Vísir - 02.03.1974, Side 9

Vísir - 02.03.1974, Side 9
ísl. Ilðið átti við þrjá mót- herja að etja á HM í gœr! — Vestur-Þýzkaland sigraði með 22—16, eftir að íslenzka liðið skoraði tvö fyrstu mörk leiksins Frá Magnúsi Gíslasyni/ Erfurt, i gærkvöldi. Islenzka landsliðiö í handknattleiknum hefur margt þurft að reyna hér í Austur-Þýzkalandi, og leikurinn í heimsmeistara- keppninni við Vestur-Þjóð- verja í dag bar þess glögg merki — liðið átti þar við þrjá óvini að etja, vestur- þýzku mótherjana, flens- una, sem herjað hefur á liðið, og slaka, júgó- slavneska dómara. Margir héldu þvi fram í dag, að Vestur-Þjóðverjar hefðu átt slæman dag á fimmtu- dag gegn Dönum — en í leiknum við ísland kom í Ijós, að þýzka liðið er ekki sterkt. Úrslit hefðu áreið- anlega orðið tvísýn, ef ís- lenzku leikmennirnir hefðu gengið heilir til leiks — en þvi var ekki að heilsa frek- ar en í Tékkaleiknum. Og úrslitin urðu vestur-þýzkur sigur, 22-16. Jafnvel brúnin á hinum svart- sýnustu i islenzka hópnum hér á HM lyftist talsvert i leikbyrjun, þegar islenzka liðið byrjaði mjög vel og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hörður Kristinsson skor- aði af linu, og siðan bætti Axel Axelsson við öðru marki með eit- ilföstu langskoti. Mikil tauga- spenna kom i ljós i þýzka liðinu — en eftir að Þjóðverjum tókst að koma lagi að mestu á taugafnar, jafnaðist leikurinn. Bucher, fé- lagi Geirs Hallsteinssonar hjá Göppingen, skoraði fyrsta mark Vestur-Þýzkalands — og siðan varð leikurinn mikið einvigi i fyrri hálfleiknum milli Axels og Hansa Schmidt. Islenzka liðið lék flata vörn og sá illa við Hansa og brögðum hans. Hann skoraði fjögur mörk i röð — en Axel eitt, og leikurinn seig á ógæfuhlið fyrir islenzka lið- ið. Þýzku leikmennirnir léku mjög fast i vörninni — og varð það til þess að einum leikmanni þeirra, Welch, var visað af leik- velli. Með skynsömum og yfir- veguðum leik tókst islenzka liðinu að vinna upp þann mun, sem þýzka liðið hafði náð, og eftir 20 min. var staðan 7-7. Axel var- drýgstur við að skora. En þá brá svo undarlega við, að júgóslavnesku dómararnir fóru að dæma mjög hart á tslendinga — en slepptu flestu hjá þýzkum, dæmdu mjög vægt á þá. Herði og Gunnsteini Skúlasypi, fyrirliða, var visað af leikvelli fyrir smá- vægileg brot —■ og með manni færra mikinn hluta lokakaflans tókst islenzka liðinu ekki að standa i þvi þýzka, sem skoraði þrjú siðustu mörkin i hálfleikn- um. Staðan i hálfleik var þvi 10-7 fyrir Vestur-Þýzkaland. Ólafur Benediktsson var i marki allan hálfleikinn og var i góðu formi — varði meðal annars viti frá Hansa Schmidt. 1 siðari hálfleiknum kom i ljós, sem margir höfðu óttazt, að is- lenzka liðið hafði ekki úthald i hinum hraða leik — þar sagði flensan til sin. Þjóðverjar breyttu leikaðferð sinni — tóku Hansa út af og léku hraðar en áður. Leikur inn var mun hraðari hjá þeim, og við það réð islenzka liðið illa, en framan af höfðu þýzku leikmenn- irnir farið sér hægt og treyst á skotkraft Hansa Schmidt. Einnig mistókst ýmislegt hjá islenzka liðinu — til dæmis átti Viðar Simonarson tvö misheppnuð skot, en að öðru leyti átti hann góðan leik. Þegar Þjóðverjarnir eygðu sig- urinn, gáfu þeir ekkert eftir og léku grófar. Tveimur þeirra var þá visað af leikvelli, en islenzka liðinu tókst ekki að nýta sér það — mest vegna misheppnaðra vita- skota — fyrst varði Klaus Kater frá Axel — siðan frá Geir. Það var Gunnar Einarsson, FH, sem fisk- aði bæði þessi vitaköst, en hann kom inn á stuttan leikkafla i sið- ari hálfleik. Skoraði gott mark — en var svo kippt út af og kom ekki meira inn á. Það var mest fyrir frábæra samvinnu þeirra Axels og Björg- vins Björgvinssonar, að Island hélt jöfnu frá 18-12 — minnkaði meira að segja muninn um tima niður i fjögur mörk. En sigri vest- ur-þýzka liðsins varð ekki hróflað — og i lokin fékk liðið tækifæri til að komast sjö mörk yfir. Deckarm tók þá vitakast og skaut i stöng. Hins vegar má finna að ýmsu i sambandi við innáskiptingar og vörn islenzka liðsins. Það má deila um það, hvort það var rétt að nota suma leikmenn miskunn- arlaust, þó svo þreytu gætti mjög hjá þeim. Það má deila um hvort rétt var að leika hina flötu vörn i stað þess að reyna að koma meira fram á móti þýzku leikmönnun- um. Og það má mjög deila um innáskiptingarnar. Þannig var til dæmis Sigurbergur Sigsteinsson ekki notaður fyrr en talsvert var liðið á siðari hálfleik. Einar Magnússon lék með i byrjun og átti góðan leik — en var þá tekinn út af og litið notaður meira. Gunnar Einarsson kom allt of seintinn á — lék prýðilega, en var þá strax kippt út. af og ekki meira notaður. Og við höfum verið að velta fyr- ir okkur, hvers vegna Guðjón Magnússon var ekki notaður i leiknum — sá leikmaður, sem ekkert hefur fundið til flensunnar, eins og Axel, og sá leikmaður, sem mest kom á óvart i leikjun- um i Noregi og lék þar mjög vel. Nú hefur hann ekki fengið tæki- færi — já, þvi hafa menn velt mjög fyrir sér. Það er ekki vafi á þvi, að Guðjón hefði getað gert usla hjá Þjóðverjum — eins og Gunnar Einarsson gerði þann stutta tima, sem hann var með. Axel Axelsson var frábær i leiknum, og samvinna hans og Björgvins siðari hluta leiksins mjög góð. Þá náði Björgvin sér vel á strik, en hann var heldur seinn i gang. Gunnar kom á óvart — og Viðar, Gunnsteinn og Auð- unn Óskarsson voru góðir. Ólafur Benediktsson varði mjög vel i markinu allan leikinn — og Geir var drjúgur i spilinu, en skoraði ekki nema eitt mark. Hansi Schmidt kom þýzka lið- inu á sporið með mörkum sinum i fyrri hálfleik — mjög skotharður og brögðóttur. Leikurinn var ein- vigi milli hans og Axels i marka- skorun. Báðir skoruðu sex mörk — en Axel komst betur frá þvi einvigi. Skot hans fjölbreyttari og glæsilegri. Eftir leikinn voru kapparnir mjög myndaðir saman — og það er greinilegt, að mörg lið hafa augastað á Axel. Það er aðeins spurt um Axel af islenzku leikmönnunum — já, blaðamenn- irnir hér spyrja mikið um hann. Mörk Islands i leiknum skoruðu Axel 6, Björgvin 5, Viðar 2, Geir, Gunnar og Hörður eitt hver. Fyrir þýzka liðið skoruðu Hansi Schmidt 6, Westebbe 4, Deckarm 3, Bucher 3, Gröninger 3, Wehnert 2 og Spiegler 1. emm Mér bárust um daginn nokkrar héraðvisur, og verða þær aðaluppistaðan i þætt- inum i dag. „Þessarvisureruað vonum misjafnar að gæðum og eiga það sameiginlegt að vera gamlar. Sú fyrsta er eftir Ólaf Sigurðsson sig- mann og er frá þvi um 1750. Ór hörðu grjóti og linum leir mcð list og framann það var mönnum gagn og gaman að guð hcfir hnoðað Drangey saman. Leirulækjar-Fúsi tekur stórt upp i sig i næstu visu. Bjarnarfjörður er suddasveit, sist má ég þeirri hæla, Óðinn valdi i þann reit alla landsins þræla. Varla mun þeim hafa orðið matar vant, sem áttu landsgagn á Reykhólum. Um það, hvað hægt var að nytja þar, yrkir Eirikur Sveinsson. Söl, hrognkelsi, kræklingur, hvönn, cgg, dúnn, reyr, inclur, kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. Bjarnarfjörður er suddasveit Baldvin skáldi yrkir um Gönguskörð i dölum þröngum drifa stif dynur á svöngum hjörðum, það verður öngum of gott lif upp í Gönguskörðum. Látra-Björg orti margar héraðsvisur, en hún fór á vergang i kringum 1750 eins og raunar fleiri, þvi að um þetta leyti ógnaði Norðlendingum bæði hafis og eld- gos. Misstu þá margir smábændur allt sitt, og var þá ekki um annað’að ræða en fara á vergang. Ekki gátu allir tekið vel á móti þessu fólki, og fær Reykjadalur þessa einkunn hjá Björgu. Reykjadalur er sultarsveit, sést hann oft með fönnum, ofaukið er i þeim reit öllum góðum mönnum. Gott finnst Björgu aftur á móti að koma i Bárðardal. Rárðardalur er besta sveit, þótt bæja sé langt á milli, þegið hef ég i þcssum reit, þrálega magafylli. Um Melrakkasléttu yrkir hún. Slétta er bæði löng og Ijót, leitun er á verri sveit, hver, sem á henni festir fót, fordæmingar byggir reit. I annað sinn er Björg kom á Sléttu mun heldur betur hafa verið tekið á móti henni og snýr hún þá visunni við. Slétta er ekki löng og ljót, leitun er á bctri sveit, hvcr sem á henni festir fót, farsælastan byggir reit. Að lokum er hér visa um Mývatnssveit. Mývatnssveit ég vænsta veit vera á norðurláði, fólkið gott, cn fær þann vott, að fullt sé það af háði. Látra-Björgu er þannig lýst, að hún hafi veriðkvenna ferlegust ásýndum, hálslöng og hávaxin, og henni væri afar hátt til hnés. Getið er ég sé grýlan barna, af guöi sköpt i mannsins liki, á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnarikL A yngri árum stundaði hún sjósókn og gaf karlmönnunum ekkert eftir i þvi efni. Hún 'yrkir margar visur um sjóinn. Bið ég höddur blóðugar, þó bregði upp faldi sinum, Ránardætur reisugar, rassi að vægja minum. Sendi drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá, sem fallcg cr, frek hálf þriðja alin. Róöu betur, kæri kall, kenndu ei i brjóst um sjóinn, harðar taktu herðafall, hann er á morgun gróinn. Trú Látra-Bjargar er i engu ólik þvi, sem almennt gerðist á þessum tima. Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá er skæður, dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllum ræður. Aldrci Látra-brennur bær, bleytan sliku vcldur, þangað til aö Kristur kær kemur og dóminn heldur. Systurnar Rut og Júdit, sem kenndar eru viðLjósavatn, i Þingeyjarsýslu, ortu margar mergjaðar visur. Þær voru báðar prýðilega hagoiðar eins og raunar fleiri af þeirra ætt. Vísuna sem hér ferá eftir, ortu systkinin á Ljósavatni um móður sina og ortu þau sitt orðið hvert. Að sjálfsögðu er þetta i gamni gert. Um bæinn trassast út og inn öskveðurs með byljuni i bragöi, skassa, blökk á kinn, bölvuð hlassadrottningin. Þess er ekki getið eftir hvora systurina hver visa er. Fjalla kauða foringinn, fanturinn nauða grófur, er nú dauður afi minn Oddur sauðaþjófur. Þegar meira en ein öld er liðin frá þvi að visur eru ortar er oft erfitt að feðra þær með fullri vissu. Þarf jafnvel oft og tiðum ekki svo langan tima til. Næsta visa hefur verið eignuð Jónatan, bróður systranna. Brytjaöur hrossa blóðmörinn, bezti tossa rétturinn, lekk það bnossið fölur á kinn Finnbogi Oddsson, bróðir minn. Ekki voru allar visur þeirra systra ljót- ar. Næstu tvær visur eru eftir Rut. Tilefnið er það, að maður nokkur dó fyrstu nóttina, er hann svaf hjá konu sinni. Flóðs á arini fyrstu nótt fleygir byrðar grana taka náði sára sótt, sem hann dró til bana. Sakna mátti sæmdarmanns svoddan fólk i ranni. Gat ei yfir greftran lians grátinn staðið svanni. Þátturinn endar á þessari visu þeirra systra. Fyrir þessar bögur brátt horguninni flýti óvæginn á allan hátt andskotinn i viti. Ben. Ax.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.