Tíminn - 25.01.1966, Síða 9

Tíminn - 25.01.1966, Síða 9
ÞRBDJUDAGUR 25. janúar 1966 TÍMINN Ólafur Þ. Hallgrímsson, kennari Nokkur orð í fullri al- vöru um túbaksauglýsingar Þa5, mun óefaS hafa glatt marga landsmenn, er það spurðist á s.1. vetri, að Magnús Jónsson, núverandi fjármálaráðherra, hefði flutt á Alþingi frumvarp, þar sem svo var kveðig á, að hinar al- ræmdu tóbaksauglýsingar, sem birzt höfðu þá ? blöðum og tíma ritum um skeið, skyldu bannaðar með lagasetningu. Var slíkt og mjög í samræmi við það, að á- fengisauglýsingar eru bannaðar hér, og varða brot gegn slíku við íög. Fannst ýmsum sem með þessu frumvarpi Magnúsar rofaði aðeins til í þeirri lágkúrulegu og and- lausu frumvarpamergð, sem nokk uð lengi hefur einkennt störf þingsins, og hefur yfirleitt verið það sameiginlegt að sneiða hjá málum þeim, sem varða bindindi og baráttu gegn eiturefnum. Þess í stað hafa frumvörp beinzt mjög að smámálum svo sem sölu eyði jarða vítt um land, og að ekki sé nú minnzt á dýr það, sem í hvað mestum metum virðist vera meðal þingmanna — nefnilega minkinn! Var því ekki að ófyrirsynju, að mjög margir væntu góðs af þessu frumvarpi og töidu því vísan stuðning þings og þjóðar. Er ekki vafi á því. að mikill meirihluti þjóðarinnar, og þar með talinn fjöldi i eykingamanna, hefur and- styggð á þessum skaðlegu og smekklausu eiturauglýsingum, þar seim auglýsingatæknin er notuð til að gylla tóbaksagnið fyrir ung um og öldnum í því skyni að efla gróða nokkurra harðsvíraðra pen ingamanna. Þeim mun sárari urðu vonbrigði þeirra, sem vænzt höfðu árangurs af frumvarpinu, er það fréttist, að þingmenn hefðu ekki séð sér fært að styggja svo ,,tóbaksgróða- menn” að þeir gætu samþykkt það Tekið var það heillaráð, sem oft er notað, þegar um vin- sæl þjóðþrifamál er að ræða, sem ef til vill koma illa við viss öfl ■ þjóðfélaginu, að vísa málinu til ríkisstjómarinnar. Þetta var auð vitað heldur viðkunnanlegri að- ferð en fella frumvarpið beint og töluvert óhreinlyndari. Þar með var málið afgreitt í eitt skipti fyrir öll og þingmenn létt á saanvizkunni frammi fyrir kjósendum, því að hver treystir ekki blessaðri ríkisstjóminni til alls góðs í bindindismálum eins og t.d. í viðreisnarmálum. Ekki þarf nú annað en að lenda i ein hverri ráðherraveizlunni til að sannfærast um, að það traust er fullum rökum byggt! Málið var sem sagt komið í örugga höfn og þá væntanlega úr sögunni. En tóbaksauglýsingamar héldu áfram að birtast, hvar sem aug um var rennt yfir síður blaðanna Stórar auglýsingar — oft heil- síður — birtar á áberandi stöð um og í ýmsum litum, og aldrei hafa þær verið blómlegri en ein- mitt i dag. Það fór að renna upp fyrir mönnum, að ekkert hefði verið gert. Vaknar þá spumingin: Á svo að verða áfram? Sú mikla þögn, sem rikt hefur um þessi mál undanfarið, bendir a.m.k. til, að vafi geti leikið á svarinu. Er nú hyggilegra áður en lengra er haldið, að gera sér lítillega grein fyrir eiturefni því, sem hér um ræðir — tóbakinu — áhrifum þess og afleiðingum, þar sem ég geri ráð fyrir. að allir, sem til vits og ára eru komnir, kunni á því nokkur skil, læt ég nægja að tilfæra hér nokkrar niðurstöður og ábendingar próf Níelsar Dun- gal, hins nýlátna vísindamanns, sem birtist í grein hans um tó- baksnautn í Handbók kennara um áfengi og tóbak. Reykjavík 1955 (bls. 104.) Próf. Dungal telur, að skemmd- ir þær. sem tóbakið (nikótínið) veldur komi einkum fram í þrem ur hlutum líkamans — hjarta, æð um og lungum Að því er tekur til hjartans eru skemmdirnar eink- um í því fólgnar, að kransæðam ar (þ.e æðar, sem flytja hjart- anu næringu kalka og þrengjast fyrir áhrif nikótínsins, svo að hjartað fær ekki nóga næringu, og veldur þe'ta kransæðastíflu á ýmsu stigi, sem virðist fara mjög ' vöxt, Þarna mun þó fleira koma iil greina, svo sem hreyfingai leysi, röng fæða o.s.frv. Á slagæð arnar hefur nikótínið þau áhrif, að vöðvar þeirra herpast saman, svo að æðarnar þrengjast. Jafn- framt eykst blóðþrýstingurinn og þrýstingurinn á æðaveggina, en það hefur þau áhrif, að æðavegg urinn hefu*- tilhneigingu til að þykkna og írðna og loks kalka. Af þessu ma ljóst vera, að reyk- ingar en hér er yfirleitt gengið út frá slíkri notkun tóbaksins, stór auka hættuna á æðakölkun. Er þá komið að áhrifunum á lungun. Krabbamein í lungum var mjög sjaldséður sjúkdómur allt fram á fyrsta fjórðung þess- arar aldar, en fer fyrst að gera vart við sig fyrir alvöru um 1940 og hefur svo aukizt jafnt og þétt í mörgum löndum, að ekki eru dæmi siíks um aðra sjúkdóma. Er nú talið sannað, að reykingar valdi krabbameini í lungum, sbr. skýrslu amerisku vísindamann- anna (1964), sem er árangur ný- ustu rannsókna á þessu sviði. Tel ur próf. Dungal sennilegt, að af þeim, sem reykja tíu sígarettur eða meira á dag, megi búast við, að einn af hverjum tíu fái krabba- mein í lungun. Svo rækilega skaut ameríska læknaskýrslan reykinga mönnum skelk í bringu, a? sígar- ettusalan stórminnkaði fyrst á eft ir. En hvað verður það lengi? Við virðumst fljót að gleyma. Að lokum segir próf. Dungal orðrétt „Við, sem nú erum að skila af okkur, vissum ekki, hvað við vorum að gera, þegar við byrj uðum að reykja sem unglingar Sú kynslóð. sem nú er að vaxa upp, hefur ekki þá afsökun. Hún hefur verið vöruð við hættunni, sem af reykingunum stafar. Ætl ar hún með opin augu að feta í fótspor þeirra þjóða, sem vissu ekki, hvað þær voru að gera, þeg- ar þær á unga aldri reyktu frá sér heilsuna?” Mætti svo ekki bæta þessu við: Framhald a 6 síðu BRÉF TIL BLAÐSINS Nokkur orð um útvarpsleikrit Það nefur lengi verið að brjót ast i mér að koma nokkrum orð- um á ramfæri til útvarpsins. Nú fellur ferð tii Reykjavíkur, svo að það er bezt að láta verða af því. Oft er útvarpið gagnrýnt, og sjálfsagt stundum með réttu. Hitt er offar, að oað tlytur hlustendum sínum fræðandi og skemmtilegt efni. Það er nú einu sinni svo, að venjultga er það látið liggja þagnargildi, sem vel er gert, en hinu ■'aldið a lofti. Mig langar til að þakka útvarpinu fyrir is- lenzku framhaldsleikritin, sem hafa erið fluti í vetur, en þar á ég rið leikritin „Hæstráðandi til sjós og lands’ ettir Agnar Þórðarson, og ,,Árna : Hraunkoti” eftir Armann Kr. Einarsson. Leikritið um Jörund hunda- dagakonung bregður upp sannri mynd úr sögu okkar. Það er harla girnilegt efm til fróðleiks og skemmtunar Ekki þótti mér síður skemmtilegt að hlusta á leikrit- ið um „Árna í Hraunkoti”, þótt það hafi verið ætlað börnum. þá hlust.aði ég á pað mér til óbland- innar anægju Og truað gæti ég því, ét þannie hafi verið um fleiri tullorðna Eg hefði aðeins kosið ið leikþættirni) hefðu ver ið fleiri >g fluttir i kvölddag skránm. Útvarpið hetur reyni að undan- förnu að verða við óskum hlust- enda smna > eínisvali leikrita. Er þar skemmst að minnast fram- haldsleikritsins un. „Bólu-Hjálm ar” og Höllu og heiðarbýlið” sem hvort tveggja var afbragðs skemmtilegt útvarpsefni. Eg kann síður að meta mörg hinna útlendu leikrita. sem venju lega eru flutt á laugardagskvöld- um, pó að þau eigi að vera eftii heimsfræga höfunda Stundum eru reyndar íslenzk teikrit flutt á laugardagskvöldum og er þar skemmst að minnast ágæts leik rits aftir Sigurð Róbertsson. Eg er kannski eamaldags þið verðið að fyrirgefa er sam hugsa ég. að fleirum sé líki farið og mér að það sem íslenzkt er standi hug og hjarta næst Eg irðlengt þetta ekki meira en endurtek pakklætt mitt til út varpsins fyrir margar ánægju stundir að undanfömu ? Evrópa er æ háðari Evrópa verður æ háðari skóg arafurðum frá öðrum löndum, einkum Sovétríkjunum og Kan- ada. Á árinu 1964 kom t.d. frá Sovétríkjunum yfir helmingur- inn af öllum námustólpum, ná- lega þriðjungur hins sagaða trés, rúmur þriðjungur trjákvoð anna og sjötti hluti krossvið- arins, sem Evrópuríkin fluttu inn. Þessar upplýsmgar er að finna í nýútkomnu yfirliti yfir trjávörumarkaðinn, sem Efna- hagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu (ECE) gef- ur út árlega. Sovézkt met. Útflutningur Sovétríkjanna á söguðum trjáviði var meiri á árinu 1964 en nokkru sinni fyrr. 40 af hundraði þeirrar aukningar, sem varð á innflutr. ingi Evrópuríkjanna, komu frá Sovétríkjunum, og komu J8 ai hundraði aukningarinnar í hlut Bretlands eins. Skógarhögg í Evrópu lókst einungis um 4 af hundraði milli 1960 og 1964. Samtímis jókst innflutningurinn um 63 af hundraði. En þó að þessar tölur gefi líka til kynna vax andi innflutning, er sannleikL.r inn sá. að innfiutningurinn nemur aðeins 4 af hundraði þess magns sem þörf er fjTir í iðnaðinum. Kólera ruddist vestur á bóginn Kólerutegundin E1 Tor — >em er náskyld hinni sígildu ’-cóleru — breiddist út til vest- urs árið 1965. Upp komu far- aldrar í Afganistan, Nepal, ír- an, Sovétríkjunum og Filippr eyjum, samkvæmt upplýsing- um frá Alþjóðaheilbrigðismála stofnuninni (WHO). Stofnun- in hefur þegar komið upp til- raunastofum og rannsókna- miðstöðvum til að beriast við pennan vágest. Frá þvi að WHO hóf skip-u lega baráttu til að vinna bug á bólusótt árið 1959 hefur hún verið fudkomlega upprætt í 12 löndum. Enn er hún samt út- breidd ? Asíu, Afríku og — í minna umfangi — í rómonsku Ameríku Samkvæmt útreikn- ;ngum stofnunarinnar á að vera hægt að útrým henni með öllu á næstu tíu árum, og nyndi bað kosta um það (um bil 30 milljónir dollara 1300 millj. ísl. króna). 56 af hundraði íbúanna i þeim heimshlutum, sem ógnað er af kóleru, eru nú ónæmir fyrir sjúkdóminum, og WHO heldur áfram baráttunni í 29 löndum, þar af 15 Afríkulönd- um. Að því er tekur til krabba- meins, beindist starfsemi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar innar á árinu 1965 fyrst og fremst að læknismeðferðum og leiðum til að hafa eft- irlit með og l'oma í veg fyrir smit. Stofnunin ákvað á árinu að setja upp alþjóðamiðstöð krabbameinsrannsókna, sem hífur aðalaðsetur 1 Lyon. Meðlimatala Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar fór upp í 125 ríki á árinu 1965, en af þeim eru þrjú aukameð- limir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.