Tíminn - 13.01.1966, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966
■SmCQHHI
Jóhannes Jónsson
bóndi, Þorleifsstöðum
Þeim fækkar aS vonum vinum
mínum í BlönduMið, þeim sem
frumvaxta voru er ég var að al-
ast þar upp. Einn er til grafar þor-
inn í dag, hinn 8. janúar, Jóhann
es bóndi Jónsson á Þorleifsstöð
um. Hann lézt á gamlársdag.
Jóhannes var fá;ddur að Hjalta
staðahvammi í Blönduhlið 2. júlí
1888. Voru foreldrar hans Jón
FJAI.LAMENN
25 ÁRA
Félag Fjallamanna sem er 25
ára gamalt um þessar mundir, hélt
afmælisfagnað í Þjóðleikhúskjall-
aranum þann 27. þ.m.
Formaður félagsins Ólafur Þor-
steinsson hélt aðalræðu hófsins og
minntist Guðmundar heitins frá
Miðdal sem var aðal frumkvöðull
þessa félagsskapar og stjórnandi
fyrstu tvo áratugina. Formaður gat
í ræðu sinni aðsteðjandi viðfangs-
efna sem eru m.a. endurbætur á
skálakosti félagsins, en nú á félag-
ið tvo fjallaskála, annan í Tinda-
fjöllum, sem mikið hefur verið
unnið við til endurbóta að undan-
förnu og hinft á Fimmvörðuhálsi,
sem einnig þarfnast mikillar lag-
færingar ef ekki verður þá gripið
til þess ráðs að byggja þar nýjan
skála, en þörf fyrir góðan skála á
Fimmvörðuhálsi má segja að sé
all býn því ferðum manna yfir
hálsinn, milli Goðalands og Skóga,
fjölgar stöðugt með ári hverju.
í afmælishófinu talaði einnig
meðal annara Pétur Sumarliðason
kennari sem rakti að nokkru sögu
félagsins og aðdragandann að
stofnun þess.
Jónasson, Blöndhlíðingur að ætt,
og kona hans Guðrún Þorkelsdótt-
ir ljósmóðir, frá Márstöðum í
Svarfaðardal, systir hins víð-
kunna Vestur-fslendings, Zófónías
ar Þorkelssonar. Þau bjuggu í
Hjaltastaðahvammi frá 1883 til
aldamóta, og þar fæddust böm
Þeirra átta, fimm synir og dætur
þrjár, óvenju mannvænleg öll.
Árið 1900 fluttu þau í Þorleifs-
staði og bjuggu þar til 1918, er
þau brugðu búi og dvöldu eftir
það, meðan dagur entist, hjá Jó-
hannesi syni sínum, sem þá tók
við búi og hafði keypt hálfa jörð
ina 1915,
Þau hjón, Jón og Guðrún, voru
fátæk löngum, eínkijm framan af
árum, enda ómegð mikil og ör-
læti og rausn um efni fram. Jón
var hagsýnn maður, el.iumaður ein
stakur, gæflyndur. góðviljaður.
Guðrún var ör í skapi, skörungur
í sjón og raun, sást ekki fyrir;
mér var hún ímynd þeirra forn
kvenna íslenzkra, er gæddar voru
mestum drengskap og hetjulund.
Og víst er um það, að hún varð
ógleymanleg þeim aragrúa sængur
kvenna, er nutu náðarhanda henn
ar, ástúðar og umhyggju; þær
elskuðu hana allar. Þau hjón voru
mér sem faðir og móðir er ég,
lítill snáði. hljóp suður í
Hvamm til að leika mér við
krakkana. Þá óraði míg ekki
fyrir því, að Guðrún myndi verða
ljósmóðir elzta sonar míns. Börn
unum kippti mjög í kyn til
beggja þeirra hjóna um mann-
dóm, hyggindi og höfðingslund.
Eru nú aðeíns þrjú þeirra systk
ina á lífi: Rögnvaldur, fyrrum
vegaverkstjóri, til heimilis á Sauð
árkróki. er var þeirra elztur, Þor
kell, bílstjóri á Siglufirði, og
Oddný húsfreyja fyrir vestan haf.
Árið 1917 kvæntist Jóhannes eft
irlifandi konu sinni, Málfríði Bene
diktsdóttur, ættaðri af Skaga-
strönd, myndar- og gæðakonu. Þau
bjuggu á Þorleifsstöðum til 1944,
er Þau seldu jörð og bú í hendur
syni sínum, er þar býr síðan.
Hurfu þau eigi þaðan, en dvöldu
stundum á vetrum hjá dóttur sinni
á Bárustöðum í Andakíl. Tvö eru
á lífi börn þeirra hjóna: Hólm-
steinn, bóndi á Þorleifsstöðum,
kvæntur Gunnfríði Björnsdóttur,
bónda á Stóru-Ökrum, og konu
hans Sigríðar Gunnarsdóttur, og
Hólmfríður, gift Ellert Finnboga
syni á Bárustöðum, fimleikakenn
ara á Hvanneyri. Son mísstu þau
ungan, Jón Benedikt, og hörmuðu
hann sárt.
Jóhannes á Þorleifsstöðum var
traustur maður, hygginn og for
sjáll, góður bóndi, snyrtimaður í
öllum búnaði. Hann var hestamað
ur sem Þeir bræður fleiri, frá
bærlega laginn að laða fram það
bezt, er bjó með hverjum fola,
enda glöggur á eðli hesta. Þor
leifsstaðir voru um hríð mikil
landbrotsjörð af völdum Héraðs
vatna. Það tjón, sem leiddi af
landmissi, unnu þeir feðgar upp
með landbótum.
Jóhannes var hógvær maður og
hlédrægur. Þó var hann manna
glaðastur í vinahóp og lék á alls
oddi Hann var trygglyndur, vírt
ur og vinsæll af samferðamönnum
og sveitunga, enda drengur hinn
bezti. Síðustu árin var hann far
inn að heilsu, föriaðist þá og sýn,
svo að nálgaðist blindu.
Oft er bjart yfir Blönduhlíð og
sólfar meira en annars staðar víða.
Þó fær Hlíðin ekki umflúið
skammdegisrökkrið frekar en aðr
ar sveitir hér á hjara norður. Jó
hannes á Þorleifsstöðum hverfur
nú úr húmdökkva skammdegisvetr
ar inn f langdegi sumars og sólar
landa Hann var ekki rótarslitinn
kvistur. Hann ól allan sinn aldur
í Blönduhlíð, unni sveitinni sinni,
var henní trúr sonur og tryggur
þegn. Sveitungar og vinir árna hon
um allra heilla og biðja honum
blessunar Guðs við vistaskiptin
miklu.
Gísli Magnússon.
BÓKMENNTAVERÐLAUN
Framhald af bls 1.
sá vandj á höndum að velja
á milli verka í bundnu máli
oe ' undnu máli, og væri slík
ur samanburður alltaf nokkuð
erfiður. Frá því bókmennta-
verðlaununum var fyrst út-
hlutað hafj ljóðskáld aldrei
fengifj verðlaunin, en nú hefði
nefndin ákveðið að veita þau
fyrir Ijóðabók.
Gunnar Ekelöf fæddist árið
1907 og skrifar súrrealistísk
ljóð en þá stefnu innleiddi
hann í Svíþjóð. Hann kom
fyrst fram á sjónarsviðið á
fjórða tugi aldarinnar, og varg
mönnum fljótt ljóst, að hér
væri skáld á ferðinni, sem mik
ils mætti vænta af. Ekelöf
hafði lengi verið í Frakklandi
og orðið fyrir áhrifum þar.
Hann skrifaði mjög nýtízku-
leg ljóð, en þrátt fyrir það
skildu margir beir, sem voru
..gamaldags“ hvag ljóðasmekk
varðar að hér var mikið skáld
í uppsiglingu. sagði Dr. Svan-
berg.
Svanberg sagði, að i fyrstu
hefði Ekelöf orðið fyrir áhrif-
um víða að, fyrst frá franskri
lýrik, síðan enskri lýrik. og
þá einkum T. S. Eliot. En smám
saman formaði hann sinn eig-
in, persónulega stíl, ljóð hans
væru skrifuð af grípandi og
oft næsta hrollvekjandi bein-
skeyttni. en sumum þættu þau
erfið viðureignar.
Verðlaunabókin fiallar. eins
og fram kom í greinargerð
nefndarinnar, um hið guðlega,
og um þjáningar og kærleika í
mannlífinu.
Kai Laitinen sagði að lokum,
að allir erlendu nefndarmenn-
irnir, nema prófessor Johann-
es Dale frá Noregi, væru hér í
fyrsta sinn, kvað hann það hafa
verið mjög gaman að koma
hingað, og þakkaði gestrisni þá,
sem þéir hefðu notið.
Laitinen verður formaður út-
hlutunarnefndarinnar næsta ár
líka, en skipt er um formann
á tveggja ára fresti. Mun Stein-
grímur Þorsteinsson, prófessor,
síðan taka við formennskunni.
Ekelöf er mjög lítið þekktur
hér á landi, mun ekki hafa ver
ið þýddur á íslenzku, og bækur
hans eru sjaldséðar í bókabúð-
um hér.
Ljóð hans hafa oft birzt í
blaði Bonniers-forlagsins
sænska, BLM, og birtum við
hér lokakafla úr kvæðinu
„Absentia Animi“, sem er langt
kvæði og birtist í BLM árið
1945:
non sens
non sentiens non
dissentiens
indesinenter
terque quaterque
pluries
vox
vel abracadabra
Abraxas abrasax
Sats motsats slutsats som
blir sats igen
Meningslöst
Óverkligt. Meningslöst.
Och spindlarna spinner
i tysta natten sitt nat
och syrsorn„ filar
Om hösten“.
SINFÓNÍAN
Framhald af bls. 2
við háskólann, og hefur unn
ið mikilvægt starf við að
kynna börnum og ungling
um tónlist. Fredell Lack
kom hlngað frá heimalandi
sínu í gær, og er Reykjavík
fyrsti viðkomustaður henn
ar á 7 vikna tónleikaferð um
Evrópu. Mun Lack heim-
sækja fimm lönd og halda
alls tólf tónleika.
Eins og fyrr segir verður
stjórnandi tónleíkanna dr.
Róbert Abraham Ottósson.
Næstu tónleikar, sem hann
stjórnar verða 10. febrúar
og þá verður flutt 9. sin
fónía Beethovens.
SKÁKMÓT
Framhald af bls. 2
allt fram til ársins 1960 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Ari kvaðst hafa verið upp á
sitt bezta sem skákmaður 1928,
en þá náðí hann fyrsta sæti með
öðrum á Skákþingi íslendinga. Eft
ir það hætti hann Þátttöku i opin
berum mótum.
KÖLLUÐU LÖGFRÆÐING
Framhald af 16 síðu.
leg ritgerð um Dante, og sú
bók telst til fagurbókmennta.
Bjamhof sagðist aldrej hafa
komið hingag til lands áður,
og kvaðst vera mjög ánægður
yfir þvi að hafa komizt til
fslands sem væri svo langt í
burtu, að þangað kæmust
menr varla, nema þeim væri
boðið. Hann kvaðst hafa sér-
stakan áhuga á að hitta Hall-
dór Laxness.
- Eg kom einu sinni til
tsraei sagði Bjamhof, hins
heilaga Iands. Og þegar ég
kom til íslands. þá fann ég til
svipaðra tilfinninga og þegar
ég var þar i landi, — á hinni
heilögu mold.
SHASTRI
Framhald af bls. 1.
ina. Um 100 manns munu hafa
meiðzt í troðningnum.
Aska Shastris mun liggja í fjóra
daga á brennslustaðnum, og síð-
an munu ættingjar hans safna
henni saman í ílát og síðar dreifa
henni yfir hinu heilaga fljóti
Ganges. Ekki er enn ákveðið,
hvenær þetta verður gert, en tal-
ið er líklegt, að það verði fram-
kvæmt 21. janúar, sem er helzti
hátíðisdagur Hindúa, og sem er
í ár í fyrsta sinn haldinn hátíðleg-
pr síðustu 12 árin.
Talið er, að öskunni verði kast-
að í fljótið, þar sem Ganges og
Jumna renna saman — og hin
ósýnilega goðfræðilega á Saras-
wati, á hinum heilaga stað Sang-
am.
ÖRUGGUR AKSTUR"
Framhald af 16. síðu.
Varastjórn skipa:
Bjarni Sigurðsson bóndi Bers
erkseyrí, Eyihrsveit, Njáll Gunn
arsson bóndi, Suður-Bár, Eyrar-
sveit og Illugi Hallsson bóndi Grís
hóli, Helgafellssveit.
Fimmtudaginn 16. des. var fund
ur haldinn í Aðalveri, Keflavik.
Fundarstjóri var Hilmar Péturs
son forstjóri, en fundarritari
Magnús Haraldsson tryggingafull
trúi. Stofnaður var klúbburinn
„ÖRUGGUR AKSTUR“ í Kefla
vík, fyrir kaupstaðinn og næsta
nágrenni. i stjóm klúbbsins voru
kosnir:
Hilmar Pétursson forstjóri, Tor
maður, Hjálmtýr Jónsson síma-
verkstjóri, ritari og Stefán Egils
son, kaupmaður, meðstíórnandi.
Varastjórn skipa; Ámi Guð-
mundsson, vigtarmaður, Guð-
mundur Gunnlaugsson, fuiltrúi og
Kristján Oddsson, vélsmiður.
Föstudaginn 17. des. var íundur
haldinn á skrifstofu Samvinnu-
trygginga í Kópavogi — gamla
pósthúsinu. — Fundarstjóri var
Salómon Einarsson umboðsmaður
Samvinnutrygginga á staðnum, en
fundarritari Sören Jónsson, d'eild
arstjórí hjá SÍS. Stofnaður var
klúbburinn „ÖRUGGUR AKSTUR"
í Kópavogi, fyrir kaupstaðinn og
næsta nágrenni. f stjóm klúbbsins
voru kosnir:
Ingjaldur ísaksson, bifreiða-
stjóri, formaður, Gísli Kristjáns
son, sikrifstofustjóri og frú Hall
dóra Guðmundsdóttir hjúkrunar-
kona.
Varastjórn skipa: Ingvi Lofts
son, múrarameistari, Sören Jóns
son deildarstjóri og Sölvi Valdi
marsson vélstjóri.
Á öllum þessum fundum var
dagskráin hin sama: Ný víður-
kenning og verðlaun fyrir 5 og
10 ára öraggan akstur voru af-
hent þeim, er mætt gátu. Um-
ræður um umferðar- og öryggis
mál voru meginverkefnið, og upp
úr þeim stofnun klúbbanna. Þá
voru kaffiveitingar og sýnd sænsk
umferðarkvikmynd.
Á öllum fundunum mættu full
trúar frá Aðalskrifstofu Sam-
vinnutrygginga; þeir Baldvin Þ.
Kristjánsson félagsmálafulltrúi og
ásamt honum Brúnó Hjaltested
deildarstjóri Tjónadeildar á öllum
fundunum, nema í Keflavík. þar
serh Jón Rafn Guðmundsson deild
arstjóri Áhættudeíldar mætti á-
samt félagsmálafulltrúanum.
Yfirleitt vora fundir þessir all
vel sóttir — einkum úr sveitun
um, þar sem menn komu langt að
í misjafnri færð — og umræður
um hina ýmsu þætti umferðarör-
yggismálanna urðu alls staðar mikl
ar og bára vott almennum áhuga
fyrir auknu umferðaröryggi. Hugsa
menn gott til tilkomu þessara sam
taka, sem vakandi auga viðkom
andi byggðarlaga í þessu aðkall
andi velferðarmáli.
Jarðarför
Steinunnar Sveinsdóttur
frá Nýjabæ,
fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 15. þ. m. Athöfnin
hefst kl. 13,30.
Vandamenn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
Gísla Sigurðssonar
sérleyfishafi
Sigtúni, Skagafirðl
er lézt 2. janúar s. I. verður jarðsunginn frá Sauðárkróksklrkju
laugardaginn 15. janúar kl. 13.30.
f.h. vandamanna
Helga Magnúsdóttir og börn
Bróðir okkar
Haraldur Stefánsson
frá Rauðafelli,
andaðist á Kleppsspítalanum 2. janúar s.l.
Jarðarförin heflr farlð fram.
Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakklr færum við læknum
og hjúkrunarliði spítalans fyrir margra ára þjónustu og umönnun
f velklndum hns.
Systkini hins látna.
Maðurinn minn
Ari Jónsson
Skuld, Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 15. ian, kl.
2 e. h. Fyrlr hönd vandamanna.
Guðlaug Nekudemusdóttir og börn.