Vísir - 18.05.1974, Side 4

Vísir - 18.05.1974, Side 4
4 Vísir. Laugardagur 18. mai 1974. Fró gagnfrœðaskólum Reykjavíkur Dagana 4. og 5. júni n.k., kl. 14-18, verður tekið á móti umsóknum um 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna i Reykjavik fyrir næsta skólaár. Um bóknámsdeildir 3. bekkjar skulu nemendur sækja sem hér segir: Þeir.sem ljúka unglingaprófi frá Austurbæjarskóla og Hliöaskóla, sæki um i Gagnfræðaskóla Austurbæjár. Þeir, sem ljúka unglingaprófi, frá Hagaskóla, Réttar- holtsskóla, Vogaskóla og Laugalækjarskóla, sæki um, hver i sinum skóla. Þeir, sem ljúka, unglingaprófi frá Álftamýrarskóla, Arbæjarskóla og Hvassaleitisskóla sæki um i Armúla- skóla. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Breiðholtsskóla, Fellaskóla og Langholtsskóla, komi hver i sinn skóla til þess að ganga frá umsóknum. Um verknámsdeildir 3. bekkjar skal sækja i Ármúlaskóla nema sjóvinnu- deild i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Um 4. bekk sæki nemendur, hver i sinum skóla. Umsækjendur hafi með sér prófskirteini. Kennsla hefst i gagnfræðaskólum Reykjavikur 10. september. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 12., 14. og 16. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á hiuta i Hraunbæ 194, þingl. eign Stefáns Sigurössonar, fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar hrl. og Gjaldheimtunnar á eigninni sjálfri, miðvikudag 22. maf 1974 ki. 15.30. Borgarfógetaembættiö f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 15., 17. og 49. tölubiaöi Lögbirtinga- blaösins 1974 á eigninni Hjailabraut 2, fbúö á 3. hæö, Ilafnarfirði þinglesin eign Sigursteins Húbertssonar fer fram eftir kröfu innheimtu rfkissjóös á eigninni sjálfri föstudaginn 24. mai 1974 kl. 2.45 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Sumarhjólbarðar fyrir ameríska bíla Á mjög hagstœðu verði HJÓLBARÐASALAN Borgartúni 24 Sími 14925 FIAT 850 ’72. VOLKSWAGEN 1300 '72. VOLKSWAGEN 1303 ’73. TAUNUS 17M, station, ’70. VOLGA ’73. PEUGEOT 204 ’71. VAUXHALL VIVA ’67. Opið á kvöldin kl. 6-10 — I.augardag ki. 10-4. ■N 7 Mœlingamaður Hafnamálastofnun rikisins óskar eftir að ráða vanan mann til hafnamælinga. Upp- lýsingar i síma 27733. STUÐMENN: Komnir ó toppinn með allt sprellið STUÐMENN kalla þessir frisku félagar hljómsveit sina, og þcir þurfa ekki aö kvarta undan áhugaleysi poppunnenda. Lag þeirra , „Honey, will you marry me”, sem þeir sendu nýverið frá sér á tveggja laga plötu, hefur veriö sigursælt i vinsældaþáttum útvarpsins. Fæstirvita hins vegar nokkur de.li á þeim félögunum i hljóm- sveitinni. Þeir svara líka öllum spurningum i þá áttina út i hött og bera allir dulnefni, nefnilega: Lars Himmelberg (sólógitar), Leó Löve (tromm- ur), Jóhann Hrólfsson (bassi) og Elvir Eyþórsson (rytmagit- ar). 1 fáorðri fréttatilkynningu, sem Stuömenn sendu ásamt myndinni hér að ofan, segir eftirfarandi: „Piltarnir syngja allir forkunnarvel og leggja áherzlu á stuð og „swing” i leik sfnum og sviösframkomu. Þeir hvorki reykja né drekka, en aðaláhugamál þeirra er dans og útreiðar.” Við þetta má bæta þeim upplýsingum, að þeir félagarnir i hljómsveitinni eru kattþrifnir og vel klipptir. Þeir greiða hár sitt vandlega með hárkremi, svo það hangi ekki sóðalegt niður yfir eyru og axlir. Þeir ganga lika alltaf snyrtilega til fara, en ekki i lörfum, eins og svo mjög hefur tiðkazt að und- anförnu. Þeir eru i hvitum skyrtum með mjó bindi, i svört- um jakkafötum og vel burstuð- um skóm. Eru það ekki einmitt svona strákar, sem mæðurnar vildu helzt fá fyrir tengdasyni?' Takið eftir Stuðmönnum næst, þegar þið mætiö þeim á götu.og virðið fyrir ykkur piltana, sem komnir eru I efsta sæti vinsældalistans i þætti Arnar Petersen, „Tiu á toppnum”. Þar komust Stuð- menn i fyrsta sæti án þess að vekja athygli á sér með svalli og sóðaskap. Plata Stuðmanna var hljóð- rituö i London, og stjórnaði Richard Ziro upptökunni. Lagið á hinni hliðinni heitir „Whoops- Scoobie-Doobie”. Siðar mun svo koma á markaðinn önnur tveggja laga plata, sem hljóð- rituð var á sima tima i London. Sú er með islenzkum textum, sem bera nöfnin „Gjugg i borg” og „Ég kvaddi þig”. Mega þau lög skoðast sem ádeila á leir- burð islenzkra textahöfunda og sveitalega útsetningu flestra hljómsveita okkar, sem leika inn á hljómplötur. Þó er rétt að taka það fram, að þeir i Stuömönnum eru afbragðs hljóðfæraleikarar — eins og heyra má á flutningi þeirra á laginu „Honey, will you marry me”. Allir munu þessir stuðmenn hafa leikiö i popphljómsveitum öðrum, áður en þeir léku inn á þessa plötu, og sumir þeirra eru enn spilandi með öðrum hljóm- sveitum. Stuðmenn komu fyrst fram á skemmtun i Menntaskólanum við Hamrahlið fyrir um fjórum eða fimm árum, og var öll þeirra framkoma andstæð þvi sem þá tiðkaðist i poppheimin- um. Þeir klæddust fyrrgreind- um skrúða á meðan flestir dægurlagaspilarar voru i „blómafötum” eða öðrum hippaklæðum. Og þeir spiluðu gamaldags rokk á meðan það þótti finast að spila hið svonefnda þunga-rokk eða blues.- — ÞJM Hér sjáum við fristundamálarana á Seltjarnarnesi, sem hafa opnað sýningu á verkum sinum i félagsheimilinu á Nesinu. A sýningunni eru samtals 120 myndir, flest oliumálverk. Sýnendur eru 20 talsins og allir i Myndlistarklúbbi Seltjarnarness, sem stofnaður var árið 1971 af áhugafólki um myndlist. Þetta er þriðja samsýning klúbbfélaganna, en hún stendur fram til 26. mai. ÞJM/Ljósm. Bj.Bj. -r-il M J i r-. 1 11 1 1 1 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.