Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 18. mai 1974. Lífgum upp á heimilið með sumrinu! — fljótgerðir og hentugir púðar, sem nota má alls staðar og til gjafa Þeir, sem finnst gaman að sauma, prjóna eða hekla, ættu að finna eitthvað skemmtilegt fyrir sig hér á siðunni, jafnvel þeir, sem hafa litið sem ekkert gaman af að sauma, þvi að púðarn- ir, sem við sjáum hér, eru nokkuð sérstakir. Þegar sólin fer að skina og fólkið er farið aö finna sumariö nálgast óðfluga, þá kemur upp löngun i manni til þess að gera eitthvað skemmtiiegt fyrir heimilið. Lifga t.d. svolitið upp á stpfuna, svefnherbergið eða barnaherbergið. Og það ætti ekki að vera erfitt með þessum púðum. Að visu birtum við ekki uppskriftir með þessum púðum, enda ætti það ekki að vera svo ÍINNi = SÍÐAN = Umsjón: Edda Andrésdóttir t saumuðu púöana má hrein- lega nota afganga af efnum, nú eöa þá kaupa i þá ódýra efnis- búta, þvi ekki þarf kostnaður að _ vera mikill, ef hægt er að sauma sjálfur. Einn slikur púði væri til að mynda tilvalin afmælisgjöf. Hver og einn getur svo ráöið stærðinni á púðunum. Það gæti farið svo, þegar fólk á annað borð er byrjað á saumaskapnum, aö það vildi ekki hætta strax. Það er þá ekki amalegt að sauma svo mikiö, að hægt sé aö fylla sófann, þvi sóf- inn er liklega aldrei þægilegri en þegar nóg er af púðunum i honum... Við fáum vist lika seint nóg af púðunum. Möguleikarnir eru lika óteljandi, og hafi maður bara nóg hugmyndaflug, þá er hægt að sauma fallegustu púða úr næstum engu. — EA Hér er púði saumaður úr 5 mörgum efnisbútum. nauðsynlegt. Púðarnir skýra sig sjálfir, og það er ekki erfitt að sauma slika, þó eingöngu sé stuðzt við þær myndir, sem hér birtast. Púðarnir, sem saumaðir eru, eru ailir saumaðir i léttum og þægilegum sumarlitum. Flestir eru i dempuðum bleikum eða ljósrauðum litum. Myndina af hekluðu og prjónuðu púðunum birtum við svo með til gamans. Þeir púðar eru báðir hvitir og sérlega fallegir. Sá kringlótti hviti er heklaður úr hvitu bómullargarni og i miðjuna er heklað skemmtilegt mynztur, sem kemur út eins og blóm. Rykkt blúnda er svo hekl- uð utan um púðann. Púðinn er um það bil 35 sentimetrar i þvermál. Ferkantaði púðinn er prjónaður úr hvitu bómullar- garni og mynztrið mjög fallegt, stór blöð innan i ferhyrningi. Bakhliðin er sléttprjónuð, og púðinn er um það bil 35x35 cm á stærð. Þessi er bleikur með hvitum doppum. Blúndan er rauð- og hvitköflótt. Kringlóttur púði, bleikur i miðju, en utan um er hvitt efni ineö rauðum doppgm. Kringlóttur púði, bleikur með hvitum doppum. Utan um rykkt rauð og hvitröndótt efni. Ferkantaður púði, hvitur með rauðum röndum. Kanturinn er faldaður með rauðu skábandi. Hjartalaga púði, rauður og hvitur. VÍST MÁ RÍKISSTJÓRNIN STÁTA i Láttu ganga Þar sem margir hafa lýst ánægju sinni mcð siðasta þátt og beðið um meira af svo góðu, ætla ég að leyfa mér að birta nokkr- ar visur úr bókinni, Nú cr ég mátulegur. Gömul kona bað Kristján frá Djúpalæk að yrkja afmælisvisu til forstjóra elli- heimilis. Árum saman okkar þú ellistyrkinn hirtir. Hér við saman söfnumst nú, sem þú ekki myrtir. Þegar heimsbókmenntasaga K.G. kom út var næsta visa ort. Kristján orti fyrri- partinn og Sveinbjörn Beinteinsson botnaöi. Allt má prenta á okkar tið, ckkcrt nennt að laga. Bezt mun hcnta heimskum lýð lieimsbókmenntasaga. Þingeyingar sendu Eyfirðingum næstu visu. Þcgar á að sigra sjálfan Salómon á skáldaþingum, Kyfirðingar hafa hállan helming móti Þingeyingum. „Eyfirðingur” svaraði: Ef þú segir öðrum frá orðsnilld þinna manna, draga tvo frá tveimur má til að fá hið sanna. — Ólafur Briem frá Grund i Eyjafirði yrk- ir þegar hann sér mann teyma naut og berja það ákaflega. Nauts á hrygginn maður mátt meira piskinn spara. Jafningja þinn aldrei átt illa með að fara. Vinnukona ein kærði fyrir Ólafi aðra vinnukonu, sem hún sagði hafa verið að kyssa einn vinnumannanna frammi i göngum. Ólafur svaraði kærunni. Þótt kvendi og drengur kvöldum á kyssist ljúft I náðum, má þeim enginn maður lá fyrst munnur er á þcim báðum. Rósberg orti næstu visu veturinn 1962 þegar nemendur Hólaskóla gengu úr hon- um og heyþrot voru yfirvofandi fyrir miðjan vetur. Hart leikur Gunnar Hólastól, höfuðból feðra vorra: Nemendur féllu fyrir jól, fénaðurinn á þorra. Sunnudagaskólakennari einn komst svo að orði, að Jósef, sem var smiður eins og allir vita, hafi kannski smiðað leikföng handa syni sinum, ef til vill litinn fallegan bn. Gullum missti ekki af, oft þó brysti á skilning vina. Jesú Kristi á jólum gaf Jósef fyrstu bifreiðina. Það er oft hægt að snúa skemmtilega út úr fyrirsögnum blaða. Eitthvert sinn birtist eftirfarandi fyrirsögn i einu Akur- eyrarblaðanna: Á sama tima hafa húsin grotnað niður og jafnvel stolið járni af húsþökum.” f - Ekki er gott að gæta bús, — gegnir margui; illum hvötum, fyrst að gömul fúin hús farin eru að stela plötum. — Annað dæmi um þetta. I einu Reykja- vikurblaðanna birtist þessi fyrirsögn i vetur. „Ekkert krufið út af húsnæðis- leysi.” Orti þá annar hagyrðingur. i læknadeild engin önd er hress. Þótt ýmsar drepsóttir geisi, þeir kryfja ekki i vetur vegna þess, þá vantar húsnæðisleysi. Haustið 1961 gaf rikisstjórnin út bráða- birgðalög um það að læknar skyldu vinna til næstu áramóta, en þeir höfðu hótað að leggja niður störf, ef ekki yrði komið til móts við launakröfur þeirra. Vist má rikisstjórnin státa af stjórnarbótum fátiðum: Okkur skulu læknar láta lifa-fram að hátiðum. Þegar þingmenn danska íhaldsflokks- ins neituðu að skila Islendingum hand- ritunum, var þetta kveðið. ihaldið danska cr déskoti flott og drenglund þess alveg prima. Nú munaði litlu að það gerði gott, en gætti sin þó i tima. — Magnús frá Skógi yrkir næstu visu. Kom hann i heimsókn til kunningja sins, sem Arni hét og þar sem kona hans lá i inflúensu taldi hann sig ekki geta boðið honum neinar veitingar. Þegar lasin eitthvað er eiginkonan góða, Arni hefur ekki mér upp á neitt að bjóða. Ég þakka Rósberg G. Snædal kærlega fyrir. Þegar kenningin um það, að maðurinn væri kominn af öpum, kom fram, orti Páll Ólafsson. Nú er ekki á verra von, villan um sig grefur, Kristur apakattarson kannski verið hefur. Að siðustu er hér visa, sem einn af velunnurum þáttarins sendi. Bóndi i sveit missti frá sér ráðskonu, sem hann hafði lengi verið ósáttur við og orti þá: Enn er ég tekinn að elda minn graut, áfram nú dagarnir tifa. Ilelvitis kerlingin horfin á braut, himneskt er aftur að lifa. Þátturinn þiggur með þökkum visur, sem honum eru sendar. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.