Tíminn - 25.01.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 25.01.1966, Qupperneq 8
ÞRIÐJUDAGUR 25. jacnúar Í966 ' sem hrópar: „Eg vil fara héðan, Bernarða! Eg vil fara til að gifta mig út við hafið, út við hafið!”. (Um leið og Bernarða og dæturn ar troða henni aftur inn 1 prís- undina.) Þóra Borg hafði hlut- verkið. Maríu Jósefu, með hönd- um, en leikstíll hennar skar sig gjörsamlega úr yfirbragði sýning arinnar og virtist, kannski mest fyrir þá sök, hjákátlegur; það, sem átti að verða hvað sársauka- fyllst af öllu varð bæði skringi- legt og hlálegt. Sigríður Hagalín og Helga Bach mann fóru mjög haglega með hlut verk dætranna Angustias og Mar- tirio, og voru jafnframt mjög spanskar í gervum sínum. Guðrún Stephensen og Margrét Ólafsdótt- ir, d’æturnar Magdalena og Ame- lía, höfðu nokkuð veigaminni hlut verkum að gegna, og virfwst held ur ekki megna að lifa sig inn í ríkjandi ástand. Kristín Anna Þór arinsdóttir lék yngstu dótturina, Adelu, og lagði sig mjög fram, en hefði að minni hyggju betur lagt meiri áherzlu á stolt og reisn þeirrar dóttur, sem heimtar sinn rétt til að lifa sem kona, heldur en það sem frekar mætti kalla óhemjuskap.. Sú, sem ber hæstan hlut, er Inga Þórðardóttir í hlutverki Ponciu griðkorau. Þetta er veiga- mikið hlu/tverk, og leikurinn ein- hver sá bezti, sem Inga hefur sýnt a.en.k. í seinni tíð, svo öruggur og ísmeygilegur, að erfitt er að verjast þeirri hugsun að Poncia griðkona hafí átt fullmikið undir sér á kostnað heildarinnar. Áróra Halldórsdóttir fór þokkalega með annað griðkonuhlutverk og nokkr ar fleiri koma hér fram í smáhlut verkum. Eins og fyrr segir á ég örðugt með að sætta mig við þann sfcfln ing sem fram kemur á hlutverki Bernörðu og enn miður við túlkun ina á hlutverki gömlu konunnar en hvort tveggja verður að nokkru rakið til leikstjórans Helga Skúlasonar. En LR hefur sannarlega ekki ráðizt á garðinn þar sem hann eT lægstur og skal mikið til að fylla Hús Bemörðu Alba hæfum konum og knýja þær fram í sársauka harðneskju og stolti sem þar er innan veggja. Þó er margt vel um stjórn þess- arar sýningar. Ágætar staðsetning ar bera samvinnu Helga og Stein þórs Sigurðssonar er gerði !eik- myndina gott vitni; erfisdrvkkj- an í fyrsta þætti var fullkomnasta senan, jafnvægi, fylling, sveieian- leiki. Leikmyndin sjálf var hins vegar tæpast nógu hörð. Mvndin er með gráum blæ. en í fyrsta þætti er t.d. gert ráð fyrir drif- hvitri stofu. Hvítt hefði að lík indum farið betur með þeim blæ brigðum, sem unnt er að ná með lýsingu. Þýðingin er verk Einars Braga Sigurðssonar Einstaka bókmáls- legri setningu brá fyrir í leikn- um, en rétt er að hafa í huga að meiri og minni bókmáls blær a framsögðusm texta er kom inn undir rithætti og talanda. Oftast nær tekst þýðanda að koma hinu hrjúfa beinskeytta máli verksins til fullra skila. Um ljósbeitingu þarf ekki að fjölyrða en vert er að minna á söng sláttumannanna sem berst inn í húsið og þær kenndir sem hann vakti. Söngurinn og við- brögð 'kvennanna varð stund hrifn ingar sem gefur nokkra vísbend- ingu: Hús Bernörðu Alba síðast í þríleiknum mikla um konumar og sviða blóðsins er þeim mun vandleiknast að tilfinningaleg hjálpartæki hinna verkanna eru þar að mestu skorin burt. Baldur Óskarsson. TÍMINN Sviösmynd úr ieikritinu. Leikfélag Reykjavíkur: HUS BERNÖRÐU ALBA eftir Federico García Lorca - þýðandi: Einar Bragi Sigurðsson - leikstjóri: Helgi Skúlason Lorca ritaði þríleikinn mikla um konumar og sviða blóðsins, Blóðbrullaup, Yermu og Hús Bernörðu Alba, og tvö þeirra verka hafa nú verið sýnd hér í Reykjavík. Af þessum þrem er Blóðbrullaup vandamest til þýð- ingar, vegna hins mikla og brot- hætta ljóðmáls, en Hús Bernörðu Alba vandleiknast sökum hins stranga, hreinskorna forms, sem gerir enn meiri kröfur til leikar- anna en hin verkin tvö. Ljóðmál- ið eitt í Blóðbmllaupi hlýtur að hafa djúp áhrif á leikhúsgesti, ef vel tekst um þýðinguna; hins veg ar skáldlegt táknmyndasafn leiks ins, en hvort tveggja kemur einn ig fram í Yermu, þó ekki í jafn ríkum mæli. Hús Bernörðu Alba er snautt af söngvum, táknum og ljóðum miðað við hin leikverkin tvö, þar er að vísu einn söngur, örstutt Ijóð, og eitt veigamikið tákn sem birtist ekki (líkt og dauðinn í gervi betlikerlingar og máninn í gervi skógarhöggsmanns í Blóðbrullaupi, en verður aðeins sýnilegt í hugskoti áheyrandans: það er graðfolinn hvíti, tákn karl kynsins sem fyllir út í nóttina. Hér er leikkonu falið að koma myndinni til skila með lýsingunni einni saman, í stað þess að láta persónugerving birtast á sviðinu. Hús Bernörðu Alba er jafnframt mjög raunsæislegt verk, sem krefst mikillar innlifunar og ýtr- ustu nákvæmni i smáatriðum: það er heitt í húsinu, þar er talað um hita. Leikkonurnar eiga að sjálfsögðu að sýna að þar sé heitt um leið og talað er um það. En þess á milli má ekki gleyma að minnast á hið þjakandi andrúms- loft. Undirtitill verksins er „Drama um konur í þorpum Spánar”. Þetta verður ekki mis- skilið. Konurnar í Húsi Bernörðu Alba eru fulltrúar kvenþjóðarinn ar í sveitaþorpunum, þar sem ein angrun og fastheldni á gamlar venjur setur svip á líf manna, jafnvel enn í dag. Bernarða Alba er fulltrúi heimilisagans, harð- stjómarinnar, sem ríkir sam- kvæmt lögmáli fornrar hefðar, og er þar í fullum rétti. Dætur hennar eru á blóðsviðaaldrinum, frá tvítugu til fertugs. Sú elzta niðurbrotið þý móður sinnar. Nafn hennar er Angustias (angust ia: angist), en hún er á þeim aldri, þegar sagt er um konur, að þær séu famar að örvænta. Yngsta dóttirin gerir upi>reisn gegn harðstjórn móður sinnar; blóð hennar verður ekki hamið nema af þeim, sem er sterkari en Bemarða Alba. Þá er í hús- inu móðir Bemörðu, fjör- gömul og rugluð, eða gengin í bamdóm. Kveneðli hennar er aft- ur farið að segja til sín. Bernarða er „leóparda", eins og gamla konan kemst að orði, harðstjóri í fullum rétti viðtek- ins lögmáls, en ekki geðsjúkt fyr- irbrigði. Grimmd hennar og sMn helgi, og dulin ánægja af því að hlusta á lostafullar slúðursögur em þrátt fyrir allt mannlegir veik leikar, sem hin skarpyddaða í- mynd heimilisharðstjórans getur jafnvel ekki verið án. Með á- herzlu á geðsýkiseinkenni í fari Bernörðu væri broddur ádeilunn ar í þessu verki numinn brott. Höfundurinn ræðst gegn harð- stjórmnni, gegn viðteknum rétti til að ráða yfir mannslífum í við ari merkingu; og með því að draga fram kvalalosta og geðveiki í hlutverki Bemörðu væri tilætl un hans borin fyrir borð. Bern- arða ’/æri þá undantekning, og titilliin „Drama um konur í þorp- um Spánar” út : hött. Því miður fæ eg ekki betur séð en einmitt betta hafi gerzt á frumsý'ningu Leikfélags Reykja- i víkur. Regína Þórðardóttir lagði þar áherzlu á hið sjúklega í fari Bemörðu. Með látbragði sínu minnti hún jafnvel óþægilega á frökenina í Eðlisfræðiingunum, hnykkimir og rykMmir, sem virt ust fullkomlega samgrónir eðli og líkamsástandi krypplingsins, fröken doktor von Zahnd, bmtu gjörsamlega í bág við þær hug- myndir, sem undirritaður hefur gert sér um Bernörðu Alba. Leiks máti Regínu, eða sMlningur henn ar á hlutverkinu hlýtur að nokkra að hala mótazt af leikstjóminni, en hér er um grandvallaratriði í túlkun verksins að ræða. Regina sýndi á köflum tilþrifa mikinn leik, en af fyrmefndum sökum virtist mikið skorta á þá köldu reisn, sem Bemörðu er ásMlin. Sársaukinn, sem fyllir hús Bem örðu Alba kemur hvað skýrast fram : hlutverki gömlu konunnar Helga Backmann og Regína Þérðerdóttir í hlutverkum sinum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.