Tíminn - 13.01.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966
3
TÍMINN
Hann dó
trægðar
Þegar Jawaharlal Nehry lézt
27. mai 1964, skrifaði Lundún-
arblaðið Daily Mail: — „Hann
hefur fallið frá á erfiðum tíma,
er framtíð Asíu gæfi ákvarð
ast af átökum.milli tveggja and
stæðra kerfa — hins kommún-
istíska Kína og lýðræðislega
Indlandi, en sú staðreynd, að
Indland er í dag nægilega vold-
ugt og nútímalegt til þess að
vera leiðtogi annars kerfisins
í Asíu er svo til eingöngu að
þakka Nehrú.“
Og þegar Lal Bahadur Shastri
var kjörinn forsætisráðherra í
stað Nehrús eftir langar deil-
ur, töldu flestir, að hann gæti
engan veginn fyllt sæti Nehrús.
Flestir sögðu, að Shastri hefði
orðið fyrir valinu af þeirri
ástæðu einni, að ekki hefði
náðst samkomulag um neinn
annan — Shastri væri eini ind-
verski leiðtoginn, sem enga
óvini ætti.
Nú, er Shastri einnig horf-
inn af sjónarsviðinu — á tindi
frægðar sinnar, því Tasjkent
samkomulagið er talinn mik-
ill persónulegur sigur fyrir
hann. Og nú eru margir á
þeirri skoðun, að engu minni
missir sé af honum en Nehrú
— eða, svo notuð séu orð frétta
manns brezka útvarpsins: —
„Þegar Jawaharlal Nehrú lézt
fyrir um 18 mánuðum síðan,
viðurkenndi heimurinn missi
Indlands. Andlát Shastris get-
ur vel orðið meiri missir.“
Shastri var kjörinn forsætis-
ráðherra 2. júní 1964. Þá var
um hann skrifað: — „Shastri,
sem nú tekur við embætti Nehr
ús, sem forsæfisráðherra, er
um flest ólíkur fyrirennara sín
um. Nehrú var glæsimenni, há-
menntaður, kominn af háum
á tindi
sinnar
ættum, fyrirmannlegur í sjón
og reynd. Shastri er lítill vexti
og heldur óásjálegur í sjón,
kominn af lágum ættum, sjálf
menntaður að mestu, hlédræg-
ur í framgöngu. Hann hefur
unnið sig upp í flokksstarfinu
sem snjall skipuleggjari og lag
inn samningamaður, er hefur
lag á því að eignast enga and-
stæðinga. Hann er mikill regiu-
maður, gamaldags í lifnaðar-
háttum og mikill heiðursmað-
ur í hvívetna. Hins vegar þyk-
ir óreynt, hvort hann se nógu
skörulegur forystumaður."
Shastri hefur sagt, að hann
sé lítill fyrir mann að sjá, en
sterkur hið innra. Og það kom
brátt í ljós, að hann hafði sterk
an vilja og vildi móta sjálf
stæða stefnu. Og því leið ekki
á löngu þar til hann eignaðist
óvini. Sumir þeirra berjast nú
um sæti forsætisráðherra eftir
Shastri.
Shastri er kominn af milli-
stéttarfjölskyldu í Mughamsar-
ai, skammt frá Benares. 17 ára
gamall tók hann þátt í and-
stöðuhreyfingu Gandhis og sat
oft í brezkum fangelsum. Hann
tók mikinn þátt í sveitastjórn-
armálum í heimahéraði sínu,
en árið 1951 varð hann fram-
kvæmdastjóri Kongressflokks-
ins, og frá árinu 1952 varð
hann oftsinnis ráðherra. 1961
varð hann innanríkisráðherra,
og notaði Nehrú hann mjög
til pess að jafna deilur innan
flokksins, og fékk Shastri orð
á sig sem mjög laginn samn-
ingamaður. í veikindum Nehr-
ús var Shastri eins konar að-
stoðarforsætisráðherra.
Þegar Shastri tók við emb-
ætti forsætisráðherra, átti Ind-
land við ýmis vandamál að
stríða, og þau fóru sífellt vax-
andi. Innanlands var mikili
matarskortur, og út á við átti
Indland í deilum við Kína og
Pakistan, einkum út af Kash-
mír.
9. apríl 1965 blossaði loks
upp úr milli Indlands og Paki-
stans í Kutch-héraðinu, og
kom þar til hernaðarátaka, þótt
í litlum stíl væri. Þeir bardag-
ar stöðvuðust þó brátt, en
deilan milli ríkjanna harðnaði.
Og upp úr sauð fyrir alvöru,
þegar bardagar hófust 1 Kash-
mír, og síðar á landamærum
Indlands og Pakistand, aðal-
lega þó í Pundjao-héraðinu.
Þótt furðulegt megi virðast,
þá styrkti styrjöldin við Paki-
stan stöðu Shastris heima fyr
ir, og margir voru óánægðir,
svo að ekki sé fastar að orði
kveðið, þegar samið var um
vopnahlé. Þótt flesum erlendis
hafi þótt Shastri sýna litla þol-
inmæði, er hann hóf innrás í
Pakistan, þá fögnuðu Indverj-
ar þeirri aðgerð mjög.
En virðingin fyrir Shastri er-
lendis hefur vaxið mjög síðustu
mánuðina, og ekki sízt rétt áð-
ur en hann dó, í sambandi við
viðræðurnar í borginni Tasj-
kent i Sovétríkjunum, og frið-
arsamning þann, sem hann und
irritaði við Pakistan tæpum sól
arhring áður en hann andaðist.
Þjóðir heims heilsuðu þessu
samkomulagi sem hugsanlegu
upphafi að nýjum tíma friðar
og samvinnu þjóða í Asíu. Al-
eksei Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, sem átti
mikinn þátt í að samkomulagið
tókst, tók þo réttilega fram,
að mikið væri undir því kom-
ið, hvernig samkomulagið yrði
framkvæmt. Möguleikarnir á
því, að framkvæmdin takist vel,
hafa mjög minnkað við fráfall
Shastris.
Sá, sem við tekur af Shastri,
þarf að leysa mörg vandamál.
Hann verður að takast á við
mjög erfitt matvælavandamál
og hann verður að ákvarða
stefnuna í deilumálum Indlands *
og Pakistan. Óvíst er. hver sú
stefná verður — hvort hinn
nýi forsætisráðherra taki upp
stefnu Shastris, eða hallist að
gömlu stefnunni, sem reynzt
hefur svo hörmulega. Indland
býr við mikla óvissu i þessum
efnum í dag, einmitt, þegar svo
mikil þörf er f.vrir fasta og
ákveðna stefnu
□
Á VÍÐAVANGI
Gunnar og Bjarni fá
sneiðina
í Sölvalofsleiðara Sir Mogga
í gær um íhaldsstjórn Reykja-
víkur eru m. a. þessar eftirtekt-
arverðu setningar:
„Þessar gagngeru umbætur í
Reykjavíkurborg voru hafnar
undir traustri forystu borgar-
stjóra, Geirs Hallgrímssonar. os
að þeim hafa unnið flestir
helztu embættismenn Reykja-
víkurborgar, sem margir hverj-
ir hafa ráðizt til starfa hjá borg
inni á allra síðustu árum“.
Úr þessum orðum er ýmsa
merkilega vitneskju að lesa. í
þeim felst óbein játning á
ólestri borgarmálefna í höndum
sama flokksins í fjóra áratugi,
| en flotholtið, sem Qialdið
j hyggst nú bjarga sér á, er það,
að gerbreyting til hins betra
hafi orðið með tilkomu núver-
andi borgarstjóra, þá hafi „um-
: bæturnar verið hafnar undir
; traustri forystu“ hans. Þeir
Bjarni og Gunnar Thor fyrrver
andi borgarstjórar verða að
þiggja sneiðina saman Geir til
dýrðar. Það er óbeint játað, að
þeirra stjórn hafi verið í ólestri,
en Geir „hafið uinbætumar".
Hins vegar er samanburður-
inn Geir alls ekki eins hag-
kvæmur og æskilegt væri fyrir
íhaldið núna. Göturnar í
Reykjavík voru t. d. ekki tald-
ar beisnar undir stjórn Bjarna
en þó var hlutfall malbikaðra
gatna hjá honum 57% en er
ekki nema 46% hjá Geir. Fram
lög Gunnars til skólabygginga
þóttu ekki úr hófi mikU, en
samt eru framlögin hjá Geir á
þessu ári fjórðungi minni að
hlutfalli.
Vandræðafálm.
IÁ undanhaldi sínu fyrir rök-
studdri gagnrýni minnihlutans
á ráðleysisstjórn íhaldsins í
Reykjavík, grípur það til alls
konar ráðleysisfálms. Síðustu
tilburðirnir sjást í Mogga í
gær, þar sem verið er að reyna
að halda því fram með óburð-
um, að Einar Ágústsson segi
sitt hvað á Alþingi og í borgar-
stjórn. Moggi ber fyrir sig
íhaldsborgarfulltrúa og Iætur
hann vitna um að Einar hafi
á Alþingi barizt fyrir því, að
., sama verð gilti á rafmagni um
| allt land, en þegar komi í borg
- arstjórn Reykjavíkur, berjist
hann gegn því, að Reykvíking-
ar taki á sig rafmagnshækkun
til þess að þetta sé unnt. Þetta
sé því að hafa tungur tvær en
tala sitt með hvorri.
Hér er saman settur aumleg-
ur blekkingavefur. Auðvitað
hélt Einar því fram á Alþingi,
að rafmag. erð yrð jafnt um
allt land. Það er löngu viður-
kennt réttlætissjónarmið, en
hann mótmælir því jafnframt,
að það komi niður á Reykvík-
ingum með þeim hætti, að ríkið
varpi þessum bagga sínum á
herðar bæjarfélaganna og raf-
magnsi otenda. Rafmagnsjöfn-
unina átti auðvitað sem áður
að greiða úr sameiginlegum
sjóði ríkisins eins og áður.
Þarna er íhak.sstjórnin aðeins
að svíkjast undan skyldum, al-
veg eins og hún gerði með
vegaféð. Stefna Einars í þessu
máli er þvi algerlega sjálfri
sér samkvæm, og ham. mótmæl
ir því einu, að ríkið varpi þeim
byrðum, sem það á að bera,
með þessum hætti í bæjarfélög
og borgara, eins og hver getur
séð, sem les ræðu hans um
málið, en hún birtist í Tíman-
ú um s. 1. sunnudag.
Shastri ásamt Alexei Kosygin (til vinstri) á fundinum i Tashkjent.
Shastri var forsætisráðherra Indlands í aðeins
19 mánuði, en gat sér gott orð.
1