Tíminn - 19.01.1966, Blaðsíða 3
'r ', i I . I . . 1 \) ' I
MJi>VIKUDAGUR 19. janúar 1966
TÍMINN
f SPEGLITÍMANS
Ekki var Christine Keel-
er lengi í hjónabandinu. Hún
er nú hlaupin heim til móður
sinnar, eftir að hafa verið gift
verkfræðingnum James Lever
more í aðeins 12 vikur. Christ-
ine, höfuðpersónan í Profumo
hneykslinu 1963 giftist hinum
24 ára Levermore 22. október
sl. og á von á barni í júlí.
Sl. sunnudag birtist eftirfar-
andi samtal við Keeler í einu
ensku blaðanna:
„Jimmy bjóst við of miklu
af mér,“ sagði hin 23 ára
Christine á heimili móður
sinnar í Workingham. „Mér
tókst ekki að ráða við húsverk
in ein. Við vorum alltaf að
deila, og áttum engin sameigin
Þessi kjóll vakti einna mesta
athygli á tízkusýningu, sem ný
lega var haldin í Lundúnum
og þá ekki síðui tízkudaman.
Jan de Souza. Og við birtum
myndina ef einhve i, 'ingar til
að 'rlæðast slíkrj flík.
leg áhugamál. Það hélt okkur
ekkert saman og engin ástæða
til að búa saman áfram. í
fyrstu hélt ég þó, að þetta
myndi heppnast — ég gæti
gleymt fortíðinni — otJ lifað
eðlilegu lífi. Ég keypti hús
fyrir fimm þúsund pund og
notaði peninga, sem ég hafði
fengið yfir ævisögu mína. En
ég varð einnig að nota pen-
inga mína fyrir mat og klæð
um! Jimimy bauð mér alrtrei út
en fór hins vegar oft með vin-
um sínum.
Og Christine hélt áfram.
Þrisvar yfirgáfum við hvort
annað, og sl. föstudag kom
skilnaður númer fjög-
ur. Jimmy tók alla sína hluti
og ók á brott — og ég tók
hundinn minn og fór heim til
mömmu. Ég er enn hrifin af
Jimmy, ég held hann sé góður
drengur, en það er tilgangs-
laust fyrir okkur að búa sam-
an.
Levermore býr nú hjá for-
eldrum sínum í Ashforu og
vinur hons segir. „Þremur
mánuðum áður en Jimmy
kvæntist, var hann að drekka
með nokkrum okkar á pup við
Thames-ána, þegar einhver
kom inn og sagði, að Christine
Keeler væri á pup í Staines.
Jimmy lauk við bjórinn sinn
og fór. Það næsta sem við frétt
um af honum var, að hann
hefði kvænzu Christine. En
fljótlega eftir giftinguna byrj-
aði hann að koma á pupinn
aftur. Hann sagði, að hjóna-
bandið væri misheppnað, tal
aði lítið um Keeler, en var
aðeins ánægður að vera með
félögum sínum aftur.“
★
í Mosambique er 21 árs gam
all maður, sem heldur því fram
að hann hljóti að vera hæsti
maður heimsins, og er það nú
ekkert ósennilegt, því að hann
er 2,39 metrar á hæð og það,
sem meira er, er að hann er
ekki enn hættur að vaxa
Maður þessi. sem heitir Gabr
iel Monje. var ósköpe ðlilegur
drengur, þar til hann var 11
ára gamall, þá datt hann og
upp frá þvi óx hann stöðugt og
síðan hefur ekkert hindrað
vöxt hans Þegar hann var 16
ára, var hann orðinn tveir
metrar og 30 sentimetrar á
hæð og var hlátursefni jafn
aldra sinna og stúlkurnai
vildu ekkert með hann hafa,
og það var almenn skoðun
ættingja hans, að hann hefði
orðið fyrir gerningum.
Vísindamenn hafa þó ekki
viljað sætta sig við þá kenn-
ingu og hafa rannsafcað fyrir-
brigðið vel og vandlega. Það
kom í Ijós, að Gabriel er af
Boskop ættstofninum í Trans
vaal og er það mjög hátt fólk,
sem er af honum. Auk þess
hefur það mjög stóran heila.
Læknar, sem hafa tekið
Gabriel til rannsóknar, eru
sannfærðir um að til sé iæknis
fræðileg skýring á þessum
vexti hans, en ekki hafa þeir
þó enn fundið hana.
★
Það ku vera þjónustustúlka
frá Los Angeles, Beverley
Avery, sem á heimsmetið í
skilnuðum. Alls hefur hún skil
ið 16 sinnum, nú síðast skildi
hún við Gabriel Avery, sem er
fjórtándi eiginmaður hennar
og hefur hún haldið sig frá
hjónabandinu síðan.
Eftir síðasta skilnað sinn,
sagði hún blaðamönnum það,
að hvorki fleiri né færri en
fimm af fjórtán eiginmönn-
um hefðu nefbrotið hana.
Sá karlmaður, sem lifað hef-
ur flest hjónabönd í heiminum
(það er að segja, þar sem fjöl
kvæni er ekki leyft) hefur 16
sinnum verið kvæntur. Það er
James Williams frá Iowa í
USA og er nú 82 ára. En
hann hefur þó „aðeins“ skilið
við 12 eiginkonur, þar sem
hann hefur gifzt sömu kon-
unni fjórum sinnum. Síð-
ast skildi hann 1947.
•k
Það gerist margt á Sikiley.
Þar búa hjónin herra og frú
Giangreco og nú hafa þau í
5. sinn á 13 árum eignazt tví-
bura. Síðustu tvíburarnir voru
■drengir. Móðirin, sem er að-
eins 33 ára gömul, og er nú
orðin 10 barna móðir eignað-
ist tvíburna 1953, 1957, 1958 og
1963.
1
Hin þekkta enska Ijósmynda
fyrirsæta Jane Shrimpton eða
The Shrimp (rækjan eins og
Bretarnir kalla hana) brá sér
til Mílanó fyrir jólin svona
rétt til upplyftingar og af-
þreyingar. og líka til þess að
kaupa jólagjafir. og var þessi
mynd tekin af henni, þegar
hún fór á mikinn markað. sem
baldinn er í Mílanó.
í
Á VÍÐAVANGI
ogongum
íhaldið í Reykjavík telur
gatnagerðina síðustu árin
helzta skrautblóm í hnappagati
borgarstjórnar sinnar þessi ár
in. Þess vegna brá íhaldsfor-
kólfunum heldur illilega í
brún, þegar Kristján Benedikts
son borgarfulltrúi Framsóknar
flokksins skýrði frá því með
óhrekjandi tölum, að árið 1965
væri minna hlutfall heildar
gatna Reykjavíkur malbikað
heldur en árið 1940, eða fyrir
aldarfjórðungi. Mun en(Tin höf
uðborg í Evrópu hafa s.’íka ó-
stjómarsögu að feegja, enda hef
ur Morgunblaðið kosið þann
kostinn vænstan að svara þessu
ekki einu orði, Þótt Tíminn
hafi nokkrum sinnum beðið um
skýringar á þessu.
Hins vegar er Vísir ekki eins
hygginn og kemur með ný
talnadæmi um göturnar < gær,
og eiga þær tölur að rétta við
sjálfsálitið hjá íkaldinu. Tölur
Vísis eru þær, að Tíminn eigi
ekki að miða við árið 1940, held
ur árið 1958. Þá hafi götur í
Reykjavík verið 166 km en
malbikaðar götur þar uf 58
km. Nú átta árum síðar hafi
malbikuðu göturnar lengst upp
í 97 kin. En ekki verður mynd
in af íhaldsóstiórninni fallegri
við þetta, og var það illur
grikkur af Vísi að minnast á
árið 1958, því að það ár sýndi
einmitt hámark íhaldsósómans
í gatnagerðinni, þegar aðeins
35% af heildargötum borgar
innar voru malbikaðar.
Gatnagerðarsaga íhaldsins er
sem sagt þessi:
Árið 1940, þegar íhaldið
hafði stjórnað oorginni tutt-
ugu ár, voru. þó 57% gatna mal
bikuð.
Árið 1958, átján árum síðar
voru aðeins 35% malbikuð,
hafði gengið aftur á bak um
rúm 20%.
Árið 1965 voru 46% gatna
malbikuð og því svolítið mjak
azt í átt lil „gnllaldartjinans1'
frá 1940. Er furða, þótt íhaldið
státi af afrekunum? Vísir ætti
að sjá af Þcssu, að honum er
hollast að fara að dæmi Morg
unblaðsins — að þegja
„Ekki þurftarlaun"
Ilannes á horninu segir svo í
stjórnarmálgagni sínu í gær:
,,Eg hef sagt það nokkrum
sinnum undanfarið, að ekki sé
annað franiundan fyrir iægst
launaða fólkið en að hevja bar
áttu.na að nýju, að skera upp
herör eins og gert var á timum
harðvítugs atvinnurekendavalds
og sameinast um kröfur sem
eru næstum þvi eins frumstæð
ar og þær voru tyrlr áratugum.
Þessi skoðun byggist á þvi, að
nú hafa þeir lægst launuðu
ekki Þurftarlaun. Kaup þeirra
nægir ekki fyrir brýnustu lífs
nauðsynjum nema þá að þeir
stundi eftirvinnu og oætur-
vinnu langt fram yfir raun-
verulegt þrek.“
Bragð er að, þá barnið finn
ur.