Tíminn - 13.01.1966, Page 2

Tíminn - 13.01.1966, Page 2
T FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966 TÍMINN Borgarstjóri lék fyrir Böök SJ—Reykiavík, þriðj'udag. Reykjavíkurmótið i skák 1966 I var s_ett í Lídó í kvöld af Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, forseta Skáksam bands íslands. Auk hans tók til máls Geir Hallgrímsson, borgar I stjóri, og þakkaði hann forstöðu mönnum mótsins Þeirra störf og bauð hina erlendu gesti sérstak lega velkomna. Þar næst setti hann mótið með því að leika fyrsta leik fyrir hinn fínnska skákjöfur Böök, sem er nú formaður finnska skáksambandsins. Meðal áhorfenda voru þrír heið ursgestir mótsins: Ari Guðmunds son, fyrsti formaður sambandsins, Jón Sigurðsson, fyrsti ritari sam Á myndinni hér aS ofan eru (f. v.) Jón SigurSsson, Ari Guðmundsson og Þorsteinn Thorlacius. (Tímam. GE.) FYRSTA DEILD BORGARSJUKRAHUSSINS TEKUR TIL STARFA EFTIR 2-3 HZ—Reykjavík, föstudag. Tíminn hafði í dag samband við Jón Sigurðsson borgarlækni og spurði um framkvæmdir í sam- bandí við nýja borgarsjúkrahúsið í Fossvogi, en áætlað er að nokkr ar deildir þess taki til starfa á árinu. — Er búið að ráða í margar stöður? — Ekki er búið að ráða í allar stöður, enda era þær margar við svona stóra stofnun. Búið er að ráða hjúkrunarkonur og annað starfslið, sem kemur til með að vera ráðgefandi og vinnur að und irbúningi. — Hvenær tekur fyrsta deildín til starfa? — Röntgendeildin, sem verður Það var ung stúlka, Nanna Sígurðardóttir Þingholtsbraut 41 Kópavogi, sem hlaut Volks vagninn í happdrætti Lög- reglukórs Reykjavíkur, en GE tók meðfylgjandi mynd af Nönnu og bílnum, þegar henni var afhentur hann. Vinnings númerin í happdrættinu voru sem hér segir: 1. v. Volkswagen-bifr. nr. 654 2. — S j ónvarpsviðtæki — 4119 3. — Saumavél — 6666 4. Flugferð. USA — 9044 5---Tveir farm. R.sk. — 2958 6. —Farm. Gullfoss —3601 7. — Flugf. Kaupmh. —8426 8. — Herraföt — 5768 9. — Herraföt ' — 7619 10. —Bílfar — 7582 Vinninganna skal vitjað hjá aðalumboðsmanni happdrættis- íns Guðbirni Hanssyni, Skeggja götu 14, Reykjavík, sími 11883. fyrst til að flytja í húsið mun flytja þangað í vor að öllum likind um. Unnið er að undirbúníngi til að setja upp tækin en það mun taka 2—3 mánuði. TVÖ BÍLSLYS HZ—Reykjavík, miðvikudag. Tvö alvarleg bifreiðaslys urðu í Reykjavík í fyrrakvöld og í gær morgun. f fyrra slysinu varð harð ur árekstur á horni Kringlumýrar brautar og Miklubrautar og kastað ist kona úr öðrum bílnum og slas aðist allmikið en þó ekki lifshættu lega að sögn lækna. í því seinna varð fótgangandi piltur fyrir sendiferðabifreið, sem ók í sömu átt og pilturinn gekk. Hlaut hann mikið höfuðhögg og var meðvitundarlaius er að var komið kl. hálf níu í gærmorgun, en var kominn td meðvitundar um hádegisbilið í gær. bandsins og Þorsteinn Thorlacius, sem var fyrsti ritstjórí íslenzks skákblaðs. Við hittum Ara Guðmundsson rétt að máli og sagðist hann enn taka eina og eina skák við kunn ingja — menn frá fyrri tíma, en Ari er nú orðinn 75 ára. — Eg fylgist með og kaupi skáktímarit, sagði Ari, og tefli oft upp góðar skákir mér til dægra styttingar. Þegar borgarstjóri heilsaði Ara, barst talið að stofnun Skáksam bands íslands á Blönduósi og kom fram í samtali þeirra að einhverjar væríngar hefðu verið með norð an og sunnanmönnum, en síðar féll allt í Ijúfa löð. Ari starfaði á Akureyri fram til 1930, en fluttist síðan til Reykja víkur og tók til starfa hjá Tóbaks einkasölu ríkisins og starfaði þar Framhald á bls. 14. Beið bana í bílsiysi GE—Reykjavík, miðvikudag. Maðurinn, sem lézt í bifreiðar slysinu við Silfrastaði í fyrrinótt hét Jóhannes Jónsson. Hann var bóndí á Tyrfingsstöðum í Akra- hreppi, 43 ára að aldri, kvæntur en bamlaus. Sveinn Björnsson sýnir í Bogasai HZ—Reykjavík, miðvikudag. Sveinn Bjömsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði er orðinn þekktur fyrir myndir sem hann hefur mál að. Nú hyggst hann halda sýningu á þeim í Bogasal Þjóðminjasafns ins og verður hún opnuð kl. 8.30 á föstudagskvöldið. Sveinn hefur haldið allmargar sýningar og síðast hélt hann sýn ingu í Danmörku með tveim öðr um íslenzkum listmálurum og fékk góða dóma. Myndirnar sem á sýn íngunni verða em tuttugu talsins og var meiri hluti þeirra á sýn ingunni í Danmörku. Þetta era allt olíumálverk og verða þau til sölu í Bogasalnum. Myndirnar eru málaðar á tímabilinu 1963—1965. Sýníngin mun standa í 9 daga og verðu„ opin daglega frá 2—10. Fredeil Lack 8. tónleikar Sinfóníunnar GE—Reykiavík, miðvikudag Á morgun, fimmtudag verða 8. tónleikar Sinfóníu hljómsveitar íslands. Stjórn andi verður dr. Róbert A. Ottósson og einleikari með hljómsveitinni verður banda ríski fiðluleikarinn Fredell Lack. Þessir tónieikar eru hinir síðustu á fyrra miss- eri. Á efnisskránni eru þrjú verk, Leíkhússtjórinn, for leikur eftir Mozart, Fiðlu konsert nr. 3 í G-dúr einn ig eftir Mozart og sinfónía nr. 3 í d-moll eftir Bruckn er. Fredell Lack fiðluleík ari er talinn mjög mikil iista kona. Hún þótti undrabam, byrjaði að leika á fíðlu fjögurra ára gömul og fjór um árum síðar kom hún fyrst fram opinberlega. Fyrstu tónleika sína hélt hún í Town Hall í New York 1943, og var þá lýðum ljóst að hér var um að ræða mikla listakonu, og Það er engum efa undirorpið, að hún er nú í fremstu röð allra þeirra kvenna, sem leika á fiðlu. Hún hefur farið tónleika- ferðir víða um heim og einnig hefur hún gegnt al- mennum hljómsveitarstörf- um sem konserfmeistari í kunnri hljómsveit. Fredell Lack býr í Houston í Tex as, störf hennar þar eru margþætt m. a. kennir hún Framhald á bls. 14. Sveinn Björnsson og sonur hans ÞórSur, 2 ára, við hliðina á mynd sem heitir „Andlit ættarinnar og lífsins blóm". Eins og sjá má var ekki lokið við að hengja upp myndirnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.