Vísir - 16.03.1974, Qupperneq 5
Visir. Laugardagur 16. marz 1974,
5
AP/NTB ÚTLÖNDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND Umsjón: BB/GP
Konung-
legir
áhorf-
endur
Norska kóngafólkið hefur
mikinn áhuga á skiðaiþróttinni
eins og öðrum iþróttum. Hér
sést Ólafur Noregskonungur
ásamt Sonju prinsessu fylgjast
með skiðamóti á Holmenkollen.
Með þeim eru konunglegir gest-
ir frá Hollandi: Beatrix erfða-
prinsessa og Claus von
Amsberg, maður hennar. Þau
eru til hægri á myndinni.
Heljorstökk
Ofurhuginu Dar Robinson sést hér stökkva ofan af 6 hæöa húsi
i New York. Hann er að reyna nýja öryggisdýnu, sem slökkvilið
borgarinnar gerir nú tilraunir með. Sifellt berast fréttir af þvt,
að fólk farist i eldsvoðum eða vegna þeirra, þegar það stekkur út
úr háhýsum. Þessi öryggisdýna á að gera manni kleift að
stökkva ofan af 10. hæð og ganga óslasaður af vettvangi.
Ósammála
Þeir leiðtogarnir,
Leonid Brezhnev og
George Pompidou,
Frakklandsforseti, áttu
fund saman á Krim-
skaga við Svartahaf
núna i vikunni. Var
þessi mynd tekin af
þeim saman við það
tækifæri. Vel fór á með
þeim i upphafi, en ekki
fékk Brezhnev talið
Pompidou á sitt mál,
þegar hann stakk upp á
hátiðarfundi leiðtoga
Evrópurikjanna að lok-
inni öryggisráðstefnu.
FYRSTA LENDING
Stærsti flugvöllur Evrópu var
tekinn i notkun á miðvikudag,
þegar Boeing 747 risaþota frá
TWA lenti á Charles de Gaulle
flugvelli við Paris. Ahöfninni
var fagnað af starfsstúlkum
valiarins, sem sjást hér halda á
spjöldum, sem sýna upphafs-
stafi John Fitzgeraid Kennedy
flugvallar I New York, en þaðan
kom fyrsta flugvélin, og Charles
de Gaulle vallar.
Talið er, að það hafi kostað
TWA um 2 milljónir dollara eða
tæpar 200 milljónir islenzkra
króna að flytja starfsemi sina
og 500 starfsmenn frá Orly flug-
velli til nýja vallarins.
Fyrst um sinn er áætlað, að
27.000 manns fari um Charles de
Gaulle völl daglega og þar lendi
og fari á loft 130 flugvélar.