Tíminn - 13.01.1966, Síða 13

Tíminn - 13.01.1966, Síða 13
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966 TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Á myndinni hér að ofan sésf Sir Sfanley Ross (t. v.) formaðor aiþjóðaknattspyrnusambandsins PFIFA), taka á móti styttunni, sem keppt er um í heimsmeistarakeppninni. Barzilíumenn skiluðu hennl, þegarlöndin í loka- keppnirmi voru dregin saman í riðla í London fyrir skemmstu. ) Stefnt að því, að glím- an verði jafnvægisíþrótt Breytt og endurskoðuð glímulög sjá dagsins Ijós. Alf-Reykjavík, miðvikudag. f dag boðaði stjórn Glimusam- bands íslands blaðamenn á sinn fnnd og skýrði frá ýmsu, sem stjórnin hefur unnið að á sínu stutta skeiði og frá verkefnum, sem franiundan eru. Kjartan Berg- mann, form. GLÍ, hafði orð fyrir stjórninni, og gat í upphafi um glímulög, sem sambandið hefur gefið út. Eru þetta breytt og end- urskoðuð glímulög með ýmsum róttækum breytingum. Veigamesta brey-tingin er á 15. grein, en þar er getið um byltu- ákvæði. Eins og 15. greinin er nú, hljóðar hún þannig: „Það er bylta, snerti glímumað- ur glímuvöll fyrir ofan hné eða olnboga. Ennfremur að falla á báð ar hendur í senn aftur á bak. Sig- urvegari telst þó sá einn, sem gerir viðfangsmanni sínum byltu, án þess að falla ofan á hann, ýta honum niður, eða hrekja hann úr handvörn". Kjartan Bergmann skýrði nán- ar þessa 15. grein, og sagði, að það væri almenn skoðun glímu- manna, að glíman væri jafnvægis- íþrótt, sem miðaði að því, að sigur vegarinn héldi jafnvægi, en sá, sem missti það, lyti í lægra haldi. Ekki var nægilega skýrt kveðið á um þetta atriði í gömlu lögunum, dg þess vegna hefur níð í íslenzkri glímu viðgengizt. Kjartan sagðist vona, að þetta nýja ákvæði yrði stórt spor í þá átt að losna við níðið úr glímunni, og um leið stórt spor í þá átt að gera hana fegurri. 'Ýmsar aðrar breytingæ- r að finna í nýju glímulögunum, m. a. reglugerð um búnað glímumanna. Gerði Ólafur H. Óskarsson grein fyrir breytingunum, og mun birt- ast síðar hér á síðunni greinar- gerð hans í því sambandi. — Þá er ný grein u:n „sveitaglímu", sem er nýtt fyrirbrigði í ísl, glímu, nokkurs konar andstæða bænda- glímunnar, en í sveitaglímunni er gert ráð fyrir, að allir glími við aita. — Skýrari ákvæði um ald- ursflokkaskiptingu eru í nýju glímulögunum, og kveðið svo á, að glímumenn á opinberum kappmót um megi ekki vera yngri en 14 ára. Ýmsar fréttir' voru frá Glímu- sambandinu og verður hér á eftir getið um það helztá: Kennsludagur fyrir glímukennara Þann 21. nóvember s.l. var hald inn kennsludagur fyrir glímukenn ara í fþróttahúsi Jóns Þorsteins sonar, Lindargötu 7. Kennarar voru þeir Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, sem var yfirkenn ari og- skipuleggjari kennsludags ins, Guðmundur Ágústsson, og Þorsteinn Kristjánsson. Þátttaka var góð. Skipulag og kennslufyr- irkomulag við kennsludaginn var með miklum ágætum og var bæði ánægjulegt og lærdómsríkt að njóta kennslunnar, Dómaranámskeið í glímu. Glímusambandið hefur ákveðið að efna til dómaranámskeiðs í glímu nú í janúarmánuði. Nefnd er starfandi til undirbúnings þess en hún var skipuð af framkv. stjórn ÍSÍ 4. marz 1964. f henni j eiga sæti: Hörður Gunnarsson, j formaður. Rögnvaldur R. Gunn laugsson og Þorsteinn Kristjáns- son. Stjórn glímusambandsins hef ur ákveðið, að á glímudómara- námskeiðið séu ekki teknir yngri menn en 18 ára. La’ndSþjálfarj í glimu. Þorsteinn Kristjánsson hefur verið ráðinn landsþjálfari glímu sambandsins og mun hann leið- beina í glímu eftir því, sem efna hagur og ástæður leyfa. Fjórðungsglímumót. Ákveðið hefur verið að koma á sérstökum glímumótum fyrir landsfjórðungana og verða fyrstu Fjórðungsglímumótin háð á þess- um vetri. Gefnir hafa verið ágætir verð launagripir til þessarar keppni. Úrvalsflokkur glimumanna. Stjórn glímusambandsins hefur ákveðið að velja úrvalsflokk glímumanna, sem sýnt geti glímu við ýmis tækifæri. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd (landsliðsnefnd) til að veija glímumenn í þennan úr- valsflokk. Þeir, sem eiga sæti í landsliðsnefnd eru: Þorsteinn Einarsson formaður, Hafsteinn Þorvaldsson og Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. Þátttaka glímumanna í heimssýn- ingunni í Kanada 1967. Glímusambandið hefur ákveðið að at'huga möguleika á þátttöku glímumanna í heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til undirbúnings málsins, og er hún skipuð þessum mönnum: Sigurður Geirdal, for- maður Sigurður Ingason og Valdi mar Óskarsson. Ævifélagar Glímusambands (s- lands. Þessir menn hafa gerzt ævi- ÍSLAND í STERKASTA RIDLINUM íslenzka landsliðið utan í dag. Alf-Reykjavík. f dag heldur íslenzka landsliðið J í handknattleik utan til keppni við i Pólverja og Dani í undanrásum hcimsmeistarakeppninnar. fslenzka liðið, sem mestmegnis er skipað þaulreyndum leikmönnum, á erf- itt hlutverk fyrir höndum, því óhætt er að segja, að riðillinn, sem ísland er í, sé sterkasti riðill- inn í keppninni. í þessum riðli eru þrjú sterk lönd, Pólland, Danmörk og ísland, og tvö þeirra hljóta sæti í loka- keppninni. Enginn getur sagt um það fyrir hvaða tvö lönd hljótá hnossið. í engum riðli eru þrjú lönd svipuð að styrkleika — að því er álitið er — nema í riðli íslands. Hefði ísland lent í riðli annað hvort með Pólverjum eða Dönum, og sem þriðja landi, t. d. Finnlandi, Spáni, Frakklandi, Belgíu eða Hollandi, mætti_ telja nokkurn veginn öruggt, að ísland kæmist í lokakeppnina a. m. k. sem lið í 2. sæti í riðlinum. En hvað um það. Litla þýðingu hefði fyrir okkur að komast í loka keppni, ef við getum ekki lagt Dani og Pólverja að velli. Og þess vcgna heldur íslenzka lands- liðið utan í ðág méð þann !asétn- ing að sigra mótherja sína. í ís- lenzka liðinu er enginn nýliði að þessu sinni, en sá, sem fæsta leiki hefur leikið, er Ágúst Ögmunds- son, Val, sem hefur 2 landsleiki að baki. Flestir hinna leikmann- anna hafa fjölmarga landsleiki að baki, og þeir Ragnar Jónsson, FH, og Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, flesta, en hvor um sig hef- ur leikið 22 landsleiki. Fyrri leikurinn verður gegn Pólverjum í Gdansk á sunnudag- inn, sama dag og íslenzkir körfu- knattleiksmenn þreyta landsleik gegn Pólverjum hér heima, en síð ari leikurinn verður í Nyborg í Danmörku miðvikudaginn 19. janúar. í fararstjórn eru þeir Ás- björn Sigurjónsson, form. HSÍ, og Rúnar Bjarnason, varaform. sam- félagar glímusambandsins: Her- mann Jónasson, fyrrv. forsætis- ráðherra, Karl Kristjánsson, al- þingismaður, Guðmundur Kr. Guð mundsson, fyrrv forstjóri, Jens Guðbjömsson, fyrrv. formaður Glímufélagsins Ármann, og Krist ján L. Gestsson framkv. stjóri. Framhald a bls 12 Innanfélagsmót ÍR í frjálsum íþróttum var haldið s. 1, laugardag og var keppt í fjórum greinum. Jón Þ. Ólafsson sigraði i þeim öllum með nokkrum yfirburðum og náði ágætum árangri. En úrslit urðu annars eins og hér segir: Hástökk án atrennu. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,70 Björgvin Hólny ÍR 1,50 Bergþór Halldórsson, HSK 1.45 Erlendur Valdimarsson, ÍR 1,40 Langstökk án atrennu. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 3,30 Björgvin Hólm, ÍR 2,97 Bergþór Halldórsson, HSK 2,90 Stefán Guðmundsson, ÍR 2,89 Þórarinn Arnórsson, ÍR 2,88 Hástökk með atrennu. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,02 bandsins. Þá verða og í förinni þeir Sigurður Jónsson, form. lands liðsnefndar og Karl Benediktsson landsliðsþjálfari. Landsliðið hefur áður verið gef ið upp hér á síðunni, en það er að mestu eins skipað og í leikjunum gegn Rússum, nema hvað Hjalti Einarsson og Sigurður Einarsson koma inn í það. Héðan fara 12 leikmenn, en Ingólfur Óskarsson mun sameinast hópnum í Kaup- mannahöfn á útleið. Íþróttasíðan óskar landsliðinu góðrar ferðar og góðs gengis í báðum leikjunum. STAÐAN Nú hafá öll 1. deildar liðin í handknattleik leikið einm Ieik eða meira. Úrslit ieikjanna hafa orðið þessi: Fram—Valur 24:19 KR—Ármann 22:17 Haukar—FH 18:17 Valur Ármann 27:24 Staða,, er þá þessi: Fram KR Ilaukar Valur FH Ármann Jón Þ. sigraði í ölium - á innanfélagsmói ÍR í frjálsíþróttum. Jón Þ. Ólafsson greinum Bergþór Halldórsson, HSK 1,75 Guðmundur Ingólfsson, ÍR 1,55 Þórarinn Arnórsson, ÍR 1,50 Þrístökk án atrennu. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,72 Stefán Guðmundsson, ÍR 9,08 Björgvin Hólm, ÍR 9,01 Bergþór Halldórsson, HSK 8,71 Þórarinn Amórsson, ÍR 8,55 Nk. laugardag, 15. janúar fer fram Innanfélagsmót í ÍR-húsinu við Túngötu, keppt verður í há stökkl og þrístökki án atrennu. Keppnín hefst kl. 3 e. h.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.