Vísir


Vísir - 18.05.1974, Qupperneq 6

Vísir - 18.05.1974, Qupperneq 6
6 Visir. Laugardagur 18. mai 1974. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: ^ Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Kitstjórn: Áskriftargjald 600 kr í lausasölu 35 kr. ein Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur llelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur . á mánuöi innanlands. takiö. Blaðaprent hf. Orð verða að athöfnum Eðlilegt er, að ágreiningur sé meðal manna um, hvort áætlun Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra um útivist og umhverfi i Reykjavik sé raunhæf eða uppi i skýjunum. Svipaðar deilur urðu á sinum tima, þegar áætlanir um malbikun og hitaveitu voru birtar. Útivistar- og umhverfisáætlunin er að ýmsu leyti á undan sinni samtið og gerir þar að auki ekki ráð fyrir neinu hálfkáki i framkvæmdum. Sumir segja, að hluti hinna fyrirhuguðu verkefna sé óþarfur, og aðrir segja, að borgin ráði ekki við svona viðamikið verkefni á aðeins tiu árum. Svipaðar úrtölur heyrðust, þegar birtar voru áætlanir um stórkostlegt átak i malbikun og hitaveitu. Hin nýja áætlun minnir um margt á hinar fyrri. Hún gerir ráð fyrir tiu ára átaki til að koma útivistar- og umhverfismálum Reykjavikur i fyrsta flokks horf. Henni fylgir framkvæmda- áætlun fyrir fjögur fyrstu árin og er þar gerð ýtarleg grein fyrir kostnaði. Þessi fjögur ár á framkvæmdin að kosta um 200 milljónir króna á ári að meðaltali. Þetta sýnir, að áætlunin er raunhæf, þótt hún sé djörf, alveg á sama hátt og malbikunar- og hitaveituáætlanirnar á sinum tima. í áætluninni er ekki reiknað með, að sjálf- sagðar framkvæmdir verði að vikja fyrir djörfum og dýrum framkvæmdum. Til dæmis eru venjulegar gangstéttir meðal þess, sem á að ljúka á fyrstu fjórum árum áætlunarinnar. Meðan malbikun borgargatna var i mestum gangi, drógust gangstéttirnar aftur úr. Á undan- förnum árum hafa þær sótt fram á nýjan leik, svo að unnt á að vera að ljúka þeim á næstu fjórum árum. Annað dæmi eru ófrágengnu svæðin, sem eru um allan bæ, sum stór og önnur litil. Þessi svæði eru sums staðar eins og sár i borgarumhverfinu. Þessi svæði eru meðal þess, sem forgang hefur i framkvæmdaáætluninni. Að visu er ekki nema sumt af þeim, sem er i umsjá borgarinnar. Umráð annarra hafa rikið og einstaklingar. I áætluninni er gert ráð fyrir, að borgin hafi eigi að siður frumkvæði að samstarfi um fegrun og frá- gang þessara svæða. Gerð gangstétta og frágangur auðra svæða er forsenda hins djarfari hluta áætlunarinnar. I þeim hluta er meðal annars gert ráð fyrir full- komnu kerfi göngu- og hjólreiðastiga um borgina, sem gera mönnum kleift að ferðast um borgina þvera og endilanga án þess að stiga út á götu. Þar er einnig gert ráð fyrir þvi, að útivistarsvæði borgarinnar verði þannig úr garði gerð, að þau laði borgarbúa til útivistar. Sumt af þessum framsýnu ráðagerðum verður framkvæmt strax á fyrstu fjórum árunum samhliða gerð gangstétta og ræktun opinna svæða, en annað biður siðari sex áranna. Aðal- atriðið er, að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafa gert skýra grein fyrir stærð verkefnisins og kostnaðinum við það svo að unnt er að ráðast i framkvæmdir af fullkomnu öryggi, festu og hraða. Hvernig geta svo borgarbúar treyst þvi, að þetta sé ekki kosningabrella, heldur raunhæf ráðagerð um fegrun borgarinnar og eflingu mannlifs? Svarið felst i þvi að visa til mal- bikunaráætlunarinnar og hitaveitu- áætlunarinnar. Þær voru kallaðar kosninga- brellur. En þær stóðust samt á tilsettum tima. Þessi reynsla gerir gæfumuninn. —JK ■ ■ a m ■■■■■■■■■■■■ Uppspretta ™ * * Ums|on: skœruliðanna Þau draga fram lifið i niðurniddum fátækra- hverfum á ölmusum Sameinuðu þjóðanna, og það sem helzt heldur i þeim lifi er vonin um að snúa ein- hvern tima aftur til ættjarðarinnar, sem þau glötuðu fyrir 26 árum. — Börn þeirra hafa aldrei séð Palestinu. Þau eru þessir reiðu ungu menn, skæruliðarnir i hermanna- búningunum með AK-47 rifflana í höndunum. — Foreldrar þeirra hrærast i fortiðinni. algengar) bíða engar umbætur framundan. 1 skólunum og innan heimilisins eru börnin lött þess að blanda gerði við Libanonþjóðina, eða gera sér mikið dælt við jafn- aldra sína innfædda. Lifið i flótta- mannabúðunum er bara ,,til að byrja með”... „stundarfyrir- brigði”, eins og þeir sjálfir leggja áherzlu á, eða þangað til ættjörð þeirra hefur verið „frelsuð”. En þetta lif hefur gert feðurna að „gauðum” og synina að hryðju- verkamönnum. Það voru 400.000 flóttamenn frá Palestinu, sem glötuðu borgara- réttindum sinum og eignum öllum, þegar Israelsriki var stofnað 1948. Nú eru þeir 1,5 milljón vegna örra fæðinga og sex daga striðs, októberstriðs og þess háttar átaka, sem dregið hafa Israela æ lengra inn á yfir- ráðasvæði Araba. Á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þá flóttamenn, sem þær reyna að létta sárustu neyðinni af, sést, að það eru 187 þúsund Palestinuflóttamenn i Libanon, 173 þúsund i Sýrlandi, 327 þúsund á Gazasvæðinu, sem Israelar hafa á valdi sinu, og 852 þúsund á austur- og vesturbökkum Jórdanár. Það eru fimmtán flóttamanna- búðir i Lfbanon, þar sem hafast trr flóttamannabúöum Palestlnuaraba. Þótt skæruliðasamtök Palestinuaraba haldi þvi sjálf fram, að sérhver fljóttamaður sé „striðsmaður” þá er raunveru- legur mannafli þeirra undir vopnum i Libanon áætlaður vera um 14.000 menn — Þeir stjórna flóttamannabúðunum samkvæmt samkomulagi við Libanonstjórn frá þvi 1969. Það samkomulag hefur reyndar seinni árin sætt gagnrýni borgara i Libanon, sem tala um „riki i rikinu”. þjóðanna gróflega reiknað um 5000 milljónir króna á ári. Aðeins eitt Arabarikjanna hefur veitt Palestinuflóttafólkinu borgararéttindi, en það er Jórdania. 1 Libanon og Sýrlandi verður þetta fólk að ganga með nafnskirteini, sem auðkennir það sérstaklega sem útlendinga. Hinnar ört fjölgandi barna.. ja, hjörð virði.st helzta orðið yfir það..(í3 manna fjölskyldur eru Palestfnuskæruliöar á æfingum i návigi. við nær 100 þúsund Palestinu- arabar. Hin 87 þúsundin búa utan búðanna við hörmungarkjör. Heimili þeirra eru eins her- bergis steinsteypukassar eða kolryðgaðir bárujárnsskúrar sem standa við troðninga eða slóðir, sem aldrei er borið ofan i og verða ófærir i rigningum vegna leðjunnar, en breytast í rykský sem aldrei sést yfir allt sumarið. Engar vatnslagnir þýða um leið engar skolpleiðslur. Sameinuðu þjóðirnar leggja i þessu tilviki heilbrigðismálunum lið með þvi að ráða úr hópi flóttafólksins sorphreinsunarmenn til að halda þessum búðum upp úr saurnum. Konur hnappast utan um vatns- bólin og biða þar þolinmóðar eftir þvi, að röðin komi að þeim að fylla bensinbrúsa af vatni. Flóttamennirnir þiggja matar- gjafir Sameinuðu þjóðanna, en skammturinn er 22 pund af hveiti, 1,3 pund af sykri og jafnmikill skammturaf þurrkuðum baunum eitt pund af hrisgrjónum og 18 desilitrar af mataroliu á mánuði. Mennirnir bæta þetta upp með daglaunavinnu, en launin nema um það bil eitt hundrað og fimmtiu krónum á dag. Dánartalan er há, en fjöl- skyldurnar tilkynna ekki alltaf fráfall ættingja sinna, þvi á meðan fá þær matarskammt hins látna. Framfærsla þeirra kostar hjálparstofnun Sameinuðu Flóttamannabúðirnar eru frjó- samur akur til liðsöflunar fyrir hryðjuverkamennina, og hafa Palestinuskæruliðar hvergi eins mikið athafnafrelsi núorðið og i Libanon. En sambúð þeirra við trega gestgjafa sina er oftast eins og á nálum, þegar bezt lætur. Hefur ósjaldan komið til skot- bardaga milli skæruliðahópa og stjórnarhers Libanon. Tilraunir Libanon til þess að staðsetja herflokka i búðunum „til að vernda” skæruliðana hafa allar strandað til þess, enda of augljósar tilraunir til að hefta framtak skæruliðanna, sem oft kallar yfir Libanon reiði og hefndaraðgerðir Israela. Skæruliðarnir segjast vera sjálfs sin lögregla, en Libanon- menn gruna þá æ oftar orðið um að fela libanonska afbrotamenn — Sú var tiðin, að Palestinumenn vildu ólmir sýna vestrænum gestum aðbúnaðinn i búðunum og neyð sina, en nú eru. þeir tregir til sliks. Israelskar vikingasveitir hafa sýnt sig i þvi að vera merki- lega kunnugar öllu lifi búðanna, og nú er litið á erlenda gesti sem hugsanlega njósnara. Hin saklausu fórnarlömb hatursstriös skæruiiöa og Israelsmanna — fólk, sem syrgir látna ættingja, er fórust i árásum israelska flughers- ins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.