Vísir - 25.05.1974, Síða 14
14
Vísir. Laugardagur 25. mai 1974.
Hvorf sem þér
þurfiö aö gera
viÖ gamalf —
eöa fá yÖur nýf f!
Komið við í Hjólbarðaverkstæðinu NÝBARÐA
í GARÐAHREPPI, þar er opið alla Helgina.
Við eigum flestar stærðir hjólbarða.
Við jafnvægisstillum hjólin
með fullkomnum tækjum.
BARUM
BREGZT
EKKI.
Við kappkostum að veita yður
þjónustu og réttar leiðbeiningar
um val hjólbarða.
W
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI í GARÐAHEPPI SÍMI 50606
Volvo 144 ’72 og ’70.
Volkswagen 1302 ’71.
Volkswagen 1300 ’72.
Fiat 850 ’72.
Ilillman Hunter ’71.
Cortina 1300 ’70.
Fiat 127, ’73.
Opið á kvöldin kl. 6-10. —
Laugardag kl. 10-4.
Sumarblóm
Erum byrjuð að selja sumarblómin.
Gróðrarstöðin Birkihlið7, Kóp.
Rösk stúlka óskast
við afgreiðslu annan hvern dag á pylsu-
bar.
Uppl. i sima 84247 eftir kl. 6.
Hús til leigu
Til leigu er hús I miðbænum. Húsið er ein hæð og ris ásamt
rúmgóðum geymslukjallara. A hæð eru þrjú herbergi og
eldhús, en i risi 2-3 herbergi og eldunaraðstaða. Sameigin-
leg snyrting er fyrir báðar hæðir. Húsið gæti hentað sem
skrifstofuhúsnæði vegna legu sinnar, en lika til ibúðar.
Tilboð sendist augld. VIsis merkt ,,Frakkastigur”.
PASSA/VðYNDIR
'16U6ÚJUÍ/1 œ, d> mívt'f
-c ökjUtSkMiíeini, ~ náSrbskitáeuú,
uefiOÁréS— skók&sfeítáöi/ú <,./!■
^MATORVER/, IjUNÍN//
LAUGAVEGI CC
SIMI 22718
o
Albert Guðmundsson:
Fylkið ykkur um
óklofínn fíokk
Kjördagur nálgast nú og árásir
minnihlutaflokkanna i borgar-
stjórn harðna dag frá degi. Helzt
virðast þeir leggja áherzlu á að
lofa lausn á vandamálum aldr-
aðra, og siðan reyna þeir að gera
Sjálfstæðisflokkinn tortryggileg-
an.
Á þvi kjörtimabili, sem nú er á
enda, hefur Sjálfstæðisflokkurinn
haldið sinu fyrra striki og unnið
málefnalega að lausn allra mála.
Hins vegar er mér ekki minnis-
stæð nein sjálfstæð tillaga frá
vinstri mönnum, en aftur á móti
hafa þeir, svo til allt kjörtfmabil-
ið, elt okkur sjálfstæðismenn I til-
lögusmiði, t.d.
ef við berum fram tillögu um
smiði ákveðins fjölda leiguibúða,
þá bæta þeir við ibúðafjöldann.
ef við leggjum til kaup á
ákveðnum fjölda strætisvagna,
auka þeir þann fjölda.
ef við leggjum til hækkun á lán-
um til íbúðakaupa, leggja þeir til
hærri lán.
Sjálfstæðar tillögur frá minni-
hlutamönnunum eru svo sjald-
séðar, að I augnablikinu man ég
ekki eftir neinni.
Ekki hefur staðið á þeim að
halda uppi málþófi, t.d. I málefn-
um aldraðra, enda fátt æst þá
meira en sú tillaga okkar sjálf-
stæðismanna, sem gerir vanda-
mál aldraðra og sjúkra að for-
gangs framkvæmdamáli, með
samþykkt borgarstjórnarinnar á
þvi að leggja 7 1/2% af heildarút-
svörum borgarinnar til lausnar
málefnum aldraðra, sem þýðir,
að um 1000 milljónum króna verð-
ur varið til þess að leysa þessi
mál að fullu á næstu árum. Við
gerum okkur glögga grein fyrir
þessu vandamáli, og þvi hefur
borgarstjórnarmeirihlutinn, und-
ir stjórn Birgis ísleifs Gunnars-
sonar, borgarstjóra, gert vanda-
mál aldraðra að forgangsmáli á
framkvæmda- og fjárhagsáætlun
næstu ára.
Þá hefur á þessu kjörtimabili
oft verið átakanlegt að horfa upp
á þennan sundurlausa hóp vinstri
manna I borgarstjórn, sem eytt
hefur öllu kjörtimabilinu i tal um
samstöðu sin á milli, til þess að
fella borgarstjórnarmeirihluta
sjálfstæðismanna. Allt þeirra tal
og öll þeirra fundahöld hafa verið
árangurslaus, og eftir hvern fund
þeirra hefur sama sterka og
trausta fylking sjálfstæðismanna
blasað við þeim, samstilltari og
ákveðnari en nokkru sinni fyrr.
Alþjóð veit, að aldrei hefur
meiri sundrung rikt innan vinstri
flokkanna, bæði i borgarstjórn og
þjóðmálum.
Við siðustu kosningar studdu
kjósendur Framsóknarflokksins
ekki sinn flokk, i þeim tilgangi að
koma kommúnistum til valda, en
þrátt fyrir litið fylgi kommúnista
á Islandi, hafa þeir haft bróður-
partinn af völdunum i rikisstjórn.
Kommúnistar vinna þannig, að
ná samstöðu með bændaflokkum,
mynda með þeim meirihluta og
gleypa þá siðan, um leið og þeir
stefna að þvi að skapa upplausn i
þjóðfélaginu, en slika upplausn
telja þeir bezta jarðveginn til
endanlegrar valdatöku.
íslenzka þjóðin verður að gera
sér það ljóst, að svo mikil hætta
stafar af kæruleysi á þessum al-
varlegu timum, að ég bið
kjósendur að skoða hug sinn vel,
áður en þeir greiða öðrum flokk-
um atkvæði I komandi kosning-
um.
Til dæmis um samstarf vinstri
manna I borgarstjórn og rikis-
valdsins til að knésetja Sjálf-
stæðisflokkinn I Reykjavik má
benda á, hvernig rikisstjórnin
hefur með tilskipunum reynt að
hafa áhrif á borgarmálin.
Þegar borgarstjórn þurfti að
nota 1% álagningaheimild við
álagningu útsvara leyfði rikis-
stjórnin það gegn þvi, að fast-
eignagjöld i Reykjavik yrðu hærri
en sjálfstæðismenn töldu æski-
legt.
Þegar hafnarstjórn þurfti að
hækka vörugjöld, kom samþykkt
rikisstjórnarinnar, gegn þvi, að
fyrst yrðu tekin aflagjöld af báta-
flotanum, gjöld, sem aldrei
áður hafa verið innheimt.
Þegar borgarstjórn hefur sótt
um leyfi til að hækka gjaldskrár
þjónustufyrirtækja borgarinnar,
vegna sihækkandi útgjaldaliða og
óskiljanlegra ráðstafana rikis-
stjórnarinnar i efnahagsmálum,
þá hefur ábyrgðarleysis gætt i
svörum rikisstjórnarinnar til
borgarráðs:
,,Þið megið taka erlend lán —
rekstrarlán — til að komast yfir
erfiðleika augnabliksins” — rétt
eins og aldrei komi að skuldadög-
um.
Kommúnistum i rikisstjórn
hefur tekizt betur upp en búizt var
við I þeirri iðju sinni að skapa hér
glundroða og brjóta niður það
þjóðfélagskerfi, sem lýðveldið Is-
land byggir á.
Forustumenn þeirra hafa lýst
þvi yfir, að þetta kerfi henti þeim
ekki. Það er þó sannarlega rétt.
Ég vil leyfa mér að bæta við, að
þjóðfélagskerfið, sem við búum
við, hvorki þolir kommúnista né
vill þá, og ég lýsi ábyrgð á hendur
þeim flokkum, sem láta nota sig
til þess að skapa þessum boð-
berum erlendrar stjórnmála-
stefnu valdaaðstöðu á Islandi.
Ég skora á alla tslendinga, og
þá sérstaklega Reykvikinga, að
berjast gegn þessu óheillaafli.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini is-
lenzki stjórnmálaflokkurinn, sem
hefur ekki erlendar fyrirmyndir á
sinni stefnuskrá, hann er hreinn
islenzkur stjórnmálaflokkur. Þvi
ber okkur að styrkja hann og
styðja, bæði i borgarstjórnar- og
alþingiskosningum. Berjumst
hlið við hlið gegn vinstri öflunum.
Við verkalýðinn vil ég segja
þetta: Gerið ykkur það ljóst, að
verkalýðsforingjar vinstri manna
eru ekki lengur til. Hugsjóna-
mennirnir, sem börðust fyrir
bættum kjörum fólksins, eru
horfnir. 1 þeirra stað er komin ný
stétt. Menn, sem skipuleggja
fylkingar ykkar i ákveðnum,
pólitiskum tilgangi. Þeir, sem
komu I stað foringja ykkar, eru
nú kallaðir verkalýðsrekendur.
Hristið af ykkur blekkinga-
mennina og fylkið ykkur bak við
verkalýðsforustu sjálfstæðis-
manna.
Æsku Reykjavíkur, sem nú
gengur til kosninga i fyrsta sinn,
óttast ég ekki. Sú æska, semég hef
kynnzt, er fullfær um að mynda
sér heilbrigða skoðun á borgar-
og þjóðmálum og gera sér glögga
grein fyrir þvi, hvað bezt er fyrir
þjóðina. Ég ber fullt traust til
hinnar glæsilegu islenzku æsku,
sem innan tiðár tekur sjálf við
stjórn borgarinnar og landsins.
Aðeins samstillt sjálfstæðisfólk
getur skilað nútið til framtiðar i
góðu ásigkomulagi.
Ég vil að lokum skora á allt
sjálfstætt fólk, að fylkja sér i rað-
ir þess eina flokks, Sjálfstæðis-
flokksins, sem ekki er klofinn.
Sjálfstæðisfólk, sækið fram i
órjúfandi fylkingum á kjördag.
Kjörorð okkar er: Gjör rétt —
þol ei órétt.
Stöndum vörð um Reykjavik.
Myndum skjaldborg um hið
unga, islenzka lýðveldi.
1. deild
Laugardalsvöllur
KR - ÍBK
Leika í dag kl. 14
KR
Bifreiöar
á kjördag
:
Si; U
D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs
frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum
D-listans á kjördag.
Frambjóðendur heita á stuðningsmenn B
listans að bregðast vel við og leggja
listanum lið m.a. með þvi að skrá sig til
aksturs á kjördag 26. mai næstkomandi
Vinsamlegast hringið i sima 84794.
Skráning bifreiða og . sjálfboðaliða fer
einnig fram á skrifstofum hverfa-
félaganna.
■
jlj-lislinn