Tíminn - 25.01.1966, Síða 16
r
•i'liítf *« at
\q
Wrtbl.
<$►
&
- knnnu^agttt" 93 janúar 1966
FUNDUR HLÍFAR í HAFNARFIRÐI
Gagnrýnir harilega
stjórn atvinnumála
EJ-Reykjavík, mánudag.
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn
arfirði hélt fyrsta fund sinn á
nýbyrjuðu ári sl. sunnudag, og var
að venju bæjarstjórninni og bæjar
stjóra boðið á fundinn, sem
ræddi um atvinnumál Hafnar-
fjarðar. Urðu miklar umræður
um málin, og kom þar fram hörð
gagnrýni á stjórn atvinnumál-
anna. Taldi fundurinn, að aðferð-
arleysi það, sem ríkt hefur um
langan tíma, varðandi endur-
bætur og lagfæringu hafnargarð
anna, vera til mikils tjóns, og
samdráttur í rekstri Bæjarútgerð-
arinnar skaði Hafnarfjörð. í lok
fundarins var samþykkt ályktun
um atvinnumálin, og eins um
nokkur önnur mál.
Fundur þessi hófst kl. 2 á sunnu
dag, og stóð til kl. 8.10 um kvöld-
ið, eða í rúmar sex klukkustund-
ir. Framsögu hafði Hermann
Guðmundsson, formaður Hlífar,
en auk hans tóku þessir félagar
til máls: Jón Kristinsson, Jón
Guðnason og Sigmundur Björns
son. Þessir bæjarfulltrúar tóku
til máls: Jón Pálmason, Kristinn
Gunnarsson, Kristján ívndrésson
og Páll Daníelsson.
Stjórn Hlífar bar fram í fundar
lög tillögu til ályktunar um at-
vinnumálin, og var hún sambykkt.
Er ályktunin svohljóðandi.
Framhald á bls. 14
Seltjarnarnes
SJ-Reykjavík, mánudag.
Á laugardaginn kom brezki
togarinn Wyre Conquerer til
Reykjavíkur í fylgd með varð
skipinu Óðni, en togarinn náð-
ist út með aðstoð varðskips
ins á laugardagsmorgun.
í dag mætti skipstjórinn,
Mecklenburgh, fyrir sjódómi,
og að réttarhöldunum loknum
ræddi fréttamaður blaðsins við
hann á herbergi hans í Hafnar
búðum, sem hann deilir með
vélstjóra og stýrimanni. Meckl
enburgh er 35 ára gamall,
ljóshærður, fremur lágvaxinn
og þrekinn. Hann er kvæntur
og a eitt bam.
Við spurðum hann fyrst,
hvort hann hefði ekki talað
heim.
— Eg talaði við konuna
mina í gær, og hún varð mjög
glöð, þegar hún frétti, að tog
arinn hefði náðst út. Hún var
orðin dálítið smeyk og óþreyju
full, eins og gefur að skilja.
— Nei, það var engin hræðsla
þegar togarinn strandaði. Það
komu allir upp á dekk, og við
biðum uppi allan tímann, þar
til björgunarsveitin kom á vett
vang. Við sáum lítið til lands
vegna snjókomu. Við tókum til
björgunarbeltin og vorum
reiðubúnir að mæta því, sem
að höndum bæri. Við og við
gengu öldur yfir skipið, en það
haggaðist lítið. Eftir eina 6—
7 tíma kom brezkur togari,
og hann sigldi eins nálægt okk
hann gat, og hann kom svo boð
um frá okkur. Það, sem okk-
ur þótti verst, var að pump-
HZReykjavík, mánudag.
Á laugardaginn var sett tveggja
daga umferðarráðstefna að Hótel
Sögu, sem átta trygginga
félög gengust fyrir. Alls sóttu
fundinn 31 aðalfulltrúi og um 60
áheyrnarfulltrúar. Samþykkt var
með 18 atkvæðum að stofna lands
samtök gegn umferðarslysum og
er heiti samtakanna „VARÚÐ Á
VEGUM. Kosin var sex manna
stjórnarncfnd, sem annast skal
allan undirbúning að framhalds
stofnfundi, sem haldinn skal cins
fljótt og unnt er.
Klukkan 14 á laugardaginn var,
setti Jón Rafn Guðmundsson, sem
var einn af þrem mönnum í undir
búningsnefnd, ráðstefnuna um um
ferðaröryggi að Hótel Sögu. Kos
inn var fundarstjóri Baldvin Þ.
Kristjánsson, og auk þess tveir
ritarar. Því næst flutti Jóhann
Hafstein, dómsmálaráðherra,
ávarp, þar sem hann lýsti
ánægju sinni yxir því að til
slíkrar ráðstefnu hefði verið boð
að og vænti mikils árangurs af
stofnun landssamtaka gegn um
ferðaröryggi. Nefndi hann bráða
birgðaálit umferðaslysanefnd
ar sem greinagóða ályktun til úr
bóta. Þá barst ráðstefnr.-ni skeyti
frá forseta íslands, herra Ásgeiri
Framhald á 8. siðu.
Fundur ungra Fram
sóknarmanna í
Skagafirði
Félag ungra Framsóknarmanna
í Skagafirði gengst fyrir nokkr
um almennum umræðufundum
næstu mánuði. Sá fyrsti verður
haldinn í Bifröst, Sauðárkróki 31.
janúar, og hefst kl. 20.30 Umræðu
efni verður stóriðjan og íslenzkur
iðnaður. Framsögu annast Stefán
Guðmundsson trésmíðameistari
Sauðárkróki og Magnús Gíslason
bóndi Frostastöðum. Öllum er
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir, og ungt fólk sérstaklega
hvatt til að mæta.
urnar urðu óvirkar vegna
Framhald á bls. 14
Mecklenburg
Aðalfundur Framsóknarfélags
Seltjarnarness verður haldinn
í dag þriðjudag kl. 8.30 í
Tjarnargötu 26. Aðalfundarstörf.
Nýir félagsmenn velkomnir.
Stjórnin.
(Tímamynd—HZ)
Magnús
Stefán
Wyre Conquerer leggst að bryggju í Reykjavík.
(Tímamyndir GE)
AÐALGREIN
ASR ER UM
KJARVAL
GE-Reykjavík, mánudag.
Blaðinu hefur borizt vetrar
hefti The American Scandinav
ian Rewiew. Meðal margra fróð
legrá og góðra greina, sem
í ritinu eru, er ein, sem Hall-
berg Hallmundsson hefur ritað
um Jóhannes Kjarval.
Greinarhöfundur bregður
upp skemmtilegri og eftirminni
legri mynd af listamanninum.
Hann segir, að þrátt fyrir alla
isma, sem Kjarval sé sagður
hafa aðhyllzt á sínum langa
listamannsferli, sé hann fyrst
og fremst íslenzkur í list sinni.
í málverkum sínum höfði hann
til innstu tilfinninga íslenzku
þjóðarinnar, drauma hennar og
vona. En Kjarval hafi ekki lát
ið þar við sitja, heldur hafi
hann alla ævi verið óþreyt
Framhald á 6. síðu.
„KONAN VAR ORÐIN
DÁLÍTID SMEYK”
SAMT0KIN „VARUÐ
Á VEGUM" ST0FNUÐ