Vísir - 22.02.1974, Síða 10
Sú ósigrandi
Sovézka skíðakonan Galina
Kulakova hefur þegar tryggt
I sér tvo heimsmeistaratitla á
mótinu i Faiun — sigraði naum-
I lega i 5 km skiðagöngunni eftir
hörkukeppni við tékkneska
I skiðakonu, en i 10 km skiða-
göngunni hafði hún mikla yfir-
1 burði. Þar náði hún betri tima
en nokkru sinni áður hefur náðst
á vegalengdinni hjá konum.
Kulakova hefur alla möguleika
l á þvi að bæta þriðja heims-
meistaratitlinum við þá þrjá,
sem hún hafði fyrir. Hún verður
i sovézku sveitinni i 4x5 km
skiðaboðgöngu og sú sveit er
talin örugg um sigur.
A Olympiuleikunum i Sapporo
1972 varð Kulakova þrefaldur
Olympiumeistari — sigraði á
öllum vegalengdum, sem hún
keppti i — það er 5 km , 10 km
ogskiðaboðgöngunni. Hún er nú
31 árs að aldri og myndin að of-
an var tekin, þegar hún fagnar
sigri eftir 5 km skiðagönguna i
Falun.
fmmmm^mmmmmmmmm .
Kertastjakar
Þessir sænsku kertastjakar eru nú komnir
i þremur stærðum og fjórum litum.
Þessir stjakar seldust allir upp fyrir jól.
Verð frá kr. 95.- kr.
Bjóðum yður fjölbreyttasta úrval landsins
af kertum i öllum stærðum og litum.
Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin.
Skólavörðurstig 8 og
Laugavegi 11 (Smiðjustigsmegin)
35 þusund ahort-
endur við skiðabrautina
i Falun bjuggust við
miklu, þegar skiðaboð-
gangan hófst i gær. Gull
var það, sem þeir vildu
fá hjá sænsku sveitinni
— nýjan heims-
meistar atitil fyrir
Thomas Magnusson og
félaga hans. Keppnin
hófst — en eftir aðeins 30
metra skeði óhappið hjá
sænska skiðamannin-
um, Hans Erik Larsson,
sem gekk fyrsta sprett
fyrir Sviþjóð. Hann
missti af sér annað skið-
Bréf til íþróttasíðunnar:
Körfubolti - söluvara
íþróttasíðu Vísis barst
nýlega eftirfarandi bréf
frá stúlku, sem biður um
að nafn hennar birtist
ekki með bréfinu — held-
ur nafnnúmerið 0310-6152.
Bréfið er þannig:
,,Ég vil byrja á þvi, að þakka
fyrir ágæt skrif á iþróttasíðu
Visis, svo langt sem þau ná. Til-
efni þessara skrifa er það
hversu mishátt hinum ýmsu
iþróttagreinum er gert undir
höfði. Hef ég þar sérstaklega i
liuga körfuknattleik og hina
ungu iþrótt blak.
Ég minnist þess, að 2-3 undan-
farinárhafa verið birt skrif um
leiki i körfubolta, en nú i vetur
bregður svo við, að úrslitum
leikja i 1. deild körfuboltans er
holað niður milli langloka úr til
dæmis löngu útbrunnu hand-
boltamóti og skiðamótum er-
lcndis. Þetta gildir lika um
blakið.
Þessu til staðfestingar get ég
bent á, að það tekur drjúgum
lengri tima að leita að skrifum
um Polar Cup, en að lesa þau.
AUir vita um áhrifamátt fjöl-
niiðla á fólk. Er ætlunin með
þessari hlutdrægni að kæfa
blakið i fæðingu eins og reynt
hefur verið að gcra við körfu-
boltann?
Með fyrirfram þökk fyrir
birtingu,
0310-6152.
Það er útbreiddur mis-
skilningur og þá einkum
meðal forustumanna i iþróttum
— að iþróttasiður séu til þess að
styðja við bakið á einhverjum
iþróttagreinum.
íþróttasiður Visis eru — eins
og allt annað efni blaðsins —
söluvara og sama gildir um
önnur dagblöð hér. Þess vegna
er leitazt við að skrifa um þær
iþróttir, sem mestum vinsæld-
um eiga að fagna hverju sinni.
Við höfum gert könnun hér á
Visi i sambandi við iþróttaskrif
blaðsins og þar kom i ljós, að
greinar um körfuboltaleiki var
það efni, sem langminnst var
lesið. Innan við 2% af þeim tug-
um þúsunda, sem lesa Visi dag-
lega, hafa áhuga á gangi-Ieikja i
körfubolta — láta sér nægja að
lita á úrslitin, varla það einu
sinni. Með þvi að vera með
„langlokur” um körfubolta er
þvi verið að reyna að selja vöru,
sem sárafáir vilja. Þetta er ein-
föld staðreynd. Hins vegar er
ótrúlega mikill áhugi á hand-
knattleik — já einnig á erlend-
um skiðafréttum, einkum þó
keppninni um heimsbikarinn.
Viðskulum taka annað dæmi,
sem sýnir hve körfuboltinn á
litlum vinsældum að fagna, þvi
iniður, og hve slæm söluvara
greinar um hann eru. Á leik
Gróttu og KR i 2. deild hand-
boltans sl. sunnudag troðfylltist
iþróttahúsið á Seltjarnarnesi.
Aðeins á þennan eina hand-
boltaleik komu miklu fleiri
áhorfendur, en mætt hafa á alla
leiki i 1. deild tslandsmótsins i
körfubolta, sem leiknir hafa
verið i sama húsi, i vetur.
„Hlutdrægni” blaða i iþrótta-
skrifum stafar aðeins af þvi
hvað er hægt að selja og hvað er
ekki söluvara. t Danmörku er
leikinn körfubolti með svipuð-
um árangri og hér heima — og
áhugi almennings er sáralitill.
Dönsk blöð minnast varla á
körfubolta — en fylla iþrótta-
siður sinar af „langlokum” um
handbolta. Fyrirbrigðið er að
finna i mörgum löndum.
-hsim.
Heimsmeistaratitillinn blasti við' framundan — stutt I markið. En þá skeði óhappið hjá Austur-Þjóðverjanum Gerhard Grimmer I 15 km
skíðagöngunni. Hann steyptist framfyrir sig og tapaði dýrmætum tima — varð sekúndu á eftir Magne Myrmo I mark. Silfurverðlaun I stað
gullsins.
Enn gullstraumur til
A-Þjóðverja í Falun!
ið. Bindingin hafði bilað.
Hans Erik flýtti sér aftur að
rásmarkinu, en Sviar voru ekki
með iiein varaskiði — en Vestur-
Þjóðverjinn Hannes Braun lánaði
sin. En þetta tók tima — og það
sem verra var, það var ekki leyfi-
legt. Sænska sveitin var þvi
dæmd úr leik — en Hans Erik fékk
að vita það eftir að hafa gengið
nokkra kilómetra.
En keppendur annarra þjóða
kepptu að miklum krafti og
sænsku áhorfendurnir sneru sér
að þvi — eftir vonbrigðin — að
styðja norsku sveitina. Eftir
fyrstu skiptingu i 4x10 km skiða-
boðgöngunni var sovézka sveitin i
fararbroddi — Ivan Garanin náði
beztum tima. Sviss var óvænt i
öðru sæti — þá kom Austur-
Þýzkaland, siðan Noregur, en þar
gekk Olympiumeistarinn sjálfur,
Magne Myrmo og tókst ekki betur
upp en þetta. Gekk á 36 sekúndum
lakari tima en Garanin.
Odd Martinsen tók við af
Myrmo — og gekk mjög vel, en
timar urðu lakari eftir þvi, sem
brautin grófst. Sovézka göngu-
manninum á öðrum spretti,
Fedor Simasjov, mistókst alveg
— var með næstum tveimur
minútum lakari millitima en
Martinsen. Norðmaðurinn vann
einnig upp bilið á Austur-Þýzka-
land — og betur þó. — Eftir annan
sprettinn var Noregur i fyrsta
sæti — niu sekúndum á undan A-
Þýzkalandi. Sviss var i þriðja
sæti — þá Finnlandi, en sovézka
sveitin var komin niður i fimmta
sæti.
Noregur hafði enn forustu eftir
3ja sprett. Ivar Formo jók á bilið
á austur-þýzku sveitina — náði
sjö sekúndum betri tima en Ger-
hard Grimmer, sem misst hafði
gullið i 15 km göngunni á svo
sorglegan hátt (sjá mynd). En að
baki þeim gekk Vasilij Rotsjev
mjög vel i sovézku sveitinni og
kom henni upp i þriðja sætið — en
sveitin var þá með næstum
minútu lakari tima en norska
sveitin.
Lokaspretturinn — og þá brást
allt hjá Norðmönnum. Oddvar
Bra náði slökum tima og norska
sveitin féll niður i 3ja sætið. Juij
Skobov, sem gekk fyrir Sovétrik-
Hamingjuóskunum rigndi yfir Magne Myrmo, Noregi, eftir að hann
varð heimsmeistari f 15 km skiðagöngu IFalun. Hér les hann skeyti frá
vinnufélögum sinum.
in, geystist áfram — Tók Norð-
manninn og minnkaði bilið á
endamann þýzku sveitarinnar,
Gert Dietmar Klause. Hann vann
upp 30 sek. á Klause — en það
nægði ekki. Austur-Þýzkaland
hlaut enn ein gullverðlaunin i
heimsmeistarakeppninni — og
Sviss féll úr fjórða sæti i sjötta á
lokasprettinum. Úrslit.
1. A-Þýzkaland
Gerd Hessler
Dieter Meinel
Gerhard Grimmer
Gert Klause
2:03.15.85
29.33
31.04
31.09
31.27
2. Sovétrikin
Ivan Garanin
Fedor Simasjov
Vasilij Rotsjev
Jurij Skobov
3. Noregur
MagneMyrmo
O. Martinsen
Ivar Formo
Oddvar Bra
Finnland varð
2:06.02.49. Þá
2:06.16.91 og
2:06.41.14.
2:03.25.31
29.14
32.19
30.53
30.57
2:03.46.03
29.50
30.39
31.02
32.13
i fjórða sæti á
Tékkóslóvakia
Sviss i sjötta
Fjórtón glíma í
Bikarglímu GLÍ
Bikarglíma Glímusam-
bandsins árið 1974 verður
háð í iþróttahúsi Voga-
skóla á morgun 23. febrúar
og hefst kl. 13.30.
Glimt verður i tveimur flokk-
um. Annars vegar eru unglingar
og drengir og hins vegar þeir sem
eru 20 ára og eldri.
I yngri flokknum glima:
Árni Unnsteinsson Vikverja
Ragnhildur
í miðjum
hóp í Osló
Ragnhildur Pálsdóttir, hlaupa-
konan kunna úr Stjörnunni i
Garðahreppi, er nú i Noregi og
um siðustu helgi tók hún þátt i
norska mcistaramótinu i frjáls-
um iþróttum innanhúss.
Ragnhildur keppti I 800 mctra
hlaupi og varð i miðjum hóp — i
fjórða sæti. Hún hljóp á 2:27.0
min„ sem er tveimur sekúndu-
brotum lakara en hún á bezt á
vegalengdinni innanhúss. Sigur-
vegari i hlaupinu varð Asa Svens-
holt á 2:12.0 min. Friðrik Þór
óskarsson, tR, keppti i þristökki
á mótinu og stökk 13.92 metra.
Ragnhildur mun fara með
norska landsliðinu til Spánar 0g
dvelur þar i nokkra daga við
keppni og æfingar.
Árshótíð
Blikanna
Þeir ætla að fagna nýju starfsári
Breiðabliksmenn á laugardags-
kvöldið. Þá halda þeir árshátið
sina i félagsheimili Kópavogs og
hefst hún með borðhaldi kl. 19.
Þar munu hljómsveitin Plantan
og Jörundur sjá um að viðeigandi
fjör vcrði á hlutunum. Eru
Breiðabliksfélagar af eldri gerð-
inni sérstaklega hvattir til að
mæta.
að verða fastur og árviss þáttur i
starfi Glimusambandsins.
Glimustjóri verður Kjartan Berg-
mann Guðjónsson og yfirdómari
Guðmundur Freyr Halldórsson.
Mótanefndin.
Enn heims-
met í
snöruninni
Sovézki lyftinganiaðurinn i
yfirþungavigt, Leonid
Zhabotinsky, bætti heims-
metið i snörun i annað skipti
á þremur mánuðum, þegar
liann snaraði 185.5 kilóum á
móti i Moskvu i gær —
fimmtudag.
Zhabotinsky setti heims-
met i desember — eins og
skýrt var frá hér i iþrótta-
opnunni — snaraði þá 183.5
kilóum. Fyrir mánuði bætti
. Finninn Kalevi Lashen-
dranta það i 185 kiló — en
Zhabotinsky gerði heims-'
metið að sinu aftur i gær.
Þessi sovézki lyftinga-
maður hefur um langt árabil
verið i fremstu röð. Hann
varð olympiumeistari bæði á
leikunum i Tokió 1964 og
Mexikó 1968.
Meistararnir
töpuðu heima
Það kom mjög á óvart á austur-
riska meistaramótinu i alpa-
greinum, sem nú stendur yfir, að i
gær máttu heimsmeistararnir frá
St. Moritz i bruni, þau Anna
Maria Moser-Pröll og David
Zwilling, bita i það súra epli að
tapa i þeim greinum, sem þau
höfðu orðið heimsmeistarar i.
i bruni kvenna sigraði Drexel,
en Anna María varð i öðru sæti.
Það er i annað skipti í vetur, sem
hún tapar brunkeppni — banda-
riska stúlkan Nelson vann hana i
einni keppninni i bruni um heims-
bikarinn.
Verra varð það þó hjá ZwiIIing,
sem svo óvænt sigraði i bruninu á
HM hjá körlum i St. Moritz. Hann
varð aðeins fimmti á austurriska
meistaramótinu I gær. Sigurveg-
ari varð Griesmann.
Óskar Valdimarsson Vikverja
Sigurjón Leifsson Gl. Ármanni
Þóroddur Helgason Vikverja
1 flokki 20 ára og eldri:
Guðni Sigfússon Gl.Armanni
Gunnar Ingvarsson Vikverja
Halldór Konráðsson Vikverja
Hjálmur Sigurðsson Vikverja
ÓlafurSigurgeirss. K.R.
Ómar Úlfarsson K.R.
Pétur Yngvason Vikverja
Rögnv. Ólafsson K.R.
Sigurður Jónsson Vikverja
Þorsteinn Sigurjónss. Vikverja
Þetta er II. Bikarglima GLI. —
Vonandi á þessi glimukeppni eftir
Unga skiðakonan Blanka Pauli,
Tékkóslóvaklu, vakti gifurlega
athygli I 5 km skiðagöngunni á
heimsmeistaramótinu i Falun.
Hún var með betri tima en sjálf
Kulakova framan af — og tapaði
aðeins með tveggja sekúndna
mun. Myndin er af Pauli i keppn-
Þór fallinn
- hlé til
16. marz!
Eftir leiki Þórs aö undanförnu —
fyrsttapgegn iRfyrir norðan 18-19
og siöan gegn Ármanni i Laugar-
dalshöll, 14-17 — verður það hlut-
skipti liðsinsað leika í 2. deild næsta
keppnistímabil. Hlé verður nú gert
á 1. deildinni framyfir heims-
meistarakeppnina — eða til 16.
marz.
Staðan i deildinni er þannig:
FH 11 11 0 0 260-185 22
Fram 12 6 3 3 261-230 15
Valur 11 6 2 3 216-197 14
Vik. 12 5 2 5 262-260 12
Ármann 11 3 3 5 164-175 9
iR 12 3 3 6 232-254 9
Haukar 11 2 4 5 201-233 8
Þór 12 1 1 10 213-275 3
Markahæstu leikmenn eru nú:
Axel Axelsson, Fram, 98/39
Einar Magnússon, Víking, 86/45
Viöar Símonarson, FH, 74/13
Höröur Sigmarss. Haukum, 73/25
Gunnar Einarsson, FH, 70/21
Sigtr. Guðlaugs., Þór, 62/29
Ágúst Svavarsson, ÍR, 61/1
Björgvin Björgvinss. Fram, 51
Vilhj. Sigurgeirsson, ÍR, 51/28
Guðjón Magnússon, Viking, 49
Gisli Blöndal, Val, 48/17
l Þorbjörn Jensson, Þór, 42
i Stefán Jónsson, Haukum, 40/4
Gunnl. Hjálmarssop, ÍR, 37/1
Vilberg Sigtr.son, Árm. 37/10
Aðalst. Sigurgeirsson, Þór, 33/9
Hermann Gunnarsson, Vaí, 32/13
Hörður Kristinsson, Árm., 32/12
Árni Gunnarsson, Þór, 31/1
ólafur H. Jónsson, Val 32
Stefán Þórðarson, Fram, 30
ólafur ólafsson, Haukum, 29/16
Björn Jóhannessson, Árm., 28
? Þórarinn Ragnarsson, FH, 27/3
Ólafur Einarsson, FH, 26
Jón Ástvaldsson, Árm. 25
Bergur Guðnason, Val, 23/11
Benedikt Guðmundss., Þór, 23
Gunnst. Skúlason, Val, 23
Guðjón Marteinsson, ÍR, 22
j Ingólfur óskarsson, Fram, 22/1
Páll Björgvinsson, Viking, 22
Stefán Halidórsson, Víking, 22
Auðunn óskarsson, FH, 21
Ágúst Ögmundsson, Val, 20
Ásgeir Elíasson, IR, 20
Skarphéðinn óskarsson, Vík. 20
ólaf ur Friðriksson, Vík., 18
Ólafur Sverrisson, Þór, 18
Jón Sigurðsson, Víking, 17
Þórarinn Tyrfingssop, ÍR, 16
Guðm. Haraldsson, Haukum, 15
Stefán Gunnarsson, Val, 15
Arnór Guðmundss. Haukum, 15
Jón Karlsson, Val, 14/1
Sigurb. Sigsteinsson, Fram, 14
Arnar Guðlaugsson, Fram, 13
Birgir Björnsson, FH, 13
Ragnar Jónsson, Ármanni, 12
Þorst. Ingólfsson, Árm, 12/1
3 örn Sigurðsson, FH, 12
Olfert Naby, Ármanni, 11
} Sigfús Guðmundsson, Vík.. 11
? Pálmi Pálmason, Fram, 10
] Sig. Jóakimsson, Haukum, 10