Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 25. mai 1974. Þeir œttu að vita það bezt, kosningastjórarnir: Hvernig fara kosningarnar í REYKJAVÍK Hvernig fara kosningarnar? Þvi mundu margir viija vita svar við, nú þegar taugar þeirra titra og spennan vex. Fáir eru spámenn, en þó ættu þeir að þekkja bezt „hljóðið I borginni”, sem starfa linnu- laust við kosningarnar, safna upplýsingum um, hvað þessieða hinn mundi helzt ætla að kjósa. Mennirn- ir, sem hafa setið sveittir og merkt á blöð, hvar talið er, að þessi eða hinn kjósandinn muni merkja við á kjörseðlinum. Forvigismenn á kosningaskrifstofum flokkanna vita meira en aðrir, og við lögðum leib okkar I skrifstofur allra listanna i Reykjavík og reyndum af þefa uppi, hvað er á seyði I kollinum á þess- um mönnum. „Alþýðubandalagið vinnur sœti af sjálfstœðismönnum" — segja framsóknarmenn I miklu húsi i byggingu við Rauðarárstig, sem átti að verða hótel, en verður kannski mest eitthvað annað, eru aðalskrifstof- ur B-listans, lista framsóknar- manna. Þar hittum við fyrir Pál Jónsson, kosningastjóra þar i sveit. „Ég spái þvi, að Sjálfstæðis- flokkurinn missi meirihlutann og Alþýðubandalagið bæti við sig manni i Reykjavik,” segir Páll. Spá Páls er þessi: Sjálfstæðis- flokkur 7, Framsóknarflokkur 3, Alþýðubandalagið 3, Jafnaðar- menn 2 og Frjálslyndi lokkurinn 0. B-listamenn eru með fjórar skrifstofur fyrir kosningastarf. t hverri er ef til vill aðeins einn maður i fastri vinnu, en fjöldi fólks mun vinna siðustu dagana, að sögn Páls. „Sjálfstœðis flokkurinn heldur meirihluta. Alþýðubandalagið vinnur sœti af Framsókn" — segja D-listamenn v I I „Mér finnst raunhæfast að spá 1 þvi, að sjálfstæðismenn fái 8 borgarfulltrúa áfram Alþýðu- bandalagið 3, Framsókn 2, J-list- - inn 2 og Frjálslyndir 0, „segir Jón Gunnar Zoé'ga, fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins. Hann var i fyrir- Páíl Jónsson spáir þvi, að Framsókn haldi sinu. svari i aðalskrifstofu D-listans i nýbyggðu húsi við Slðumúla. Honum fannst liklegast, að Al- þýðubandalagið færi upp fyrir Framsókn i fylgi og ynni þvi mann af B-listanum. Jón spáði þvi, að Frjálslyndi flokkurinn hans Bjarna Guðna- sonar fengi um 1500 atkvæði og yrði þvi mjög langt frá þvi að fá einn mann kjörinn. D-listinn hefur 11 kosninga- skrifstofur i hverfunum, og starfsmenn eru hátt á annað hundrað, segir Jón Gunnar Zoega. A kjördag býst hann við að hátt á þriðja þúsund manns verði i starfi fyrir D-listann i Reykjavik. „Fáum alla vega þrjá" — segja G-listamenn „Viðfáum allavega þrjá kjörna i Reykjavik,” sagði Sigurður Magnússon, sem var i fyrirsvari i skrifstofu G-listans, Alþýðu- bandalagsins, i gömlu húsi við Grettisgötu. „Ég held, að eina vonin til að fella ihaldið sé, að menn forðist aö dreifa atkvæðum sinum. Sjálf- stæðisflokkur hefur haldið meiri- hluta borgarfulltrúa á minnihluta atkvæða vegna þess hvernig at- kvæðin hafa dreifzt á hina flokk- ana,” segir Sigurður. G-listinn hefur tvær stórar kosningamiðstöðvar á kjördag, en hefur aðeins skrifstofuna við Grettisgötu þangað til. Þar eru 3- 4 fastir starfsmenn og allmargir aðrir við störf. „Óráðnustu kosningar, sem ég hef kynnzt", segir starfsmaður J-listans „Þetta eru óráðnustu kosning- ar, sem ég hef nokkru sinni kynnzt, og er ég þó búin að vera i „Frjálslyndi flokkurinn fær 1500 atkvæði,” segir Jón Gunnar Zoéga og spáir óbreyttum meirihluta. þessu, siðan ég var 17 ára,” segir Sigriður Hannesdóttir, sem við hittum I kosningaskrifstofu J- listamanna i gömlu húsi við Laugaveg. „Ég tel helzt að Sjálf- stæðisflokkurinn tapi einum full- trúa, og þar með meirihlutanum, og vona, að hann fari til okkar,” segir hún. Hún áleit þó, að Fram- sókn kynni að vinna á, jafnvel mann. „Það hljóta að verða mikl- ar breytingar á fylgi flokka i þessum kosningum,” segir Sig- riður. J-listinn, sameiginlegur listi Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, hefur 5 kosningaskrifstofur i borginni, auk Alþýðuhússins. Þar eru viðast 1-2 fastir starfsmenn og allmargir aðrir lausari. I „Orðnir nokkuð vissir um, að við fáum mann", segir starfsmaður V-listans „Svo margir eru óráðnir i dag, að enginn getur sagt um úrslitin. Baráttan virðist standa um hvort Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihlutanum. Ég er nú orðinn nokkuð viss um, að við fáum mann,” segir Bjarni Sigtryggs- son, sem stýrir kosningaskrif- stofu Frjálslynda flokksins, V- listans, i gömlu húsi við Lauga- veg. Þetta er eina skrifstofa flokks- ins. Þar eru tveir fastir starfs- menn. Erfitt er að draga ályktanir af spádómum þessara manna, nema þá það, að úrslitin i Reykjavik séu tvisýn. Fulltrúar minnihlutaflokkanna I borgarstjórn i þessum skrifstof- um nefndu, að „hundruð” og „þúsund” manna mundu starfa á vegum þeirra i kosningum. Engin leið er að vita það, en sennilega verða um fimm þúsund manns starfandi, meira og minna, fyrir listana i Reykjavik á kjördag. —HH „Hef verið i þessu, siðan ég var 17 ára. Aldrei eins óráðið og nú,” segir Sigriður Hannesdóttir. „Margir enn óráðnir,” segir Bjarni Sigtryggsson „Eina vonin, að atkvæðin dreifist ekki,” segir Sigurður Magnússon (til (til vinstri á myndinni). vinstri á myndinni).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.