Tíminn - 19.01.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.01.1966, Blaðsíða 13
MJÐVHCUDACrUR 19. janúar 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Hvað skeður í Nyborg í kvöld? ísland og Danmörk leika sinn 5. landsleik í handknattleik. Danir hafa unnið alla leikina. Alf-Reykjavík. f kvöld kl. 7 eftir dönskuni tíma — kl. 5 eftir ísl. — munu Dan lr og fslendingar leiða saman liesta sína í landsleik í hand kuattleik í fjónsku ferjuborginni Nyborg í Danmörku. Þetta verður fyrri leikur fs- lendinga »g Dana í undanrásum Iieimsmeistarakeppninnar, en í 5. skipti, sem löndin mætast í lands leik í handknatlleik. Og hingað til hafa Danir alltaf borið sigur ú:- býtum — í þriú fyrstu skiptin með yfirburðum, en í síðasta leikn um með aðeins eins marks mun. Fyrsti leikurinn fór fram í Kaup mannahöfn 1950 og unnu Danir þá 20:6. Níu ár liðu þar til næsti leikur fór fram, en það var 1959 í Slagelse, en þá , unnu Danir með 7 marka mun, 23:16. Þriðji leikurinn fór fram i Karls ruhe í A-Þýzkalandi x heimsmeist arakeppninni 1961 og unnu Dan lr þann leik með 11 marka mun, 24:13. Og litlu siðar, eða i sama mánuði, Iéku íslendingar og Dan ir í 4. sinn, oo í þetta skipti um 5. og 6. sæti í hcimsmeistarakeppn inni. Leikurinn var æsispennandi os unnu Danir með eins marks mun, 14:13, og höfðu þá unnið upp stórt forskot íslands á síð- ustu mínútunum. Fimmti leikur íslands og Dan- merkur, sem fram fer í Nyborg í kvöld, er afar þýðingarmikill fyrir okkur, Því takist ísl. liðinu ekki að sigra, eru hverfandi litlar líkur til þess, að ísland komist > loka keppni heimsmcistarakeppninnar. — Frá úrslitum leiksins verður sagt í blaðinu á morgun. ísland - Pólland í körfuknattleik í gærkvöldi Útkoman heldur skárri hjá ísl. liöinu í síðari leiknum Pólverjar slgruðu með 68 : 43 Alf—Reykjavík, Sennilega hafa aldrei jafn fáir áhorfendur verið við- staddir landsleik hérlendis eins og í gærkvóldi, þegar síð- ari landsleikur íslands og Pól lands í körfuknattleik fór fram í íþróttahöllinni í Laug- ardal, en áhorfendur hafa ver ið rúmlega 100 talsins. Og sennilega hefur leikurinn í gærkv. verið daufasti lands- leikur, er hér hefur verið leik inn. Hann bauð ekki upp á neina spennu eða hraða, nán ast göngu-körfuknattleikur nema hvað Pólverjarnir áttu einstaka sinnum góða spretti. Leiknum lauk með öruggum sigri Pólverjanna, 68:43, eða 25 stiga munur. Breytingar þær, sem gerðar voru á íslenzka liðinu fyrir leik- Böök—0‘Kelly V-i—Vi Kieninger—Friðrik 0—1 Guðm. Sig.—Björn Vi—Vi R. Wade—Vasjúkof 0—1 Guðm. P.—Freysteinn V2—V2 Jón. Hálfd.—Jón. Kr. 0—1 Enn- heldur kapphlaupið áfram. Friðrik og Vasjúkof unnu sínar skákir, en þriðji forustusauðurinn, 0‘Kelly, á hagstæða biðstöðu gegn Böök. Þá er Guðmundur Pálma- son ekki langt undan, enda þótt honxxm tækist ekki að vinna að þessu sinni. Böök var í friðsamlegum hug- leiðingum þetta kvöld, og tefldi uppskiptaafbrigði drottningar- bragðs, sem leiðir yfirleitt til held ur jafnteflislegrar stöðu. 0‘Kelly fékk það vandasama hlutverk í hendur að gera sér mat úr litlu, inn í gærkveldi höfðu lítil áhrif, en leikur liðsins var þó jákvæðari að því leyti, að vörnin var miklu sterkari en í fyrri leiknum. Ann- ars voru yfirburðir pólska liðsins Ijósir frá fyrstu mínútu og það var eins og þeir hefðu engan áhuga á að vinna leikinn með miklum mun. Þeir byrjuðu skín- andi vel og náðu á fyrstu mínút- unum að skora 10:0. íslenzka lið- ið var seint í gang, og eins og í fyrri leiknum, var skotnýtingin afar slæm. Það vantaði ekki, að íslenzku leikmennirnir kæmust í góða skotaðstöðu, en að hitta á körfuna var greinilega ofviða okk ar ágætu landsliðsmönnum mest allan tímann. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að íslenzku leikmenn- irnir hefðu fengið að skjóta á handknattleiksmörkin fyrir aftan körfuna! í hálfleik var staðan 31:16. Og á fyrstu mínútunum í síðari hálf- leik náði íslenzka liðið sér einna bezt upp í öllum leiknum. Eftir 6 mínútna leik var munurinn að- eins 14 stig, 39:25. Þá höfðu Hjört ur Hansson og Birgir Jakobsson en fórst það vél úr hendi og tókst að tryggja sér varanlegt fruirt- kvæði. Segja má, að skákin sé að mestu leyti ótefld eins og hún er nú í biðstöðunni, en 0‘Kelly hefur öll tromp á sinni hendi og ætti að geta saumað mjög að and- stæðingi sínum áður en yfir lýk- ur. (í gærmorgun, þegar biðskák- ir voru tefldar, tókst Böök þó að halda jafntefli með seiglingsvörn og er 0‘Kelly því hálfum vinning fyrir neðan Vasjúkof á þessu stigi málsins). Kieninger tefldi byrjunina svo passíft gegn Friðriki að sá síðar- nefndi var búinn að tryggja sér varanlega stöðuyfirburði, þegar leiknir höfðu verið 15 leikir. Þrátt fyrir þetta, var engan veginn auð- velt að færa sér yfirburðina i nyt, enda varðist Kieninger af mikilli skorað fjögur stig, og Einar Bolla- son og Gunnar Gunnarsson bættu fjórum stigum við. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það reynd- ist létt fyrir Pólverjana að breikka bilið aftur. Og munurinn til leiks- loka var yfirleitt 15 til 25 stig. Lokatölur urðu eins og fyrr segir 68:43. í íslenzka liðinu voru þeir Hjört ur Hansson og Gunnar Gunnars- son beztir. Hjörtur skoraði 10 stig og Gunnar 8 stig. Kolbeinn Páls- son var eins og í fyrri leiknum frískur, en gekk afar illa að hitta körfuna. Hann skoraði þó 8 stig. Birgir Jakobsson var ekki eins góður og í fyrri leiknum, en hann skoraði 7 stig. Einar Matthíasson — allt of þungur — skoraði 3 stig, og Agnar Friðriksson, Einar Bollason og Hólmsteinn Sigurðs- son, skoruðu hver 2 stig. Leikur liðsins var lítið frábrugðinn fyrri leiknum, nema hvað varnarleikur inn var betri. Er greinilegt, að landsliðið okkar má illa vera án Þorsteins Hallgrímssonar, og sem betur fer mun hann verða með íslenzka landsliðinu gegn Skot- hörku. Að lokum eftir tímafrekar aðgerðir tókst Friðriki að vinna peð, en þá hafði staðan einfald- azt mikið og virtist í fljótu bragði heldur jafnteflisleg. En hvíta kóngsstaðan var viðsjárverð o'g Kieninger varaði sig ekki sem skyldi. Friðriki tókst að spinna máínet um hvíta kónginn, sem ekki var umflúið nema með mikl- um fórnum og gafst Kieninger upp, þegar mát var á næsta leiti. Guðmundur Sigurjónsson fórn- aði peði i upphafi tafls gegn Birni og fékk vænlegar sóknar- horfur, en Björn varðist af mik- illi grimmd og tókst að standa af sér atlögur andstæðingsins. Mið- taflið var vandteflt fyrir báða og komust þeir i mikla tímaþröng. í þeim darraðardansi hélzt Birni ekki á liðsyfirburðum sínum og var komið upp jafnteflislegt hróks endatafl, þegar tímaþrönginni létti. Samdist keppendum þá um jafntefli. Wade fór sér að engu óðslega í skák sinni gegn Vasjúkof og byggði upp trausta stöðu, en andstæðingurinn, sem bersýnilega kunni þessum róleg- heitum illa lagði ótrauður til at- iögu. Miklar sviptingar urðu á miðborðinu og virtist Wade vera búinn að fá ágæta stöðu, er bar- dagaleiknum létti en hann mis- steig sig eitthvað í framhaldinu og gaf andstæðingnum færi á að eign- ast ógnvænlegan frelsingja á drottningarvængnum. Þennan frelsingja réð hann ekki við, þegar til lengdar lét og gafst upp, þegar leiknir höfðu verið 40 leikir. Guðmundur Pálmason fékk strax í upphafi þrengri stöðu í skák sinni við Freysteirt en með uppskiptum á miðborðinu tókst honum smám saman að losa um sig og fá jafnvægi i stöðuna. Staða Freysteins var samt sem áður eitt- hvað frjálslegri svo Guðmundur tók þann kostinn að þvinga fram jafntefli með þrátefli. Þeir nafnarnir Jón Hálfdánar- son og Jón Kristinsson háðu hat- ramma orrustu þettta kvöld. Hinn fyrrnefndi fékk öllu liðlegri stöðu upp úr byrjuninni og virtist vera á góðum vegi með að verða sér úti um fyrsta vinninginn, en þá gerðist hann full gráðugur og tók peð, sem gaf Jóni Kristinssyni tóm til að rétta úr kútnum. Þetta hefði verið allt í lagi, ef Jón Hálf- dánarson hefði ekki tekið annað peð, en það þeð var banvænt og tapaði hann við það skiptamuni og þai af leiðandi skákinni. Biðskákirnar úr 3. umferð fóru þannig, að Böök gaf skák sína gegn Guðmundi Pálmasyni án þess að tefla frekar, og Kieninger vann Björn eins og vænta mátti. Staðan eftir þessar fjórar um- ferðir er þannig: 1. Friðrík 4 v. 2. Vasjúkof 3 Vz v. 3. 0‘Kelly 3v. 4. Guðm. P. 2% v. 5. —8. Böök, Björn, Jón Kr. og Kieninger 2 v. hver 9. Freysteinn IV2 v. 10. Guðm. S. 1 v. 11. R. Wade % v. 12. Jón Hálfd. 0 v. í gærkvöldi var fimmta umferð tefld á mótinu, og sjötta umferð verður tefld í kvöld. Pólverji skorar körfu. Birgir Jakobsson reynlr a3 stöðva hann. (Tímamynd) um í leikjunum síðar í mánuðin- um. Pólska liðið virtist ekki eins gott í þessum leik og fyrri leikn um, greinilega áhugalaust, enda sigur í hendi sér frá fyrstu mín- útu. Langbezti maður liðsins var Eopatka (12)/ Þeir félagar Guðjón Magnússon og Guðmundur Þorsteinsson dæmdu leikinn í gærkvöldi og áttu rólegan dag. 4. umferð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.