Vísir - 30.05.1974, Síða 8
Vlsir — Ferðablað 1974
Einu sinni Kaupmannahöfn
- ogþú ferð þangað af tur
Þeir erw ófáir Islendingarnir,
sem tekifihafa ástfóstri við Kaup-
mannahöfn og finna hjá sér þörf
til að heimsækja borgina reglu-
lega. Margir þeirra komu fyrst til
Hafnar i Gullfossferð, en nú er
ekki lengur hægt að ferðast með
þvi skipi tU höfuðborgar Dan-
merkur. Þá er bara að velja flug-
ieiðina. Þetta er ekki nema
þriggja tlma flug.
En hvaö er það, sem laðar
tslendinginn fyrst og síðast til
Kaupmannahafnar? Er það ekki
bara af gömlum vana, sem við
leitum þangaö svo stlft? Aður
fyrr hófust jú allar ferðir íslend-
inga til annarra landa með sigl-
ingu til Kaupmannahafnar.
Svo mikið er vlst, aöenginn fer I
innkaupaleiðangur til borgar-
innar. Kaupmannahöfn mun vera
dýrasta borg I Evrópu, þegar
Reykjavik er frátalin.
Hins vegar kostar það ekki
krónu að ganga um göturnar þar
og garðana, en af þvi má hafa
sérlega mikla ánægju. Garðarnir
I Höfn eru stórir og fallegir. Þar
getur verið friðsælt og mikil hvlld
I þvi að liggja þar einfaldlega og
sleikja sólskinið.
Ef iðandi borgarlif er manni
fremur að skapi eru. Strikið og
Ráðhústorgið réttu staðirnir til að
komast I mannþröng. Þaðan er
llka stutt I Tivoli, en enginn, sem
kemur til Hafnar, má láta hjá liða
að lita þar inn. Þó er rétt að
minna á það, að Bakkinn svo-
kallaði er öllu stórbrotnari staður
séð með augum þeirra, sem vilja
komast I almennilega
„rússibana” og þvíllk tæki.
Eins er óhætt að mæla með
dýragarðinum, sem er mjög
góðuriKaupmannahöfn. Og þá er
lika rétt að minna á sirkus
Benewis.
Skemmtistaðir og bjórkrár
eru á hverju strái i miðborginni.
Þó ér óhætt að mæla sérstaklega
með tveim stöðum, sem íslend-
ingar sækja I rikum mæli. Unga
fólkiö, sem vill komast I
skemmtilegt diskótek, fer að
sjálfsögðu i Pussycat, sem er
rekið af Islendingi. Þjónustulið
ið er llka að nokkrum hluta Isl.
Hinir eldri fara hins vegar frekar
á stað eins og t.d. Lorry. Það er
alþjóðlegur veitingastaður, sem
býður jafnan upp á fjölbreytt
skemmtiatriði og góðan mat.
Þegar komið er fram yfir mið-
nætti, er svo hægt að færa sig yfir
I næturklúbb, sem þá opnar I
sömu byggingu.
Fjölmargir — og þeim fjölgar
ört, sem það gera — verja aðeins
fáeinum dögum 1 Kaupmanna-
höfn, en halda þaðan I lengri
ferðir, þvl frá Danmörku er
hægðarleikur að komast hvert
sem vera skal. Má þar m.a. nefna
ferðir þeirra Simon Spies og
Tjæreborgar-prestsins, sem báðir
bjóða mjög ódýrar ferðir til
Spánar og annarra staða.
Báðir ofangreindir aðilar eru
aö sjálísögðu með þotur I ferðum
til fjarlægra staða, en þeir eru
lika með hópferðabila, sem aka
til Spánar.
Þeir eru lika margir, sem velja
þann kostinn að kaupa sér bll I
Kaupmannahöfn eða þá
leigja sér bll og aka síðan til ná-
grannalandanna og losa sig slðan
'við bllinn aftur I Höfn að ferðinni
lokinni.
Það ætti að vera óþarft að teija
hér udd alla bá ferðamöeuleika.
sem þessi háttur býður upp á.
Hins vegar má ljúka þessum
skrifum með þvl að benda á
sumarbústaðina, sem hægt er að
fá leigða á þeirri friðsælu eyju
Faney og sjálfsagt viðar. Ferða-
skrifstofurnar hér heima veita
alla fyrirgreiðslu hvað þennan
möguleika snertir.
Ferðaskrifstofurnar veita llka
allar upplýsingar um ferðir Nor-
ræna félagsins, sem standa þeim
félagsmönnum til boða, sem hafa
verið I félaginu ákveðinn tima.
Ferð með þvl félagi til Kaup-
mannahafnar er hægt að fram-
lengja t.d. I Skotlandi um tvo eða
þrjá dag og fara i skoðanaferðir
vítt og breitt, auk þess sem þar
má gera hagstæðari innkaup en
kannski hafði reynzt unnt I Kaup-
mannahöfn.
Og eitt orð að lokum til þeirra,
sem leggja ieið sína til Kaup-
mannahafnar: Bregðið ykkur i
dagsferð yfir til Málmeyjar. Þið
getið þá sagt, þegar heim kemur,
að þið hafið bæði komið til Dan-
merkur og Svlþjóðar I sumar-
friinu ykkar...
—ÞJM
¥■
TAKIÐ ALÞJOÐA
ÖKUSKÍRTEINIÐ
MEÐ í FERÐINA
Það verður sífellt
vinsælla að taka bfl á
leigu einhvers staðar
erlendis og aka síðan um
viðkomandi land og
jafnvel fleiri. Það er
einnig til í dæminu, að
menn kaupi sér bíl, ferð-
ist um f honum og selji
siðan á áfangastað.
Til þess að aka farartækjum
erlendis þarf alþjóðaökuskir-
teini. Það fæst hjá Félagi is-
lenzkra bifreiðaeigenda,
Armúla 27. Fyrir félagsmenn
kostar skirteinið 100 krónur, en
200 fyrir utanfélagsmenn.
í skirteinið eru skráðar sömu
upplýsingar og i venjulegt
ökuskirteini. Þeir, sem ætla að
fá alþjóðaökuskirteini, verða að
hafa gildandi tiu ára islenzkt
ökuskirteini. Einnig er ljós-
mynd sett i alþjóðaökuskirtein-
ið.
Ef ökumaðurinn er sviptur
ökuleyfi i einhverju landi, er
það skráð i ökuskirteinið á sér-
stakt blað. Hann getur þvi ekki
forðað sér yfir i annað land til
áframhaldandi aksturs, þvi
ökuleyfissviptingin er skráð i
skírteinið sjálft.
Alþjóðaökuskirteinið er tekið
gilt I flestum þjóðlöndum heims,
a.m.k. i Evrópu, viðs vegar i
Afriku, Ameriku og Asiu. Hins
vegar er það ekki tekið gott og
gilt hvar sem er i Bandarikjun-
um. í sumum fylkjum er þó svo.
1 öðrum fylkjum þarf yfirleitt að
fara inn á einhverja lögreglu-
stöð og fá leyfi til að aka i
viðkomandi fylki, ef ökumaður-
inn hefur erlent ökuskirteini.
Þó þykir öruggara að hafa
alþjóðaökuskirteini með sér,
hvert sem farið er, ef tilgangur-
inn er að aka einhvers konar
ökutæki.
— ÓH
ALÞJ ÓÐ ABIFREIÐ AN OTKU N island
Internatlonal Automoblle Traltic I C E L A N D
Clrculatlon automobile intcrnationale I S L A N D E
Alþjóðaökuskípteiní
International driving permit
Permls ínternational de conduire ^
-- - 1
Alþjóðasamþykkt 24. apríl 1926
Internatlonal Convention held on 24 April 1926
Convention internationale du 24 avril 1926
ökuskirtelnlð getið út — Issuance ot permit —
Déilvrance du permis
Staður
Place _______________________________________________
Lleu
Dagsetnlng
Date . ____________________________________________
Date
1)
Stimplll vlðkontandi yíirvalda
Authority s Slgnature
Chachet de l'autorité
1) Undirskrlft vlðkomandi yfirvalda, eða bess félags, er við-
komandi yflrvöld hafa viðurkennt til þess að gefa út skirteinlð.
1) Signature of the authority or signature of the association
empowered by the authority and approval of the latter. —
1) Signature de l’autorité ou slgnature de l'associatlon habiilté
par l'autorité et visa de celle-ci.
Engin
,sigling'
áœtluð
Gullfoss, það gamla farþega-
skip, sem löngum var kallað
„flaggskip islen/.ka flotans”,
dólar nú um Rauðahafið þétt-
setinn Aröbum og þeirra ferða-
pjönkum. Gamlir og ungir is-
lendingar, sem gegnum árin
höföu tekið ástfóstri við þetta
eina skip, sem kallazt gal
farþegaskip hér á landi, hugsa
eflaust með söknuði til fleytunn-
ar nú þegar enn eitt sumarið er
runnið upp og ferðaþráin gripur
um sig aftur.
Það er auðvelt að komast
milli landa nú til dags og löngu
liðin sú tið, að talað var um
„Siglinguna” með stórum staf
og lotningarhreimi. Flugvélar
eru fáeinar minútur að þjóta
héðan vestur um haf eða austur.
En þó er það svo undarlegt, að
til eru þeir, sem geta ekki hugs-
að sér að ferðast með flugvél-
um. Þessir sérvitringar hafa nú
um langt árabil sett allt sitt
traust og alla sina ferðadrauma
I samband við Gullfoss. Nú er
hann seldur og kemur vart á
Atlantshafið aftur. Hvað er þá
til ráða fyrir sérvitringa þessa
lands?
Þvi er fljótsvarað: Ekkert.
Nú siglir ekkert skip með
farþega milli Islands og ann-
arra landa. Og þvi siður er það,
að menn geti tekið bila sína með
sér I útlandaferð — a.m.k. ekki
á eins þægilegan hátt og var,
meðan gullfoss sigldi.
Hjá Eimskipafélaginu og StS
var okkur tjáð, að það væri ekki
hægt að tala um það sem mögu-
leika, að fólk gæti keypt sér far
með flutningaskipum þeirra til
útlanda.
Reyndar mun það svo, að i
flestum flutningaskipa okkar er
einn farþegaklefi. Þennan klefa
er hægt að fá til afnota, en þvi
aðeins að maður sé i hópi fárra
útvalinna.
„Það er ekkert farþegapláss
hjá okkur,” sagði Hans Daniels-
son hjá Skipadeild SIS, ,,og það
er það eina, sem þú mátt hafa
eftir mér um þetta.”
Það er rétt — en þó munu ein-
hverjir komast með „fellunum”
utan, svo sem starfsmenn Sam-
bandsins eða háttsettir
kaupfélagamenn. Og biðlistinn
er langur og stjórnarmenn SIS
verða eflaust að leggja blessun
sina yfir hið selda far, ef
einhver er heppinn.
Sömu sögu er að segja af
flutningaskipum Eimskipa-
félagsins.
Sigurlaugur Þorkelsson
blaðafulltrúi sagói, að talsvert
væri spurt um möguleika á að fá
far með þeirra skipum, en þvi
væri raunar fljótsvarafc
Möguleikinn er hverfandi og
ekkert á þvi að byggja Aætlun
flutningaskipa er iika breytileg.
Kannski reiknar lúsheppinn
farþegi með að komast til Rott-
erdam i 17. viku sumars. Foss-
inn breytir hins vegar áætlun og
fer ekki til Rotterdam fyrr en i
þeirri 28. — en þá er sumarleyf-
inu lokið.
Menn geta þvi næstum tekið
undir með forfeðrum vorum,
sem oft fengu þau skilaboð frá
einokunarkaupmönnum, að
„Siglingin” frestaðist fram á
næsta ár eða lengur...
— GG