Tíminn - 13.01.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 13.01.1966, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966 5 TÍMINN Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjóri: KrlstjáD Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriffl G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar' Tómas Karlsson Ang- lýsingastj : Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrilstofur i Eddu húsinu, sfmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraetl 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasim! 19523 Aðrar skrlfstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. tnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.t C. L. SULZBERGER: Ágætasti og víðreistasti sendi- maður Bandaríkjaforseta Er þetta fram- kvæmdahugur? ^r-rystugrein Morgunblaðsins hefst með þessu há- fleyga vængjataki í gær: „Það mun samdóma álit allra Reyfcvíkinga, að framkvæmdir á vegum borgarinnar á síðnstu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu bannar”. Greinin heitir auðvitað: ,,í Reykjavík ríkir framkvæmdahugur”. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Tíminn hafa síðustu daga nefnt mörg og talandi dæmi um þennan „framkvæmdahug” í íhaldsstjórn Reykjavíkur. Þess vegna kemur nú sjálfslofshugvekjan í Mbl- En, æsklegra og manndómsmeira hefði verið af blaðinu að reyna að ræða um þetta málefnalega, reyna að hrekja rök og dæmi minnihlutans um óstjórnina, ráðleysið og ódugn- aðinn. En það er auðvitað vonlaust verk, og því er marklaust og rakalaust Sölvalofið látið duga. Er það ef til vill einstakur „framkvæmdahugur”, sem lýsir sér í því, að sjálft skrautblóm íhaldsins, gatnagerð- ín, er ekki rismeiri en svo, að minna heildarhlutfall gatna í Reykjavík er nú, árið 1965, malbikaðar götur, aðeins 46% heldur en fyrir aldarfjórðungi, árið 1940, en þá var hlutfall malbikaðra gatna 57 %? Vill ekki Mbl. reyna að hrekja þetta? Er það „framkvæmdahugur”, sem lýsir sér í því, að á fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1966 er fram- iag til skólabygginga af borgarinnar hálfu aðeins 251 millj- eða tæp 3% af heildarupphæð áætlunarinnar, og það hlutfall orðið fjórðungi lægra heldur en árið 1959? Hverju svarar Mbl? Er það hinn æskilegi „framkvæmdahugur”, sem kem- ur fram í „hraðanum’ í byggingu fyrsta áfanga borgar- sjúkrahússins, sem nú hefur verið 13 ár í byggingu, og grunngryfjan var látin standa óhreyfð á annað kjör- tímabil? Svar óskast f Mbl. Er það „framkvæmdahugurinn” í æðsta veldi, sem lýsir sér í því að láta eina sundlaug í Laugardal vera nærri áratug í smíðum? Er það „framkvæmdahugurinn”, sem ræður, þegar því er heitið fyrir kosningar, að þrísetningu í barna- skólum skuli lokið árið 1963, en á árinu 1966 er hún enn mikil og fer mjög vaxandi? Er það „framkvæmdahugur”, sem fram kemur í seina. gangi hitaveitumála óg algeru dugleysi við undirbúning nýrrar hitaveitu? Er það „framkvæmdahugur” að geta ekki úthlutað svo að segja neinum lóðum á s.l. ári og svíkja alveg lóðaúthlutun í Fossvogsdal? Þessu ætti Mbl. að svara, en sleppa Sölvahóli einn dag. Ólestur erfðastjórnar Það er löngu viðurkennd sljaðreynd hve óheppilegt það er og mikil gróðrarstía óstjórnar. ef sami flokkur eða sömu aðilar fara með stjórn borgar eða ríkis ára- tugum saman. Þá verður eins konar óhagganleg erfða- stjórn á* málefnunum. seinfær. duglaús, spillt og ó- hrædd um sjálfa sig. Þetta er sorgarsaga höfuðborgar íslands síðustu fjóra áratugi, sorgarsaga, sem við blas- ir í ólestri erfðastjórnar íhaldsins i Revkjavík um þess- ar mundir. Endurskin af þeirri mynd birtist í forystu- grein Morgunblaðsins í gær, þar sem gefizt er upp við að ræða málefnalega, engin svör til "ið rök.stnddri gagnrýni en hrokafullt og innantómt sjálfshói látið duga. senn þolinmóður, ýtinn og þrásækinn / Arvell Harrlmann Harriman er í AÐ UNDANFÖRNU hefar Johnson forseti þreytt fast hina miiklu friðarsókn f’Víet- nam-styrjöldinni og margir frægir og göfugir sendimenn hans hafa komiS fljúgandi hver af öðrum til fimm megin landa. Hinn ágætasti, víðreist asti og kunnasti þessana sendi manna er Averell Harriman. gömul, þrautreynd hetja í op- inberri þjónustu Bandaríkj- anna. Harriman verður 75 ára á þessu ári, en í raun og veru tilheyrir hann ekki hinni venjulegu manngerð átjándu aldar hér í Bandarpqunum eða nítjándu aldarinnar í Eng landL Hann er stórauðugur maður, sem lítur á það sem skyldu sína að neyta ágætra, meðfæddra hæfileika sinna í þágu lands sins og þjóðar. Hann hefði vel getað látið sér nægja að vera öflugur auðjöf- ur, sem legði fyrst og frecnst rækt við að njóta skemmtana fagurra £þrótta og listaverka. En 1 þess stað hefur hann al- gerlega helgað krafta sína vel ferð lands og þjóðar síðan á valdaárum Franklíns Roose- velts forseta. HARRIMAN hefur gegnt mörgum hlutverkum á þessu sviði á umliðnum 32 árum og þjónafl fimm forsetucn. Meðal annars hefur hann verið sér stakur fulltrúi í Hvíta húsinu sendiherra í Sovétríkjunum og í Bretlandi, aðalfulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu, yfir- maður öryggisþjónustunnar. viðskiptamálaráðherra, fylkis- stjóri í New ork og bæði að- stoðarmaður í utanríkisráðu- neytinu og aðstoðarutanrikis- ráðherra. Flestir menn hefðu í Harri- mans sporum bugazt undan áhlaðanda áranna einum sam an, hvað þá hinu linnuleuasa starfi, ferðalögum og þungri á byrgðinni, secn því fylgir. En Harriman þverneitar að láta bugast. Þegar hann hélt upp á sextugs afmæli sitt, gekk hann um meðal gestanna og sagði m. a.: Mig furðar á. að ég skuli vera sextugur og vil ekki vera það.’’ Ag vissu leyti er hann ekki orðinn sextugur enn, og helzt lítur út fyrir, að hann sé á þeirri leið að verða eins konar Adenauer okkar Bandaríkjamanna. Á sextugsafmælinu komu saman margir og margvíslegir vinir Harrimans til þess að hylla hann, þar á meðal Dean Acheson og Dwight Eisenhow er. Eisenhower hafði orð á því v'i?, Acheson. sem þá var utanríkisráðherra að Harri- man hefði ávallt langað til að gegna þvi embætti. Nú stóð þannig á að Acheson og Harr. man höfðu þekkzt frá því árjð 1905, er þeir voru skólahræður og Harriman kenndi Acheson áralagið Acheson svaraði þv’ athugasemd gestsins: „Eg þekki ve; metnað Harrimans cet frætt vður um að hann hefur ávallt verið hinn holl- asti vinur og dyggasti og trú verðugasti starfsmaður, sem nokkur utanríkisráðherra get- ur óskað sér að hafa í þjón- ustu sinni”. HOLLUSTA Harrimans og vakandi vilji til að starfa á- vallt secn mest og bezt fyrir þjójs sína hefur alla tíð verið jafn aðdáunarvert, hver svo sem setið hefur í Hvítahúsinu þá og þá. Þegar Kennedy for- seti tók við störfum, ásamt nýrri kynslóð ráðgjafa og að stoðarmanna, sagði Harriman. „Eg er ekkj enn kominn inn í innsta hring þessarar ríkis- stjórnar. En Þess ber að gæta að ég byrjaði sem óbreyttur liðsmaður hjá Roosevelt og vann mig upp. Eg varð að byrja að nýju sem óbreyttur liðsmaður þegar Truman tók við, og vann cnig einnig upp þá. Þetta ætla é» að gera einu sinni enn.” Síðasta aldarfjórðunginn hefur Harriman átt einhver skipti við sérhvern atkvæða- mikinn leiðtoga í heiminum, allt frá Stalín og Churchil) til Nehrus, Títós, Mossadeghs, Tshombe Nassers og Persíu- konungs. Hann er ágætur samningamaður af því að hann er í senn polinmóður, ýtinn og þrásækinn Hann lítur svo á, að í utanríkismálum velti meira á aðferð og framkomu en fyrirfram ákveðnum hug- myndum. Þegar kalda stríðið var að hefjast sagðj hann hvag eftir annað: „Eg vil eiga samn- ingaviðræður við Rússa, en ég vil vera ' góðri aðstöðu við þá samninga HARRIMAN er ekkj kreddi) fastur Han„ hefur oft 'atið1 svo um mælt ag við set' 4m ekk. að kvarta og kveina unci an Russum. heldur ættucn við ag vera þakklátir fyrir, ag tii séu lífmikil og frainsækjn So vétrki óai sem Þau herði samkeppnina og komum í veg fyrir, að við gerumst latir og værukærir um of. Hann hefur aldrei byggt rökræður sínar á þejrri útslitnu kenningu, að utanríkisstefna Bandaríkjanna eigj fyrst og fremst að vemda frjálst framtak gegn kommún- ismanum, heldur hinu, að meg inágreiningurjnn snúist um frjálsræði eða einræði. Fordómar hafa aldrei gert Harriman blindan á staðreynd ir. Hann barðjst ákaft fyrir bættrj sambúð við Spán, með- an enn var ákaflega óvinsælt að láta þá skoðun j ljós. En rök hans voru þau. að „við getum ekki komizt framhjá staðreyndum landafræðinnar” Hann hafði betra og traustara samband vig Stalín en nokkur annar sendifulltrúi, og var á- vallt sannfærður um, ag Stalín myndi forðast stríð, hversu á- leitinn sem hann gerðist í hót unum sínum. Harriman var einnig ávallt þeirrar skoðun- ar, að Krustjoff myndi forð- ast stríð, en taldi nauðsynlegt að tala dálítjð digurbarkalega vig hann” EF HARRIMAN vær; setzt- ur í helgan stein. gæti hann sinnt barnabömum sínum eða notið sinna frábæm og fágætu málverka (en meðal þeirra eru verk fjölmargra snjllinga, allt frá Picasso til Churchills og Eisenhowers). Sennilega ætti Harriman að halda kyrm fyrir og skrá fjölbreyttar og hríf- andj minningar. En óhætt mun að fu]lyrða„ ag það láti hann ógert. Vilji svo til, að honum gef- ist tóm frá sendiförum fyrir forsetann til þess að halda upp á næsta afmæljsdag sinn heima í Washington, má ganga að því vísu, ag hann segi eitt hvag á þessa leið: „Mig furðar á því. að ég skuli vera orðnn 75 ára. Og ég er ekkl orðinn 75 ára, vil ekki vera það’’

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.