Vísir - 02.03.1974, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 2. marz 1974.
3
Sovétmenn kaupa
fyrir hundrað
og tíu milljónir
Sölustofnun lagmetis hefur gert samning um sölu á fullunnum
sjávarafurðum-Japanir kaupa loðnu í dósum fyrir 150 milljónir
Lítil
loðnu-
veiði
Tólf bátar tilkynntu loönuafla
til loðnunefndar i gærdag, sam-
tals 2.100 tonn. Flestir bátanna
fengu aflann á miðunum fyrir
austan, þ.e. við Hrollaugseyjar,
en siðdegis i gær tilkynnti einn
bátur afla norður af Snæfellsnesi.
Þeir hjá loðnunefnd töldu, að
aflinn færi að mestu i bræðslu,
þar eð loðnan er orðin léleg, á
Faxaflóasvæðinu er hún langt
komin með að hrygna.
Sæmilegt veður var á
loðnumiðum i gærmorgun, en
þegar leið á daginn var komin
bræla á öllum loðnuslóðum, og
enginn bátur tilkynnti afla.
Nýtt lágmarksverð
Nýtt verð er nú komið á loðnu
til bræðslu. Verðlagsráð sjávar-
útvegsins ákvað á fundi á
fimmtudagskvöldið, að verð sem
gilti frá 1. marz til 10 marz væri
3.00 kr. hvert kg. Frá 11. marz til
31. marz verður verðið 2.60 kr.
hvert kg., en frá 1. april til 15. mai
verður verðið 2.30 kr. hvert kg.
Verðið er miðað við loðnuna
komna á bil við hlið veiðiskips.
Auk framangreinds verðs greiða
kaupendur svo tuttugu aura á
hvert kg. i loðnuflutningasjóð.
Verðlagsráðið ákvað lika, að
verð á ferskri loðnu til skepnufóð-
urs verði frá 1. marz til 15. mai
4.30 kr. hvert kg.
í yfirnefnd Verðlagsráðsins
áttu sæti: Jón Sigurðsson hag-
rannsóknarstjóri, sem var odda-
maður, Kristján Ragnarsson og
Ingóifur Ingólfsson af hálfu
loðnuseljenda og Guðmundur Kr.
Jónsson og Jón Reynir Magnús-
son af hálfu loðnukaupenda.
— GG
Sovétmenn munu kaupa 15.000
kassa af gaffalbitum af Is-
lendingum i ár, 60.000 kassa af
þorskhrognum og 4.000 kassa af
lifrarpöstu. Samtals kaupa Sovét-
menn lagmeti af tslendingum
fyrir 110 milljónir króna.
Það er Sölustofnun lagmetis,
sem samið hefur við Sovétmenn-
ina, og var samningurinn undir-
ritaður i gærdag.
Dr. örn Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lag-
metis, sagði Visi i gær, að hann
væri nú á förum austur til Japans
að ganga frá samningi milli
Japans og Islands um sölu á loðnu
i dósum.
Japanir komu hingað i desem-
ber sl. en þá var ekki hægt að
gera út um viðskiptin vegna
óákveðins loðnuverðs á heims-
markaði.
örn kvaðst ganga að þvi sem
visu, að Japanir keyptu fimm
milljónir dósa af loðnu, eða 50.000
kassa fyrir 150 milljónir islenzkra
króna.
Japanir munu enga gaffalbita
kaupa af okkur, enda er mikill
skortur á hráefni, og fá Sovét-
mennirnir alla þá gaffalbita, sem
við nú höfum að bjóða — og kaupa
þá á mun hærra verði en gilt hef-
ur.
Lifrarpasta er ný vörutegund,
sem verið er að gera tilraun með
að selja. Framkvæmdu Sovét-
menn markaðskönnun i heima-
landi sinu i vetur varðandi lifrar-
pöstu og ákváðu siðan að kaupa
4.000 kassa.
Japanir kaupa hugsanlega litið
magn af lifrarpöstu, en örn Er-
lendsson sagði, að það tæki jafnan
langan tima að koma nýrri vöru-
tegund inn á markaðinn, jafnvel
mörg ár.
Sovétmenn hafa ekki áður
keypt þroskhrogn af okkur, en
þessi samningur, sem við nú höf-
um gert við þá um 60.000 kassa, er
hinn stærsti, sem við höfum gert
varðandi sölu á þorskhrognum.
Hingað til hafa þorskhrogn verið
seld óunnin úr landi, þannig að nú
hefur merkt skref verið stigið
varðandi fullvinnslu aflans hér
heima.
—GG
SEXTAN
MILLJONIR
DUGA EKKI
þurfum meira, segja slysavarnafélags
menn, sem efna til landshappdrœttis
„Þær 16 milljón krónur, sem
við höfðum i tekjur á seinasta ári,
koma hvergi til með að nægja i
ár, ef Slysavarnafélagið á að geta
sinnt öllu þvi, sem þarf að koma i
framkvæmd.”
Þetta sagði Gunnar Friðriks-
son, forseti Slysavarnafélags ís-
lands, á blaðamannafundi, sem
félagið hélt i gærdag.
Það einfalda, sem félagið ætlar
að gera til að fá aukið fé til fram-
kvæmda, er að afla þess. Til þess
er landshappdrætti sett á stofn,
og munu félagar i Slysavarna-
félaginu sjá um sölu happdrættis-
miða.
„Við fengum á seinasta ári um
6milljónir i framlag frá rikinu, en
hinna teknanna öfluðum við sjálf.
Þar hefur kvenfólkið verið sér-
lega duglegt,” sagði Gunnar
einnig.
Þær framkvæmdir, sem Slysa-
varnafélagið ætlar út i, eru fyrst
og fremst endurnýjun og aukning
tækjabúnaðar og svo eðlilegt
framhald starfseminnar. Þess
má geta, að björgunarskýli og
stöðvar eru 91 talsins um allt
land, og þurfa allar tæki og út-
búnað sem er dýr í innkaupi.
„Það má ekki heldur gleyma
tilkynningaskyldunni, sem er al-
veg I okkar höndum og kostuð af
okkur. Sá kostnaður varð tæpar
tvær milljónir i fyrra. Við höfum
þó von um, að sérstakt framlag
komi frá rikinu vegna þessa,”
sagði Gunnar.
Hann sagðist vilja leggja
áherzlu á, að happdrættið gengi
fljótt og vel fyrir sig, og að al-
menningur tæki vel á móti sölu-
mönnum slysavarnafélaganna.
Það má þvi búast við hressum
félögum Slysavarnafélagsins á
næstu vikum.
—ÓH
Flestir
þekkja nafniÖ
en færri þekkja manninn sjdlfan.
Skipulagshæfileikar og dugnaður eru þeir
eiginleikar,sem hafa gert Pétur Sveinbjarnarson
að þjóðkunnum manni, aðeins 28 óra að aldri.
Nú, þegar Sjdlfstæðismenn endurnýja, að hluta,
mannval sitt í borgarstjórn Reykjavíkur,
er margs að gæta. Við viljum að þar gæti
sjónarmiða atvinnuvega og launþega,
að konur sitji við sama borð og karlar, að ungir
starfi með þeim eldri.
Við, stuðningsnrenn Péturs Sveinbjarnarsonar,
höfum trú ó því,að hann geti með
skipulagsreynslu sinni, óhuga og dugnaði
átt þátt í að leysa þau margbrotnu vandamál,
sem fylgja daglegu lífi nútíma borgar.
REYKVÍKINGAR!
Vinnum að kjöri þeirra,sem eru reiðubúnir að
VINNA FYRIR OKKUR.
Bókamarkaöur
Bóksalafélags
Islands,
í noröurenda
Hagkaups,
Skeifunni 15
Góöar bækur-
gamatt verö