Vísir - 11.05.1974, Síða 7
Vísir. Laugardagur 11. mai 1974.
7
Frá alþingi mánudaginn 6. mai. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra tekur sér smáhvfld eftir aö hafa
lýst þvíyfir, aö stjórn sín eigi tveggja kosta völ: segja af sér eöa rjúfa þing. A myndinni meö Ólafi eru
þeir Bjarni Guönason og Garöar Sigurösson. Ljósm. B.G.
starfinu. Vill Hannibal, aö for-
sætisráðherra biðjist lausnar og
mynduð verði stjórn, sem geti
tekið á efnahagsvandanum.
Mótmælir hann þingrofi. Magnús
Torfi Ólafsson segist hafa fellt
niður störf I þingflokki SFV og
muni sitja áfram i stjórninni.
Ólafur Jóhannesson segir rikis-
stjórnina standa frammi fyrir
þvi, að hún hafi ekki meirihluta á
alþingi. Hún hafi um það að velja
að rjúfa þing og efna til kosninga
eða biðjast lausnar án ástæðu-
lausrar tafar. Geir Hallgrimsson
segir, að rikisstjórnin sé ekki
lengur þingræðisstjórn. Sjálf-
stæöisflokkurinn muni flytja van-
traust á hana og efna beri til
kosninga svo fljótt sem kostur er
og allar aðstæöur leyfa. Ragnar
Arnalds telur að rjúfa eigi þing og
efna til nýrra kosninga, en minni-
hlutastjórn stjórnarflokkanna
sitji fram að konsingum. Gylfi Þ.
Gislason segir, að rikisstjórnin
eigi að segja af sér og efnt skuli til
kosninga svo fljótt sem kostur er.
7. mai:
Formenn stjórnmálaflokkanna
koma saman til viðræðna i
sjónvarpssal. Ólafur Jóhannes-
son segist ekki skýra frá þvi
hvorn kostinn hann hafi valið —
að rjúfa þing eða segja af sér.
Enginn nema Hannibal Valdi-
marsson dregur stjórnskipulega
heimild forsætisráðherra til þing-
rofs I efa. Geir Hallgrimsson og
Gylfi Þ. Gislason segja, að stjórn-
in eigi að biðjast lausnar, leita
eigi samstöðu gegn efnahags-
vandanum og efna fljótlfga til
kosninga. Um kvöldið flytja þeir
Geir Hallgrimsson, Gylfi Þ.
Gislason og Hannibal Valdimars-
son þingsályktunartillögu um
vantraust á rikisstjórnina.
8. mai:
I upphafi fundar I neðri deild
alþingis spyr Gylfi Þ. Gislason
um það utan dagskrár, hvort for-
sætisráðherra hafi I hyggju að
rjúfa þing á þann veg, að umboð
alþingismanna falli niður frá og
með þingslitadegi eða hvort
umboðiö eigi að falla niður frá og
með kjördegi. Ólafur Jóhannes-
son svarar þessu ekki, en segir, ef
rikisstjórn þarf ,,að losa sig við
þingið strax” þá sé þaö rofið frá
þingslitum en ekki kjördegi. Gylfi
mótmælir þvi harðlega, ef svipta
eigi þjóðina alþingi. Hannibal
Valdimarsson tekur undir þessi
mótmæli og segir einnig að hann
liti svo á, að minnihlutastjórn
ólafs hafi ekki heimild til þing-
rofs, framkvæmi hún það búi
landið við einræðisstjórn.
Siðar um daginn tekur Gunnar
Thoroddsen einnig til máls utan
dagskrár I neðri deild. Hann
skýrir frá þvi, að 31 þingmaður
hafi ritað undir áskorun til for-
seta sameinaðs þings þess efnis,.
að hann heimili umræður um
vantrauststillöguna, áður en for-
sætisráðherra rýfur þing. Hann
spyr Eystein Jónsson, hvort hann
verði við þessari áskorun. Gunn-
ar beinir þeim eindregnu tilmæl-
um til forsætisráðherra að hann
rjúfi þing frá kjördegi en ekki
þingslitadegi. Eysteinn Jónsson
segist munu skýra frá ákvörðun
sinni um þetta erindi frá forseta-
stóli siöar.
Kl. 17.45 hefjast umræöur um
grunnskólafrumvarpið I neðri
deild, Sverrir Hermannsson talar
I 5 klukkustundir og Pálmi Jóns-
son I tvær. Fundi neöri deildar
lýkur 01.55. Þá er boðað til fundar
isameinuðu þingi. Eysteinn Jóns-
son skýrir frá þvi, að hann muni
ekki taka tillit til óska 31 þing-
manns um umræður um van-
traustið. Forsætisráðherra megi
flytja þingrofsboðskap sinn, þeg-
ar honum hentar og önnur mál
verði að vikja fyrir honum. ólaf-
ur Jóhannesson rýfur siðan þing
frá og með þingslitadegi, umboð
þingmanna fellur niður, þegar
hann hefur lokið máli sinu. Þing-
menn geta þvi hvorki skipzt á
kveðjuorðum I sameinuðu þingi
né hyllt fósturjörðina eins og
venja er við eðlilegar þinglausnir.
Þingmenn hverfa úr þingsal rúm-
lega tvö. Enginn fer lengur með
löggjafarvald i landinu fram að
kjördegi 30. júni, nema minni-
hlutastjórn Framsóknarflokks-
ins, Alþýðubandalagsins og
Magnúsar Torfa Ólafssonar.
— BB —
Gunnar Thoroddsen krefst þess utan dagskrár I neöri deild á miövikudag, aö forseti sameinaös þings
taki kröfu 31 þingmanns um umræöur um vantrauststillögu á rikisstjórnina til greina. Ljósm. B.G.
Búiztvið 10
millióna
„tapi" af
listahótíð
Listaverk fyrir tugmilljónir koma
að utan með „varðmanni
ii
/#'
Það er eins og i
reyfara. Gömul islenzk
listaverk koma til
landsins, vátryggð
fyrir milljónir og með
„varðmanni”.
Verið er að safna þessum
listaverkum frá útlöndum
vegna listahátiðarinnar. Eitt
hið markverðasta i listahátið-
inni verður yfirlitssýning yfir
þróun islenzkrar myndlistar i
1100 ár, sem verður aö Kjar-
valsstöðum og hefst 7. júni. Frá
Kaupmannahöfn eru komin tvö
teppi og rúmfjalir, og vá-
tryggingarupphæð þeirra hluta
er samtals rúmlega 15 milljón
krónur.
Aðrir munir berast frá söfn-
um i Bergen, Osló, Stokkhólmi,
Paris, London, Hollandi og
Austur-Þýzkalandi.
Listahátið i Reykjavik á að
standa frá 7. til 21. júni. Gert er
ráð fyrir, að „tapið” kunni að
verða 10 milljónir króna af
þessari hátið, það er að segja
kostnaðurinn umfram tekjur.
Þetta verður greitt meö styrk
frá norræna menningarmála-
sjóðnum, framlögum rikis og
borgar (3,5 milljónir á fjárlög-
um hjá hvorum) og fleira. Þetta
tap yrði meira en var fyrir
tveimur árum, er listahátið var
haldin, en þá voru framlög rikis
og borgar 2,7 milljónir hjá hvor-
um. Samt yrði þetta minna tap,
ef miðað er við verðbólguna
þessi tvö ár.
Linnulaus lestur
20 skálda
Ýmis „stór nöfn” utan úr
heimi setja svip á hátíðina.
Óperusöngkonan Renata
Tebaldi er kannski stærsta
stjarnan. Hún syngur einsöng
með Sinfóniuhljómsveit Islands,
er Vladimir Ashkenazy stjórnar
i það skipti. Sinfóniuhljómsveit
Lundúna kemur i fullri dýrð
með hinum heimsfræga stjórn-
anda André Previn.
Frumflutt verður Islenzk
ópera, sem mun vera sú fyrsta
að frátöldum barnaóperurn, og
er um Þrymskviðu.
Um tuttugu Islenzk ljóðskáld
lesa úr verkum sinum að Kjar-
valsstöðum, linnulaust frá
klukkan tvö og langt fram eftir
degi hinn 9. júni.
Brúðuleikhús um
Sæmund fróða
Brúðuleikhús frumsýnir dag-
skrá um Sæmund fróða i Iðnó
hinn 13. júni. Leikfélag Reykja-
vikur stendur að sýningunni.
Konunglega leikhúsið
Dramaten i Stokkhólmi heim-
sækir Þjóðleikhúsið og sýnir
Vanja frænda eftir Tjechov.
Kabarett, sem nefnist Litla
flugan, flytur dagskrá úr verk-
um Sigfúsar Halldórssonar i
Þjóðleikhúskjallara.
Leikfélag Reykjavikur frum-
sýnir nýtt íslenzkt leikrit, Selur-
inn hefur mannsaugu, eftir
Birgi Sigurðsson.
Þannig mætti lengi enn rekja
stórmerka viðburði á listahá-
tiðinni. Islenzki dansflokkurinn
mun dansa nýja dansa eftir
Alan Carter, sem stjórnar, og
koma þá fram sem gestir Svein-
björg Alexanders og Wolfgang
Kegler, sem dansa dansa eftir
Gray Veredon.
Þrennir kammertónleikar
veröa á listahátið. 1 Háskólabiói
veröa 13. júni „jasstónleikar”,
sem flytjendur vilja þó siður
kalla þvi nafni. Þar verða
frægir menn, John Dankworth,
André Previn, Cleo Laine, Arni
Egilsson og fleiri.
Daniel Barenboim leikur á
pianó i Háskólabiói. Danskir
listamenn, Lone Hertz, Bonna
Söndberg og Torben Petersen,
flytja ljóð og tónlist i Norræna
húsinu. Hinn finnski bassa-
söngvari Martti Talvela syngur
einsöng við undirleik
Ashkenazys. Norsk hjón flytja
gamla norska tónlist og kveð-
skap, og verður leikið á
Harðangursfiðlu. Sinfóniu-
hljómsveit Islands frumflytur 7.
júni á opnunarhátiðinni „At-
hvarf” eftir Herbert H. Ágústs-
son. Hinn franski Alain Lom-
bard stjórnar leik Sinfóniu-
hljómsveitarinnar.
Leiksýningar á
vinnustöðum
Fyrirhugað er, að danskur
leikflokkur, Banden, komi á
listahátið og haldi nokkrar
sýningar i Norræna húsinu og
einnig á vinnustöðum i borginni.
Listasafn Islands sýnir verk
Ninu Tryggvadóttur, meðal
annars sum, sem hafa aldrei
sézt nér fyrr, nýjar myndir frá
New York. SÚM sýnir alþýðu-
list. Útihöggmyndasýning
verður i Austurstræti. Og margt
er ótalið. —HH
Vladimir Ashkenazy