Vísir - 13.03.1974, Síða 6
6
Vlsir. Miðvikudagur 13. marz 1974.
,/
VÍSIR
tJtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Heigason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
t lausasöiu kr. 25 eintakið.
Blaðaprent hf.
Skerum nú
Velta rikissjóðs á þessu ári kemst upp i 33
milljarða króna, ef skattbreytingafrumvarp
rikisstjórnarinnar nær fram að ganga. Það er
töluverð aukning frá fjárlögum, sem gerðu ráð
fyrir 29 milljarða króna veltu. Þessi hækkun
stafar sumpart af verðbólgunni og sumpart af
þeirri auknu skattheimtu, sem felst í skatt-
breytingafrumvarpinu.
Talan 33 milljarðar, sem komin er frá efna-
hagssérfræðingum rikisstjórnarinnar, er meðal
annars athyglisverð fyrir þá sök, að hún felur í
sér þreföldun fjárlaga á aðeins þremur árum
vinstri stjórnarinnar. Það er þvi kominn timi til
að staldra við og undirbúa stórtækar aðgerðir
gegn þenslunni á rikisbákninu og gegn verðbólg-
unni almennt.
Flestir geta verið sammála um, að nú sé
kominn timi til að skera niður útgjöld rikisins.
Rikissjóður má ekki lengur hafa forustu i að
kynda undir verðbólgunni. Mikill niðurskurður
rikisútgjalda i einu vetfangi getur að visu valdið
nokkurri röskun, svo að heppilegt getur verið að
framkvæma hana i áföngum. Mætti þá byrja með
um 5% niðurskurði á þessu ári og halda siðan
áfram næsta ár. 5% niðurskurður mundi spara
einn og hálfan milljarð króna og tvö söluskatt-
stig.
Stjórnmálaflokkarnir eru ekki sammála um,
hversu mikið þurfi að hækka söluskattinn til að
kosta tekjuskattslækkunina, sem rikisstjórnin
samdi um við Alþýðusambandið. Hafa þeir þó
allir látið efnahagssérfræðinga kanna málið.
Rikisstjórnin heldur sig við fimm söluskattstig,
Alþýðuflokkurinn er með þrjú og hálft stig og
Sjálfstæðisflokkurinn tvö stig.
Þessi tvö stig vilja svo þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins losna við með þvi að skera niður rikis-
útgjöldin. Jafnframt vilja þeir nota tækifærið og
ganga miklu lengra i lækkun tekjuskatts en
frumvarp rikisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, þótt
sú lækkun valdi þvi að taka verði aftur inn þau
tvö söluskattstig.sem hverfa við 5% samdrátt
rikisútgjalda. Þessi stefna er i samræmi við
frumvarp, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins
lögðu fyrir Alþingi i vetur.
Það liggur í augum uppi, að mikilvægt er að
finna leiðir til að sporna gegn hækkun söluskatts.
Slikar leiðir ættu að bera árangur i varanlegri
kjarabótum, minni verðbólgu, stöðvun á útþenslu
rikisbáknsins, og meiri vaxtarmöguleikum at-
vinnulifsins.
Rikisstjórn, sem ekki hefur meirihluta i báðum
deildum Alþingis, verður að bita i það súra epli að
taka tillit til sjónarmiða stjórnarandstöðunnar og
sætta sig við minnkaða útþenslu rikisbáknsins,
og mildari skattheimtustefnu.
Brjóti hún ekki odd af oflæti sinu, bregzt hún
þvi, sem hún lofaði launþegasamtökunum, og
sýnir með áþreifanlegum hætti að hún er ekki fær
um að stjórna landinu. Siðferðilega ber henni þá
skylda til að efna til nýrra kosninga, en það þorir
hún ekki fyrir sitt litla lif.
-JK.
Skœrur og
smástrfð
Stórveldin hafa setið á
sér að striða hvert á
öðru frá lokum siðari
heimsstyrjaldar 11945.
Siðan hefur átt að heita
friður, en ef litið er á al-
heimskortið sést, að
hann er viða rofinn.
Hér og þar er rekinn
skæruhernaður, annars
staðar er rambað á
barmi styrjaldar og
sums staðar eru upp-
reisnir og byltingar.
Sumt af þessu höfum
við hér nyrðra látið
fram hjá okkur fara, án
þess að gefa þvi gaum.
En fréttir af þessum
átökum berast þó annað
veifið hingað, svo að eft-
ir verður tekið.
Þessi átök eru helzt I Afríku,
Asíu og Austurlöndum nær. Þótt
þau séu fjarlæg, og i orði kveðnu
innbyrðis bræðravig flest hver,
þá eru margar þessar skærur
Suður-Vietnamskir hermenn i
eftirlitsleiðangri. í Indókina eru
þrjú strið háð samtimis, og
sýnist ekkert lát ætla að verða
á.
sprottnar upp úr þessari tog-
streitu austurs og vesturs, sem
oft er kölluð „kalda striðið”.
Fimm slik smástrið eru háð i
Afriku (og reyndar þykir vera
grunnt á þvi sjötta, þar sem eru
kynþáttadeilurnar i Suður-
Afriku).
Þriú eru háð samtimis i
Indókina-styrjöldinni i Asiu. Það
logar enn allt i bardögum i Viet-
nam, Kambodiu og Laos, heilu ári
eftir brottför Bandarikjamanna
þaðan, og er ekki séð framá,
hvenær lát verður á. — Grunnt
er á þvi góða milli Suður- og
Norður-Kóreu, en ótraust
vopnahlé hefur þó haldið friðinn
þar nokkurn veginn. — 1 Ind-
landsskaga má heita nokkurn
veginn tryggur friður, eftir að
m
Umsjon:
Guðmundur Petursson
$
Skæruliðar I Norður-Afriku.
endi var bundinn á Pakistan-
styrjöldina.
I Austurlöndum nær hafa menn
staðið á öndinni, siðan vopnahlé
var gert eftir októberstrið Araba
og ísraelsmanna. Nokkurn veg-
inn hefur verið saminn friður
milli Israelsmanna og Egypta,
sem enginn veit þó, hvað endist
lengi. En bandamenn Egypta,
Sýrlendingar, sem að visu hafa
lofað griðum,.hafa hafnað öllum
samningagerðum til þessa, með-
an ísraelsmenn skila ekki
hernumdum landssvæðum.
Sifelldar skærur eiga sér stað á
landamærum þeirra, og hvern
morguninn, sem menn vakna,
gæti hafa brotizt út styrjöld .Þetta
ófriðarástand fyrir botni Mið-
jarðarhafsins hefur nú varað i 26
ár.
En ef við h'tum okkur nær, þá er
ekki lengra en til trlands að gá.
Þar hafa ofstækistrúarmenn
haldið Norður-trlandi á barmi
borgarastyrialdar um árabil. A
Spáni hafa Baskar kynt undir
logum kynþáttastriðs, sem ennþá
er i formi hryðjuverka og skæru-
hernaðar.
Lengra I vestur eru skæruliðar
friðað land eftir byltingu hersins
gegn Allende heitnum.
Á Filippseyjum hefur her
Marcos forseta átt i strjði við
Múhameðstrúarmenn siðustu ár-
in vegna landnáms á eyjum, sem
Múhameðstrúarmenn höfðu
byggt og telja nú frá sér rænt.
Þetta hefur verið borgara-
styrjöld, þótt Marcos vilji ekki við
það kannast opinberlega, meðan
hann leitar eftir hagkvæmum
samningum um oliukaup við
trúbræður uppreisnarmannanna,
oliufurstana i Arabalöndunum.
Væringarnar á Filippseyjum og
smástriðin i Afriku hafa ekki far-
ið ýkja hátt. Þó hafa menn veitt
samt eftirtekt þeirri baráttu, sem
Portúgal hefur háð við Frelimo,
eins og skæruliðahreyfing dökkra
manna i Mozambique er kölluð
eða baráttuna við sjálfstæðis-
hreyfinguna i Portúgölsku
Guineu.
Portúgal, sem er siðasta ný-
lenduveldi Evrópu, hefur átt við
skæruliða að striða i Guineu siðan
1963, þegar skæruhernaðurinn
hófst að fyrirmynd Viet-
namstriðsins. Siðan hefur skæru-
Þessi mynd var tekin við annað tækifæri af Ussurifljóti, þar sem rúss-
neskir hermenn búa sig undir að veita kinverskum fljótafiskimönnum
litt mildar móttökur, ef þeir stiga á sovézka grund.
Suður-Amerikurikja ýmissa, eins
og I Guatemala, Uruguay og sið-
ast Argentinu, þar sem borgar-
skæruliðar vaða uppi með
mannránum. Chile á að heita
Tvö stórvcldanna hafa sfðustu árin ögraö hvort öðru — oft á harla
ósvifinn liátt. A landamærum Kina og Sovétrikjanna hefur friður þvi
verið ótryggur. Þessi mynd er frá Ussuri-fljóti, þar sem Sovétmönnum
hefur þótt kínverskir fiskimenn full ágengir. Varðbáturinn á myndinni
dælir vatninu yfir bátskænuna.
liðum vegnað svo, að þeir telja sig
ráða yfir tveim þriðju hlutum
nýlendunnar meðan hlutlausir
segja það þó ýkt.
t þessum skærum gætir tog-
streitunnar milli rússneskra
kommúnista og kinverskra. Kin-
verjar og Rússar hafa keppzt við
að vinna hylli Afrikurikjanna
jafnharðan, sem þau hafa öðlazt
sjálfsstjórn undan nýlenduokinu.
Vopn sin hafa sjálfstæðishreyf-
ingar þessar fengið frá þeim
tveim. Svo er enn um skærulið-
ana.
Það beinir annars huganum að
landamæraskærum Rússa ogKin-
verja. Þeir hafa skipzt á skotum,
vegið menn úr landamæravörzlu
hvors annars og hafa siðustu árin
safnað liði að landamærunum og
eflt þar varnir sinar. Friöur hef-
ur verið þar ótryggur siðan 1969
og á ekki litinn þátt i viðsjám
Asiu.