Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1966, Blaðsíða 8
8 BBTOÍfflBSBl TÍMINN HENNAR LAUGARDAGUR 15. janúar 1966 Stutt tízka - grannir f ætur-f allegir öklar Þar sem tízkan er óðum að styttast ber meira á fótleggjum konunnar. Franskur tízku- frömuður kvaðst hafa skapað svo ljóta hattatízku síðastliðið ár til þess, að karlmennimir veittu stuttu kjólunum meiri eftirtekt, og þá um leið fótleggjum konunnar.. Þær, sem ekki eru ánægðar með fótleggi sína, lesi eftirfarandi grein: Vissum hlutum líkamans er ekki eða illmögulega hægt að hreyta . . .' . stuttir handleggir verða alltaf of stuttir, alveg eins og kringluleitt andlit verður alltaf kringluleitt En þessi óumhreytan leiki á sem betur fer ekki við um öklana. Hægt er — í flestum tilfellum — ag gera ýmislegt til að halda þeim vel löguðum. Já, í rauninni þarf aðeins mánaðar nákvæma umönnun til að komast að raun um , sjálfri sér — og sennilega einnig öðrum — til á- nægju. ag þeir hafa grennzt um 2 sm að minnsta kosti. Reynig að taka eftir fótleggjum dansmeyja. Þeir eru næstum allt- af fallegir, þótt kálfarnir séu stundum fullkraftalegir, en ökl- amir era ævinlega grannir. Það væri því góg hugmynd að nota nokkrar af æfingum þeirra. Gang ið mikið á tánum og gangið alltaf á tánum upp stiga. Það er að minnsta kosti æfing, sem hægt er ag gera daglega, án þess að mikill tím; fari í það. Önnur ágæt æfing er að standa kyrr á tánum í 5—10 mínútur. Hafi maður mjög gilda ökla (eða fílafætur) þarf ag taka þá til meðferðar strax, svo að þeir angri mann ekki það, sem eftir er ævinnar. Sumir fótleggi^ — þeir era sjaldgæfir sem hétur fer — eru svo þreknir, að ekki er hægt að fegra þá neitt ag ráði. En með ákveðnum leikfimiæfingum og táæfingum er hægt ag gera mikið til að losna við hið klunna- lega útlit og gera öklana liðlegri og daglegt nudd kemur í veg fyr ir, að þetta versni. Annars er það altítt nú á dögum — að minnsta kosti meðal listafólks — að fæt- umir séu skornir upp, og það er hægt ag gera án þess að ör verði eftir. Ef öklarnir era mjög gildir er því ráðlegt að géra það, þið mun uð ekki sjá eftir því. Ef öklamir eru aðéins feitir, vegna þess að „unglingafitan” er ekki horfin, eða líkamsþyngdin er of mikil yfirleitt — og maður vill gjarnan fá fína og granna ökla — ér hægt, samtímis þvi að haldinn er ipatarkúr og fótæfing ar gerðar, ag reyna þessa aðferð: í jafna hluta af blývatn; og vatni er dýft tveim stykkjum af bómull, gasi eða þunnum hör, og þetta lagt um öklana. Yfir þau er lagt plast til að halda rakanum að, og síðan er teygjubindi vafig um og sofið með þetta á næturnar. Mæl ið öklana áður en þið hefjizt handa, — ef aðferðinni er beitt á hverju kvöldi í mánaðartíma, hafa þeir án efa grennzt um 2 sm. Einnig er hægt með góðum árangri ag nudda öklana á kvöld- in með góðu megrunarkremi. í öllum tilfellum ber að venja sig á að teygja tæmar beint fram á göngu. Það á að stíga þannig í fótinn, ag miður hællinn snerti jörðina fyrst, síðan litla táin og stóra táin og tábergig fylgir svo fljótt á eftir, að maður tekur alls ekki eftir því. Þannig á að hirða fæturna Þegar við erum orðnar þreyttar á kvöldin eftir stöður eða gang allan daginn, þarf strax ag auka blóðrásina til að hvíla fæturna og fjarlægja þreytuna með því að setja þá í ískalt steypibað eða hella yfir þá á víxl heitu og köldu vatni. Síðan er fætumir þurrkaðir meg grófu handklæði, stráð á þá talkiimi og farið í þægilega skó. Það er einnig góð hvíld fyrir fætuma. ef legið er í nokkrar mínútur endilangur á gólfinu með fæturna uppi á stól eða háum hlut. Fyrir háttatíma má þvo fæturna enn einu sinni úr köldu og nudda þá á eftir. Nuddið í hringi upp á við — allt af kringum beinið — og baldið áfram að nudda þahgað til ykkur hitar í hörundið. Einnig er ráðlegt að auka blóð rásina strax á morgnana meðan enn er legið í rúminu, með því að hjóla upp í loftjg og snúa siðan fóitunum til hægri, vinstri og beint fram og hnén þarf að beygja og irétta hvað eftir annað til að strekkja á lærvöðvunum. Það er lílca ráðlegt að hafa rúmið að minnsta kosti 25 sm hærra til fóta. Þag má hækka þag meg tré kubbum eða múrsteinum, það hefur góð áhrif, bæði á blóðrás- ina og um leið á öklana. Einu sinnj í viku er fótunum gefin sérstök meðferð. Tekig er heitt fótabað. Út í vatnið eru látn ar nokkrar matskeiðar matarsalt eða natrón, og um það bil ein te- skeið af furanálaolíu. Eftir stund erfjórðung er harða húðin neðan á fótunum fjarlægð með pimp- steini, sem dýft er í sápuvatn (á sama hábt má ná burtu hvimleið um hárum á leggjunum) og harða húð við neglurnar má einnig fjar lægja á þennan hátt. Þegar búið er að þurrka fætuma vandlega með grófu handklæði, era negl- urnar klipptar þvert fyrir og naglasnyrting framkvæmd ag öðra leyti. Eftir hvern fótaþvott er strág á þá talkúmsdufti, en á þann hátt má koma í veg fyrir fótsvita. Sé um mikinn fótsvita að ræða, þrátt fyrir ítrasta hrein læti, má þvo fætuma kvölds og morgna með ediksvatni (3—4 mat skeiðar edik í 2 lítra vatns) og púðra þá með jöfnu magni af talkúmi og natróni. Ef mikil brögð era ag svitanum, þarf jafn vel að nota lyflækningar. En því ekki ag fara í fótsnyrtingu einu sinni í mánuði — ekki sízt þegar fæturnir valda erfiðleikum — og hirða fæturna vandlega dags dag- lega Hvað eru vef jabólaur? Vefjabólgur eru einn verstj ó- i|dhur nútímá * kveiiHhf 'Elikf * ítngis vegna þess, ,að þær gera líkamann þunglamalegan og stirð an, heldur einnig af því, að það er næstum ómögulegt að grenna sig á þeim stöðum, sem vefjabólg ur hafa sezt að. Vefjabólgur eru eiginlega sjúk- dómur. sem lítill gaumur hefur verið gefinn ag fram að þessu. Hann getur sagt til sín þegar á 16 ára aldri og stafar af bólgu í vefjunum, sem liggja undir húð inni. Þetta er sjúkdómur sem eink um leggst á konur. Þær konur, sem stunda íþróttir og fimleika í hófi fá sjaldan vefja bólgur, hins vegar getur of mik ið af slíku leitt til þeirra. Hvernig er vef jabólga uppgötvuð? Leiki grunur um, að um vefja bólgu sé að ræða, er tekið báðum höndum um staðinn og þrýst að. Sé húðin ójöfn, líkust appelsínu- berki, má ganga að því vísu. að um vefjabólgu sé að ræða. Ef húðin er mjög ójöfn, þarf strax að tala við lækni. því að meinið getur stafað af lélegu eða röngu Allar munum vlð eftir támjóu skótízkunni. Nú er öldin önnur, í dag eru skórnir með breiðri tá, og jafnvel opnir að framan. RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR fæði, ónógri nýma- eða kirtlastarf semi, sem fyrst og fremst þarf að Uæta úr áður en hægt er að snúa sér að fegrunaratriðunum, og þá fyrst er hægt að byrja á þeim aðferðum, sem beitt er nú á dögum til að berjast gegn og lækna vefjabólgur. Því miður eru vefjabólgur ekki sjúkdómur, sem líður hjá, heldur þvert á móti sjúk dómur sem versnar fljótlega, ef hann er ekki tekinn föstum tök- •VP>, Þegar í, ,s^að. nun 0b [i | i'.ua da ,19 i Hvernig á að berjast gegn þeim? Fyrst og fremst með nuddi. En áður en byrjag er, þarf að sjálf- sögðu að ráðfæra sig við lækni sinn og fá tilvísun hjá honum á nuddlækni eða lærða nuddkonu, því að venjulegt nudd er ekki nóg og vegna þess að óæfð hönd getur hæglega gert meíra tjón en gagn. Séu engin tækifæri á því að stunda nuddlækningar, er hægt, svo framarlega sem hafður er að gangur að baðkeri, að nudda veiku staðina, meðan legið er í baðinu. Það er um að gera, að nudda þar til húðin verður rauð og heit. En jafnvel fullkomnasta nudd kemur ekki að haldi, ef ekki er samtímis nærzt á næstum salt- lausum mat og borðað fæði sem einkum inniheldur grænmetí, á- vexti, þurrsteikt kjöt, og fisk. Forðast ber algjörlega uppbakað ar sósur og súpur, og bita milli mála. Á hinn bóginn á að drekka njikið af soðnu vatni (sem lengst frá málum), ósaltað jurtavatn (einnig kartöflusoð) er gott í bar áttunni gegn vefjabólgum. Fólk sem stundar íþróttir í hófi og grænmetisætur fær sjald- an vefjabólgur. í Bandaríkjunum er sjúkdómurinn næstum óþekkt ur, því að Bandaríkjamenn hafa allt aðrar matarvenjur. Þeir nota ekki uppbakaðar sósur og saman- brasaða rétti. Til þess að losna við vefjabólgurnar, þarf að borða daglega mikið af grænmeti og ávexti, hafa hæfilega hreyfingu, taka sér hvíldartíma og halda önd unínni í lagi. , Farið í gufubað. Gufuböð og heit loftböð hafa einnig mjög góð áhrif á vefjabólg ur, og ef farið er í Ijós á eftir verður vart við veralegan bata á ótrúlega skömmum tíma. Það er þýðingarmikið að gera róttækar ráðstafanir gegn vefja bólgu meðan maður er ungur, ekkí aðeins vegna þess. að þær orsaka Þreytu og þjáningar, heldur einn ig af fagurfræðilegum ástæðum. TYRIR HEIMILI OG SKRlfSTOFUR DE LUXE W TJ □ c W ur n n ■ FRÁBÆR GÆÐI ■ FRÍTT STANDANDI B STÆRÐ: 90x160 SM B VIÐUR: TEAK B FOLÍOSKÚFFA B ÚTDRAQSPLATA MEÐ GLERI A B SKÚFFUR ÚR EIK HÚSGAGNAVERZLUN | REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTl 2 - SÍMI 11940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.