Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 2
/ V FRÆGUR JAZZLEIKARI LEIK- UR Á VEGUM JAZZKLÚBBSINS GE—Reykjavík, föstudag. Á morgun er væntanlegur hing að til lands heimsfrægur banda- rískur trompettleikari, Donald Byrd. Hingað kemur hann á veg um Jazzklúbbs Reykjavíkur, á leið sinni til Ósló, þar sem hann mun m. a. stjórna útvarpshljómsveit. Byrd mun aðeins koma fram eínu sinni opinberlega hér, í Jazz- klúbbnum, Tjarnarbúð á mánu- dagskvöldið. Donald Byrd er mjög vel þekkt ur meðal jazzunnenda um víða veröld, hann er 33ja ára að aldri fæddur í Detroit í Bandaríkjunum og stundaði nám í Wayne Univer sity og Manhattan School of Mus ie. Hann hefur mjög víða komið fram, m.a. lék hann með hljóm sveít brezka flughersins á árunum 51,—‘53 og árið 1955 kom hann fram með Wallington Combo Boehemia í New York City. Nú er hann fastráðinn hjá Blue Note Records í New York. Hann hefur leikig inn á fjöldann allan af grammófónplötum, og hafa þær verið afar vinsælar. Eins og fyrr segir mun Byrd koma fram í Jazzklúbb Reykjavíkur í Tjamar búð næstkomandi mánudagskvöld. Verð aðgöngumiða verður eitthvað hærra þá, en á venjuleg jazzkvöld. YFiRLÝSING FRÁ ÁBYRGÐ H.F. Vegna yfirlýsinga í dagblöðum og útvarpi frá forráðamönnum Samvinnutrygginga og trygginga félaganna, sem nú skipa samstarfs nefnd bifreiðatryggingafélaganna teljum vér rétt, að fram komi afstaða og ákvarðanir Ábyrgðar h.f., tryggingafélags bindindis- manna, gagnvart þeim breyting- um á tryggingakerfi bifreiðatrygg inga, sem boðaðar eru af fyrr- nefndum félögum. Eins og kunnugt er hefur af- koma bifreiðatryggingafélaganna verið mjög erfið undanfarin ár og var Ábyrgð hf. þar ekki undan- tekning. Tjónafjöldi hefur verið óeðlilega mikill. sé miðaft.við hin Norðurlöndin. 3______4. hver bíll lendir í tjóni á móii t.d. 10. hverj um bil í Svíþjóð. Til þess að reyna að komast að orsökunum fyrir þessu, var gerð ítarleg rannsókn á tryggingarstofni Ábyrgðar og tjónum snemma árs 1965, sem einn tryggingarfræðingur An- svars í Stokkhólmi vann síðan úr margar fróðlegar og gagnlegar skýrslur. Af niðurstöðum skýrsla þess- ara má ráða, að lítill hluti trygg ingartaka hefur vaidig langmest- um hluta tjónanna með endur- teknum umferðarbrotum og að ungir ökumenn eiga þar einkum aðild að. Að fengnum þessum niðurstöð um var ákveðið að taka upp þá stefnu ag breikka til muna bilið milli góðs ökumanns og tjóna- valds með hækkuðum bónus til gætinna ökumanna og stighækk- andi iðgjöldum til tjónavalda. Var því þegar hinn 1. maí 1965 þeim tryggingartökum Ábyrgðar, sem tjónlausir höfðu verið í fjögur ár veittur 50% bónus af ábyrgðar- tryggingariðgjaldi bifreiða þeirra og auk þess 5% viðbótar bónus af kaskótryggingum til allra félags bundinna bindindismanna. Jafn- framt hefur öllum tryggingartök- um Ábyrgðar verið send tilkynn- ing þess efnis, að tjónavaldur megi vænta hækkaðs iðgjalds í hlutfalli við tjónatíðni þeirra hinn 1. maí 1966. Þá tóku einnig gildi hinn 1. janúar s.l. strangari reglur um nýtryggingar bifreiða, sem fela m.a. í sér hærri iðgjöld til um- sækjenda, sem yngri eru en 23 ára og ekki hafa haft ökuréttindi í tvö ár, eða verið félagsbundnir bindindismenn í tvö ár. En eins og kunnugt er, tryggir Ábyrgð aðeins bindindismenn og býður þess vegna lægri iðgjöld en al- mennt gerist. Nú eru í athugun frekari breyt- ingar á bónuskerfi félagsins og munu þær niðurstöður verða kunngjörðar mjög bráðlega. Reykjavík, 14. janúar 1965, ÁBYRGÐ h. f. TÍMINN LAUGARDAGUR 15. janúar 1966 Á fyrrl myndinni hér að ofan sést Ólafur Andrésson taka föt út úr hlnni fullkomnu hreinsunarvél, á þelrri seinni er Ólafur að pressa jakka á gínu, en plastbelgur þenst út og jakkinn pressast með hjálp girfu. (Tímamynd HZ) Efnalaugin Björg tek ur upp kíló-hreinsun HZ-Reykjavík, föstudag. í gær var blaðamönnum boð ið að skoða nýtt úti- bú, sem verður aðalbú Efna laugarinnar Björg, til húsa í nýju verzlunarhúsnæði á Háa leitisbraut 58—60. Húsakynnin eru 180 fermetrar að stærð og hin vistlegustu í alla staði. Eigandinn Magnús Kristins. hreinsunarvélar. Þær eru frá Holm og Schmidt í Þýzkalandi en fengnar í gegnum umboð í Danmörku. Hinn 30. des. kom til landsins danskur verkfræð ingur Hans Dahl frá þessu fyrirtæki og annaðist uppsetn ingu vélanna. Þær taka 18 kg og 15 kg í einu og tekur 35 mínútur að hreinsa fatnað í þeim. Magnús átti aðra þess- son, sýndi. pýjjir sefBuKIar«ny|?l.a; iýjdr pg þafði hana,á upp hafa verið settar. ,q$ sýþtJijK jSólvpllagíötu 74, en þar er hvemig unnið. væri með þeim. Þegar inn er komið, er fyr ir manni afgreiðsluherbergi og þar inn af er vinnustofan þar sem pressunar- og strauvélarn ar eru. Vélakosturinn er góð ur, tvær nýtizkulegar strauvéi ar og tvær gínur, en á þeim má pressa kjóla, kápur og jakka að mestu leyti. Auk þess voru þar fleiri vélar. Síðan er gengið fram í her bergi, þar sem eru tvær þurr- annag. útitoú hans. hitt er í Barmahlíg 6. Hann mun starf rækja þær efnalaugar áfram þó að nýja efnalaugin verði sú stærsta. í einu hliðarherberginu er vélasamstæða til að hreinsa rúskinn, því að það er ekki hægt í venjulegri hreins unarvél. Nota verður annað sápuefni en perklór ethylene, sem notað er í venjulegu vél- amar og vinnunni vig hreins un rúskinns er öðruvísi háttað. Eigandinn og verkstjóri hans, Ólafur Andrésson sýndu blaðamönmun, hvemig allt gengi fyrir sig og hreinsuðu m.a. kápu og jakka af blaða- mönnum. Byrjað var að byggja húsið 1963, og er því ekki fulllokið ennþá, þótt þessi hluti bygg- ingarinnar sé fullkláraður. Alls munu tólf verzlanir ráða ríkjum ag Háaleitisbraut 58— 60, og þjóna fólki í næsta ná- grenni, sem er mjög mann- margt. Sérstök kílóhreinsun, sem er nýjung hérlendis, verður í Efnalauginni Björg og kostar 1—4 kg hvert 25 kr. en fimm kíló og þar yfir kr. 20 á hvert kíló. Verður einungis hreins- aður þvottu,. en e'kki pressað- ur. Mjög nentugt er að senda bama- og vinnufatnað í slíka hreinsun. STUTTAR FRÉTTIR Arfleiddi Skálátún. Þann 6. sept. 1964 arxdaðist hér í bæ Vilborg Hróbjartsdóttir, fædd 27. marz 1879, en í erfðaskrá hafði hún mælt svo fyrir að allar eigur hennar skyldu renna tíl ,,Skála- túnsheimilisins" í Mosfellssveit, Skiptum í dánarbúi hennar er nýlega lokið og kom i hlut Barna heimilis templara að Skálatúni erfðafé að upphæð kr. 183.050.78. Stjórn Skálatúnsheimilisins vott ar aðstandendum hinnar látnu konu virðingu sína og þakklæti og metur míkils þann hug, sem ligg ur að baki þessari veglegu dánar- gjöf. Stjórn Bamaheimilis templara að Skálatúni. , Gjöf til Hólakirkju. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason og Sigurlína systir hans, ásamt Gísla og Hjalta Eiríkssonum, sonum Lilju systur þeirra, sem nú er látin, hafa gefið dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal kr. 20.000.00 til mínningar um Gísla Sigurðsson (1828—1896), bónda í Neðra-Ási í Hjaltadal 1881—1896, og konu hans Kristínu Björnsdóttur (1845 —1906), en þau hjón voru foreldr ar séra Sigurbjarnar og systra hans. Árlegum vöxtum af upphæð þessari skal verja til aðkallandi bóta eða prýði í kirkjunní. Þjóð minjavörður hefur umsjón með Hóladómkirkju, og hefur gjafa- féð verið falið honum til vörzlu. Gefendurnir láta þess getið, að gott væri til þess að vita, ef ein hverjir fleir afkomendur fyrr- greindra Neðri-Áss-hjóna minntust þeirra með því að bæta við þenn an sjóð. (Frétt frá Þjóðminjasafnínu). Frá Sjálfsbjörg félagi lamaðra og fatlaðra. Dregið heíur verið í happ- drætti Sjálfsbjargar 1965. Vinning urinn Buick Specíal að verðmæti kr. 330 þús kom á miða 28760. Eigandi vitji vinnings í skrífstofu Sjálfsbjargar Bræðraborgarstíg 9 Sjálfsbjörg. Gáfu talstöð HZ—Reykiavík, föstudag. um fyrir um það bil einu ári í dag tilkynnti Tryggvi Hann esson, eigandi T. Hannesson & Co, að fyrirtækið ætlaðl að af- henda Hjálparsvelt skáta í Reykjavík talstöð í nýja Bronco bílinn, sem þeim áskotnaðist fyrir skömmu. Fréttamenn voru boðaðir til þess að skoða þetta fallega tækl Tækið, sem er frá Konings berg Electronics í Kaliforníu. er mjög vandað og handhægt Það er létt og því þægilegt að bera það Tækið er vatnshelt og vel varið. T. Hannesson & Co bófu innflutning á svona tækj Vilhjálmur Kjartansson virSlr fyrir síðan, þegar þau voru nýkom ín á markað í Bandarikjunum og hafa reynzt vel. Eins árs ábyrgð fylgir þessu tæki sem öllum öðrum af sömu gerð. Vilhjálmur Kjartansson for maður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og Try^gvi Friðriks son veittu tækinu móttöku fyr ir hönd Hjálparsveítarinnar og töldu þetta ákaflega vel gert af Tryggva Ilannessyni og töldu tækið koma sér vel fyrir Hjálp arsveitina. og væri hagur Hjálp arsveitarinnar ætið að vænkast með þessum höfðinglegu gjöf um að undanförnu. sér talstöðina (Tímamynd HZ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.