Vísir - 30.05.1974, Side 3

Vísir - 30.05.1974, Side 3
Visir — Ferðablað 1974 3 Lapp- arnir eftir „Minn hugur leitar á þær slóðir, sem munu kannski ekki þykja i samræmi við þær, sem ég býð við- skiptavinum minum dags daglega til,” sagði Steinn Lárus- son, forstjóri ferða- skrifstofunnar úr- vals. „Norðurslóðir eiga nefni- lega minn áhuga. Ég hef farið á undanförnum árum til Grænlands og Færeyja, og mi hefur það verið minn draumur að skipuleggja ferð — ekki bara fyrir sjálfan mig, heldur lika fleiri — til Lappanna nyrzt i Skandinaviu. Ég veit ekki, hvað veldur þessari forvitni minni á fólk- inu, sem býr hérna nær okkur Islendingum á norðurhveli jarðar. Þessum þjóðum, sem við höfum svo litið lagt okkur eftir að kynnast. — Ég hef kynnzt frændum okkar Fær- eyingum og likar mjög vel við þá. Ég hef lika kynnzt all- mörgum Grænlendingum og fengið á þeim dálæti. Nú langar mig til að kynnast Löppum og Lapplandi. — ís- lendingar þykja áreiðanlega sjaldséðir hrafnar þar.” Steinn Lárusson, Urval Tif að losna við símann — Ég fœri til Grœnlands, hvenœr sem ég œtti kost á því... „Þvi er fljótsvarað,” sagði Birgir Þorgilsson sölustjóri Flug- félags tsiands, og hló við, þegar við spurðum hann, hvert hann mundi leggja land undir fót, hvert væri óskaferðalagið hans. „Þangað sem ég hef fariö á hverju ári núna að undanförnu. Ég færi til Grænlands, hvenær sem ég ætti vöi á þvi. — Þvl oftar, þvi betra. Og þvi lengur sem ég get verið, þvi betra,” sagði Birg- ir, sem i starfi sinu hefur ferðazt um fjölda landa. „Hvað er það við Grænland, sem heillar þig frekar en önnur lönd, Birgir?” „Það er þarna þessi ró, sem maður finnur varla orðið hér. Þvi verður ekki lýst I Örfáum orðum, hvernig kyrrð óbyggðanna þarna orkar róandi á allt. — Þó hlýtur að blasa við, að þarna er maður laus við simann, sem eitt út af fyrir sig er ægilegur léttir. Maður er laus við útvarpið. Sem sé laus við þennan ys og þys og skarkala, sem menn gera sér kannski ekki almennt grein fyrir, hvað fer ann- ars illa með þá. Þarna er algert næöi, og ég hef hvergi hvilzt eins vel. Fólkið, sem býr I þessu landi, laðar mann á vissan hátt að sér. Mér llkar vel við það. — Það er svo hreinlynt. Já, ég færi þangað, hvenær, sem ég ætti þess kost.V Birgir Nrfhiin, f.í. ^ hvert,sem Ferdatryggingar okkar eru ódýrar og viótækar. Þær greiða bætur vió dauóa af slysförum og vegna varanlegrar örorku. Einnig dag peoinga, þegar hinn tryggói veröur óvinnufær vegna slyss. Gegn vægu aukagjaldi greiðir tryggingin einnig sjúkra- kostnaó, sem sjúkrasamlag greióir ekki. Farió ekki ótryggð i feróalagió. Tryggió yóur og farangur yóar hjá Aöalskrifstofunni eða næsta umboói SAMVINNUTRYGGINGAR Anwft 3 - sM 3S500

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.