Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 20
Löndunarrými losnar á Suðurncsjahöfnum um helg- ina. Reyndar verður ekki um mikið rými að ræða, aðeins 1800 tonn í Þoriákshöfn, 1000 tonn i Grindavik og 350 tonn i Sandgerði. Enn einu sinni varð slys á gang- andi manneskju á gangbraut i gærkvöldi. Þá var stúlka að fara yfir gang- brautina á Lækjargötu við Skóla- brú. BIU sem kom á hægri akrein, stoppaði fyrir stúlkunni. Hún gekk yfir gangbrautina, en þá kom bfll á vinstri akrein, sem náði ekki að stoppa i tæka tið, og lenti á stúlkunni. Hún meiddist eitthvað á höfði, cn það var ekki talið alvarlegt. Þessi tegund slysa endurtekur sig aftur og aftur og oftast með sama hætti — þ.e. að bill stoppar á annarri akreininni fyrir gang- andi vcgfaranda, cn bill sem kemur aðvifandi á hinni akrein- inni ekur á þann gangandi. —ÓH Siðastliðinn sólarhring fengu loðnubátar rúmlega 9000 tonn af loðnu, og fer nokk- ur hluti þess afla i frystingu, en mestur hluti hans i bræðslu hjá verksmiðjum á Austur- og Vesturlandi. t nótt og þar til i morgun fengu loðnubátar aðeins um 900 tonn, og fer sá afli að mestu leyti i frystingu. Löndunarrými losnar á laugardag i fyrrnefndum Suðurnesjahöfnum, en hætt er viö, að erfiðleikar verði við löndun og vinnslu, ef til verk- falls kemur á miðnætti n.k. Heildaraflinn á loðnuvertiö- inni er nú rétt rúmlega 300.000 tonn. —GG Enn ein viðbót í safn gang- brautaslysa Það var nóg að gera hjá þeim á flugvellinum i gærdag, og sjálfsagt verður þaö ekki minna Idag. Hjá Vængjum voru þeir að búa um vara- hlut, sem átti að fiytja til Seyöisfjarðar i eina verksmiðjuna, en beöiö var eftir hiutnum. GREIÐA 17-20 ÞÚSUND KRÓNUR FYRIR CI/ftTTI IDllUlkl ~ e* v®*'n l(emur tóm til baka. Stanzlaus törn hjó minni flugfélögun- 9lVw I I UKINN um, og flugstöðin skiptir sér í innanlands- og utanlandsdeild „Jú, mörgum útlendingnum virðist vera farið að liggja á að komast úr landi. Það er bara að fá fyrstu ferð hjá sumum hverj- um. Það biða að minnsta kosti 50 núna cftir að komast”, sagði einn starfsmanna Fiugstöðvarinnar á Reykjavikurflugvelli við Visis- menn i gærdag. Svo mikið er að gera i utan- landsfluginu, að þeir á Flug- stöðinni hafa skipt starfseminni niður i utanlandsdeild og innan- landsdeild, og hefur það aö öllum llkindum ekki skeð áður. t gær lenti líka Navajo-vél félagsins eftir að hafa verið i lengsta leiguflugi, sem um getur hjá minni félögunum. Vélin fór til Glasgow, þá til Parisar, aftur til Glasgow og siðan hingað. Litið stopp er hjá Navojo-vél- inni. Hún verður liklega i ferðum utanlands næstu vikuna og jafn- vel lengur, ef málin horfa ekki öðruvisi við þá. 1 Flugstöðinni var okkur tjáö, að eitt sæti til Glasgow t.d. myndi kosta um 17- 20 þúsund krónur, ef vélin færi full út, en kæmi tóm heim aftur. Þá þarf farþegi að borga sæti sitt aftur til baka. Ódýrari er þó ferð- in, ef vélin fer full aftur. Navajo- vélin er 8 sæta, þ.e. með sætum flugmanna. „Hér er stanzlaus törn frá þvi klukkan 6 á morgnana til klukkan 12 á kvöldin”, sagði einn starfs- manna Vængja. „Við verðum þó að visa utanlandsfluginu á Flug- stöðina, þvf að við höldum uppi svo föstum áætlunum hér innan- lands, og sannarlega er nóg að gera i þvi.” Allan daginn i gær komu far- þegar að grennslast fyrir um flug, og i dag má búast við mikilli törn i góða veðrinu. Þá sögu heyrðum við frá Eyjum, aö næstum hefði verið slegizt um sætin i minni vélunum, þegar 200 manna hópur beið þar eftir flugi fyrir stuttu. -EA. „Teffdi bara fyrír áhorfendur" — sagði Bronstein, og vann Trinkov fallega — nú hillir undir verðlaunaveitingar — sigurvegarinn fœr 2000 dollara „Bronstein heldur nú, að Friðrik hafi leikið réttum biðieik, og aö hann eigi að geta náð jafn- tefli. Ég er hins vegar á þeirri skoöun aö Friðrik hafi tekið skakkan pól i hæðina undir lokin. Hann er kominn i varnarstöðu”, sagöi Gunnar Gunnarsson móts- stjóri að Kjarvalsstöðum, er Vísir ræddi við hann I morgun um skák þcirra Friðriks og Smyslovs. Þrettánda umferð var tefld i gær, og fengust ekki úrslit nema úr þremur skákum, en biðskákir voru svo tefldar i morgun, þeir byrjuðu klukkan tiu. í gærkvöldi vann Velimirovic Magnús, Július og Jón sömdu um jafntefli og Bronstein vann Trinkov. Trinkov kom of seint til taflsins, og tapaði með þvi talsverðum tima. Trinkov kom of seint til taflsins, og tapaði með þvi talsverðum tima. „En Bronstein var diplómatiskur. Gaf honum nægan timatilaðjafnasig og vann hann siðan fallega”, sagði Gunnar Gunnarsson, „og hann sagði á eftir, að hann hefði unnið hann svo fallega, vegna þess hve margir áhorfendur voru að skákinni”. Aðrar skákir fóru i bið, en þær voru milli Guðmundar og Freysteins — Guðmundur hefur unnið tafl. Ogaard og Ingvars — ögaard virðist hafa unnið tafl. Ciocaltea og Kristjáns, og eru nokkrar likur á að Kristján geti bjargað skákinni i jafntefli. Fjórtánda umferð verður tefld i kvöld, og fara menn nú að tefla stift til vinnings, þvi eftir nokkru er að sækjast. Sá.sem efstur verður, væntan- lega Smyslov, fær 2000 dollara i sinn hlut, eða 176.000 isl. krónur. Sá, sem i öðru sæti lendir,fær 1000 dollara, en næstu menn fá 500 dollara og 400 dollara. -GG. visir Föstudagur 22. febrúar 1974. Framsókn með hanmbalistum í Kópavogi: Með sjónvarps stjörnu í efsta sœtinu Framsókn og hannibalistar munu bjóöa fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum i Kópavogi. Er mest rætt um, að Magnús Bjarnfreösson sjón- varpsmaður verði I 1. sæti fyrir Framsókn, en Sigurjón I. Hilariusson æskulýðsfulltrúi i 2. sæti fyrir hannibaiista. Talið er, að núverandi bæjar- fulltrúar Framsóknar, Guttorm- ur Sigurbörnsson endurskoðandi og Björn Einarsson tækni- fræðingur, muni ekki vera i efstu sætum nú. Framsókn fær 1. og 3. sæti og sennilega 5. og 6., en hannibalistar fá 2. og 4. og svo 7. og svo framvegis. Hulda Jakobsdóttir, sem nú er fuiltrúi i bæjarstjórn, fer líklega i 4. sætið „baráttusætið”. Hannibalistar i Kópavogi hafa sérstöðu i sinum flokki. Viðast annars staðar er unniö með Alþýðuflokksmönnum eða staðið einir. Viöræður þeirra og Alþýðu- flokksins strönduðu i Kópavogi, meðal annars á deilum um, hvor skyidi hafa 1. sætið á iista. -HH. „Kjallarínn fylltist á klukkutíma‘‘ SSSr- — Frystikista, þvottavél og fleira í kjallaranum //Mér krossbrá/ þegar ég fór niður i kjaliarann. Um klukkan hálf-tólf var ekki dropi í honum, en þegar ég kom aftur niður eftir um það bil klukku- tima/ þá var hann orðinn fullur. I gærkvöldi sá ég svo ekki annað ráð en að flýja húsið með börnum minum, þar sem allur hiti var farinn af húsinu." Þetta sagði Erna Einarsdóttir i Þoríákshöfn, þegar Visir ræddi við hana i morgun, en hún og fjölskylda hennar urðu fyrir talsverðu tjóni i flóðinu þar i gærdag. Erna á litil börn, og þorði ekki að vera með þau i óhituðu húsinu, en maður henn- ar, Sigurður ólafsson, varð þó þar eftir. „1 kjaliaranum var meðal annars 350 litra frystikista með töluverðu magni af matvælum. Miðstöðin var náttúrulega lika niðri, þar var einnig þvottavél, barnavagn og ýmislegt fleira. Ég býst við, að þvottavélin ryðgi og skemmist, og það kost- ar sjálfsagt töluvert að lagfæra miðstöðina, en ég á erfitt með að imynda mér, hversu mikið tjón hlauzt af.” „Annars brá mér svo, að ég gat ekki áttað mig á þvi hvað ég átti til bragðs að taka. Við vo’r- um þó svo heppin að ekkert vatn komst upp i ibúðina sjálfa. Ég dvelst hjá systur minni eins og er með börnin, en það getur vel veriðað miðstöðin fáist i lag aft- ur i dag, enda er vatnið farið að sjatna verulega.” Erna býr við C-götu 12, á nokkuð óhagstæðum stað i bæn- um gagnvart þessu flóði. Skurð- ur var þó grafinn i götuna til þess að minnka vatnsflóðið. Á simstöðinni fengum við þær upplýsingar, að fólk þar hefði nú getað gengið til vinnu sinnar með þvi að fara með veggjum. Enn er geysilega djúpt þar sem vatnið er dýpst, en það hefur þó sjatnað verulega. I morgun var komið kiakalag ofan á það, enda 5-7 stiga frost i Þorlákshöfn núna. Unnið var i nótt með dæl- um við simstöðina, og gerðu þær mjög mikið gagn. Ef þær hefðu ekki verið til staðar er hætt við, að simasamband hefði rofnað. —EA Löndunar- rými að losna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.