Vísir - 13.03.1974, Side 3

Vísir - 13.03.1974, Side 3
Vlsir. Miðvikudagur 13. marz 1974. 3 Hœttir a loðnunni — og Grindvíkingar lögðu margir fyrstu þorskanetin í gœrkvöld Þeir eru í óða önn að búa sig undir að veiða þorskinn í net, Grindvík- ingar. Þegar Vísismenn áttu leið um Grindavíkurhöfn í gærdag, stóð þar hver skipshöfnin við aðra á bryggjum og greiddi úr netatrossum niður á dekk bátanna, hnýtti við sökkum og hagræddi stórum netahrúgum á dekkinu. „Við förum út með kvöldinu,” sögðu þeir á Gylfa Erni, en sá bátur hefur reyndar stundað þann gula i allan vetur. Var á linu i vetur og gekk misjafnlega, þvi veðrið hamlaði oft veiðum. f gærdag var vorblær i loftinu i Grindavik og veiðisvipur á sjómönnum. Þeir á Gylfa Erni fengu tvo Færeyinga til liðs við sig og einn Fransmann. „Það er ævinlega mannahörgull á báta — hefur verið svo undanfarin tiu ár,” sagði einn hásetanna, „en þeir eru ágætir þessir strákar.” Grindavikurbátar hafa fengið ágætan afla i net siðustu daga, bátarnir hafa komið með 4-15 tonn i róðri. Flestir eða allir stærri bát- anna, þeirra sem voru á loðn- unni, eru nú hættir loðnu- veiðinni, og þeir fyrstu lögðu net sin fyrir þorskinn skammt und- an landi i gærkvöldi. Albert' GK var i höfninni, og þeir voru að handlanga siðustu netatrossuna niður i bátinn, þegar við smelltum af þeim mynd — „við fengum 4.600 tonn á loðnunni — hásetahluturinn var kringum 650 þúsund krón- ur,” sagði einn hásetanna. Það var ekki langt stoppið hjá þeim á Albert. Þeir komu inn með siðustu loðnuna á fimmtu- daginn i siðustu viku og fóru út að athuga með þann gula i gærkvöldi, þriðjudag. Svo er að vona, að þorskur- inn gefi færi á sér og vorblærinn reynist ekki blekking ein. En Fransmaðurinn á Gylfa Erni virtist svolitið kuldalegur, þótt aðrir töluðu um hlýjan andvara. — GG Þeir voru að greiða úr netatrossum og handlanga þær um borð. 1 gær lögðu þeir fyrstu þorskanetin. Hættir á loðnunni fyrir viku siðan. 375 milljóna höfn í Gríndavík — framkvœmdum lýkur að mestu í haust — 100% aukning á viðleguplássi Bryggjusmíð og dýpkun hafnarinnar í Grindavík gengur samkvæmt áætlun. Reiknað er með að allt athafnasvæðið við höfnina verði malbikað í sumar, en þá á jafnframt að vera lokið byggingu viðlegu- plássa, sem auka athafna- getu haf narinnar um 100%. EÍtir Vestmannaeyjacgosið i fyrra hófust framkvæmdir i Grindavik, og lánaði Viðlaga- sjóður i byrjun 50 milljónir króna til hafnargerðar i Grindavik. Siðan kom Alþjóðabankinn til sögunnar, en hannlánar um 60% af öllum kostnaði við fram- kvæmdir, en áætlað er að heildar- kostnaðúr verði um 375 milljónir króna. Daniel Gestsson, yfirverk- fræðingur Vita- og hafnamála- skrifstofunnar tjáði Visi, að i Grindavik ætti i haugt að vera lokið gerð 75 metra langrar bryggju með stálþili. Einnig 160 metra bryggju með viðlegu — plássi beggja megin — en sú bryggja er byggð inni á Hópinu austast. 1 þriðia lagi verður byggt stálþil að vestanverðu með viðleguplássi. Alþjóðabankinn hefur kynnt sér það, sem gert hefur verið i Grindavikurhöfn, og lagt blessun sina yfir það. Venjan mun reyndar vera,að bankinn krefst þess að framkvæmdir, sem hann lánar til, séu boðnar út. Daniel Gestsson sagði, að það hefði ekki verið hægt i Grindavik, og þvi hefði bankinn að lokum fallizt á, að Vita- og hafnamálastjórn ynni verkið sjálf. 1 haust var byrjað að dýpka innsiglinguna i höfnina, en horfið frá þvi vegna veðurs. Nú er unnið að þvi með dýpkunarskipinu Gretti að dýpka höfnina að austanverðu. Þegar frágangi verður lokið við athafnasvæðið i haust, það mai- bikað, steypt eða sáð grasfræi i svæðið, verður svæðið alveg til- búið — allar lagnir tilbúnar, lýsing og annað. Þá verður og byggt tveggja hæða hafnarstjórnarhús i Grinda- vik, þarsem verða i skrifstofur og aðstaða til almennrar þjónustu við báta i höfninni. —GG Nýja 160 metra bryggjan I Grindavík. Viðlegupláss verður beggja megin við hana, en auk þessarar bryggju verða byggðar tvær bryggjur með stálþili. réttir Konsó- starfinu hjálpar- hönd — nœr 5 milljónir hafa þegar safnazt „Það hefur aldrei verið svona almenn þátttaka i nokkurri söfn- un sem ég hef annazt. Það er fjöldinn, sem tekur þátt i þessari söfnun. Fáir aðilar gefa mjög stórar upphæðir, en peningarnir koma þvi frá geysimörgum aðilum,” sagði Páll Bragi Kristjónsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, en nú hafa sáfnazt 4,8 milljónir i landssöfnunina til þurrkasvæðanna i Konsó. Söfnunin hefur þvi gengið mjög vel, og vitað er um talsvert, sem er á leiðinni. Upphæðin fer þvi liklega yfir 5 milljónir króna. Stærstu upphæðirnar, sem komið hafa, eru frá Amaro á Akureyri, 100 þúsund krónur, frá Johnson & Kaaber 50 þúsund krónurog frá einum einstaklingi, sem gaf 30 þúsund krónur. Enn er tekið á mótin peningum á giróreikning 20000,- —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.