Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUFT 15. janúar 1966 TÍMINN KIRKJUFEDURNIR Kirkjufeðurnir eru þeir nefndir, sem mótuðu kenningu og starf kirkjunnar fyrstu ald- imar, og hverra líf var eftir- breytnisvert og lofsvert. Þeir settu saman fjölda rita um trú- fræði og deilur þær sem stóðu innan kirkjunnar og einnig við áhangendur heiðninnar. Kirkju feður eru þeir taldir sem taka að rita um þessi efni á 1. öld og eiga ekki hlut að ritun Nýja Testamentisins, þeir síðustu þeirra eru uppi á 7. og 8. öld. Það hefur tíðkast að greina þessi verk í tvo hluta, verk þeirra sem uppi eru fyrir kirkjuþingið í Níkeu 325 og þeirra sem eru uppi eftir þetta mmnisverða og afdrifaríka kirkjuiþing. Rit þessara feðra hafa verið gefin út í miklum safnbáknum og er það veiga- mesta „Patrologiae cursus com- ptebus. Series latina et Series graeca," útgefið af J.P. Migne í París á árunum 1844—86. Þetta safn telur alls 382 bindi. í þetta safn eru teknir hinir eiginlegu kirkjufeður og auk þess rit guðfræðinga síðari tfma svo að latnesku feðurnir ná til 1216 og þeir grísku til 1472. Fyrri feðumir voru upþi á þeim tímum, þegar kirkjan átti í harðri baráttu fyrir til- veru sinni, í ritum þessara feðra birtist fyrsti vísirinn að trúfræði og heimspeki kirkj- unnar, útlistunum á guðspjöll- unum og einnig bréf sem fóru milli kirkjunnar manna og gcfa hvað bezta lýsingu á ald- arandanum. Þeir feður, sem uppi eru eftir Nikeuþing era að jafnaði taldir betri rithöf- undar hinum fyrri, 4. og 5. öldin eru blómaskeið guðfræð- innar bæði í vestur og austur hlutum Rómaveldis, þá blómg- ast kristin ljóðlist, ræðusnilld og bréfasöfn þessara manna eru víðfræg. Ástæðurnar að þessu eru einkum tvær kristnin verður ríkistrú og kristnin breíðist út meðal menntaðri stéttanna. Einnig áttu deilurnar innan kirkjunn- ar sinn þátt í því að skerpa hugsun og framsetningu. A 1. og 2. öld hefst öld hinna postulegu feðra, Klemenz frá Róm, Ignatíus frá Antiokkíu, Polykarpus frá Smyrna voru ólatir við bréfaskriftir, áminntu og hvöttu fylgjendur kirkjunn- ar til stöðuglyndis trúarþreks Verjendur kristninnar svo- nefndir láta einkum að sér kveða á síðari hluta annarar aldar. Jústíníus píslarvottur er þeirra atkvæðamestur, hann var af grískum ættum, fæddur í Gyðingalandi um 100 og var tekinn af lífi í Róm um 165. Hann ferðaðist víða til þess að boða kristni, hann setti saman tvö rit, í öðru skýrir hann sið- ferðiskenningar kristindómsins og í hinu, sem er samtalsrit, lýsir hann áhrifum þessara kenninga á breytni manna, og segir frá margvíslegum dæm- um þessu til sönnunar. Sá sem fyrstur skrifar á lat- ínu um trúarkenningar kristn- innar var Minukíus Felix, rit hans var varnarrit í formi sam- ræðu. franeus frá Lyon setti saman rit sem nefnist „Advers- us haereses" árásarrit á kenn- ingar heiðninnar og skilgrein ing á helztu kenningum kristn innar. Quintus Septimus Flor- ens Tertullíanus (160—220) var frá Karþágó, hann hlaut ágæta menntun og lagði eink um stund á mælskulist og lög- fræði. Hann stundaði lögfræði- störf í Róm. Hann snerist til kristinnar trúar um 195 eða 196 og heimildir herma að hann hafi tekið vígslu. Hann beitir nú allri ræðusnilld sinni kristninni til eflingar svo og lagaþekkngu sinni. Stíll hans er hrjúfur og hnökróttur, en hann er nákvæmur í útlistun- um sínurn og kemur þar til æfing hans sem lögfræðingur. Hann setti saman fjölda rita, varnarrit, deilurit og guðfræði- rit á latínu og einnig er hann talinn hafa skrifað fáein á grísku, en þau eru glötuð. Eitt snjallasta verk hans heitir „Apologeticum" og er varnar- rit. f þessu riti sparar hann iekki kunnáttu sína í ræðu- mennsku, hann útlistar ágæti hinn kristnu og segir að of- sóknir á hendur þeim verði að- eins tH þess að auka trúarþrek þeirra „blóðið er sæði kristn- innar.V Þótt stíll hans sé tal- inn hnökróttur þá skortir ekki grósku né safamiklar og oft hrottalegar samlíkingar. í riti, sem hann setti saman um leik- sýningar og dýraöt sem mjög voru vinsæl meðal Rómverja segir hann „að skemmtikraftar muni hafa fulla þörf á allri sinni limalipurð þá þeir troði bálin annars heims og trúðarn- ir muni fá að smakka eld og brennistein, og megi þá ekki draga af sér lipurðina þá þeir troði brennanda elfur helvítis." Hann talar heldur leiðinlega um kvenfólk, segir þær vera „þær dyr, sem andskotinn spað seri um sí og æ.“ Þegar frá leið gerðist Tertúllíanus frá- hverfur kórréttri kristni og tók Montans trú, sem þótti fráhverfast réttri kenningu. Hann sparaði ekki andlegar hirtingar á sína fyrri trúbræð- ur og kallaði páfann „sálusorg- ara og hirði hórkarla." Fleira sagði hann skemmtilegt. Clem- ens frá Alexandríu hefur líkast til verið fæddur í Aþenu. hann lagði stund á guðfræði og heimspeki og starfaði við skóla í Álexandrifi þar sem lögð var stund á kristni og hellenska heimspeki. Hann setti saman margar bækur og er dæmi um vel menntaðan kristinn Grikkja. Órigínes er af fornum höf- undum talinn hafa sett saman 6000 bækur. Hann var frá Alex andríu. guðfræðingur og fræði- maður. Faðir hans var drepinn í ofsóknunum 202 og það var með herkjum að móður hans tókst að forða honum frá pisla- vætti. Ofsóknirnar hertu hann og hann tók að stunda mein- lætalifnað af miklum krafti. fastaði, svipti sig svefni og pyndaði holdið sem hann mátti og vanaði sig sjálfur að lokum. Hann varð forstöðumaður skól ans í Alexandríu. þess sama og Clemens hafði starfað við Hann var vel lærður í griskri heimspeki og tók sér fyrir hend ur að styðja kenningar krist innar með ívitnunum i gríska heimspeki Hann setur fyrstur manna farm kenn kirkjunn- ar á skipulegan og heimspeki legan hátt, Kenningar hans voru það tengdar grískri spéki svo að þær hafa oftlega verið fordæmdar af fyrirmönnum kirkjunnar. Mikill hluti rita hans er glataður, svo það er oft erfitt að gera sér grein fyr- ir skoðunum hans, nema þá af annara ritum. Hann hraktist frá Alexandríu til Sesareu og þar var hann tekinn höndum og pyndaður. Ofsækjandi hans dó áður en hann gaeti fullkomn að verk sitt, en Órigínes náði sér ekki eftir meðferðina og skrimti við meinlæti þrjú ár í viðbót. Heimildir um þennan merka fræðmann er helzt að hafa í riti Euse.blusar. Eftir Níkeuþingið aukast bók menntastörf að mun innan kirkjunnar. Athanasíus (296— 373) var biskup í Alexandíu Hann var uppi á þeim árum þeg ar trúardeilur stóðu sem hæst Hann setti saman rit um guð- fræði og árásarrit á Arísuar- trúna, en hann var einn helzti andstæðingur hennar um sína daga. Georgius frá Nyssa (330 —395) var frumlegur hugsuð- ur og guðfræðingur, hann var mjög vel að sér í grískri heim- speki. rit hans hafa mörg varð- veitzt einnig bréf, sem veita innsýn í aldarfarið. Hann setti saman merkilegt rit um mey- dóminn, þar sem hann heldur því fram að meydómurinn valdi þvi að sál hlutaðeigandi verði Krists. Jón Chrysostóm (347—407) var biskup í Konstantinópel Hann les lögfræði, en fær snemma köllun til múnklifnað- ar, gerðist einsetumaður, og lagði á sig miklar pyntingar. svo miklar að heilsa hans beið tjón þar af. Síðar gekk hann í þjónustu biskupsins i Antiokk iu og þar fékk hann viðumefn ið Chrysostóm eða gullmunni. Hann var víðfrægur ræðurmað- ur og er mikið magn þeirra varðveitt. Hann var síðar gerð ur patríarki í Konstantínópel, en siðabót hans þar sá ekki náð fyrir augum Eudoxíu drottningar svo að hann var gerður útlægur og að lokum gengið svo frá honum^ að hann lézt af meðferðinni. Á Vestur- löndum kveður mikið að heilög um Ambrósíusi biskupi í MíJanó (339—97.) Hann ólst upp í Frakklandi og starfaði sem lög fræðingur í Róm, var skipað- ur landstjóri með aðsetri í Mílanó. Þegar biskupinn þar lézt, heimtuðu borgarbúar að Ambrósius yrði gerður biskup. hann var þá óskírður, en tók skírn og lét tilleiðast að taka við embættinu. Hann tók síð- an að kynna sér guðfræði og var frægur ræðumaður og einn ig fyrir það að hafa átt hluta að því að snúa heilögum Ágúst- ínusi tíl trúar. Hann setti sam- an rit um kristna siðfræði og bréf hans er— þýðingarmikil sagnfræðileg heimild. Hieróny mus (342—420) er enn með frægari feðrum. Hann fæddist f Stridó. stundaði nám í Róm og undirbjó sig síðan undir munkalifi. Hann fór til Gyðinga lands og gerðist einbúi út f eyðimörkinni og dvaldi þar I fjögur ár. fer hann aftur til Rómar en hverfur ioks til Betle hem og stundaði þar fræðistörl til dánardægurs Hann er einn mesti fræðimaðui fornkirkjunn ar. hann þýddi Biblíuna á lat Inu og þýddi rit Eusebíusar. Orígínesar og fleiri á latínu. Bréf hans eru ein merkasta heimild um þessa tíma. Hann var tekinn í helgra manna tölu og hefur dvöl hans í eyðimörk inni orkað mjög á listamenn allra alda. Johannes Cassianu,- var mikill áhugamaður um munkalífi. setti saman reglur fyrr munka og stofnaði tvö klaustur Hann er talinn heilag ur af Grísk kaþólsku kirkjunni en á Vestrulöndum er hann að eins talinn til slíkra í Marseill es, þar eð hann stofnaði klaust ur þar í nágrenni, hann er einn af frumkvöðlum klaustur lífs á Vesturlöndum og rit hans um munkalífi hafði áhrif á heilagan Benedikt frá Núrsíu. Sá faðir, sem ber höfuð og herðar yfir alla er Ágústínus kirkjufaðir. hann leggur fram- ar öðrum grundvöllinn að kristnum hugsuharhætti, áhrif hans urðu geysi víðtæk bæði innan kaþólsku kirkjunnar og mótmælenda kirknanna. Hann telst til merkustu rithöfunda sem uppi hafa ‘verið og eftir hann liggja um 113 rit eða bæklingar, 200 bréf og um 500 ræður. Bækur hans eru ekki aðeins lesnar af fræðimönnum hann er lesinn af öllum heim inum, einkum Ævisagao og Guðsríkið. Þessar bækur hafa verið þýddar a ótal þjóðtung- ur, hluti ævisögunnar hefur verið gefinn út á íslenzku i mjög góðri þýðingu núverandi biskups. Hann lifði á örlaga- tímum og verk hans eru sú bezta heimi'ld sem tiltæk er um þessa tíma. Cassíódórus (485—580) var með merkari höfundum síns tíma, hann var af fornum róm- verskum ættum, gegndi ýmsum embættum í Róm framan af ævi, hafði heppileg áhrif á Þeódórik Gotakonung. Hann stofnaði tvö klaustur sem urðu annáluð fyrir fræðimennsku munkanna. Hann er á margan hátt tengiliðurinn milli fornr ar menningar og kristninnar. Hann setti saman rit um 'guð- fræði og telur upp í því öll þau rit, sem hann mælir með til lestrar, auk bess fjölda ann- arra og bréf hans eru ágæt sam tímaheimild. Auk þessara eru margir ágætir feður ótaldir. Úr val rita kirkjufeðranna hafa nú verið gefin út, fjögur bindi af fimm eru komin út. það fimmta kemur væntanlega n.k. vor, en í því verður skrá yfir alla kirkjufeður og þrefalt efnis yf irlit. Köflunum er raðað eftir efni í þessum bindum og er þetta ein handhægasta útgáfa feðranna sem nú er fyrir hendi. bækurnar eru mjög smekklega útgefnar, pappír, prentun og band vandað en án smekklauss misskilins íburðar. Þessir höf- undar eru lítið lesnir. nema þá sárafáir þeirra, en þeir eiga melri athygli skilíð og er þessi útgáfa til þess ætluð að gera verk þeirra aðgengilegri en þau hafa verið hingað til. Texte der Kirchenvater Eine Auswah! nach Themen geordn et. Zusammengestelt und her ausgegeben von Alfons Heil mann unter wissenschaftlicher Mitarbeit von Heinrich Kraft. Bd. I-IV Útgáfa' Kösel-Verlag Munchen 1963—64. Verð DM 25. — (bindið). 3 Hugsjón Moaga / Sir Moggi fékk einstakt tæki færi til þess að birta landsfólk inu æðstu hugsjón sína í fyrra dag. Hann sendi blaðamann út af örkinni til þess að ræða við bandarískan hermann af íslenzku bergi brotinn en stadd an hér á landi í jólaleyfi. Ræða þeir margt um heræfingar Bandaríkjamanna og fallhlífar stökk, en á einum stað getur ungi maðurinn þess, að sig langi til Vietnam Þetta finnst Mogga svv. dásamlegt, að hann slær þessari setningu upp sem stórfyrirsögn Fer ekki á milli mála, að Moggi telur að þetta sé kjörinn fyrirmynd handa íslenzkum æskumönnum raunar næsta skref fyrir of an það að þjóna erlendu stór- j fyrirtæki á íslenzkH grund. „Langar að fara til Víetham" Þetta er stórfyrirsögn Mbl. og ekki dregið af letrinu. en tilefnið er eftirfarandi orð unglingsins, samvizkusamlega tilfærð af Morgunblaðsmannin um, svo að sem flestir megi Iæra af dæminu: „Annars er hálft herfylkið í Vietnam, og ég hef t. d. tvisvar boðið mig fram til þess að fara, en það ekki verið þegið. Ég get ekki neitað því, að mig langar til Vietnam, en langar auðvitað til þess að kom ast þaðan lifandi aftur“ Þetta finnst Sir Mogga sjálf sagt að gera að hvatningar- hrópi með stórfyrirsögn og telur það þar með það merki legasta, sem pilturinn sagði í viðtalinu. Heiðursgestur Sir Mogga Það er vafalaust ætíð all- mikill viðburður i einkalífi manns, sem fer á Litla Hraun til þess að taka út refsingu fyrir afbrot, en hingað til hef ur það sjaldan þótt gefa til efni til myndbirtingar í forsæt isráðherrastíl né heldur til blaðaviðtals. i stíl við það, þegar heimsfræga menn ber að garði. Hins vegar finnst Sir Mogga þetta alveg sjálfsagt, .þegar Sir Taylor hinn enski margdæmdur landhelgisbrjótur og ofbeldisseggur fer á Hraun ið. „Kankvís" hjá Alþýðublað inu, sem stundum stingur mein lega á kýlum, sér og skilur, hve þettr er fáránlegt uppá- tæki hjá Mogga og yrkir því í gær: „Þeir dæmdu hann Taylor í tugthús fyrir togveiðar uppi við sand. Hver undrast þótt segði hann ýmislegt ljótt um hið iskalda heimskautaland. Við mættum þó aldeilis muna, slíkir menn eru hreinasta gull, og Mogginn að sjálfsögðu sagði því frá, hve sál hans er iðrunarfull. Segir velkominn heim, i vort herlega geim, til heiðurs þér steiktur er grís“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.