Tíminn - 13.01.1966, Blaðsíða 11
V
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966
TIMINN
ARA EÍU LAWRENC E
0 ANTHONY NUTTING
45
með því sfuðning þeirra ættflokka, sem nauðsyn krefði, sjö
hundruð áhurðarúlfalda og auk þess fallbyssur og vélbyssur.
Fréttirnar, sem bárust í sama mund, um að Zeid hefði hörf-
að frá Tafileh undan Tyrkjum, gat ekki skyggt á gleðina.
Feisal áleit að þetta kynni ef til vill að skaða álit sitt og
Lawrence notaði tækifærið til þess að skýra emírnum frá
áliti sínu á Zeid, sem hann virti ekki hátt. Hann benti hon-
um einnig á að sigrar hans á þessu svæði væru nú að engu
orðnir. Eftir þessar orðræður sneru þeir sér að þvi sem gera
þurfti.
Þeir gerðu nú áætlun ásamt Jaafar og Joyce um töku
Maan. Jaafar og Nuri el Said áttu að gera árás með ara-
bísku fótgönguliði. Dawnay og Joyce sklydu rjúfa járnbrautar
línuna hjá Mudauwra og í þetta skipti átti að einangra Tyrki
í Medína, og halda línunni rofinni. Lawrence ætlaði að kveðja
Beni Sakhr, ættflokkinn til vopna strax og fréttir bærust
um töku Salt, og ráðast þá gegn Tyrkjum á undanhaldinu.
Árásinni á Maan skyldi haga þannig, að járnbrautarlínan
fyrir norðan borgina skyldi rofin og með því öll von um
liðsauka, og síðan átti að lokka Tyrki úr stöðvum þeirra.
Þegar Maulud og arabísku liðsforingjarnir fengu pata af þessu
urðu þeir ókvæða við. Maulud heimtaði að árás skyldi gerð
á borgina. Deilurnar um þetta stóðu í nokkra daga og að
lokum valdi Feisal auðveldustu lausnina, hann samþykkti
kröfur Mauluds og liðsforingjanna.
Lawrence hafði miklar áhyggjur sókum afstöðu Feisals og
hélt til Atara í byrjun apríl, þar skyldu aðalstöðvar hans
vera, fyrir suðaustan Amman, í miðju héraði Beni Sakhr
ættflokksins. Míflcsh og Fahad biðu bans þar. Á leiðinni
frétti hann að Dgud, sem var fyrstur ásamt Farraj að gerast
Iífvörður hans, héfði látizt af kulda og vosbúð 1 Azrak, þar
sem hann hafði dvalið með Ali, eftir atburðina við Deraa.
Þetta hafði mikil áhrif á Lawrence, einkum vegna þess hve
þessi frétt virtist lama vin hins framliðna, Farraj, hann
var nú óhuggandi og sagði varla aukatekið orð. Þeir fóst-
bræður höfðu oft skemmt Lawrence og mönnum hans á hin-
nm þreytandi og langsömu ferðum i eyðimörkinni. Það var
reynt að hafa ofan af fyrir honum, en það kom fyrir ekki,
hann eigraði um þögull og sorgbitinn og kaus helzt að fara
einförum. Það mátti sjá að gleði hans var horfin og hann
vænti sér einskis af lífinu, og það var aðeins tímaspursmál
hvenær honum gæfist tækifæri til þess að fara sömu leið og
vinur hans.
Tækifærið kom nokkrum vikum síðar. Eftir komu þeirra
til Atara, bárust þeim fréttir um að Bretar hefðu ekki náð
Salt, heldur einnig Amman. Lawrence gaf skipanir um að
ráðast á undanhaldið. En hann var ekki fyrr lagður af stað,
en fréttir bárust um, að Tyrkir hefðu náð þessum borgum og
hrektu nú heri Allenbys niður eftir Jórdanardal. Það var
búizt við því að Jemal Pasha yrði kominn til Jerúsalem eftir
fáeina daga. Fréttirnar um stór aftökur í Salt og víðar höfðu
lítið hressandi áhrif á Arabana. Þrátt fyrir pyntingarnar í
Deraa, ákvað Lawrence að fara rannsóknarferð til þessara
staða. Hann og Farraj komust inn í Amman og urðu þess
brátt vísari að Tyrkir hefðu öll völd í borginni, þótt þeir
hefðu ekki vald á kynhvötum sínum, því að Lawrence og
Farraj áttu bráðlega fótum fjör að launa undan tyrkneskum
hérmönnum sem álitu þá skækjur, þar sem þeir voru dul-
búnir sem konur.
í svipinn leit ekki út fyrir brezka gagnárás og Arabarnir
voru skelkaðir sökum hefnda Tyrkja við þá, sem þeir
álitu svikara, svo að Lawrence átti ekki annars völ en að
hörfa til stöðva Feisals og bíða þess að Allenby hæfi gagn-
árás. Á leiðinni suður eftir rákust þeir á átta manna deild
úr liði Tyrkja sem gætti járnbrautarlínunnar. Arabarnir
vildu gera árás en Lawrence áleit óþarfa að eyða skotum á svo
fámennan her. Skyndilega rauk Farraj af stað, án þess að
hlusta á það, sem Lawrence var að segja. Hinir fylgdu á
eftir, en Farraj var kominn of langt til þess að þeir mættu
veita honum hjálp og ágaetur skotspónn Tyrkja. Fyrsta skotið
hitti hann í magann bg honum tók áð blæða út. Þegar félag-
ar hans voru að ráðgast um hvernig mætti bjarga honum,
var gefið aðvörumerki um að fimmtíu manna varðsveit Tyrkja
nálgaðist meðfram járnbrautarlínunni. Lawrence ákvað strax
að hann yrði að skjóta Farraj, allt var betra fyrir hann, en
að falla í hendur Tyrkja og þola af þeim pyntingar og lim-
lestingar, sem þeir lögðu á alla þá Araba, sem þeir náðu
c The New Amerlcsn Llbrarv
UMDIR
7
Myru, en sú von dó út, þegar
hugsað sér að líta út eins og afdala
stelpa, þegar hún gerði innreið
sina í London. Úr því að ferðin
var ókeypis, var bezt að verja því
meiru til fatnaðarins. En hún vildi
ekki hafa Vonnie með sér, þegar
hún færi í búðir. — Ég kæri mig
ekkert um að láta einnver ósköp
á því bera, að ég haíi fengið
svona tækifæri, en þú verðir að
sitja eftir heima.
En þegar Myra kom heim frá
því að verzla, heimtaði Vonnie
að fá að sjá allt. Tvær dásam’.eg-
ar silkidragtir, sallafín kápa með
stærðar kraga, heil hrúga a f
kjólum úr silki-jersey Allt var
eins og sniðið á Myru, sem lýsti
því yfir, að hún ætti enn eítir
að kaupa sér einn, tvo hatta.
Hattur ofan á þetta dásamlega
rauða hár. Það fannst Vonnie vera
helgispjöll.
Myra hló — En þú skilur það
vonandi, að ég verð að ganga í
augun á einhverjum, serr kyrini
að vilja bjóða mér upp á miðdag,
eða smábita á Clariiges Ég fer
og heilsa upp á Canada House og
kræki mér í aðgöngumiða að tenn-
iskeppninni í Wimbleton. Og á
FÖLSKU
ANNE
siíkum stöðum verður maður að
hafa hatt. Skó verð ég líka að fá.
Það eru allar svo agalega spennt-
ar fyrir krókódílaskóaum hjá
March.
3. kapítuli.
Mánudaginn í vikunni áður en
Myra ætlaði að leggja af stað, fékk
Vonnie allt í einu óvænt íri fyir
en venjulega. Hún fór rakleitt
-heim, og sér til mikillar furðu var
vinkona hennar komin fyrir löngu.
— Ertu komin heim? Er verkfall
hjá þér?
Myra stóð grafkyrr eins og
steingjörvingur. — Ég á að hitta
Brad.
Þessi rólega rödd vai ekk: i
samræmi við ákafann i andlits-
svipnum.
— Kemur hann hingað til Van-
couver?
Myrá hreyfði hvorki legg né lið.
Það var eins og hún þyrði ekki
að lyfta fótunum af ótta við, að
hún kynni að stíga niður ein-
hvers staðár utan við takmörk
töfrahringsins, og missa þar af
Brad.
— Linda hefur skrifað frá New
York og spurt. hvort ég vilji fara
með henni og fjölskyldunni til
Mexico. Þau hafa íengið tilboð um
FLAGGI
MAYBURY
að leigja hús þar í nokkrar vik-
ur. Þau verða sex saman, og þar
á meðal Brad. Við eigum að fara
frá New York eftir tíu daga.
— En byrjaði Vonnie.
— Myra hélt áfram. Og hann
veit, að mér hefur verið boðið.
Linda lagði meira að segja áherzlu
á það. Hún segir, að einmitt þess
vegna ætti Brad að verá með.
— Enþú getur ekki farið þessa
ferð. Þú, sem ert að fara til Eng-
lands.
Myra lyfti hendinni og strauk
hárið aftur, eins og hún var vön.
Það brá ekki fyrir vafa í svipn-
um. Ég skrifa Joss frænda og segi
honum, að ég hafi orðið fyrir
óvæntum töfum, og æti að koma
seinna.
•— En það er bara ekki vist, að
það tækifæri komi seinna. Fólki,
sem hefur alvarlegan hjartasjúk-
dóm, batnar sjaldan.
— Þá get ég bara sagt, að mér
þyki þctt" leiðinlegt. Ekkert —
enginn skapaður hlutur í öllum
heiminum skal fá mig ofan af því
að fara til Mexico. — Hún leit á
vinkonu sína. — Þér finnst lík-
lega, að ég sé tillitslaus. Kannski
er ég það líka. En frændi var
líká tillitslaus gagnvart foreldrum
mínum árum samaa.
Vonnie gekk yfir að glugganum.
Regnið buldi á glugganum. Hún
horfði á það þögul.
— Skítt með það. Segjum, að
ég sé eigingjörn og tillitslaus. En
það er mín eigin hamingja, sem
er í húsi, Vonnie. Það er ekki oft,
að sama tækifærið býðst í annað
sinn. Þegar slíkt kemur, er ekki
um annað að ræða en nota tæki-
færið eða láta það ónotað, og sjá
eftir því allt sitt líf.
— Vonnie sneri sér við, og
mætti biðjandi augnatil-liti.
— Þetta er ekki bara skemmti-
ferð, hélt Myra áfram. Það veizt
þú eins vel og ég sjálf. Það er
mitt eigið líf, sem telft er um.
Það eina, sem mér er nokkufs
virði! Ég vil giftast Brad. Ég
elska hann og mun alltaf halda
áfram að elska hann. Ég vil stofna
heimili með honum, eignast börn,
sem hann er faðir að —- hefur
þetta ekki einhverja þýðingu?
— Ef þú skýrðir fyrir honum,
hvers vegna þú getur ekki komið,
sagði Vonnie stillilega, þá myndi
hann kannski elska þig ennþá heit
ar þess vegna.
— Eða honum kynni að detta
í hug, að meðaumkun með göml-
um ættingja væri alls ekki sú
sanna ástæða. Hann gæti haldið,
að ég færi af því að við Fenella
erum einu ættingjarnir á lífi, og
ée ætiaði mér að tryggja arfinn.
— Ef Brad elskar þig, myndi
hann ekki trúa slíku. Þegar þú
kemur aftur frá Englandi. . .
— Já. en ég fer ekki til Eng-
lands.
— Þó að þú gerðir það,
myndi Brad halda áfram að leita
11
þig uppi, ef hann elskar þig á
annað borð.
— Ó, Vonnie, gerðu engan karl
mann, — ekki einu sinni þann,
sem þú elskar, að dýrlingi. Guð-
irnir mega vita, hvers vegna eng-
in hefur krækt í Brad enn sem
komið er. Enginn karlmaður er
trúr og tryggur svo lengi — ekki
á okkar tímum.
. — Ég skil ekki, hvað þú mein-
ar?
— Eg á við, að það sé krafta-
verk, að Brad er ennþá óíkvænt-
ur og hefur löngun til að hitta
mig. En hann er þó ekki meira
en venjulegur maður. Það eru
líka ungar stúlkur í Mexico. Ef
ég fer ekki, er eins víst, að ein-
hverri takist að fá hann til að
falla að fótum sér eitthvert tnngl-
skinskvöldið. Heldurðu, að ég kæri
mig um að eiga slíkt á hættu
vegna þéss að einhver karlfausk-
ur, sem aldrei hefur svo mikið
sem sent jólakort, og ég hefi ekki
séð í seytján ár, finnur allt í einu
upp á því að gera boð eftir mér.
Hún gekk hnarreist yfir að skrif-
borðinu. — Nú skuluð þið fá mitt
svar, sagði
hún og tók penna og pappir. Bæðí
Linda, Joss frændi og — þú sjálf.
Hún skrifaði í snarkasti fáeinar
línur og las þær upphátt.
OTVARPIÐ
Fimmtudagur 13. jan.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
I isútvarp. 13.00
Á frivaktinni
I Eydls
í dag
Eyþórsdóttir. 14.40 Við, sem
heima sitjum. Margrét Bjama
$on talar um Katrínu miklu. 15.
00 Miðdegisútvarp. 16.00 Siðdegis
útvarp. 18.00 Segðu mér sögu.
Sigriður Gunnlaugsdóttir stjóm
ar þætti fyrir yngstu hlustend-
uma. 18.20 Veðurfregnir, 18.30
Tónl. 19.30 Fréttir. 20.00 Dag
legt mál. Ámi Böðvarsson flytur
þáttinn. 20.05 Pianómúsik: Julius
Katchen leikur verk eftir Brahms
20.35 Þau lengi lifi! Séra Helgi
Tryggvason flytur erindi um al
menna safnaðarþjónustu fyrir
aldrað fólk — fyrri hluti. 21.00
Sinfóníuhljómsveit tslends held
ur tónleika 1 Háskólabiói. Stjóm
andi: Dr. Róbert A. Ottósson.
21.45 Ljóðmæli Sigurður Jóns
son frá Brún flytur ný fmm
ort kvæði, 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.15 Átta ár i Hvíta hús
inu. Sigurður Guðmundsson skrif
stofustjóri flytur kafla úr endur
minningum Harrys Tmmans fyrr
um Bandaríkjaforseta (8). 22.35
Djassþáttur. 23.00 Bridgeþáttur
Hjalti Ellasson og Stefán Guð-
johnsen sjá um þáttinn. 23.30 Dag
skrárlok.
Föstudagur 14. ianúar
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.15 Lesin
dagskrá
næstu vifcu. 13.30 Við vinnuna:
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
sdtjum. Sigrún Guðjónsdóttir end
ar lestur skáldsögunnar „Svört
vom seglin" eftir Ragnheiði Jóns
dóttur (18). 15.00 Miðdegisútvarp.
16.00 Síðdegisútvarp. 17.00 Frétt
ir. 17.05 Tónlist á atómöld Þor
kell Sigurbjömsson kynnir. 18.
00 Sannar sögur frá liðnum öld
um. 18.20 Veðurfregnir. 18.30
Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00
Kvöldvaka. 21.40 Útvarpssagan:
„Paradísarhebnt" eftir Halldór
Laxness. Höf flytur. 22.00 Frétt
ir og veðurfregnir. 22.15 íslenzkt
mál Dr. Jakob Benediktsson flyt
ur þáttinn. 22.35 Næturhljómleik
ar: Sinfóniuhljómsveit íslands
leikur í Háskólabíói Stjómandi:
Dr. Róbert A. Ottósson. 23.30
Dagskrárlok.