Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 5
5 Visir. Laugardagur 25. mai 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP RÆNDI FIMM í GAUTA- BORG Hér á siðunni eru i dag birtar þrjár myndir af mannránum. Sem betur fer hafði aðeins eitt þeirra, ránið á skólabörnunum i Maalot i israel, i för meö sér blóðsúthellingar og mannfall. Til hægri sjást 5 afgreiðslu- stúlkur i apóteki i Gautaborg. Siðdegis á mánudaginn kom ungur maður inn í apótekið vopnaður vélbyssu og ógnaði konunum. Sagðist hann ekki sleppa þeim, nema látnir yrðu lausir alræmdir fangar úr sænskum fangelsum. Lögreglan sat yfir manninum alla nóttina og reyndi að fá hann til að gefast upp. Svo fór snemma þriðjudags, að byssu- maðurinn leiddi gisla sina út úr apótekinu og afhenti lög-. reglunni vopn sitt. Myndin var tekin, þegar afgreiðslu- stúlkurnar sneru aftur til apóteksins, eftir að ræninginn hafði verið handtekinn. Fékk lOmánuði Jeb Stuart Magruder, sem var næstæðsti maðurinn i kosningastjórn Nixons i forseta- kosningunum 1972, sést hér ásamt konu sinni, þegar þau komu frá þvi að hlýða á dómsúrskurð yfir honum. John J. Sirica, dómarinn i Watergate- málinu, dæmdi Magruder I 10 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild i innbrotinu inn á skrifstofur Demókrata-flokksins i Water- i gate-byggingunni. Lögregla ó nœrklœðum Þessi lögreglumaður i Genf varð að fara úr buxum og skóm, þcgar hann bar mat og vatn til tveggja bankaræningja, sem höföu lagt bankaútibú i úthverfi Genfar undir sig. Ræningjarnir héldu tveimur bankameyjum i sinni vörzlu og heimtuðu bil til að komast undan. Ránið var framið sl. mánudag, og komust þrír ræningjanna undan, en lög- reglan náði einum. Ræningjarnir heimtuðu, að lögreglumaöurinn kæmi á nær- klæöunum, svo að það væri öruggt, að hann væri óvopnaö- ur. 4 Hryðjuverkið í Maalot israelskir hermenn koma sér i skotstöðu við skólahúsið I Maalot, þar sem arabiskir skæruliðar héldu um 90 skólabörnum gislum i hálfan sólarhring fyrir rúmri viku. israelsmenn létu ekki undan kröfu Arabanna um að láta 25 fanga lausa. Þeir gerðu áhlaup á skólann og felldu hryðjuverkamennina. Mörg skólabarnanna létust og hin særðust. rr* f Br l| 1* mS i— - -MT ís |áf ' í húsi Ole Bull Ólafur Noregskonungur kem- ur i opinbera heimsókn til is- lands dagana 4.-6. júni i boði forseta islands. Hér sést konungur koma út úr húsi þvi, sem áður var bústaður fiðlu- leikarans Ole Bull. Húsið þykir hiö fegursta, þar sem það stendur á Lysö skammt sunnan við Bergen. Það hefur nú veriö gefið norska forn- minjasafninu, og var Noregs- konungur við hátiðlega athöfn af þvi tilefni i húsinu á þriðju- dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.