aufum a& , ddml mlklu míll. hvort ’ herllMh hyrlí« brotl ,lr ’ þremur eOa IJOrum < --^Íí»*», ,,* »ar6 nu ekkl niOur.taRan H III hvort r*Viie l h>UH »— *• !■«. Sttndvn> v» vU)v"> ’» Sda á Krfl»- I sShssgfcsss- 5 s^sp.’SÆ^rsss ,| kosti. hvorkl —». ,. samstarísflokk V * ' ; rn* , <m®8sr sSsss ,fll f 2*i'£S, —rr' « s*u/i •*i kv“jaö I**1*/ha^ m ’&SáSSSfíSS IUm leið og ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra kom af þingi NorðurlandaráðS/ gaf hann fyrirmæli um það, að ræða, sem hann flutti blaðalaust á fundi Fram- sóknarfélags Reykjavíkur 7 feb., skyldi vélrituð eftir segulbandsupptöku og dreift til fjölmiðla. Sagði forsætisráðherra, að hann gerði þetta til að taka af öll tvímæli um það, sem hann sagði, þar sem það hefði orðið nokkurt ágreinings- efni. Eins og oft áður reis ágrein- ingurinn um orð forsætisráðherra innan hans eigin flokks. Tómas Karlsson, ritstjóri Timans, birti kafla úr ræðunni i forystugrein blaðsins. 1 útvarpi skömmu siðar lýsti Ólafur Ragnar Grimsson, flokksbróðir Tómasar, þvi yfir, aðhanntryði þvi ekki, að orð for- sætisráðherra væru rétt eftir hon- um höfð, raunar tryði hann engu, sem Tómas ritaði i Timann. Nú hefur varnarmálakafli ræðu for- sætisráðherra verið birtur i Timanum og i ljós kemur, að Tómas Karlsson hefur haft rétt eftir honum. Þó erfitt sé að greina fast mót aða stefnu i ræðu forsætisráðh., er ljóst af henni, að hann telur, að ekki eigi að skýra málefnasamn- ing rikisstjórnarinnar á þann veg. að varnarliðið eigi að hverfa af landi brott á kjörtimabilinu. Hann sagði: ,,Það segir ekki i þessum málefnasamningi, eins og sumir hafa viljað lesa, að varnarliðið skuli vera farið á kjörtimabilinu”. I þessu sam- bandi er enn rétt að rifja upp ummæli Einars Ágústssonar i viðtali við Visi 15. júli 1971, þá sagði utanrikisráðherra: „Það er yfirlýst stefna rikisstjórnarinnar, að varnarsamningurinn skuli tekinn til endurskoðunar og upp- sagnar og brottflutningi hersins verði lokið á fjórum árum. Ég skil ekki, hvernig menn geta túlkað þetta á annan veg en herinn verði látinn fara”. A þeim tima, sem liðinn er, siðan þessi yfirlýsing var gefin , hefur utan- rikisráðherra ekki verið eins for- takslaus um þetta efni. ) Þrátt fyrir framangreinda / túlkun sina á málefnasamn- ) ingnum, sagði Ólafur Jóhannes- ( son einnig i ræðu sinni: ,,En eins ) og stendur i dag sé ég ekki / ástæðu til þess að hvika frá þvi ) höfuðmarkmiði, að varnarliðið i l/ eiginiegum skilningi eigi að ) hverfa i áföngum” Erfitt er að / átta sig á, hver sé „eiginlegur ) skilningur” á varnarliðinu. Ráð- / herrann virðist með þessum ) orðum gefa i skyn, að til sé eitt- / hvert „óeiginlegt” varnarlið ) hvað sem það nú er. ( Ráðherrann gefur einnig til j kynna, að ef til vill verði unnt að í Ijúka viðræðum við Bandarikja- menn á þann hátt, að ekki þurfi að leggja málið fyrir Alþingi. Þar með stendur vilji forsætisráð- herra til þess, að varnar- samningnum verði ekki sagt upp, þvi að uppsögn hans verður að bera undir Alþingi. Enda segir ráðherrann á einum stað i ræðu sinni: „Við getum þess vegna... haft það dálitið i hendi okkar að ná fram þvi markmiði, sem stefnt er að i málefnasamningnum, jafnvel þó ekki kæmi til upp- sagnar á þessum samningi af ein- hverjum ástæðum”. Hvernig for- sætisráðherra ætlar að ná sam- stöðu um þetta sjónarmið innan rikisstjórnar sinnar er a.m.k. þeim, sem utan standa, hulin ráð- gáta. Ræða forsætisráðherra ein- kennist mjög af þeirri tvöfeldni, sem rikir i stefnu Framsóknar- flokksins i varnarmálunum. Það er ætið erfitt að tala tungum tveim um sama málið. Þetta hefur þó forsætisráðherra tekizt, þvi að þeim ritstjórum Timans, sem ekki eru á sömu skoðun i varnarmálunum, hefur báðum tekizt að finna i ræðu forsætisráð- herra klausur til að að vitna i, þegar þeir rita forystugreinar sinar. Aður er getið um grein Tómasar Karlssonar, og i gær vitnaði Þórarinn Þórarinsson i ræðuna. Tómas vitnar i þá kafla, þar sem forsætisráðherra boðar, að ekki þurfi endilega að segja varnarsamningnum upp, en Þórarinn tekur setningu eins og þessa: „Við höfum haft þetta lið svo lengi, að það ætti ekki að vera meginatriði, hvort það fer að fullu og öllu árinu fyrr eða seinna. Aðalatriðið er að ’ ná mark- miðinu”. Vegna þess hve erfitt er að fá endanlega niðurstöðu um það, hver sé raunverulegur vilji for- sætisráðherra i varnarmálunum, er merkasti þáttur þessarar ræðu hans sá kafli hennar, sem fjallar um undirskriftasöfnun Varins lands, Þar tekur forsætisráðherra i fyrsta skipti opinberlega afstöðu til áskorunar meira en 50.000 kjósenda i rikisstjórnina um að leggja á hilluna ótimabær áform um uppsögn varnarsamningsins og brottvisun varnarliðsins. Hann skýrir , hvað hann telur felast i undirskriftunum og segir: „Ég held, að það sé ekki skrifað undir meira þar en að uppsögn eigi ekki að fara fram. Ég held að það þurfi að minnsta kosti ekki að skilja þær undirskriftir þannig, að það sé haft á móti endur- skoðun”. Séu þessi orð ráðherrans metin með hliðsjón af öðru þvi, sem hann sagði og hér hefur verið rakið, þá er ljóst, að sú endur- skoðun, sem miðar að þvi, að „varnarliði i eiginlegum skiln- ingi” hverfi af landi brott er i andstöðu við vilja undir- ritendanna. Hvort rikisstjórnin ætlar að hunza vilja þessa mikla fjölda kjósenda, mun betur koma i ljós siðar og verður þá um það fjallað. Forsætisráðherra segir einnig um undirskriftirnar. „En hvað sem um það er, þá er nitt vist, að það er heldur óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að slik undir- skriftasöfnun skuli hafa verið sett i gang, áður en farið er til samn- inga við Bandarikjamenn. Og þvi er ekki að neita, að það gæti gert okkar samningsaðstöðu lakari en hún hefði ella verið. Þó skal ég ekki fullyrða um það”. Þetta er næsta íurðuleg yfir- lýsing. í fyrsta lagi voru samn- ingaviðræðurnar við Bandarikja- menn byrjaðar, þegar undir- skriftasöfnunin fór af stað. 1 öðru lagi væri litil þörf fyrir almenn- ing að segja álit sitt á málinu, ef rikisstjórnin hefði þegar gengið frá þvi. Og i þriðja lagi er samn- ingsaðstaða rikisstjórnarinnar ekki lakari eftir undirskriftasöfn- unina, nema hún ætli að ganga i berhögg við áskorun kjósenda.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.