Vísir - 25.05.1974, Side 1
64. árg. — Laugardagur 25. mal 1974. — 83. tbl.
Hvernig fara
kosningarnar
í Reykjavík?
— kosningastjórarnir
svara spurningum
Vísis
— sjó bls. 3
GEYSILEGT
FJÖLMENNI
Á KOSNINGA-
HÁTÍÐ
D-LISTANS
— sjá bls. 9
Borgarstjóri i ræöustól.
Var það skemmdarverk?
Fyrstu tölur
klukkan
ellefu
Sjónvarp og útvarp munu
hefja útsendingar frá talningu
atkvæöa i bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum um
klukkan eliefu á sunnudags-
kvöldiö og hafa allt i gangi
hjá sér þar til talningu lýkur,
en þaö er talið veröa um
klukkan þrjú um nóttina.
Hjá sjónvarpinu fengum viö
þær upplýsingar, að útsending
frá talningunni hæfist kl.
10.50.- „Við búumst við að fá
fyrstu tölur úr Reykjavik
skömmu eftir klukkan ellefu”,
sagði Eiður Guðnason, sem
mun stjórna þessari út-
sendingu.
„Eftir það fara þær að koma
á færibandi. Við erum með
menn á öllum stöðum, sem
senda okkur tölur jafnóðum
og þær koma fram I dags-
ljósið, en við verðum með
sima i upptökusalnum. Ekki
er enn búið að ákveða, hvenær
útsendingunni veröur hætt, en
ætli það veröi ekki á milli
klukkan tvö og þrjú um
nóttina.”
Kári Jónasson, sem hefur
unnið að undirbúningi að
kosningafréttum útvarpsins,
sagði að útvarpið færi af stað
með útsendingu frá talningu
um leið og fyrstu tölur bærust.
„Það verður liklega rétt upp
úr ellefu, sem við fáum fyrstu
tölur úr Reykjavik og Kópa-
vogi, en um tólfleytið má bú-
ast við að þær fari að streyma
inn.
Tölur koma frá um 50 stöð-
um, og ætti það að taka um
þrjá tima að fá þær, ef allt
gengur að óskum, Menn frá
reiknistofu Háskölans verða i
útvarpssal og munu spá um
úrslitin, um leið og fyrstu tölur
fara að berast.” -klp
Fyrirtaks
kosninga-
veður
Það ætlar ekki að
verða amalegt
kosningaveðrið, að
minnsta kosti voru
allar likur á bezta veðri
i Reykjavik, þegar við
ræddum við Pál
Bergþórsson veður-
fræðing i gærkvöldi.
Páll sagðist spá norðlægri átt
og björtu veðri á Suðvestur-
landi. Hlýtt verður i veðri og
sólskin, svo ekki ætti veður að
aftra mönnum frá þvi að drifa
sig i að kjósa.
Þeir, fyrir norðan ætla ekki að
veröa eins heppnir. En liklega
láta þeir dálitla vætu ekki
heldurhindra sig i að kjósa. Þar
verður að öllum likindum
skýjað, en ekki mikil úrkoma,
aðeins dálitil væta sem fyrr seg-
ir. Og þessi spá gildir fyrir
kosningadaginn á morgun -EA
— Vél fró Iscargo missti tvo mótora í írlandi
:
„Bretar voru eitthvað
að gera þvi skóna, að
þarna væri um
skemmdarverk að ræða.
Þeir óskuðu eftir þvi að
fá að rannsaka þetta, og
rannsókn stendur yfir
nú. En við höfum engar
áreiðanlegar heimildir
fyrir þvi, að þarna hafi
verið skemmdarverk, ’ ’
sagði Arni Guðjónsson
hjá iscargo, þegar Visir
hafði samband við hann.
Fyrir rúmri viku henti þaö
óhapp vél frá Iscargo, sem var aö
koma frá Dublin i lrlandi, aö hún
missti tvo mótora eftir um það bil
eins og hálfs klukkutima flug.
Þar sem dimmt var yfir og veð-
ur ekki upp á það bezta, tóku þeir
það til bragðs að lenda á hervelli
skammt þar frá sem þetta gerö-
ist. Að sögn Árna var vélin þó
ekki i hættu stödd og flaug vel
ennþá.
Verið var að flytja hross frá Ir-
landi, og var ferðinni heitið til
Esbjerg. Arni sagði, að Bretar
teldu helzt, að hestamenn i Ir-
landi væru að verki, ef um
skemmdarverk væri að ræða, en
pólitiskt ofbeldi kæmi ekkert
nálægt þessu. Astæöan fyrir þvi,
aö þeir telja þetta skemmdar-
verk, er sú, að þetta er i fjóröa
skiptið sem eitthvað svipað þessu
kemur fyrir. Virðast hestamenn-
irnir á móti þvi, að hestar séu
fluttir út.
Talið var, að sandi hefði jafnvel
verið mokað inn á mótorana, og
er nú málið i rannsókn. — EA
Þeir búa sig, strákarnir, undir
sumarið. Það á að fara i út-
gerð, eins og margir friskir
menn á landi hér hafa gert frá
ómunatið. Og báturinn þeirra
heitir Reykvikingur, eign
Æskulýðsráðs Reykjavikur.
Þessi þáttur i starfi ráðsins er
nýr af nálinni. Það á að róa
með stráka (og stelpur) þegar
vel viðrar. Haldið verður á
miðin i Faxaflóa og veitt með
ýmsum aðferðum. Þess á milli
vcrða kennd ýmis vinnubrögð
landsmanna.
V
AÐ KJOSA Á LAUGARDÖGUM?
Er kominn timi til að breyta til
og láta kosningar heldur fara
fram á laugardegi en sunnudegi,
eins og verið hefur til þessa?
„Þessa spurningu hefur maður
svo sem heyrt fólk varpa fram og
þvi þá með um leið, að með þvi
fyrirkomulagi væri hægt að vaka
yfir sjónvarpi og kosningaúrslit-
um fram eftir nóttu, án þess að
slikt kæmi niður á vinnunni dag-
inn eftir,” sagði Guðmundur
Vignir Jósefsson hæstaréttarlög-
maður, þegar blaðamaður Visis
færði þetta i tal við hann. — Guð-
mundur Vignir á sæti i yfir-
kjörstjórninni.
„Aðrir hafa spurt, hvi endilega
þurfi að hafa kosningar á al-
mennum fridegi — hvi ekki bara
að gefa fri á virkum degi til þess
að kjósa, eins og þekkist viða er-
lendis.
En mér vitanlega hefur enginn
velt þvi fyrir sér i alvöru að
breyta þessu. Það stendur svona i
lögunum, að það skuli kosið til
sveitastjórna siðasta sunnudag i
mai. — Það er ekki svo langt sið-
an kjördagur var færður til úr
janúar fram i mai. En á sunnu-
degi hefur hann alltaf verið.
Ætli ástæðan sé ekki sú, að
menn halda ennþá i þessa gömlu
venju, án þess að hugsa neitt út i
það, hvers vegna. — Viðhorfið
kann svo sem að breytast eftir þvi
sem það breytist, að laugardagar
verði almennir fridagar. Kann að
vera, að siðar verði stungið upp á
þvi að kjósa fremur á laugardegi.
En ennþá hefur það sem sé ekki
verið hugleitt i alvöru, eftir þvi
sem ég bezt veit,” sagði Guð-
mundur Vignir.
I svipaðan streng tók Björgvin
Sigurðsson hæstaréttarlögmaður,
en hann er oddviti yfirkjörstjórn-
ar.
„Við i yfirkjörstjórn höfum
ekki rætt þetta okkar i milli, enda
ekki á valdi yfirkjörstjórnar að
breyta þessu, þvi að það þarf
lagabreytingar til.
Mér virðist að eðlilegast sé að
efna til kosninga á þeim degi, sem
flestir eiga fri, eins og sunnudegi.
— Bæði til þess að flestir eigi sem
auðveldast með að komast að
kjörborðinu, og svo einnig vegna
þess, að það þarf mikið starfsfólk
viö kosningarnar sjálfar — bara
framkvæmdina. Þá kemur sér
betur, að fólk sé laust frá öðrum
störfum til þess að vinna við
...tja, kjörstjórn og annað. — Og
töluvert af fólki vinnur enn að sin-
um fastastörfum á laugardögum,
eftir þvi sem ég bezt veit, svo að
breyting væri óhentug fyrir þær
sakir. Annars þarf ekki kosninga-
úrslit til þess að fólk vaki fram
eftir nóttu, ef sá gállinn er á
mönnum á annað borð. Það finn-
ur sér einhverja aðra ástæðu til,
ef þvi sýnist svo,” sagði Björgvin
að lokum.
— GP