Tíminn - 25.01.1966, Blaðsíða 12
12
ÍÞRÓTTIR TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1966
Þorbergur sigr-
aði ó ÍR-iuótinu
Norðmaður-
urinn hlaut
7 daga bann
Norski knattspyrnumaSurinn
Roald „Kniksen“ Jensen, sem leik
ur með skozka 1. deildar liðinu
Hearts, var í gær dæmdur í sjö
daga keppnisbann af dómstóli
skozka knattspyrnusambandsins.
Roald Jensen hefur hegðaii scr
fremur illa á leikvelli að undan
förnu og hvað eftir annað lent í
sennu við dómara, sem þrívegis
hafa gefið honum áminningar.
Þrátt i^rir mikinn kulda
var margt fólk á skíðum i
nágrenni Reykjavíkur um
heigina. Skíðadeild ÍR gekkst
fyrir innanfélagsmóti við
skíðaskála sinn í Hamragili,
og sigraði Þorbergur Eysteins
son í svigkeppninni, hlaut
samanlagðan tíma 55.2 sek.
en hlið voru 30
í öðru sæti varð Guðni Sigfús
son, í þriðja sæti Haraldur Páls
son og fjórði Þórir Lárusson. Fær
ið var sæmilegt, en kuldinn setti
svip sinn á keppnina. Var frostið
um 20 stig.
Margt fólk var við skíðaskála
Þorbergur Eysteinsson
KR á sunnudaginn, en þar var
skíðafæri gott. Sömu sögu var
að segja í Jósefsdal við skíðaskála
Ármatms,. Þar var allmargt fólk
við skíðaiðkanir um helgina.
Jón Þ. stökk 2.05 m.
á innanfélagsmóti ÍR
- glímir við heimsmetið í hástö
án atrennu á ÍR-mói n.k. laugardag
Ákvörðun skólastjórans
raskar fslandsmótinu
Alf-Reykjavík, mánudag.
Fresta vaið nokkrum leikj-
um í íslandsmótinu í hand-
knattleik um helgina, þar sem
Vestmannaeyja-liðin gátu ekki
mætt til leiks í kvennaflokki.
Ástæðan fyrir því, að Vest-
mannaeyjastúlkurnar gátu ekki
mætt, var sú, að skólastjóri
Gagnfræðaskóla Vestmanna-
eyja synjaði þeim um leyfi
frá shólanum, en í þessari viku
eiga þær að ganga undir próf.
Leikskráin mun hafa borizt
Framhald á 6. síðu.
Innanfélagsmót í frjálsíþrótt-
um var haldið í f.R. húsinu 22.
jan. sl. Keppt var í hástökki með
atrennu og larigstökki án at-
rennu og enn sem fyrr á innan-
félagsmótum f.R. undanfarið,
var Jón Þ. Ólafsson í sérflokki,
og sigraði í báðum greinum.
Stökk hann 2,05 m í hástökki,
með atrennu, sem er prýðisárang-
ur. Jón er orðinn nokkuð örugg-
ur að stökkva 2,03—2,05 . og er
það mest að þakka geysiöflugu
uppstökki, en hann hefur ekki
góðan stíl yfir ránni.
Hinn nýi þjálfari f.R.inga, Jó-
hannes Sæmundsson, segir, að
ekki sé til of mikils ætlazt, að
hann nái 2,15 m. með betri stíl
en þá verður hann að leggja mjög
hart að sér við æfingar.
Árangur annarra keppenda var
ekki góður í hástökkinu, en í
langstökki var keppnin mjög jöfn
milli 2.3. og 4. manns, og árangur
með
sæmilegur, en Jón sigraði
3,31 m stökki.
Þeir fyrstu í hástökkinu urða
þessir:
1. Jón Ólafsson, Í.R. 2,05 m,
2. Bergþór Halldórsson, HSK.
1,70 m,
3. Páll Dagbjartsson, HSÞ. 1,60
m,
Fimm fyrstu í langstökk
inu urðu þessir:
1. Jón Þ. Ólafsson, Í.R. 3,31 m,
2. Ólafur Ottósson, Í.R. 3,02 m,
3. Bergþór Halldórsson, HSK.
2,99 m,
4. Þórarinn Amórsson, Í.R.
2,96 m,
5. Ólafur Unnsteinsson, HSK.
2,85 m.
Næsta laugardag verður svo
síðasta innanfélagsmótið, af þeim
sem auglýst hafa verið hjá Í.R.
Verður þá keppt í þrístökki án
atrennu og hástökki án atrennu,
og verður gaman að sjá, hvernig
Jóni gengur að glíma við heims-
metið í hástökki án atrennu.
7. umferð
Vasjúkof—Böök 1—0
Friðrik—0‘Kelly Vz—Vi
Björn—Guðmundur %—Vi
Jón Kr. — Guðm. Sig Vz—Vi
Freysteinn — Kieninger bið
Jón Hálfdánars. — Wade 0—1
Með sigri sínum yfir Böök í þess
ari umferð tókst Vasjúkof að brúa
bilið, sem var á milli hans og Frið
riks. Nú eru einungis fjórar um-
ferðir til loka mótsins og verða
úrslitin vart ráðin fyrr en í tveiim
ur síðustu umferðunum.
Vasjúkof — Böök. Vasjúkof
beitti hægfara uppbyggingu
spánska leiksins og Böök virtist
ekki almennilega vita hvernig
hann ætti að bregðast við. Hann
fylkti meginhluta liðs síns til
sóknar á drottningarvængnum, en
skildi kóngsvænginn eftir óvarðan.
Með samræmdum aðgerðum á
báðum vængjum tókst Vasjúkof að
notfæra sér liðsfæð andstæðings
ins kóngsmegin, og skapa sér
hættuleg sóknarfæri. Böök var
ekki nógu fljótur að koma liði til
varnar og Vasjúkof batt enda á
skákina með snaggaralegri manns
fórn. Mát var þá óverjandi.
Friðrik—0‘Kelly. Friðrik fékk
liðlegri stöðu upp úr byrjuninni og
blés til atlögu á kóngsvængnum.
Hann eyddi miklum tíma í sókn
araðgerðimar, en tókst ekki að
finna neinn snöggan blett h and
stæðingi sínum. í 22. leik bauð
Friðrik jafntefli og þáði 0‘Kelly
það, enda átti Friðrik þá kost, á
þrátefli. Staðan var þá að vísu
hagstæðari fyrir Friðrik, en tím
inn orðinn það naumur, að frekari
taflmennska hefði getað orðið
örlagarík.
Björn—Guðmundur Pálmason.
Tefld var Sikileyjarvörn og hóf
Björn mikla peðasókn á kóngs-
vængnum þegar í 9. leik. Guðmund
ur svaraði þessu með að hrókera
á hinum vængnum og fór þá
allur broddurinn úr kóngssókn
Björns. Guðmundur virtist ná
betri stöðu í flækjum miðtaflsins,
en staðan var vantefld og krafðist
mikillar umhugsunar. Fór svo að
báðir lentu í tímahraki. f tíma
hrakinu vænkaðist talsvert hagur
Björns og virtist hann standa
betur i biðstöðunni, en Guðmund
ur sýndi fram á, þegar tekið var
við skákina að nýju, að hann átti
örugga jafnteflisleið.
Jón Kristinsson — Guðmundur
Sigurjónsson. Skák þessi var tíð
indalaus lengi framan af, enda
virtist hvorugur teflenda hafa á-
huga á að stofna til beinna átaka.
Úr þessu rættist þó, þegar Jón
lagði til atlögu á miðborðinu, en
Guðmundur svaraði henni með
gagnárás á kóngsvængnum. Mögu
leikar beggja virtust vega nokkuð
jafnt í sviftingunum, sem á eftir
fylgdu, en jafnvægi raskaðist. þeg
ar Guðmundur fórnaði manni á
allvafasaman hátt. Með tilliti til
hinnar slæmu stöðu Guðmundar
í mótinu er skiljanlegt, að hann
skuli vilja knýja fram hrein úr-
slit í skákinni, en fórnin stóðst
ekki og Guðmundur fékk tapað
tafl. Skákin fór að vísu tvis^ar í
bið vegna harðskeyttrar móttöðu
Guðmundur en Jóni tókst að knýja
fram vinning að síðustu.
Freysteinn — Kieninger. Frey-
steinn fákk strax í upphafi mun
rýmri stöðu, en engir vevkleikar
voru í stöðu Kieningers og því
erfitt fyrir Freystein að færa sér
yfirburði sína í nyt. f miðtaflinu
tók hann þá ákvörðun að opna línu
í miðtaflinu, en þessi ákvörðun
reyndist ekki vel og Kieningar
náði góðum tökum á taflinu. Þeg
ar Kieninger var um það bil að
ná frumkvæðinu varð honum á
sú meinlega skyssa, að láta Frey
stein loka inni fyrir sér hrók og eft
ir það má raunverulega segja, að
hann hafi teflt með manni minna.
Það var Kieninger hins vegar til
bjargar, að staðan var mjög lok
uð og ekki auðvelt fyrir Freystein
að notfæra sér innilokunina. Þeg
ar þesar línur eru ritaðar hafa ver
ið tefldir rúmlega 100 leikir í
skákinni, en ekki hefur Frey-
steini enn tekizt að knýja fram
úrslit sér í hag, og óvíst að svo
verði.
Jón Hálfdánars. — Wade Jón fékk
betra tafl strax í upphafi og tókst
fljótlega að vinna peð, en Wade
fékk í staðinn nokkrar sóknarhorf
ur á kóngsvængnum. Með lagni
hefði Jón átt að geta staðið af sér
sóknaraðgerðir Wade, og síðan
fært sér peð sitt í nyt, en honum
fataðist vörnin og Wade náði af-
gerandi sókn. Varð Jón að gefast
upp í 33. leik.
8. umferð
0‘Kelly — Vasjúkof %—Vi
Björn — Friðrik 0—1
Guðm. Pálmas. — Wade 1—0
Böök — Jón Kristinss. %—Vz
Guðm. Sig. — Freysteinn 0—1
Kieninger — Jón Hálfd. bið
Friðrik sigraði Björn i þessari
umferð og náði aftur hálfs vinn
ings forskoti, þar eð Vasjúkof og
0‘ Kelly gerðu jafntefli. Guð
mundur Pálmason seig mjög á
0‘Kelly með sigri sínum yfir Wade
O'Kelly — Vasjúkof. Vasjúkof
svaraði drottningarpeðsbyrjun 0‘
Kelly með kóngs- indverskri vörn
og beitti þar þeim aðferðum, sem
nýjustu rannsóknir telja vænleg
astar fyrir svart Náði hann frjáls
legri stöðu upp úr byrjuninni og
virtist um skeið hafa góða mögu
leika á að valda 0‘ Kelly nokkrum
búsifjum. en 0‘Kellv tefldi af ná-
kvæmni og tókst að tryggja stöðu
sína. Þegar Vasjúkof sá, að hann
myndi ekki komast neitt áleiðis
bauð hann jafntefli sem O'Kelly
þáði.
Björn — Friðrik. Tefld var Sik-
ileyjarvörn og hrókeruðu báðir
langt. Drottningarkaup urðu
snemma í taflinu og var það fyrst
og fremst Friðriki í hag, því menn
hans voru allir betur staðsettir en
þeir hvítu. Verkefni hans var þó
engan veginn einfalt, því að hvíta
staðan var traust og án veikleika.
Með peðasókn á kóngsvængnum
tókst Friðriki að opna nokkuð
stöðuna sér í hag og náði síðan
yfirburðastöðu eftir að Birni hafði
yfirsézt bezta varnarleiðin. Biskup
Björns lokaðist inni í öðru horn
inu og voru þá úrslitin ráðin.
Björn féll á tíma í 33. leik.
Guðmundur Sigurjónsson - Frey
steinn Tefld var frönsk vörn og
fórnaði Guðmundur peði í byrjun
inni til að skapa sér sóknarfæri.
Ekki tókst Guðmundi að færa sér
i nyt stöðu sína og náði Freyst.
að síðustu undirtökunum. í miklu
tímahraki lék Guðmundur svo af
sér drottningunni, en staða hans
var bá sennilega töpuð.
Guðmundur Pálmason — Wade.
Byrjunartaflmennska Wade í þess
ari skák var ekki sérlega traust
vekjandi, enda náði Guðmundur
fljótlega mun betri stöðu. Hann
jók yfirburði sína hægt og sígandi
og lagði að síðustu til sóknar á
miðborðinu eftir vandlegan undir-
búning. Þesa atlögu tókst Wade
ekki að standa af sér og var kom
inn með tapað endatafl, þegar
fram í biðskák var komið. Guð
mundur sigraði svo örugglega.
Böök — Jón Kristinsson. Byrjun
in var óregluleg og snemma í tafl
inu opnaðist miðborðslína og eft-
ir henni skiptist upp á drottning
um og hrókum og var staðan eft-
ir það svo jafnteflisleg, að hvor
ugur keppenda áræddi að tefla til
vinnings, og sömdu því jafntefli.
Kieninger — Jón Hálfdánarson.
Tefld var gamalkunn byrjun, sem
er ekki mikið notuð nú á dögum,
en bersýnilega á vel við Kieninger.
Mikið var um þóf í skákinni og
virtist hvorugur komast neitt á-
leiðis, þar til Jón að síðustu tók
af skarið og lagði til atlögu á
miðborðinu. Hann náði nokkurri
9Ókn og tókst að koma frípeði nið
ur til e3 og í biðstöðunni virðist
hann standa betur að vígi, en ekki
er gott að sjá hvort honum tekst
að brjóta niður varnarmúra hvíta
taflsins.
Staðan eftir þessar 8 umferðir
er þannig:
1. Friðrik 7v.
2. Vasjúkof 6% v.
3. 0‘Kelly 5% v.
4. Guðmundur P. 5 v.
5. Freysteinn 4 og biðsk.
6. Jón Kr. 4 v.
7. Böök 3Vz v.
8. Kieninger 3 og 2 biðsk.
9. Björn 3 v.
10. Wade ZV2
11. Guðm. Sig. IV2 v.
12. Tón Hálfd V, na hi»ct