Vísir - 25.05.1974, Qupperneq 10
fnit í
Sinfóniuhljömsveit íslands.
Tónleikar 23. mai 1974.
Stjórnandi: Karsten Andersen.
Einsöngvari: Mady Mesplé.
Síðustu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands á þessu starfsári
voru kynntir sem óperu-
tónleikar. Vissulega má
það til sanns vegar færa,
þar eð fluttir voru þrír
óperuforleikir og dansat-
riði úr óperu Saint-Saéns,
„Samson og Dalíla,"
þ.e.a.s. „Bacchanale" úr
lokaþætti þess verks. Auk
þess söng franska sópran-
söngkonan Mesplé fjórar
aríur, tvær fyrir hlé og
aðrar tvær eftir hlé við
mjög góðar undirtektir
áheyrenda.
Tónleikarnir hófust á forleikn-
um að „Töfraflautu” Mozarts.
Ekki lofaði sá flutningur sérlega
góðu um framhald tónleikanna,
fremurflatneskjulegur án þess þó
að vera afgerandi slæmur. Þess
skal getið, að hljómsveitarstjór-
inn gaf tréblásturshljóðfærum
býsna góð tækifæri, þannig að
hlutur þeirra var litt fyrir borð
borinn. En tign i flutningi var
ábótavant. Af strengjahljóðfær-
um stóðu fiðlur sig fremur illa.
Samspil þeirra engan veginn
nægilega nákvæmt.
Þvi næst söng Mesplé ariu
Súsönnu úr 4. þætti „Brúðkaups
Figarós” eftir Mozart. Ekki var
söngur hennar eftirminnilegur,
þótt tæknilega væri hann yfirleitt
öruggur og snyrtilegur. En svo
snarbreytti til, er Mesplé söng
Mady Mesplé — glæsilegur flúrsöngur á lokatónleikum Sinfónfuhljóm-
sveitarinnar.
um. Ef til vill hefur Mady Mesplé
verið búin að blása i hana þeirri
innri glóð, sem reyndar ætti að
vera hlutverk hljómsveitarstjór-
ans. Karsten Andersen sló taktinn
á þessum tónleikum, sem öðrum,
þungt og fremur ósveigjanlega.
Hafi hann miðlað hljómsveitinni
innri spennu og tilfinningu, þá fór
það þvi miður fram hjá mér. Þó
að hljómsveitin hafi leikið best i
þessum fræga forleik Wagners
spannaði hljómsveitarstjórinn
engan veginn þann stóra boga,
sem tónlistin krefst. Tónsmiðar
Wagners krefjast afburðamanna
i flutningi. Tónleikarnir voru ekki
mjög fjölmenntir áheyrendum.
Visir.
mai 1974.
hjörtun
hina erfiðu koloratúrariu „Una
voce poco fa” úr „Rakaranum frá
Sevilla” eftir Rossini. Reyndar er
þessi aria samin fyrir mezzo-
sópran (i E-dúr en á þessum
tónleikum hækkuð i F-dúr). Þar
fór söngkonan á kostum. Flúr-
söngur með afbrigðum öruggur
og fágaður. Sérstaklega var efra
svið söngkonunnar með þeim
ágætum, að maður næstum stóð á
öndinni við að hlýða á hana. Frá-
bært sýnishorn hvernig flúrsöng-
ur á að vera, að visu voru efstu
nóturnar ekki alltaf til sóma.
Þvi næst hamaðist hljómsveitin
TONLIST
EFTIR BIRGI GUÐGEIRSSON
i gegnum „Bacchanale” Saint-
Saéns, með tilheyrandi slagverki.
Var ekki annað að sjá, en hljóm-
sveitarstjórinn skemmti sér þar
konunglega, enda komst hann
bara þó nokkuð vel i gegnurn
þessa vesælu tónsmið. Er mér til
efs, að hann hafi gert annað betur
á þessum tónleikum.
Hvernig væri hún þá?
Eftir hlé hóf hljómsveitin flutn-
ing sinn á forleiknum að óperu
Verdis „Valdi örlaganna”. 1 þeim
forleik reyndi ekki nándar nærri
eins á getu hljómsveitarstjórans
og i áðurnefndum forleik
Mozarts, flutningur þó nokkuð lif-
andi og með all-góðum styrk-
leikahlutföllum.
Þvi næst söng Mady Mesplé
hina þekktu ariu Gildu — „Caro
nome” — úr óperunni „Rigólettó”
eftir Verdi. Söngur hennar var
með glæsibrag, þó að betur hafi
þessi arfa verið sungin af öðrum.
Mistök fyrsta fiðluleikara hljóm-
sveitarinnar i þessari ariu voru
leið og litt skiljanlegt hvernig
slikt mátti ske. Næst söng Mesplé
hina frægu „Klukkuariu” úr
óperu Delibes — „Lakmé” —. Þar
gneistaði tækni og raddbeiting
söngkonunnar hvað mest. 1
þessari ariu var söngkonan
sannarlega i essinu sinu og heill-
aði áheyrendur gersamlega. Það
virðist sem Islendingar séu óvan-
ir að heyra tæknilega frábæran
flúrsöng. Fagnaðarlátum ætlaði
seint að linna.
Undirleikur hljómsveitar var
stórslysalitill i þessum fjórum
arium, sem frúin söng, og hún
söng sig inn i hjörtu áheyrenda.
Áberandi er hve sellóin i hljóm-
sveitinni eru að jafnaði góð. Það
er ekki ónýtt að hafa fyrsta selló-
leikara eins og Gisellu Depkat!
Ef við hefðum sambærilegan
fyrsta fiðluleikara (konsert-
meistara), hvernig væri hljóm-
sveitin þá?
Að siðustu lék hljómsveitin for-
leikinn að „Tannhauser” eftir
Wagner. Þar lék hljómsveitin
áberandi best á þessum tónleik-
cTVIenningarmál
Hljóðfœri sem allir
Akademiska
Sángföreningen
Stjórnandi:
Henrik Otto Donner
Tónleikar 23. mai.
I nánast hverjum manni
býr sú löngun að geta sung-
ið. Mannsröddin er blæ-
brigðaríkasta hljóðfærið
sem til er, og eina hljóð-
færið, sem allir eiga. Með
réttri þjálfun er hægt að
gera röddina að ánægju-
legu hljóðfæri, sem alltaf
er til taks.
Sennilega er algengara aö karl-
menn hefji upp raust sina en
kvenfólk. Að minnsta kosti er
mun meira um karlakóra en
kvennakóra, og væri þaö i sjálfu
sér ágætis rannsóknarefni fyrir
sálfræðinga eða félagsfræðinga
hvað veldur þvi. Allir kannast við
brandarana um baðariurnar, sem
húsbóndinn glimir við undir
sturtunni. Það er sama þótt hann
springi á hæstu tónunum eða
kafni á þeim dýpstu, hann getur
alltaf borið árangurinn saman við
Jussi Björling eða Ivan Rebrof,
og kemur úr baðinu léttari í
skapi.
skólunum hefur yfirleitt miðað að
þvi að kenna börnunum rétta
meðferð raddarinnar i söng, og
þar hafa margir af okkar söngv-
urum fengið sina fyrstu tilsögn.
Þetta er erfitt verk, og án efa
verða margar góðar raddir út-
Henrik Otto Donner.
undan, þvi enginn tónmenntar-
kennari, sem þarf að kenna 300 til
400börnum einu sinni I viku hefur
tækifæri til að veita þá kennslu
sem æskileg væri. Auðvitað hefur
lika viða verið brotinn pottur i
kennaraliðinu, þvi að marga
heyrir maöur segja, að „söng-
kennarinn sagði að ég væri lag-
laus”.
Þvi er það að gott raddfólk
þorir ekki að syngja af ótta við að
vera að athlægi, og notar þvi
aldrei þetta bezta tjáningarform
mannsins. Samt sem áður held
ég, að Island geti státað af mest-
um fjölda kóra i heiminum, eftir
höfðatölu auövitað.
Bassi og tenór
Alltaf er gaman, þegar við fá-
um heimsóknir erlendra kóra.
Það er að vísu fátt um slikar
eiga
heimsóknir af eðlilegum orsökum
kórarnir yfirleitt mannmargir,
frá 30 upp i jafnvel 60 söngmenn.
Þetta eru dýrar heimsóknir með
tilheyrandi mannflutningum og
uppihaldi sem kostar sitt. Finnski
stúdentakórinn, sem nú er hér á
landi er af stærri gerðinni, álika
stór og t.d. Fóstbræður eða
Karlakór Reykjavikur, 46 söng-
menn taldist mér vera i kórnum.
Myndin, sem birtist af kórnum i
öllum auglýsingum er dálitið vill-
andi, þvi þar má telja hátt á
annað hundrað söngmenn. Var
mér siðar sagt af einum söng-
manna, að þetta væri kórinn
sjálfur auk allra gamalla söng-
manna. Á efnisskrá voru að
mestu Norðurlandatónverk auk
annarra. Kórinn er að mestu
skipaður ungum mönnum, ætli
meðalaldurinn sé ekki nálægt 25
árum? Var þvi spennandi að
'heyra hvernig þeim tækist upp,
þvi varla væru þetta mjög söng-
vanir menn.
Það sem var mest einkennandi
fyrir söng kórsins var, hve sam
æfður hann er. Kom það bezt
fram i laginu Dana-Dana, sem er
mjög flókið i ritma, mikið um
synkópur og flóknar innkomur.
Ætla ég að slikt verk stæði i is-
lenzkum karlakórum heilan vet-
ur, þótt söngvanari séu. Sam-
hljómur kórsins er fallegur, en
ekki hljómmikill, vantar bæði
mikla bassa og háa tenóra.
Standa Fóstbræður þar mun bet-
ur að vlgi, bæði með háa og bjarta
tenóra og bezta 2. bassa, sem ég
hefi heyrt, djúpan og þéttan.
„Ég elska"
Lagaval finnska kórsins var vel
sniðið eftir getu kórsins, engin
glansnúmer fyrir 1. tenór, og ekki
mikið lagt á 2. bassann. Af 20 laga
efnisskrá, sem er nokkuð mikið,
fannst mér lögin Esti Dal eftir
Kodaly og lög stjórnandans bera
TÓNLIST
Tónlist eftir
Jón Kristin Cortez
af. í Esti Dal kom i ljós hve vel er
farið með getu kórsins og hve vel
samæfður hann er, mjög gott
jafnvægi var milli radda, og
örugg tónmyndun, enda var lagið
klappað upp.
Lög stjórnandans, Henriks
Ottos Donner, Etude for sommer-
vind, og Jaguaren, voru vel flutt,
sérstaklega Etuden, sem er
skemmtileg flækja utan um orðin
„jag álskar”, en Jaguaren, sem
er frekar nútimalegt verk, var
ekki eins skemmtilegt, en ákaf-
lega vel flutt, var auðheyrt, að
tónskáldið hafði æft það lag af
alúð. Lagavalið er að öðru leyti
frekar einhæft, lögin það lik
hvert öðru, að þau voru farin að
renna saman i eitt i huga manns.
Stjórnandinn er mjög geöfelldur
maður, sem ætla mætti að hafi
þann sið að hoppa niður allar
tröppur og hneigja sig minnst
þrisvar eftir hvert lag.
Karlakórinn Fóstbræður sá. um
móttöku Akademiska sáng-
föreningen hér á landi, og var sú
móttaka öll til fyrirmyndar, og á
söngmönnum mátti heyra að þeir
væru mjög ánægðir. Vonandi fá-
um við fleiri slikar heimsóknir á
næstunni, hefði t.d. mátt bjóða
hingað kórum á listahátiðina, —
það veröur ef til vill á þeirri
næstu.
Tónmenntarkennslan i barna-
Laus staða
Lektorsstaða i stjórnmálafræði við námsbraut i almenn-
um þjóðfélagsfræðum i Háskóla Islands er laus til um-
sóknar. Gert er ráð fyrir, að aðalkennslugrein verði
stjórnmálaatferli, en aðrar kennslugreinar verði alþjóöa-
stjórnmál eða félagsleg stjórnmál.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, Reykjavik, fyrir 20. júni n.k.
Menntamálaráðuneytið,
20. mai, 1974.
Skólavist í menntaskólum
Umsóknarfrestur um skóiavist I menntaskólum og mcnnta-
deildum næsta skólaár er tii 15. júni n.k. Allar umsóknir
um menntaskólavist i Reykjavik skulu sendar til Mennta-
skólans i Reykjavik, við Lækjargötu, en aðrar umsóknir
tii viðkomandi skóla.
Tiiskilin umsóknareyðublöð fást i gagnfræðastigsskólum
og menntaskóium.
Menntamálaráöuneytið,
22. mai 1974.