Vísir - 11.05.1974, Síða 6

Vísir - 11.05.1974, Síða 6
6 Vfsir. Laugardagur II. maf 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Andstæðurnar miklu Reykvikingum og ibúum annarra byggða, sem hafa meirihlutastjórn sjálfstæðismanna, er nú boðið upp á vinstri stjórn sem oftar áður. í Reykjavik hafa vinstri flokkarnir komið sér sam- an um málefnaskrá og sækja sameiginlega gegn þessu trausta virki sjálfstæðismanna. Eru flestir sammála um, að mjög tvisýnar borgarstjórnar- kosningar séu framundan i Reykjavik. En reynslan sýnir, að vinstri flokkunum nægir ekki að gera með sér sáttmála um samstarf. Sundurþykkjan er svo mikil meðal forustumann- anna, að þeir geta ekki unnið saman til lengdar. Þetta sýna dæmin frá siðustu tveimur rikis- stjórnum vinstri flokkanna. Vinstri stjórnin árin 1956-1959 lifði með harmkvælum i hálft þriðja ár, og nú- verandi vinstri stjórn er að flestu leyti endurtekning hinnar fyrri. Munurinn er helzt sá, að núverandi vinstri stjórn hefur tekizt að fram- lengja dauðastrið sitt um hálft ár um fram hina fyrri. Hún er búin að vera án meiri- hluta á alþingi siðan fyrir áramót, og þessa sið- ustu daga hefur hún verið i minnihluta. Fyrst hljóp Bjarni Guðnason frá samstarfinu og siðan flokkur Hannibalista, að Magnúsi Torfa frátöld- Góö stjórn um. Allt þetta stutta æviskeið hefur ekki gengið á öðruenerjum innan rikisstjórnarinnar. Ráðherr- arnir hafa verið skjótir til að reka hnifinn i bak hvers annars og bera heimilisböl sitt á torg. Á meðan hefur landsstjórnin verið látin reka á reiðanum með þeim herfilegu afleiðingum, sem nú eru öllum kunn- ar. óstjórn Menn geta gert sér i hugarlund, hvernig ástandið yrði i Reykjavik, ef vinstri borgarstjórn kæmist til valda. Fjáraustur og fjármálaóreiða mundu halda innreið sina, ásamt aukinni skriffinnsku og stefnuleysi i framkvæmd- um. Meirihluti sjálfstæðismanna i borgarstjórn er vissulega búinn að sitja mjög lengi að völdum. En mikil endurnýjun verður á borgarfulltrúum þeirra að þessu sinni. Af átta efstu mönnum framboðslista sjálfstæðismanna eru fjórir nýir. Og Reykvikingar hafa fengið nýjan borgarstjóra, sem hefur farið prýðilega af stað og Reykviking- ar vilja gjarnan láta spreyta sig áfram. Þeir, sem vilja endurnýjun i borgarstjórn Reykjavikur, þurfa þvi ekki að kalla yfir sig neitt vinstra slys. Þeir hafa endurnýjunina hjá Sjálf- stæðisflokknum og spara sér jafnframt alla áhættu. Þeir vita, að þar hafa þeir saman reynslu og áræði, festu og framtak. Þeir muna eftir hita- veitunni og malbikunarátakinu og vita, að áætlunin um útivist og umhverfi muni lánast jafn vel. Áætlunin um græna Reykjavik er raunhæf framkvæmdaáætlun, sem er borginni ekki fjár- hagslega ofviða. Framkvæmd þessarar djörfu áætlunar mun gerbreyta svip Reykjavikur á næstu árum. Það er mikilvægt, að þessi fram- kvæmd takist sem bezt. öruggasta leiðin til þess er að tryggja framhald meirihluta sjálfstæðis- manna i Reykjavik. Hin farsæla stjórn Reykjavikurborgar er skin- andi andstæða ringulreiðar og innri úlfúðar vinstri rikisstjórnarinnar. _JK Minnihlutastjórn sviptir alþingi umboði þess — fer ein með öll völd í landinu til kjördags 30. ]úní Hér verður stiklað á stóru og getið helztu at- burðanna á siðustu 13 dögunum, sem alþingi starfaði, áður en minnihlutastjórn ólafs Jó- hannessonar rauf þing og svipti alþingismenn umboði sinu. Þessi mynd var tekin viö lok fundar f neöri deifd afþingis, þegar Gils Guömundsson, forseti deildarinnar, flutti Eysteini Jónssyni sérstakar kveöjur. Eysteinn hverfur nú af þingi eftir aö hafa setiö 41 þing. Hann ætlar ekki aö gefa kost á sér f kosningunum 30. júnf. Meö Eysteini á myndinni er Matthias A. Mathiesen. Ljósm. Bj. Bj. 26. april: Ölafur Jóhannesson forsætis- ráöherra flytur ræöu á miöstjórn- arfundi Framsóknarflokksins, sem hefst þennan dag. í ræöunni gerir hann grein fyrir hugmynd- um sinum um lausn efnahags- vandans. Hann segir, aö þessar hugmyndir hafi hann fyrst kynnt I rlkisstjórninni 18. marz og þar sé samstaöa um, aö eitthvaö þurfi aö gera. Stjórnarflokkarnir eru ekki sammála um lausn efna- hagsvandans. Segir Ólafur, aö flokkur sinn eigi að leggja fram tillögurnar einn, ef ekki fáist samstaöa um það, en ákvöröun um þetta verði tekin á miöstjórn- arfundinum. Þegar forsætisráö- herra er spurður um þaö i út- varpi, hvort liklegt sé, að þingrof veröi telur hann það óliklegt. Hins vegar gefur hann i skyn, aö ef til vill verði kosningar næsta haust. Aö kvöldi þessa dags eru umræður formanna þingflokk- anna urn efnahagsmálin og stjórnmálaviðhorfið i sjónvarps- sal. í þættinum eru menn spurðir um það, hvort kjósa eigi strax. Hannibal Valdimarsson telur þaö algjört ábyrgöarleysi að efna til kosninga, sem gætu ekki fariö fram fyrr en i júli, eftir aö hol- skefla verðbólgunnar heföi skolliö yfir. 1 stað þess veröi aö mynda nýja stjórn, ef þessi fellur, gera efnahagsráðstafanir og efna siö- an til kosninga. Ragnar Arnalds telur aö efna eigi til kosninga, ef stjórnin fellur. Gunnar Thorodd- sen segir, að allar likur séu fyrir þvi, aö stjórnin falli. Allir séu sammála um, að kosiö sé á þessu ári i byrjun júli, I september eöa október. Hvenær sem kosið er, þá veröi aö leysa efnahagsvandann. Strax við fall stjórnarinnar verö- ur aö mynda stjórn, segir hann, — utanþingsstjórn óæskileg, meiri- hlutastjórn æskilegri en minni- hlutastjórn. Hannibal Valdimars- son segir, aö flokkur sinn hafi gert tillögur til breytinga á tillög- um forsætisráöherra um efna- hagsvandann. Meginbreytingin sé um þaö, aö leitaö veröi sam- ráös viö aöila vinnumarkaöarins, áöur en tillögurnar séu lagðar fram. Bjarni Guönason telur nauðsynlegt að ganga til kosn- inga. bórarinn Þórarinsson telur það geta fariö saman, aö sam,- þykkja frumvarp rikisstjórnar- innar og ganga til kosninga, stjórnin fellur ekki nema hún fái vantraust eða geri efnahags- frumvarpiö aö fráfararatriöi. Gylfi b. Gislason vill kosningar strax. 29. april: Magnús Kjartansson lýsir þvi yfir I útvarpi aö allir stjórnar- flokkarnir séu sammála um heimild til forsætisráöherra til þingrofs og kosninga i haust. 30. april: Hannibal Valdimarsson segir ummæli Magnúsar Kjartansson- ar frá deginum áöur um þingrof röng. ólafur Jóhannesson segir, að Magnús Kjartansson hafi ekk- ert umboð haft til aö skýra frá niöurstöðu stjórnarflokkanna um þingrof, engu siður sé rétt skýrt frá. 2. mai: Frumvarp rikisstjórnarinnar um viönám gegn verðbólgu lagt fram á alþingi. 1 greinargerð er tekið fram, að stjórnarflokkarnir séu óbundnir af einstökum atrið- um. útvarpsumræöur um kvöld- iö. Hannibal Valdimarsson lýsir þvi yfir, að Björn Jónsson sé and- vigur þvi aö frumvarpiö sé flutt og þaö sé þvi ekki gert i hans nafni. 3. mai: Ólafur Jóhannesson fylgir efna- hagsfrumvarpinu úr hlaöi I neöri deild alþingis. Segir, að þeir ráð- herrar, sem á siöustu stundu hafi breyttum skoðun I svo mikilvægu máli, hafi aðeins eitt úrræöi. Ráö- gert aö ljúka 1. umræöu þennan dag og afgreiöa máliö til nefndar. 1 ræöu Gylfa Þ. Gislasonar um kvöldiö kemur fram, aö Alþýöu- flokkurinn muni beita sér gegn þvi, að frumvarpiö komist til nefndar og fella þaö strax viö 1. umræðu. Eftir þessa ræöu stend- ur forsætisráöherra upp og boðar frestun umræöunnar fram yfir helgina, það er til mánudagsins 6. mai. Kom þetta mjög á óvart. 4. mai: Björn Jónsson tilkynnir afsögn sina, bæöi vegna þess að efna- hagsfrumvarpiö var lagt fram og einnig vegna ummæla forsætis- ráöherra I þingræðu. Segir hann i sjónvarpi, aö Norölendingar séu þannig skapi farnir, aö þeir láti ekki sparka I sig tvisvar. Björn Jónsson og Hannibal Valdimars- son gefa báöir til kynna, aö Birni hafi ekki veriö kunnugt um vUja forsætisráöherra um aö hann hætti i stjórninni, fyrr en þaö kom fram á alþingi. 6. mai: A mánudeginum eru boðaöir fundir I báöum deildum alþingis. begar þeir hafa staöiö I rúml. tuttugu mínútur, er kallaður saman fundur I sameinuöu þingi. Hannibal Valdimarsson tekur til máls utan dagskrár. Hann vitnar i ræöu ólafs Jóhannessonar frá 3. mai, þar sem hann hefði sagt, aö Björn Jónsson ætti ekki nema eitt úrræöi, sem af öllum heföi veriö skilið svo, aö hann ætti aö segja af sér. Þessi boö hafi forsætisráð- herra látiö berast Ul Björns á sjúkrabeöi i gegnum fjölmiöla og ekki haft fyrir þvi aö tilkynna honum þaö á annan hátt. Hannibal segir, aö þá um morg- uninn hafi þingflokkur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna komið saman og samþykkt meö 3 atkv. gegn 1 (Magnús Torfi Ólafsson) aö slita stjórnarsam-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.