Vísir - 16.03.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 16.03.1974, Blaðsíða 6
6 Vfsir. Laugardagur 16. marz 1974. vísrn Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Hitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: /Vuglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Fétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson llverfisgötu !!2. Simar 11660 86611 llverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur í lausasiilu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. Dýrlegur dalur Elliðaárdalurinn er ákjósanlegt útivistarsvæði fyrir Reykvikinga og gegnir veigamiklu hlut- verki i nýútkominni áætlun Birgis ísleifs Gunn- arssonar borgarstjóra um útivist og umhverfi i borginni. Þetta útivistarsvæði nær neðan frá sjó i Elliða- árvogi og upp að Heiðmörk. Að svæðinu liggja fjölmennar byggðir, Árbær, Breiðholt, Fossvog- ur, Gerði, Vogar og Kleppsholt. í áætluninni er gert ráð fyrir, að auðvelt verði að ganga úr þess- um hverfum á útivistarsvæðið án þess að þurfa að stiga út á umferðargötu. Með aukinni ræktun og gróðursetningu verður Elliðaárdalurinn enn skemmtilegri vin i borgar- landinu en hann er núna. Að visu er hann enn i út- jaðri borgarinnar, en þess verður ekki langt að biða, að þéttbýli Reyjgjavikur færist langt austur fyrir dalinn. Við það eykst gildi hans sem útivist- arsvæðis. Við uppbyggingu svæðisins þarf auðvitað að gæta vel að þvi, að flóð i Elliðaánum spilli ekki gróðri og mannvirkjum. Slik flóð hafa leikið dal- inn grátt til þessa og gert hann auðnarlegri en skilyrði veðurfars og landslags gefa kost á. í áætlun borgarstjóra er gert ráð fyrir, að skiðabrekkurnar i Ártúnsbrekkum verði auknar og endurbættar og að þar verði komið upp að- stöðu til hreinlætis og veitinga. Ennfremur er fyrirhugað að framleiða þar snjó, þegar á þarf að halda. Þar að auki er ráðgert að hreinsa grjót i Breiðholtshvarfi og mynda þar skiðabrekkur. Þar sem skautasvellið á Árbæjarlóni er ekki hættulaust, er gert ráð fyrir grunnri tjörn norðan lónsins, þar sem fólk geti skemmt sér á skautum af fullu öryggi. Einnig eru fyrirhuguð skauta- svell á lygnum ofan við væntanlegar stiflur i Vesturál. Ekki má heldur gleyma Rauðavatni, þar sem bæta má verulega aðstöðuna til skauta- hlaups. I áætluninni er stefnt að þvi að vernda og auka laxveiðina i Austurál, en koma hins vegar upp sil- ungsveiði i Vesturál með þvi að auka þar vatns- strauminn og hagræða farveginum með stiflum. Slikar aðgerðir gætu orðið yngstu kynslóðinni i borginni til gagns og gleði. Árbæjarsafn heldur að sjálfsögðu áfram að vaxa. Hugsanlegt er, að þar verði komið upp starfsskóla fyrir unglinga og verði þar lögð áherzla á húsdýr, heyskap, garðrækt og silungs- veiði. Einnig eru á lofti ráðagerðir um, að listiðn verði stunduð i húsum safnsins, einkum þjóðlegar greinar hennar eins og gull- og silfursmiði, söðlasmiði og vefnaður. Ennfremur er fyrirhugað að reisa tiltölulega ódýra útisundlaug á Elliðaársvæðinu, koma upp leikvöllum, trimmbrautum, kappreiðabrautum fyrir hjólreiðamenn, varðeldaskálum og tjald- búðastæðum. Loks er stefnt að þvi að hafa veitingasölu við helztu athafnasvæðin, til þess að fólk geti lengt útivistartima sinn á svæðinu. Þetta er auðvitað ekki hægt að gera allt i einu. Áætlunin gerir ráð fyrir tiu ára uppbyggingu og að fyrstu fjögur árin hafi svæðið frá Vesturlands- vegi að Árbæjarstiflu forgang. Á þessum fjórum árum á að verja 120 milljónum til þessa forgangs- svæðis og 60 milljónum til göngu- og hjólreiða- stiga um svæðið i heild. Þetta eru semsagt ekki draumórar, heldur framkvæmdaáætlun. — JK Landhelgisdeila okkar við Breta, hafréttarráðstefnan, á- hyggjur manna af viðkomu hval- anna... allt hefur þetta og margt fleira leitt athygli manna að sjón- um i kringum þá. Fiskverndunarsjónarmiðunum vcx sifellt fylgi. Það er nánast eins og eldur fari um sinu, hvern- ig verndunarhugsjónin fer um álfurnar. I i blöðum hér og hvar cru farnar íað birtast æ fleiri greinar, þar Jsem fjallað er um þessi mál. — (Okkur islcndingum kemur fátt af Jþvi nýtt fyrir sjónir, svo oft sem ( við höfum reifað þessi mál. )En sem dæmi uin þessi skrif tök- um við hér grein Jean-Claude Jllahn, fréttaritara stórblaðsins, í(le MONDE. / Stöðvið rányrkjuna. Látið fisk- \ stofnana i friði, mætti segja á J miður diplómatiskan hátt. ( Með tilliti til þess að fjölmargar \ alþjóðaráðstefnur um verndun ] fiskstofna hafa orðið árangurs- og 1 l áhrifalausar, er eina vonin að ) finna megi pólitiska lausn á vand lanum. Þing Evrópuráðsins i ] Strassburg hefur beðið aðildar- \ rikin sautján að kalla saman al- ) þjóðaráðstefnu, sem athugi leiðir \ til að vernda fiskstofna i Norður ) Atlantshafi og Norðursjó og \ stöðva ofveiði. \ Á timabilinu frá 1938 til 1960 ( jókst sjávarafli úr 21 i 40 milljónir \ lesta. Næsta áratug þar á eftir ( varð óskapleg aukning i 70 \ milljónir lesta samkvæmt skýrsl- ( um matvæla- og landbúnaðar- \ stofnunar Sameinuðu þjóðanna. ( Siaukin þörf manna fyrir matvæli \ er skýring á þessari aukningu, en ( þó aðeins að nokkru leyti. Fiski- \ mjölsframleiðsla og annars kon- ( ar vinnsla aflans hefur aukizt \ mun örar en bein neyzla. \ Á siðustu tveimur áratugum ( hafa fiskiskipin breytzt i verk- ) smiðjuskip. Niðurgreiðslur, fjár- (festing einkaaðila og ný veiði- ) tækni krefjast örari umsetningar ( og ágóða. Nú gildir framleiðni- ) reglan, en hve lengi verður það? ) Fyrstu merki gereyðingar f (stærri sjávardýra, utan hvala, ) sem eru alveg að verða útdauðir, ( og minni fisktegunda eru þegar Jsjáanleg. Þrátt fyrir friðunarað- ( gerðir undanfarinn aldarfjórðung ) hefur Ermarsundssildin ekki náð (eðlilegri endurnýjun. Sildarafli ) Norðurlandaþjóða i Atlantshafi ( jókst úr 900.000 lestum i 1.700.000 ) lestir 1966, en var kominn niður i ( 21.000 lestir árið 1971, samkvæmt ) skýrslu hr. Van Hoeglandt til ( þings Evrópuráðsins i janúar ) 1974. 1 Noregi og Sviþjóð óttast ( menn þegar, hver verði framtið ) fiskveiðanna og afleiðing ( hnignunar á þvi sviði. ( Endurnýjun margra fiskteg- \unda i Norður-Atlantshafi virðist /stofnað i mikla hættu. Evrópu- ) ráðið bendir á að i framtiðinni ( verði að halda fiskveiðum innan ) vissra marka, ef unnt á að vera ( að nýta auðlindir hafsins eins og ) hingað til. ) 1 þvi skyni er verið að athuga ( möguleika á tviþættum ráðstöf- )unum. Aðildarrikin verða að ( beita núverandi reglugerðum og ) þá sérstaklega um möskvastærð, ( svo að smáfiskur fái lifað. Einnig ) verður að framfylgja reglum um /(lágmarksstærð fisks sem sölu- ) varnings og algjöra vernd hrygn- ( ingarstöðva og uppeldisstöðva við ) strendur. ) Rétt stefna í ) fiskveiðimálum \ 1 framtiðinni verður nauðsyn- ( legtað móta ákveðna stefnu til að ) tryggja endurnýjun fiskstofn- J anna þannig, að einungis sé leyfð ) veiði þess magns, sem tryggir, að J ekki sé gengið um of á stofninn. ) Felur þetta i sér að loka veröur ) vissum hafsvæðum fyrir veiðum ) á ákveðnum timabilum, tak- ) marka aflamagn og koma i veg ) fyrir beitingu hættulegrar veiði- ) tækni, en allar þessar ráðstafanir Sjórinn hefur að geyma mesta matvælaforðabúr veraldar. En það er ekki ótæmandi, hægt og bitandi er verið að ganga frá þvi. Eftir einn mannsaldur verður fiskur munaðarvara I stað þess að vera ein helzta matvælategundin. Það er gengið um of á fisk- stofninn. Ilelztu afbrotaaðilarnir eru útgerðarfélög, sem ofveiði stunda og koma þannig i veg fyrir endurnýjun fiskstofnsins. Alls kyns mengun sjávar hefur einnig mjög slæm áhrif. Rányrkja stöðvuð Hœttumerki frá Evrópuráðinu imiimm w?im eru þegar i gildi á Islandi. Siðan árið 1968 hefur Frakkland bannað notkun bjálkabotnvörpu á strand- svæðurm. Væri ekki einnig rétt að koma upp fiskeldisstöðvum á grunnsævi? Þetta er örðugt vandamál og það jafnvel fyrir sérfræðinga, sem leitast við að likja eftir velheppnuðum tilraun- um, er farið hafa fram i landhelgi Kina og Japan. t Plymouth á Englandi er rannsóknarstofa á sviði liffræði i sjónum að gera til- raunir varðandi endurnýjun rækjustofnsins. Evrópuráðið leggur til að stuðl- að verði að visindalegum rann- sóknum og tilraunum, með það fyrir augum að bæta fyrir tjón það, sem unnið hefur verið með ofveiði. Einsætt er að viðleitni i þá átt er nauðsynleg til að vernda og hafa stjórn á þvi forðabúri eggjahvituefna, sem sjórinn er fyrir mannkynið. Astandið verður ekki lagfært nema með reglu- bundnum tilraunum og samvinnu rikja i milli. Að þvi verður stefnt með alþjóðaráðstefnu þeirri, sem þing Evrópuráðsins leggur til að haldin verði. En ef vernda á auðlindir hafs- ins þarf einnig að berjast gegn mengun. „011 mengun lendir i sjónum” sagði Cousteau flotafor- ingi eitt sinn i aðalstöðvum Evrópuráðsins. Við getum rétt hugsað okkur hvilikt magn af eitruðum úrgangi berst til sjávar með fljótum meginlands Evrópu, og þá sérstaklega Rin, sem kölluð hefur verið mesta skolpleiðsla i heimi. Við skulum einnig hugsa um tugþúsundir lesta af alls kon- ar mengunarefnum, sem mikil- virk stáliðjuver og efnaverk- smiðjur á ströndum Evrópu hella i sjóinn. Rauða leðjan, sem reaan- ur i sjóinn við ítaliustrendur nærri Korsiku, er vissulega sorg- legt og óhugnanlegt dæmi um þessi óþrif, án þess getið sé um leynilegar afgasaðferðir oliu- skipa á hafi úti. Vernd strandsvæðanna, sem eru æskilegustu hrygningarstöðv- ar sjávardýra, svo og ferska vatnsins, sem stuðlar að endur- nýjun umhverfisskilyrða i hafinu, er einnig eitt stefnumiða Evrópu- ráðsins. (Jean-Claude HAHN)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.