Vísir - 13.03.1974, Side 2

Vísir - 13.03.1974, Side 2
2 Visir. Miðvikudagur 13. marz 1974. visœsm: Er island velferðarríki? Jóhann Gunnar Guðmundsson, verkamaður: — Mér finnst það. Hér er velmegun, næg atvinna, og fólkið hefur peninga. Að visu er dýrtiðin mikil. Samt tel ég okkur með fremstu þjóðum á sviði velmegunar. Simon ólafsson, laganemi: —Já, ég held það. En það gæti vel verið betra. Smæð landsins og fá- mennið eru aðalástæðurnar fyrir þvi, að hér þrifst velmegunar- þjóðfélag og að jöfnun er mikil milli ibúanna. tsland er á bekk með hinum Norðurlöndunum, sem þau lönd, þar sem bezt er aö búa að minu áliti. ltúnar Matthiasson, nemandi og kennari: — Ég era.m.k. ánægður með að búa hérna og vildi hvergi annars staðar búa. Hér er vel- ferðarriki miðað við mörg lönd i suðurálfu t.d. Hagur almennings er nokkuð viðunandi þrátt fyrir ýmsa galla þjóðfélagsins hér og þar. Orri Vigfússon, forstjóri Glits: — Já, og það er fólgið i þvi að menn hafa nóg að bita og brenna. Og ég held að þessi velferð haldi áfram og aukist með hækkandi sól og gengi. Asdis Marteinsdóttir, húsmóðir: — Ekkinúna.Ég er helzt á þvi að allt sé að fara á höfuðið i þessu þjóðfélagi. En það virðist samt engum liða illa. Ellert Sölvason: — Nei, heldur ' er landið bágborið — það er stjórnin. Fólkinu liöur vel, en það er kerfið, sem er að fara. Vann 4,4 mi///. skattfrjálsar — sjaldgœft að menn vinni svo mikið Hann datt sannarlega í lukku- pottinn sá, sem fékk allt i einu upp i hendurnar fjórar milljónir og fjögur hundruð þúsund krón- ur, skattfrjálsar. Þessa upphæð vann hann i Ilappdrætti Háskól- ans, og átti eigandi vinnings- númersins, 4867, röð af fernum, svo hann fékk alla aukavinning- ana til viðbótar við fjóra milljón króna vinninganna, þ.e. fjögur hundruð þúsund krónur. Það er nokkuð sjaldgæft, að menn vinni svona mikið i einu, að sögn Páls Pálssonar hjá Happdrætti Iláskólans. Þó skeði þetta i fyrra i Hafnarfirði, að einn maður átti fjóra miða, og svo skeði það i desember, að hjón unnu 4 milljónir á tvo tveggja milljón króna miða. En hver þcssi milljónari er, sem vann i gær, er ekki vitað, nema að hann er Reykvikingur. — EA Árlega gleðjast nýbakaðir „millar” Happdrættis Háskólans með forráðamönnum fyrirtækisins. Hér eru lukkulegir Vestmanna- eyingar ásamt Páli H. Pálssyni, forstjóra happdrættisins, Guðlaugi Þorvaldssyni rektor og uipboðsmanni happdrættisins I Eyjum. Ií4 — * M Sg|J[> . Hi||| JSh |gj ■nmnna bs—B—BBBmBeBaBBaasaeaagaias^Eca-vraaia LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Lögreglan eyðilagði árshátíðina" Starfsstúlka hjá Ora hringdi: „Vegna fréttar i Visi á mánu- daginn um árshátið starfsfólks Ora langar mig að benda á ýmis- legt: Fréttin mun höfð eftir lög- reglunni i Kópavogi, og er greini- lega farið mjög með rangt mál. Við héldum árshátið, sem lögreglunni tókst alveg að eyði- leggja með gerræðislegri fram- komu. Það er engu likara en skaplyndi lögreglunnar fari eftir þvi, hvernig stendur á tungli — eða einhverju álika. Lög- regluþjónn stóð i dyrum félags- heimilisins klukkan 19, þegar árs- hátiðin hófst. Þá var öllum hleypt inn, lika unglingum undir 20 ára aldri. Siðan var barinn opnaður. Þá bættust þrir lögreglumenn við, þeir lokuðu barnum og visuðu unglingunum út. Hefði ekki nægt að gera annað hvort? Lögreglumenn töluðu um regl- ur og lög, sem yrði að fara eftir. Flestir unglinganna, sem út var visað af skemmtun með starfs- félögum sinum, fóru niður á Röðul. Ná ekki landslög og reglur yfir Röðul? Þá vil ég benda á, að ýmis fyrirtæki og félög i Kópavogi hafa undanfarið haldið árshátiðir i félagsheimilinu, og lögreglan hefur aldrei skipt sér af þvi, hvort unglingar fengju þar af- greitt vin. Hvað kom til að allt i einu var nauðsyn talin á að eyði- leggja árshátið starfsfólks Ora?” HUNDURINN AÐ SUNNAN Það kom fram i sjónvarpsþætti nú um daginn, aðallt að 8 ár tekur að „HANNA HVERT ORKU- VER” hér á landi, og fannst mönnum þeim, er sátu fund um rafmagnsmál, þetta allt of langur timi. Það er eins og alltaf skapist eitthvert öngþveiti i raforkumál- um okkar, um leið og einhverri virkjun er lokið, þvi menn virðast ekki átta sig á raforkuþörfinni, nema þá þörf liðandi stundar, hvað þá 8 ár fram i timann. M.ö.o., þegar loks er búið að „HANNA” nýja virkjun geta það orðið ef til vill 12 ár, þar til virkjunin er komin i gagnið. Nú, svo er það eins og verið sé að „nauðga” rafmagni upp á t.d. Norðurland (eystra?), sbr. skemmdarverk þau, er framin voru i LAXÁ sællar minningar og seinkaðhafa framkvæmdum þar. Allir þykjast hafa vit á þessum málum, allt frá alþingismönnum, mjólkurbændum og fjárbændum. Verkfræðingarnir, sem auðvitað eru þeir, er raunverulegt vit hafa á þessum málum,verða að dansa eftir alþingismönnunum, sem eru aðeins á atkvæðaveiðum,en hafa auðvitað ekkert vit á virkjunar- framkvæmdum, frekar en á öðr- um tæknileguin málum, sem þeim þykir svo gaman að sýsla við. Bæjarstjórinn á Akureyri er nú orðinn svo mikill ÞJÓÐERNIS- AKUREYRINGUR, að hann get- ur ekki hugsað sér að nota „HUND að SUNNAN” (hann er reyndar Sunnlendingur) og heimtar „DISIL RAFSTÖÐVAR” norður „þangað til KRÖFLU- VIRKJUNIN er komin i gagnið 1978” eins og hann segir sjálfur. En KRAFLA er að sjálfsögðu á Norðurlandi hans. Norðlendingar mega min vegna fá sitt eigið rafmagn, mér er nákvæmlega sama, og ef um það væri að ræða, að Suðvesturlandið þyrfti að fá rafmagn i gegnum „HUND að NORÐAN” væri mér nákvæmlega sama, að þvi til- skyldu, að öruggt væri. Ég veit ekki betur en allar linur geti bilað hér á landi i verstu veðrum, og linan frá KRÖFLU (um 60 km loftlina til Akureyrar) verður áreiðanlega engin undan- tekning. En' þvi þá að vera að eyða dýrmætum tima með þvi aö vera að hlusta á alls kyns „sérfræð- inga”, þvi ekki að demba sér i myndarlega virkjun i VITI KRÖFLU strax, hætta að hlusta á VATNSAFLSVIRKJUNAR- VERKFRÆÐINGANA og fá til okkar erlenda GUFUAFLS- VIRKJUNARSÉRFRÆÐINGA 1 KALIFORNIU er JARÐ- GUFUAFLSTÖÐ, sem skilar 411.000 kw, en það er nákvæm- lega tvöföld orka Þjórsárvirkj- unarinnar við BÚRFELL. Virkj- unin við BÚRFELL (og vatns- virkjanir almennt) er ákaflega viðkvæm fyrir frostum og vetrar- hörkum. Ég hefi heyrt, að fyrsta veturinn, sem þessi virkjun var i gangi, hali þurft að hafa kranabii með kúluvið efri stifluna til þess að brjóta isinn. Það hafði gleymzt að segja benni ÞJÓRSÁ gömlu, aö búið væri að ætla henni annan farveg. Það vita auðvitað allir heilvita menn, að öll þessi vandamál varðandi ismyndanir i vetrar- hörkum hér á islandi þarf ekki að fást við, ef um GUFUVIRKJAN- IR er að ræða, auk þess sem þær hljóta að vera langtum ódýrari. EFTIR HVERJU ER VERIÐ AÐ BÍÐA? 7877-8083. PRESTINUM VANÞAKKAÐ Móðir simaði: „Ég varft fyrir þeirri bitru lifs- reynslu að sjá á bak ungum syni minum bak við lás og slá. Ekki veit ég, hvernig fjölskylda min hefði komizt af, ef ekki hefði notið við einstakrar hlýju og skilnings frá fangelsisprestinum að Litla- Hrauni, séra Jóni Bjarman. Ég varð þvi bæði sár og leið, þegar ég sá, að einn fanginn á.Litla-Hrauni sendi prestinum óþokkalega kveðju i lesendadálkunum i Visi i siðustu viku. Hrædd er ég um, að fáir, sem til þekkja, skilji hvaða hvatir liggja að baki skrifum sem þessum. Eftir þvi sem ég veit bezt, hefur séra Jón Bjarman einmitt hlúð mjög að þessum til- tekna fanga og fjölskyldu hans. Og þetta eru sem sagt launin. Ég þykist vita, að séra Jón muni ekki kæra sig um lof fyrir starf sitt. Hann hefur ævinlega starfað i fullkominni kyrrþei. En ég gat hreinlega ekki á mér setið að hringja og fá fram sannleikann um gott starf séra Jóns i þágu fanganna, og ekki sizt aðstand- enda þeirra.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.