Vísir - 13.03.1974, Qupperneq 16
L JL
Miðvikudagur 13. marz 1974.
„Þórbergur
er ekkert
fyrir
svona
logað"
— „en dagurinn í
gœr var yndisleg.
ur", segir Margrét,
kona skáldsins sem
varð 85 ára í gœr
„Þetta var yndislegur dagur
hjá okkur i gær. Það kom hingaö
fjöldi fólks að heiðra Þórberg og
hylla á margvislegan hátt,”
sagði frú Margrét Jónsdóttir,
eiginkona Þórbergs Þórðar-
sonar.
„Þórbergur er nú orðinn það
fullorðinn, að hann er þreyttur
eftir eril gærdagsins. Og ég er
þaö reyndar lika. En þetta var
afskaplega gaman. Þórbergur
hefur aldrei verið neitt fyrir
svona lagaö, en það er vist ekki
um það að tala núna.
Þetta byrjaði með þvi, aö einn
bekkur úr Háskólanum kom og
hyllti hann i gærmorgun. Þau
sungu lag við ljóð eftir Þórberg
og færðu honum svo blóm. Svo
komu þeir, átta prófessorar úr
Háskóianum, og heimsóttu
okkur. Færðu Þórbergi um leið
skjal, þar sem hann er sagður
heiðursdoktor í bókmenntum.
Svo var blysförin og það allt —
það var fólk hérna langt fram á
nótt.”
— GG
Seig dýpra og dýpra
í eðjupyttinn
— tveir smóstrókar hœtt komnir
er þeir festust í eðju
„Þegar ég kom að forarpytt-
inum, var sonur minn talsvert
langt úti, fastur með annan fót-
inn og seig neðar og neðar.
Vinur hans þriggja ára, sem var
þarna, var einnig fastur, en
hann var nær þurru iandi, og
tókst okkur að losa hann án
mikilla erfiðleika,” sagði
Ingibjörg Bjarnadóttir, i viötaii
við Visi i morgun.
Hún býr við Völvufell, og það
var i nálægri eðjutjörn, sem
sonur hennar og annar drengur
voru hætt komnir, er þeir fest-
ust svo rækilega i gær, að þeir
gátu sig hvergi hrært. 5 ára
gamall sonur Ingibjargar seig
sifellt dýpra, þar sem grjót lá á
öðrum fætinum á honum.
„Ég fór þarna niðureftir,
þegar einn kunningja strákanna
kom heim, án þess að þeir væru
með honum. Hann sagði, að þeir
væru fastir i tjörninni. önnur
kona fór með mér. Okkur gekk
vel að losa þann minni, þar sem
við gátum kippt honum upp úr
stigvélunum. En það gekk
erfiðlegar með son minn. Það
var ekki fyrr en hin konan kom
með skóflu, að við gátum losað
hann. Við urðum fyrst að ná
grjótinu ofan af fætinum á hon-
um,” sagöi Ingibjörg.
Hún sagði, að þetta væri ekki i
fyrsta sinn, sem börn lentu i
hættu eða vandræðum þarna.
Tjörnin er i lægð, sem var grafin
til að hægt væri að sturta
uppgreftri húsgrunna þar ofan
i.
Fyrr i vetur var mikið vatn i
henni, og sóttu krakkar þangað
til leikja á flekum og öðru þess
háttar.
En seinustu vikurnar hefur
mikil eðja myndazt i tjörninni
„Krakkarnir hafa sótt mikið i
þessa tjörn, og foreldrar hafa
kvartað yfir henni við borgina.
Fyrir stuttu kom jarðýta til að
útbúa afrennslisskurð, en það
gekk ekki,” sagöi Ingibjörg að
lokum.
Gisli Guðmundsson, öryggis-
vörður borgarinnar, sagöi i við-
tali viö blaðið i morgun, aö búið
væri að útvega stóra jarðýtu, og
ætti hún að slétta yfir lægðina,
þar sem tjörnin myndaöist. En
ástæöan fyrir myndun tjarnar-
Þetta er forarpytturinn, þar
sem strákarnir festu sig i gær.
Hann er á flatlendi og þvi
erfitt um vik með að ræsa hann
fram
Ljósm:Bj.Bj.
innar væri lltill jarövegshalli og
einnig, að vatn hefur ekki sigið
niður i jarðveginn vegna klaka i
honum. — óH
Borhola i Svartsengi —nú er að hefjast handa og leiða jarðhitann til Suðurnesjabúa.
Þeir fó hitaveitu ó Suðurnesjum:
Grindavík í ór, hinir
á nœstu tveimur
Frá Svartsengi við
Grindavik á hann að
koma, jarðhitinn sem
notaður verður til að
hita með hús á Suður-
nesjum. Áætlað er, að
hitaveita komist til
Grindvikinga seinna á
þessu ári. Á næsta ári,
1975, eiga Keflvikingar
og Njarðvikingar að fá
hitann inn i sin hús, og
1976 bætast þeir i
hópinn, ibúar i Sand-
gerði og Garði.
Eirikur Alexandersson,
sveitarstjóri Grindavíkur, tjáði
Visi, að unnið væri nú að undir-
búningi útboða og hönnunar.og
stæði til að byrja i Grindavik i
sumar.
Ekki er enn annað að sjá en
upphafleg áætlun muni standast,
einkum vegna þess, að vinna sér-
fræðinga Orkustofnunar i Svarts-
engi hefur gengið mjög vel. Þeir
hafa fundið aðferð til að flytja
hita úr þeim heita sjó, sem spýtist
nú út i loftið i Svartsengi yfir i
ferskt vatn.
—GG
Bílasalan:
Danir
óttuðust
sölu-
tregðu
— bílarnir
fóru til
Islands
„Nú erum við aö setja á göt-
una Mini-bila, sem áttu að fara
á markaðinn I Danmörku.
Umboðið þar afþakkaði þá af
ótta við að bilasalan mundi
stöðvazt vegna oliukreppunnar.
Hér voru langir biðlistar eftir
Mini-bilum og þvi voru þeir
sendir hingað,” sagði Sigfús
Sigfússon, forstjóri hjá P.
Stefánsson h.f. i viðtali við VIsi i
morgun.
„Framleiðendur Austin-Mini
treystu sér upphaflega ekki til
að lofa hingað meira en 100 bil
um á árinu, en á tveim fyrstu
mánuðum ársins hefur okkur þó
tekizt að ná hingað 255 bilum
þeirrar tegundar aö meðtöldum
bilunum, sem áttu að fara til
Danmerkur,” hélt Sigfús
áfram. Hann upplýsti
jafnframt, að núna væri 41 bill á
leiðinni til viðbótar. Þeir eru
allir seldir og biðlistar i
þarnæstu sendingu.
„Við eigum sömuleiðis von á
sendingum annarra Ley-
land-bila,” sagði Sigfús næst.
„Það eru Morris Mini, Land
Rover og Range Rover. Þegar
þessar sendingar eru allar
komnar, höfum við fengið
hingað samtals 447 Leyland-bila
frá þvi bara um áramót. Það er
þó hvergi nærri til að sinna
eftirspurninni.”
Sagði Sigfús, að nú væri svo
komið að það væri hálfs árs bið
eftir Land-Rover og tveggja ára
bið eftir Range-Rover.
Eftirspurnin væri svo mikil, að
verksmiðjurnar hefðu ekki und-
an.
„Þeir eru geysilega margir,
sem ekki hafa biðlund og snúa
sérað næsta bilaumboði, ef ekki
er hægt að fá bilinn strax á
götuna,” sagði Sigfús. „Við
höfum sé á eftir æði mörgum af
þeim sökum,” bætti hann við.
— ÞJM