Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 7
7
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974.
Hvernig er
tízka
í ár?
Karlmennirnir eiga ekki síður kost á því á
þessum siðustu timum að fylgjast með og
klæða sig eftir nýjustu tízkuhugmyndum, ef
þeir kæra sig þá um það. Þeir eru víst að
verða nokkurn veginn jafnréttindaháir í
tízkuheiminum, þó að enn sé samt sem
áður frekar gert ráð fyrir því, að kven-
fólkið hafi meiri áhuga á fötum og öðru til-
heyrandi.
skemmtilega tegund af armbandsúri, sem
ætlað er kvenfólki jafnt sem karlmönnum
Það er kannski pínulítið erf itt svona fyrst í
stað að átta sig á þvi, hvað klukkan er ná-
kvæmlega, því að ekki ein einasta tala eða
mínútumerki er á úrinu.
Til dæmis er lítið um tízkublöð sem ein-
göngu eru gefin út fyrir karlmennina, en
kannski það eigi eftir að rætast úr því von
bráðar. Hvað um það, við birtum hér á
síðunni í dag nýjasta karlmannafatnaðinn,
og áreiðanlega finnur einhver eitthvað við
sitt hæfi.
Tweedfötin hafa þegar náð vindældum
meðal karlmannanna hérna uppi á Islandi,
enda eru þau geysivinsæl erlendis. Á mynd
númer eitt sjáum við eitt dæmi um slíkan
fatnað, en hugmyndin að þessum klæðnaði
er sóttur nokkuð langt aftur í tímann, og
það gildir jafnt um karlmannafatnaðinn,
sem kvenfatnaðinn.
Fötin eru í Ijósbrúnum lit og sömuleiðis
sixpensarinn, sem fylgir með. Skyrtan er
dökkbrún með hvítun doppum og þver-
slaufan er svo hvít með dökkbrúnum dopp-
um.
Á mynd númer tvö sjáum við svo dæmi-
gerðan íslenzkan klæðnað, lopapeysu og
tref il. Þaðætti víst ekki að vera erfiðleikum
bundið f yrir íslenzku karlmennina að ná sér
í svona föt. Peysan er hvít með dökkbrúnu
og beigelituðu mynztri og trefillinn er svo
Ijósgrænn.
Fatnaðurin á mynd þrjú er einnig dæmi-
gerður fyrir tízkuna í ár. Hér er jakki,
stakur, með fiskibeinamynztri svokölluðu.
Hann er í brúnum og grænum lit. Buxurnar
eru dökkbrúnar, en þetta skrautlega vesti
er gult með brúnu mynztri. Skyrtan er rúst-
rauð.
Svo er það samkvæmisklæðnaðurinn á
mynd númer f jögur. Jakkafötin eru í svört-
um litog meðfylgjandi er vesti. Skyrtan er
í Ijósbleikum lit og slaufan er úr flaueli í
dökklilluðum lit.
Á mynd númer fimm sjáum við svo
Umsjón:
Edda Andrésdóttir