Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 11. mai 1974. iii VINNUSKÓLI w REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavikur tekur til starfa, um mánaðamótin mai-júni n.k. og starfar til 15. ágúst. í skólann verða teknir ungl- ingar fæddir 1959 og 1960 þ.e. nemendur sem eru i 7. og 8. bekk skyldunámsins i skólum Reykjavikurborgar skólaárið 1973-’74. Gert er ráð fyrir 8 stunda vinnudegi og 5 daga vinnuviku hjá eldri aldursflokkum, en 4 stunda vinnudegi og 5 daga vinnuviku hjá yngri aldursflokkum. Umsóknareyðublöð fást i Ráðningarstofu Reykjavikurborgar Hafnarbúðum við Tryggvagötu og skal umsóknum skilað þangað eigi siðar en 22. mai n.k. Umsóknir, sem siðar kunna að berast verða ekki teknar til greina. Áskilið er að umsækjendur hafi með sér nafnskirteini. Skrifstofustúlka óskast Stúlka með Verzlunarskólapróf eða hlið- stæða menntun, óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Einhver reynsla er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um umsækj- anda og fyrri störf, sendist til undirritaðra sem fyrst. Skýrsluvélar rikisisins og Reykjavikur- borgar Háaleitisbraut 9, Reykjavik ★ Forskóli fyrir prentnám Verklegt forskólanámiprentiðnhefst i Iðn- skólanum i Reykjavik, að öllu forfalla- lausu hinn 4. júni n.k. Forskóli þessi er ætlaður nemendum, er hafa hugsað sér að hef ja prentnám á næstunni og þeim, sem eru komnir að i prentsmiðjum, en ekki hafið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans i siðasta lagi föstudag- inn 24. mai. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar verða látnar i té á sama stað. Iðnskólinn i Reykjavik í rAijili INNER-WHEEL, — nýr félagsskapur kvenna Nú nýlega hlaut kvenfélags- skapurinn Inner-Wheel alþjóða staðfestingu við athöfn að Hótel Esju. Frú Hedvig Hert-Hansen kom frá Danmörku til að afhenda félaginu staðfestingarbréf al- þjóðasamtakanna. Félagið var stofnað fyrir einu ári fyrir for- göngu frú Ingibjargar Guð- mundsdóttur og eiginkvenna manna úr Rotaryhreyfingunni. Félag þetta er þó óháð Rotary að öllu leyti og hefur sin eigin lög og reglur. Félagið afhenti i hófinu 100 þús. krónur til skógræktar i landinu, og tók Hákon Bjarnason við gjöfinni. Mun fénu varið til gróðursetningar i sérstökum lundi I Skorradal. Á myndinni er Ingibjörg Guðmundsdóttir i ræðustól, en til vinstri er frú Hert- Hansen. Brúsapallarnir hverfa óðum... Sú var tiðin, að brúsapallar bóndabæjanna voru einhver punktur i tilveru sveitafólksins. Við brúsapallinn beið heimasæt- an „Bjössa á mjólkurbflnum” o.s.frv. En nú eru þeir semsé að hverfa óðum, pallarnir, en tankar heima á bæjunum koma I staðinn. 1 Eyjafirðinum gengur tank- væðingin svo vel, að henni á að ljúka endanlega árið 1977. Er mjólkin sótt á tankbilum tvisvar i viku á veturna, en 3-4 sinnum á sumrin. AUir vilja tryggja... Það er lagt hart að fólki i aug- lýsingum stærri tryggingafélag- anna að tryggja sig og sitt. Og vitaskuld er slikt nauðsyn. Og tryggingafélögin eru fleiri en nokkurn grunar. Tryggingaeftir- litinu bárust umsóknir alls 21 aðila til að hafa með hendi skaða- tryggingastarfsemi frá innlend- um aðilum, ein frá erlendum aðila, og þrjár til að stunda lif- tryggingastarfsemi og til að stunda endurtryggingar. Fjórir aðilar tilkynntu, að þeir sæktu ekki um starfsleyfi, þar eð þeir byðu ekki nýtryggingar. Fagfélag sem ræðir ekki hagsmunamálin! Klúbbur matreiðslumanna er fagfélag, sem hefur ekki á stefnu- skrá sinni að huga að kjaramál- um stéttarinnar éða hagsmuna- málum svokölluðum. Markmið klúbbsins er að auka faglega þekkingu almennings og kynna matreiðslu innbyrðis meðal meistara i faginu. Hyggst klúbburinn standa fyrir kynningu á matreiðslu i fjölmiðlum og hef- ur þegar hafið þá kynningu, m .a. i sjónvarpi. I janúarmánuði sátu Ib Wessman, forseti klúbbsins, og Hilmar Jónsson stjórnarmaður norrænt þing yfirmatreiðslu- manna i Þrándheimi. Þar var m.a. samþykkt ályktun um nauð- syn þess að sérhæfa menn i með- ferð sjúkrafæðu, sérstaklega vegna sykursjúkra og þeirra, sem þurfa á megrunarfæðu að halda. ,, Vitaminspr auta ’ ’ til sjúkrahúsanna Um þessar mundir hafa 33 nýjar hjúkrunarkonur komið á vinnu- markaðinn, útskrifaðar úr Hjúkrunarskóla íslands. Þetta er sannkölluð vitaminsprauta fyrir sjúkrahúsin okkar, sem skortir stöðugt hæfar hjúkrunarkonur. Stærsti skóli landsins stækkar i sifellu Umferðarskólinn Ungir vegfar- endur hefur um mörg undanfarin ár verið stærsti skóli landsins. Nú eru nemendur orðnir 16.298 börn, sem fá sina undirstöðuþekkingu á umferðarmálum frá skólanum, sem er bréfaskóli. Hafið er 6. starfsár skólans og er áætlað, að send verði út i ár um 90 þúsund verkefni til barnanna. Alls eru 37 sveitarfélög eða byggðir, eins og það heitir vist nú, aðilar að skólanum, en nýlega bættust við Neskaupstaður, Búðahreppur, Flateyrarhreppur, Grimsnes- hreppur, Laxárdalshreppur, Norðfjarðarhreppur og Vatns- leysustrandarhreppur. Kanadadekkin að slá þau japönsku út? Vörur frá Japan hafa hækkað all- mikið i verði að undanförnu. Seg- ir t.d. frá þvi i Sambandsfréttum, að draga muni mjög úr innflutn- ingi frá Yokohama-verksmiðjun- um. Hefur SIS i staðinn gert samning við Atlas-hjólbarða- verksmiðjurnar og kaupir frá þeim sumarhjólbarðana I ár. LAUGARNES- LANGHOLTS- VOGA- OG HEIMAHVERFI 12. maí sunnudagur kl. 15.00 Laugarósbíó. Fundarstj.: Gunnar J. Friðríksson, frk.stj. Fundarrit.: Gunnar Hauksson, vorzlunarstj. Hulda Valtýsdótfir, húsmóðir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.