Vísir - 25.05.1974, Qupperneq 6
6
Visir. Laugardagur 25. maí 1974.
visir
ÍJtgcfandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
RitstjórnarfuIItrúi:
Fréttastj. erl. frctta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Ilaukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
llverfisgötu 22. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 22. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
t iausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Stoltir borgarbúar
Menn verða stoltir af að sýna Reykjavik er-
lendum gestum. Þeir dást i einlægni að tæra
Gvendarbrunnavatninu i krönunum og dást á
sama hátt að hreinu og ómenguðu andrúmslofti
borgarinnar.
Þessir kostir Reykjavikur byggjast á vandaðri
þjónustu borgarinnar. Vatnsbólin hafa nýlega
verið endurbætt og stórátök gerð i hitaveitu og
lagningu varanlegra og ryklausra gatna.
Margir hlógu, þegar meirihluti sjálfstæðis-
manna i borgarstjórn lofaði að leggja hitaveitu i
borgina á skömmum tima og þegar hann lofaði að
malhika göturnar á skömmum tima. En þeir
hlógu ekki, þegar loforðin stóðust á réttum tima.
Hinir erlendu gestir dást lika að þvi, hve opin
og frjálsleg Reykjavik er, hve mikið opið rými er
i borginni. Og þeir verða forviða,
þegar þeim er sýnd áætlunin um
útivist og umhverfi borgarinnar.
Svo framsýnum hugmyndum eru
þeir ekki vanir i stórborgum
heimalanda sinna.
Foringjar vinstri flokksbrotanna
segjast brosa að grænu byltingunni
sem hverri annarri kosningablöðru. En það er
gretta i þessu brosi, þvi að þeir. óttast, að meiri-
hlutinn geti framkvæmt þessa áætlun á réttum
tima eins og aðrar slikar.
Reykjavik er ekki fullkomin og verður það
aldrei. En hún er að mörgu leyti til fyrirmyndar,
bæði öðrum kaupstöðum á íslandi og borgum úti i
heimi. Einmitt vegna þessa eru vinstri flokks-
brotin fátæk af kosningamálum og leggja höfuð-
áherzlu á, að timabært sé orðið að skipta um
meirihluta i borgarstjórn.
En kjósendur taka eftir, að innan meirihlutans
er mikil endurnýjun. Borgarstjórinn okkar er nýr
i starfi. Og fjórir af átta efstu frambjóðendum
sjálfstæðismanna eru nýir i þeim sætum. Reyk-
vikingar endurnýja þvi borgarstjórnina með þvi
að kjósa D-listann.
Sú endurnýjun er áhættulaus. Menn geta
endurnýjað án þess að kjósa yfir sig sundrað lið
ótal vinstri flokksbrota, sem eiga i stöðugum ill-
indum innbyrðis. Kjósendur geta auðveldlega
gert sér i hugarlund, hvernig stjórn borgarinnar
færi i höndum sliks meirihluta.
Vinstri flokksbrotin bjóða ekki upp á neitt
borgarstjóraefni. Fái þau meirihluta, verður
mikil styrjöld milli þeirra um embættið. Það yrði
upphafið að stórkostlegri hrossakaupaöld i stjórn
Reykjavikur. Siðan mundu bræðravigin halda
áfram eins og hjá rikisstjórninni og málefni
borgarinnar látin reka á reiðanum.
Reykvikingar þurfa nú að hindra, að ástandið i
landsmálunum færist lika yfir á borgarmálin.
Þeir þurfa að verja borgina gegn árás vinstri
flokksbrotanna. Aldrei hafa úrslit borgar-
stjórnarkosninga verið i jafnmikilli óvissu. í
þeim hildarleik má enginn bregðast i vörninni.
Reykvikingar. Varizt vinstri slysin og standið
vörð um traustar framfarir i borginni hér eftir
sem hingað til. Við skulum áfram byggja upp
borg, sem við getum verið stolt af. Þess vegna
skulum við kjósa D-listann á morgun.
—JK
Þorsteinn Sæmundsson afhendir ólafi Jóhannessyni, forsætisráöherra, og Eysteini Jónssyni, þáv. for-
seta sameinaðs alþingis, undirskriftaskjöl Varins lands.
Þegar forsætisráðherra var spuröur aö þvi, hvort viiji 55522 islendinga I varnarmálunum mundi hafa
einhver áhrif á stefnumótun rikisstjórnarinnar i þeim efnum, svaraöi hann: ,,Ne-hei.”
Bjðrn Bjarnason:
Hvað gera framsóknar-
mennirnir 170 og kjós-
endur krata?
,,Hinir ágætu samverkamenn
okkar i Framsóknarflokknum,
þeir, sem fyrir nokkrum dögum
buöu íhaldinu upp á þjóðstjórn,
munu taka ákvaröanir sinar eftir
kosningar einvöröungu eftir
árangri Alþýöubandalagsins.
Vinni Alþýöubandalagið stórsigur
mun vinstri stefna veröa ofan á i
Framsóknarflokknum, að öðrum
kosti fá þau öfl, sem virk eru i
Varðbergi og Vöröu landi kost á
aö spilla flokki sinum á nýjan
leik.”
Þannig lýsti Magnús Kjartans-
son herleiöingu Framsóknar-
flokksins i ræöu, sem hann flutti
skömmu eftir þingrofiö á fundi
Alþýðubandalagsins. Að hans
mati fer það eftir fylgi Alþýðu-
bandalagsins, hvaöa stefna verö-
ur ofan á i varnarmálunum i
Framsóknarflokknum. Magnús
mun I ræöu sinni fyrst og fremst
hafa verið aö fjalla um úrslit
þingkosninganna 20. júni, en orö
hans eiga ekki siöur viö um úrslit
borgarstjórnarkosninganna á
morgun.
Siöan iðnaöarráöherra mælti
þessi spádómsorö, hafa þeir at-
buröir gerzt, að vinstri öflin i
Framsóknarflokknum hafa sagt
skiliö við flokkinn. Möðruvalla-
hreyfingin leitar nú eftir sam-
stööu meö Magnúsi Torfa og
Samtökum jafnaöarmanna. Engu
aö siður er viö þvi aö búast, að
forysta Framsóknarflokksins sé
svo heillum horfin i öryggismál-
um landsins, aö hún muni laga sig
að vilja Alþýöubandalagsins i
þeim, veröi þess þörf til að halda
völdunum i landinu.
En hvað gera þeir 170
framsóknarmenn úr öllum lands-
fjóröungum, sem á sinum tima
undirrituöu og sendu forsætisráð-
herra áskorun um aö fara sér
hægt i varnarmálunum? Timinn
lýsti- þessum mönnum þannig á
forsiðu: „1 hópi þeirra eru ýmsir
forustu- og framámenn
Framsóknarflokksins, er' gegna
trúnaöarstörfum fyrir flokkinn.”
Ætla þessir menn aö greiöa þeim
flokki atkvæöi sitt, sem aö
kosningum loknum fer að vilja
Alþýöubandalagsins i varnar-
málunum? i áskorun sinni segja
þeir:
,,Við teljum aö aöild tslands aö
Atlantshafsbandalaginu hafi
reynzt islandi til góös.... Viö telj-
um enn fremur, að samvinna ts-
lands viö Bandarikin um öryggis-
mál... hafi stuðlað.... að öryggi og
sjálfstæöi Islands.” Framsóknar-
mennirnir 170 lýsa sig „andviga
uppsögn hans (varnarsamnings-
ins) nú og telja ekki timabært að
gera grundvallarbreytingar á nú-
verandi öryggismálasamstarfi
viö Bandarikin og Altantshafs-
bandalagiö, sem að þeirra dómi
hefur reynzt íslendingum vel og
ekki sýnt, að annað fyrirkomulag
I grundvallaratriðum henti is-
lendingum betur, miðað viö þá
reynslu, er þeir hafa fengið, og
þaö ástand, er enn rikir i alþjóða-
málum.”
Þeir menn, sem stóðu að
þessari yfirlýsingu, hljóta að vera
óánægöir með forystumenn
flokks sins, eftir að þeir hafa lagt
algjörlega ábyrgöarlausar tillög-
ur i varnarmálunum fram sem
stefnu sina i viðræðunum viö
Bandarikjamenn.
A sinum tima lýsti þingflokkur
Alþýöuflokksins yfir stuöningi
sinum viö undirskriftasöfnun
Varins lands. Við borgarstjórnar-
kosningarnar I Reykjavik býður
Alþýðuflokkurinn fram J-lista i
samvinnu viö Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna er voru
enn óklofin, þegar það framboö
var ákveöið. 1 2. sæti á þessum
sameiginlega J-lista er Steinunn
Finnbogadóttir frá SFV. Hún er
ekki sammála þingflokki Alþýöu-
flokksins I varnarmálunum.
A meöan herstöövaandstæðing-
ar héldu enn, að þeim tækist aö
eyðileggja undirskriftasöfnun
Varins lands, efndu þeir til fundar
i Háskólabiói. A siðum Þjóðvilj-
ans var auglýst, að Steinunn
Finnbogadóttir yröi ræðumaður á
þessum fundi, um leið og blaðiö
jós úr skálum reiði sinnar yfir
forgöngumenn undirskrifta-
söfnunarinnar og undirritendur.
Nú hefur kvarnazt út úr
Alþýöuflokknum og verið stofnaö
til Samtaka jafnaðarmanna undir
forystu Njaröar P. Njarðvik, for-
manns útvarpsráös. Fyrsta kjör-
orö hinna nýju samtaka er, aö is-
land skuli varnarlaust. Samtökin
hafa gengið til samstarfs við
Mööruv allahreyfinguna og
Magnús Torfa Ölafsson viö undir-
búning framboöa til alþingis-
kosninganna.
I blaöinu Þjóömál, sem gefiö er
út af Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna, er á forsiöu lýst
yfir stuðningi við J-listann i borg-
arst jórnarkosningunum i
Reykjavik, en á baksiðu er birt
sameiginlegt kosningaávarp SFV
og Möðruvallahreyfingarinnar.
Þar segir meðal annars:
„Aherzla er lögð á baráttuna fyr-
ir brottför hersins. Náist ekki
samkomulag við Bandarikin um
framkvæmd þess stefnumiös i
samræmi við tillögur rikisstjórn-
ar tslands, skal varnarsamningn-
um sagt upp.” Að þessu munu
forvigismenn Samtaka jafnaðar-
manna vilja ganga. t gær lýsti
einn af framkvæmdanefndar-
mönnum þeirra, Helgi Sæmunds-
son.þvi yfir i Visi, að hann styddi
J-listann i kosningunum i
Reykjavik á morgun. Steinunn
Finnbogadóttir er liklega sam-
einingartákn allra þessara
flokksbrota I borgarstjórnar-
kosningunum.
Hvað gerir þingflokkur Alþýðu-
flokksins, er lýsti yfir stuðningi
við undirskriftasöfnun Varins
lands? Hefur ekki verið grafiö
undan fylgi hans? Geta þeir, sem
studdu þingmennina i siöustu
kosningum, m.a. vegna ábyrgrar
stefnu þeirra i varnarmálunum,
lengurkosið lista þá, sem Alþýöu-
flokkurinn og SFV standa að?
Þetta eru spurningar sem margir
hljóta að velta fyrir sér, áður en
þeir greiða atkvæði sitt, t.d. J-
listanum i Reykjavik.
Þrátt fyrir það, að 55522 is-
lenzkir kjósendur iýstu andstöðu
sinni viö stefnu rikisstjórnarinnar
I öryggis- og varnarmálum, gerir
Alþýðubandalagið sér vonir um
aö geta eftir kosningar ráðið
stefnu Framsóknarflokksins i
utanrikismálum. Stuðnings-
mannalið Alþýðuflokksins er
gagnsýrt af þeim, sem vilja land-
iö varnarlaust. Þau öfl, sem nú
hafa klofiðþann flokk, munu telja
sér það til tekna, ef Steinunn
Finnbogadóttir kemst I borgar-
stjórn. Hvorki forsætisráðherra
né utanrikisráðherra, leiðtogar
Framsóknarflokksins, hafa hvik-
að frá ábyrgðarlausum tillögum
sinum, sem liggja nú til
afgreiðslu i Washington.
Áf framansögðu sést, að engum
vinstri flokkanna er hægt að
treysta i varnarmálunum, þegar
gengið verður að kjörborðinu á
morgun. Þeir, sem vilja festu i
þessu mikilvæga sjálfstæöismáli
þjóðarinnar, hljóta þvi ab kjósa
Sjálfstæöisflokkinn.