Vísir - 02.03.1974, Síða 1

Vísir - 02.03.1974, Síða 1
G4. árg. — Laugardagur 2. marz 1974. — 52. tbl. FLUGSTÖÐIN FÆR NÝJA VÉL: Sú fyrsta með neyðar- tœkin, sem koma skulu í allar vélar hérlendis — Sjá baksíðu Skiluðu mestu í þjjóðarbúið gefst ekki upp AP/NTB 1/3 — Edward Heath fór til fundar við Elísabetu II Breta- drottningu í gærkvöldi og sagði henni, að hann myndi reyna allar leiðir til aðgegna forsætisráð- herraembættinu áfram, þótt hann hefði tapað kosningunum fyrir Harold Wilson. En hvorugur flokkanna hlauthreinan meirihluta i kosningunum, þ.e. 318 þingsæti. Þegar ótalið var i þremur kjördæmum, voru úrslit kosninganna þessi: Verkamannafl. 301 þingsæti lhaldsfl. 29G þingsæti Frjálslyndir 13 þingsæti Aðrir 22 þingsæti Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir, þegar þetta er skrifað, virðist ljóst, að Ihaldsflokkurinn hefur hlotið um 200.000 atkvæðum meiri stuðning en Verkamanna- flokkurinn, þótt þingmanna- fjöldi hans sé minni. Heath fór til drottningar, eftir að leiðtogar Verka- mannaflokksins höfðu lýst þvi yfir, að þeir væru reiðubúnir að mynda stjórn, og það væri eðlilegt að fela þeim það á grundvelli kosningaúr- slitanna. Fulltrúi drottningar sagði að loknum 50 minútna fundi hennar með Heath að forsætisráðherrann hefði ekki lagt fram lausnarbeiðni sína i kvöld. Samkvæmt brezkri stjórnarvenju situr forsætis- ráðherra i embætti, þar til hann leggur formlega fram lausnarbeiðni sina. -BB LIU hefur sent frá sér skýrslu um aflamagn, úthald og aflaverðmœti 39 nýrra skuttogara LÍÚ liefur sent frá sér skýrslu um aflabrögð, aflaverðmæti og úthald skuttogara af stærri og minni gerð á árinu 1973. Af skýrslu þessari sést, að afla- verðmæti getur verið misjafnt og fer ekki ævinlega eftir magni. Og er greinilegt, að afli úr kassa er rneira virði en afli úr kös. Ogri RE 72, sem er togari af stærri gerð, aflaði á 307 úthalds- dögum 3.089.980 kg, og verðmæti þess afla var 55.524.338 kr. Vigri RE 71 af stærri gerð aflaði á 287 úthaldsdögum 2.785.735 kg og verðmætið var 44.391.056 kr. Karlsefni RE 24 aflaði á 332 út- haldsdögum 2.471.620 kg og fékk fyrir þau 42.972.161 kr. Hjá Vikingi AK 100 var úthaldið 313 dagar, allamagnið 2.485.327, en aflaverðmætið 42.524.789 kr. Ofanskráðir togarar teljast a 11- ir til stærri gerðar togskipa, en eftirtaldir togarar eru a.f minni gerð og fylgir meö úthald þeirra, aflamagn og verðmæti: Július Geirmundsson 1S 270 afl- aði á 356 dögum 2.901.439 kg og fékk fyrir þann afla 55.942.615 kr. Hólmatindur SU 300 var að veiðum 343daga ársins 1973, hann aflaði 3.362.127 og fékk fyrir þessi kg 54.477.605. Barði NK 120 kemur i þriðja sæti með 347 úthaldsdaga, 2.881.986 kg. og verðmætið er 50.578.018 kr. Guðbjartur ÍS 16 er númer fjög- ur með 280 úthaldsdaga, 2.400.010 kg. og verðmætið er 46.648.715 kr. t fimmta sæti kemur svo Páil Pálsson ÍS 102 með 289 úthalds- daga, 2.435.738 kg fyrir 45.713.204 krónur. Togararnir, sem taldir eru upp á skýrslu Liú, eru 39 talsins, þar af 19 i stærri fiokki. —GG 1 I - I 1* * ’ - A stuttum tima hefur hluti af Kópavogshálsi veriö fjarlægður. Þegar vegurinn er svo allur kominn i gagnið, ættu ekki atvik cins og i gærmorgun, þegar smáárekstur og hálka töfðu umferö þarna um. STÆKKA GJANA Þeir, sem aka i gegnum „Kópavogsgjána” daglega, hafa eflaust tekið eftir fram- kvæmdum þar. Þar cru vcrktakar Vegagcrð- arinnar að verki og liafa á ótrú- lega skömmum tima fjarlægt hundruð, ef ekki þúsundir tonna af grjóti. Sú aðgerð er til þess að liægt sé að koma fyrir þeiin tvcimur akneinum, sem i fram- tiðinni eiga að vera á llafnar- fjarðarvcginum. Aður var þarna þéttur klettur, en með sprengingum og stór- virkum tækjum hefur hluti af „fjalli" verið fluttur burt. að þurfa að koma fyrir Ljósm. Visis: BG Grjótinu er ekið suður að Kópa- vogi. en svo heitir vogurinn milli kaupstaðarins og Arnar- ness. Þar verður það notað i uppfyllingu fyrir llafnarfjarð- arveginn. Ekki mun vera ráðgert að fullljúka vegarlagningunni strax. _0„ OSAMIÐ VIÐ BLAÐA- MENN OG PRENTARA Afhendingu listans frestað Samgöngucrfiðleikar og vcrk- fallið hafa tafið söfnun undir- skriftalista hjá Vörðu landi, svo að þvi verður frestað nokkuð að afhenda listana forsætisráðherra og forscta Sameinaös Alþingis. Vitað er um marga áritaða lista úti á landi, sem ekki hafa borizt til Reykjavikur enn. Meðan á verkfallinu stóö, stöðvaöist einnig tölvuvinnsla sú, sem nauösynleg er, til þess að unnt sé að kanna tviritanir og aðrar misfellur i undirskriftunum. Forvigismenn söfnunarinnar munu ætla aö flýta störfum sinum sem mest, svo að listarnir verði sem fyrst tilbúnir til afhendingar. Upphaflega var ráðgert, að listarnir yrðu afhentir fyrir 1. marz. —BB— Prentarar og blaðamenn hafa enn ekki gengið frá kjara- samningum. Prentaradeilan er i höndum sáttasemjara. Prentarar skáru sig út úr heildarsamtökum ASl og vildu sigla einir. Þórólfur Danielsson, formaður prentarafélagsins. sagði af sér. er hann varð i minnihluta á félagsfundi. Hann vildi ekki. að prentarar skæru sig úr. Nýr formaður hefur ekki enn verið kosinn. Samningaviðræður blaða- manna og útgefenda hafa staöiö siðan talsvert fyrir áramót. -HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.