Vísir - 02.03.1974, Síða 7
Visir. Laugardagur 2. marz 1974.
7
cTYlenningarmál
Hand-
bœkur
fyrir
börn
MANNSLÍKAMINN
Höf. David Scott Daniell
Myndir. Robert Ayton
Þýð. Guðrún Karlsdóttir og
Friða Haraldsdóttir
Sigurður Björnsson læknir las yf-
ir með tilliti til fræðilegra stað-
reynda.
GEIMFERÐIR
Höf. Roy Worvill M.Sc.
Myndir; B. Knigt og B.H. Robison
Þýð. Sigrún K. Hannesdóttir
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur las yfir með til-
liti til fræðilegra staðreynda.
MERKAR UPPFINNINGAR
Höf. Richard Bowood
Myndir; Robert Ayton
Þýtt og staðfært af Hcrdisi
Sveinsdóttur
Örnólfur Thorlacius las yfir með
tilliti til fræðilegra staðreynda.
Bjallan s.f. hefur gefið út allar
bækurnar.
Skortur á handbókum
við hæfi barna og ung-
linga hefur háð islenzku
skólakerfi. En hand-
bækur eru nauðsynleg
forsenda sjálfstæðra
vinnubragða hópa eða
einstaklinga. Ég hef áð-
ur vikið að þessari þörf á
handbókum fyrir börn i
spjalli minu um
Myndabók dýranna frá
Fjölvaútgáfunni.
Kennsla i islenskum skólum
hefur hingað til svo til eingöngu
byggst á bekkjarkennslu, þar
sem tekið er mið af einhverskon-
ar imynduðu meðaltali, sem i
reynd passar engum. Þetta fyrir-
komulag hefur i för með sér að fá-
ir njóta sin. Sérstaklega háir
þetta þeim, sem fjærst liggja
miðju þessa imyndaða meðaltals,
þ.e. slökustu og skörpustu
einstaklingunum.
Bækur og kennsla
Auk handbókaskortsins hefur
uppbyggingu skólabókasafna
verið skammarlega litill gaumur
gefinn. Hvort þetta stirðnaða
kennslufyrirkomulag er orsök
eða afleiðing handbókaskortsins
er ekki gott að segja. Alla vega
kallarslikt skipulag ekki á útgáfu
slikra rita.
Þótt ég kvarti hér yfir dæma-
lausum skorti á handbókum fyrir
börn og unglinga má enginn skilja
orð min svo að venjulegar hand-
bækur, sem ætlaðar eru fullorðnu
fólki séu ekki einnig brúklegar
fyrir þetta aldursskeið. En þvi
miður, þar er ekki heldur um
auðugan garð að gresja og verður
þvi þessi skortur enn tilfinnan-
legri.
Áður fyrr var litið á skólann
sem nokkurs konar itroðslustofn-
un. Menn litu svo á að megintil-
gangur hans væri aö láta
nemendurna tileinka sér vissar
staðreyndir, sem skólamála-
frömuðirnir töldu öðrum stað-
reyndum nauðsynlegri. Þá var
aðalvandinn sá að skera úr um
hvaða fróðleiksmoli væri mikil-
vægari en annar. Að endingu gáf-
ust menn að sjálfsögðu upp á svo
fánýtri umræðu, enda timi al-
fræðinganna löngu liðinn. Þá kom
fram sú skilgreining á mark-
miði skólans, sem rikjandi er i
dag, þ.e. að markmið skólans sé
fyrst og fremst það að hjálpa
nemendunum til að tileinka sér
vissa tækni og þroska með þeim
sjálfstæð vinnubrögð. Slikan
þroska fá nemendurnir m.a. með
þvi að læra að notfæra sér hand-
bækur.
Myndir og frásögn
Nýlega bárust mér i hendur
þrjár litlar bækur, sem siður en
svo láta mikið yfir sér. Við nánari
athugun kom i ljós að hér voru á
ferðinni fræðandi bækur fyrir
unga lesendur, einkar vandaðar
að allri gerð. Þær voru sýnilega
til þess gerðar að vekja áhuga
lesenda og vera i senn til
skemmtunar og fróðleiks.
Mérþykir trúlegt að þær henti vel
ieldri bekkjum barnaskólanna og
i unglingaskólum. Eflaust geta
fullorðnir einnig orðið margs vis-
ari af þessum bókum, þvi mörg
er i þeim matarholan.
Hverri textasiðu fylgir mynd.
Þessar myndir eru ýmist til að
lýsa eða skýra efni textans, og
stundum til áherslu eða til að
vekja áhuga lesandans. Myndirn-
ar, sem eru til að lýsa eða útskýra
efnið, eru einkar ljósar og þjóna
þvi vel sinu hlutverki. En þvi er
ekki að leyna að mér falla ekki
allar myndirnar. Þær eru margar
of dramatiskar og litanotkunin er
væmin fyrir minn smekk. Oft
hefðu góðaj ljósmyndir verið bet-
ur falinar til að sýna og segja það
sem segja þarf.
Bækurnar eru kaflaskiptar og
fjallar hver kafli um ákveðið at-
riði. Þó fylgir ekkert efnisyfirlit
tveim bókunum og finnst mér það
galli, þar sem þær henta eflaust
betur til að slá upp á einstökum
atriðum, heldur en að þær séu
lesnar frá fyrstu til siðustu blað-
siðu.
Þessar bækur eru enskar að
uppruna en leitast hefur verið við
að staðfæra þær með þvi að skjóta
inn eftir þvi, sem við á, upplýs-
ingum, sem varða Island sérstak-
lega. Ég ætla ekki að rekja efni
bókanna og læt mér nægja að visa
til bókatitlanna i upphafi þessar-
ar greinar. Um faglegt gildi
eftir
Bergþóru Gísladóttur
þeirra treysti ég mér ekki til að
dæma, en vel virðist vera vandað
til ráðgefenda.
UTVARP
Hinn vestfirzki fasismi
útvarp:
Hann var sérkennileg-
ur, þátturinn þeirra
Sigurðar A. Magnússonar
og Gylfa Gíslasonar um
það árvissa fíflarí, út-
hlutun listamannalauna.
Ég varð satt að segja
hálfóánægður með vinnu-
brögð þeirra félaga, því
vel hefði mátt gera betri
grínþátt en varð úr svo
upplögðu efni.
Gylfi byrjaði á þvi að útvarpa
sérkennilegum blaðamanna-
fundi, þar sem þeir tóku til
máls, fulltrúar svokallaðs
minnihluta i úthlutunarnefnd-
inni. Minnihlutinn samanstend-
ur af þeim Sverri Hólmarssyni,
Andrési Kristjánssyni og Helga
Sæmundssyni.
Þegar þeir Helgi, Sverrir og
Andrés höfðu rætt um sinar
„sérskoðanir” á fundinum,
hafði Sigurður viðtöl við þá alla
þrjá i útvarpið. Ekkert nýtt kom
frá þeim þremenningum i þeim
viðtölum, nákvæmlega sama
rollan lesin og á fundinum, sem
búið var að útvarpa — aðeins
var undirstrikað hve hneykslað-
ir þeir allir eru á úthlutunar-
reglunum, og raunar kom fram
hjá Sverri, að hann er hreint
ekki viss um, hvers vegna þess-
um peningum er dritað út meðal
fáeinna útvalinna listamanna.
Pólitískar
ofsóknir?
Sigurður spurði þá alla þrjá,
hvort þeir teldu, að um væri að
ræða pólitiskar ofsóknir.
Nei — enginn vildi beinlinis
taka undir það með Sigurði, en
bentu á, að hinn vestfirzki
meirihluti réði mjög úthlutun-
inni, og að hinn vestfirzki meiri-
hluti, sem stjórnar úthlutuninni,
væri vitandi eða óvitandi ihalds-
samur i viðhorfum gagnvart
list.
Hér er drepið á merkt atriði.
Mér þykir sennilegt að fræði-
menn framtiðarinnar muni
skrifa langar bækur um hinn
vestfirzka listafasisma, sem
rikt hafi um miðbik tuttugustu
aldarinnar.
En þeir Sigurður og Gylfi
slepptu þvi alveg að ræða við
fulltrúa hins vestfirzka fasisma,
og það var sannarlega misráðið.
Mönnum finnst ævinlega gaman
að heyra til manna verja gerðir
sinar.
Fáránlegar
úthlutunarreglur
Þeim, sem rætt hafa um út-
hlutun listamannafjárins i ár,
hefur orðið tiðrætt um eitthvað,
sem kallað er starfsaðferðir
nefndarinnar.
Það ætti að vera hægt að
kippa þvi i lag — eða er ekki
ætlunin með listamannafénu að
styrkja og styðja ungt listafólk,
sem rembist við að lifa á
smánarlaunum, sem það fær
fyrir vinnu sina?
Ég sé ekki nema eitt ráð til að
setja undir þessa brotalöm á
kerfinu, eða „starfsreglunum”:
Borga ungu listafólki meira af
peningum.
Og ef einhver heldur, að vand-
ræði séu að finna þá peninga, þá
er það mikill misskilningur. Það
mætti t.d. virkja listamenn,
eldri og yngri, til að flytja list
sina — vinna á virkan hátt að
listsköpun og flutningi, og fá
þannig aura i vasann fyrir strit
sitt.
Eða hvers vegna er verið að
skammta fáeinum viðurkennd-
um öldungum sem svarar
þriðjungi af árslaunum skrif-
stofumanns, en halda ungum og
starfandi mönnum úti i kuldan-
um og féleysinu?
Ég skil ekki að þurfi að eyða
mörgum rifrildisþáttum i út-
varpi i þetta mál, heldur kippa
þessu bara i lag á mennilegan
hátt.
Og þá væri um leið hægt að
koma i veg fyrir „vestfirzkan
fasisma” eða fasisma af öllu
tagi, með þvi að taka út-
hlutunarvaldið af þessari póli-
tisku nefnd. Hvers vegna
hneykslast Sigurður A. Magnús-
son á þvi, að úthlutunin er póli-
tisk? Eru það ekki pólitikusar
sem ráða — menn sitja i nefnd-
inni vegna þess að þeir eru i
stjórnmálaflokki — hafa af-
stöðu, pólitiska afstöðu til allra
mögulegra og ómögulegra
hluta, m.a. lista.
Fréttastofan
laus úr böndum
Nú eru fréttamenn lausir und-
an hinum ströngu timatak-
mörkum, sem þeim voru settar i
haust, þegar fréttatiminn að
kvöldi var færður hálftima
framar i dagskrá. Fréttir eru
enda með allt öðrum brag núna,
lengri, ýtarlegri og meira
áhugavekjandi.
Sjónvarp:
Og i framhaldi af þvi langar
mig að minnast aðeins á frétta-
tima sjónvarps.
Það er raunar svolitið
ankannalegt, að þær tuttugu og
fimm minútur, sem fréttastofa
sjónvarps hefur til umráða á
hverju kvöldi, skuli ekki öðru-
visi nýttar.
Flestir sjónvarpsnotendur
munu lesa fréttir i blaði eða
blöðum yfir daginn, auk þess
sem hlustað er á fréttatima út-
varps.
Siðan rennur upp kvöldfrétta-
timinn — þ.e. þá sex daga vik-
unnar sem sjónvarpað er — og
þá lesinn sami söngurinn.
Væri ekki vitlegra að standa
öðruvisi að vinnubrögðum á
fréttastofunni? Fréttaskýringar
koma bezt út i sjónvarpi af öll-
um fjölmiðlum, og þvi fyndist
mér upplagt að breyta frétta-
skrifum sjónvarpsmanna i þá
veru. Taka fyrir færri frétta-
efni, en gera þeim betri skil.
Snúið upp á nef...
Sjaldan eða aldrei held ég að
haff eftirminnilegar verið snúið
upp á nef nokkurs manns i um-
ræðuþætti og þegar herstöðva-
andstæðingar sneru upp á
Tómas Karlsson.
Það var reyndar eðlilegt, að
herstöðvaandstæðingar færu
EFTIR GUNNAR GUNNARSSON
með sigur af hólmi i þessari
skemmtilegu viðureign, þvi að
þeir Helgi Sæmundsson, Svavar
Gestsson, Jóhann Tómasson og
Pétur Einarsson komu mjög vel
undirbúnir til leiks. Hið sama
verður varla sagt um mótherj-
ana, einkum varð Tómas illa
úti, enda lá hann vel við höggi.
Benedikt Gröndal er allra
pólitikusa sleipastur og kemur
jafnan manna bezt út úr sliku
ati, sem sjónvarpið bauð upp á á
miðvikudagskvöldið — en nú
brást honum bogalistin. Hann
gleymdi sér andartak, missti
atvinnumannsyfirbragðið og lét
framsóknarmann úr Kópavogi
bregða fyrir sig fæti með þvi
einu að vitna i skrif Benedikts.
Og Magnús Bjarnfreðsson
hafði góð tök á umræðuþættin-
um og vel til fundið að hafa
timaverði —en hvaðhefði gerzt,
ef annar aðilinn hefði lent i
timaþröng?